Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 15
14 Jóhann Ingi Gunnarsson er yngsti landsliðsþjálfari í handknattleik í heimú 25 ára gamall. Hann les líka sál- fræði i Háskóla IslandS/ og leiðbeinir Islendingum um sólarstrendur Spánar á sumrin. Helgarpósturinn hitti Jóhann Inga á einu kaffihúsa höfuðborgarinnar einn morguninn fyrirskömmu/ ogeft- Föstudagur 23. nóvember 1979 he/aarpósturínru simtal var hringt frá Islandi og ég beðinn að ihuga þjálfun ís- lenska landsliðsins. Ég gerði mér vel grein fyrir erfiðleikunum. Margir héldu að stjórnarmenn Handknattleiks- sambandsins væru orðnir kolvit- lausir aö ráða strákling, sem eng- inn vissi hvort myndi standa sig eðaekki. Égmátti reikna með að það yrði erfitt að ná virðingi liös- mannanna bara vegna aldursins. Helmingur liðsmannanna var eldri en ég og margir með meiri reynslu. ir nokkra kaffisopa og snakk um yeðrið/ komum við að sálfræðinámi hans. __he/oarpásfurinrL Föstudagur 23. nóvember 1979 l „liandboilinn cr ckki Idið” Jðhann Inqi Gunnarsson f iteigðrpóstsvíðtaií landsliðið aldrei verið mjög nei- kvæð. Égman tildæmisekki eftir þvi að það hafi verið sett verulega útá val liðsins. Það er mjög óvenjulegt, þvi að aðrir vita alltaf beturum þáhluti. Þetta hefur allt verið fremur jákvætt. Gagnrýnin á þó eflaust eftir að koma, þegar ég vel næsta lið”, segir Jóhann Ingi. Hann ætlar sér að yngja all verulega upp þá, og nota suma þeirra leikmanna sem stóðu sig svo vel úti i Danmörku fyrir skömmu. ,,Ef maður yngir ekki upp núna, gerir maður það aldrei”, segir hann. Og við höld- um áfram með gagnrýni. „Gagnrýni er auðvitað náuð- synleg. En það er til tvenns konar gagnrýni, jákvæð og neikvæð, og það virðast þeir sem hérna skrifa um handknatHeik ekki gera sér næga grein fyrir. Þeir virðast lita á sig sem einhvers- konar stjórnarandstöðu. Það er hægt að gagnrýna á jákvæðan hátt og af þekkingu. íþróttaskrifurum er i rauninni vorkunn hér á landi, vegna þess að þeir þurfa að vera sérfræð- ingar i nánast öllum iþrótta- greinum sem stundaðar eru hér á landi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Mér hefur komið til hugar að ISl ætti að gefa iþrótta- fréttariturum kost á námskeiðum þar sem kenndar væru undirstöð- menn. Þú verður að herða þig töluvert, vera samkvæmur sjálf- um þér, og öruggur með sjálfan þig. Þú verður að hafa trú á þvi sem þú ert að gera og framfylgja þvi i' hvivetna. Fyrir bragðið virkar maöuralltaðþvimontinn. Það er lika að minum dómi nauðsynlegt fyrir þjálfara, ekki sist hérna á tslandi, að hafa hvorki samúð né andúð á leikmönnunum. Það gæti komið upp sú staða að gdður persónuleg- ur vinur minn i hópi leikmanna styrkti ekki liðið lengur, en annar ákaflega leiðinlegur persónuleiki væri góður handboltamaður, og ætti þess vegna frekar að vera i liðinu. Maður má alls ekki láta svona hluti hafa áhrif á sig. Maður er að fást við einstaklinga, og engan einstakling má með- höndla á sama hátt. Þetta er 50% sálfræði.” Jóhann segist sannfærður um að sálfræðinámið hafi komið að góðu gagni í þjálfuninni. En hann lék sjálfur handknattleik á sinum tima, fyrst i Val og siðar i 1R. „Ég var skemmtilegur leik- maður”, segir Jóhann og hlær, þegar hann er spurður hvort hann hafi verið góður handboltamaður. „Ég var tekniskur, en hafði kannski ekki nógan skotkraft. ur för piltalandsliðsins. Saudi-Arabarnir vöktu til að mynda mikla athygli okkar. Þegar við spiluðum við þáuvorum við 21 marki yfir þegar rúmlega ein minúta var til leiksloka. Þá var einum besta leikmanna þeirra vikið af velli fyrir grófan leik. Hann neitaði að fara útaf, og það þýddi ekkert fyrir dómarimn að fást við hann. Svo var reynt aö spyrja hann af hverju hann léti svona, og þá benti hann á leik- manninn við hliðina og sagði að hann ætti að fara útaf — hann væri þrællinn sinn. Þetta lið Saudi-Arabanna virtist samansett úr eintómum prinsum og súkkulaði drengjum. Þeir gátu spilað þokkalega saman, og á æfingum spiluðu þeir alltaf á tvö mörk. Þegar þeir hvildu sig á milli var þjónustulið- ið strax komið með blævængi og huggulegheit. Svo einhvern- timann flautaði þjálfarinn og sagði að nú ætti að æfa hraðaupp- hiaup. Þá settust drengirnir allir niður og bentu þrælunum að fara inná! Ég geröi það upp við mig tiltölu lega snemma að ég yrði aldrei nema þessi venjulegi leikmaður, og fékk þá áhuga á þjálfun. Sextán ára gamali var ég t.d. Gengu með vegglum Við ræðum um þjálfun um stund og Jóhann segir að þegar aðstöðumunurinn sé haföur i huga sé árangur okkaralveg stór- kostlegur. Það • er nauðsynlegt að viö komum okkur saman um hvaöa kröfur á að gera. Við verðum aö setja okkur raunhæf markmið. Heimsmeistarakeppnin i Dan- mörku i fyrra varð svona mikið áfalhvegna þess að það var búist við alltof miklu. Það var jafnvel búið að koma þvi inni höfuöið á sumum leikmönnunum að viö ættum möguleika á að verða heimsmeistarar. Vonbrigðin þegar heim var komið voru siðan svo mikil að landsliðsmennirnir gengu með veggjum. Það hlýtur að vera hrikaleg tilfinning i áhugamáli.” „íþróttir hafa að minu mati menningarlegt gildi, ekkert síður en sinfóniuhljómsveit. Og ef iþróttafólki einnar þjóðar gengur vel á alþjóðavettvangi, er fólkið geysilega stolt. Ég er viss um það að skattborgararnir heföu ekkert á.móti þvi að borga örlitið til að bæta aðstöðu iþróttafólks. Meðan þessi starfsemi er svona f.é vana, og fyrir bragðið skipulagslaus er nánast ekkert hægt að gera, og ég er orðinn þreyttur á þvi”. Ég hef i hyggju að ljúka námi I sálfræði og fara svo i framhalds- nám. Ég hef áhuga á aö kynna mér ennfrekar, mennta mig enn frekar i þessum menningarsjúk- dómum, enda tel ég mig hafa hæfileika til að umgangast fólk, og vil gjarnan taka að mér eins- konar ráðgjafastörf i sambandi við þá, Ég geri mér þó grein fyrir að erfitt verður að segja bless við handboltann. Reyndar er iþrótta- sálfræði merk grein sálfræöinnar, og þar gefst gott tækifæri að fylgjast með aggressjónum i eðlilegu umhverfi — inná vellin- um. Það er mikil spenna i kringum iþróttir, sérstaklega fyrir leiki. Og hjátrú allskonar. Það eru mörg skemmtileg sálfræðileg ferli i iþróttamönnum. Viða er- lendis er það talið hafa mikla þýðingu, frá geðverndarsjónar- miði að láta fólk stunda iþróttir. Sumstaðar hefur verið komið upp iþróttaaðstöðu á vinnustöðum, og afköstin hafa aukist um leið, og veikindadögum fækkað. — Hvaða áhrif hefur frægðin haft á þig. Þú sagðist áðan næstum orðinn montinn? „Það hefur verið gaman að þvi að fylgjast með þvi frá sálfræði- sjónarmiðinu hvernig þetta hefur virkað á mig. Fyrst var þetta mikið styrkingaratriði — að fá „Þetta nám mitt hefur tekið svolitið lengri tima en til stóö j' upphafi. Astæðan fyrir þvi er væntanlega augljós. Annars hef ég alltaf unnið með námi, og hef haft þá skoðun að betra væri að fá kannski einum lægra i einkunn og fá meira en það sem skóla- bækurnar geta gefið. Ég hef til dæmis fengið tækifæri til þess að ferðast mikið og kynnast lifi og skoðunum annarra þjóða. Það tækifæriheföi ég ekki fengið hefði ég látið námið ganga fyrir öllu öðru. Éger vinnuman/ak, og mér lið- ur ekki vel nema ég sé að vinna eitthvað. Siöastliðinn fjögursum- ur hef ég unniö sem fararstjóri á Spáni, hjá ferðaskrifstofunni Or- val. Mér þykir það sérstaklega áhugavert starf, jafnvel þó I þvi sé talsverö rútina. Ég er ekki mikiö fyrir niu til fimm vinnu. Það sem er mest gaman við þessa fararstjóravinnu er sál- fræöilega hliöin. Þarna úti tekur maður á móti um þaö bil 120 manna hóp og allflestir eru ákaf- lega stressaöir. Það kostar venju- lega fjölskyldu geysilega fórn að komast i slika ferö, fjölskyldu- meðlimir hafa kannski unnið aukavinnu mánuðum saman til aðná þessari milljón sem til þarf, ogalitmiöast viðdaginn sem á að fara út. Og einmitt þann dag er svo sagt við taugakerfið: Slapp- aðu af. Auðvitað virkar'likaminn ekki svoleiðis. Fyrir bragðiö veröur fólk mjög erfitt fyrstu vik- una á Spáni, eða svo. Fólk kemur kannski á nóttunni sér flugu i ibúðinni og kvartar samstundis — þaö var ekkert um flugur i bækl- ingnum, og svo framvegis. Svo er kannski sólarlaust fyrsta daginn, og þá er fararstjórnarnum sam- stundis kennt um. Það.tekur fólk- ið nokkra daga aö lækka spennu- stigið, en önnur vikan er mjög góð. Þriðja vikan er svo langbest. Þá er fólkið i þvi ástandi sem það ætti að koma i — vel afslappað, og tilbúið að fara aftur heim og tak- ast á við veruleikann sem þar biö- ur. Þess vegna hef é haldið þvi fram að enginn ætti að vera skemur en i þrjár vikur i svona ferðalagi. Stjórn spennustigsins i likaman- um er mitt stóra áhugamál — með handboltanum auðvitað, og um það verður BA ritgerðin min. Ég er þeirrar skoðunar að spennulaust ástand sé ekki til nema i dauöa, þá fyrst hættir maður að vera spenntur. Meöan þú ert lifandi ertu spenntur.” Spenna og íprOllir Spenna og iþróttir fara mjög oft saman, og þvi skyldi maður ætla að menntunin kæmi Jóhanni Inga að góðum notum þar. „Ég hef mest fengist við svo- kallaða „hvildarslökun”, sagði hann. „Ég hef meöal annars beitt henni á sjálfan mig meö góðum árangri. HUnbyggist á einföldum æfingum, sem bæði er hægt að gera sem einstaklingur eöa meö hóp. ÞU kennir ákveðna taakni, og siðan beitir fólk þessari tækni á sjálft sig. Þetta er einfaldur prósess. Þú leggst á bakiö, til dæmis, og slakar á stig af stigi. Oft er þetta byggt á hitatilfinn- ingu eöa þyngslatilfinningu og svo er hægt að blanda litum i þetta.Grænn litur virkar tildæm- is róándi á magann og ef þU ert svartsýnn áttu að hugsa um gult — sólarlitinn tilaðhressa þig upp. Þe'tta er alltsaman huglægt að sjáifsögðu en þetta virkar. Iþróttamenn eru sumir hverjir mjög spenntir. Nokkrir leikmenn úr handboltalandsliði pilta sem égvarmeði sumarvoru til dæm- is mjög spenntir, og þeir fengu frá mér lyfseðil um svona lækningu, ogstóðusig mjög vel —mennsem yfirleitt hafa ekki staðið sig vel þegar mikið hefur reynt á. Það stóð lika til aö halda hjóna- viku úti á Spáni einu sinni, og þar átti að kenna svona slökun. Það var að visu ekki auglýst mjög vel, en þátttakan var þó minni en við höfðum ætlað. Islendingar virðast vera syolítið hræddir við sálar- fræði. Allir virðast tengja hana við Freud. Það eru mjög algeng viðbrögð þegar ég segist vera að læra sálfræði að fólk segir: Ekki sálgreina mig! Það virðist alls ekki gera sér grein fyrir við hvaö sálfræðin er að fást i dag. Sálfræðingar geta í mörgum til- fellum gert miklu meira en venjulegirlæknar fyrir sjúklinga sem leita til heimilislæknis með einhverja smákvilla. Streitan, svokallaða, er ótrúlega oft valdur þessara kvilla, og þaö er þvi nauðsynlegt aö kunna einhver skil á orsökum hennar til aö kom- ast fyrir rót sjúkdómsins. Það er ekki bara almenningur sem mis- skilurstarfsálfræöinganna. Ríkið virðist gera það lika. Hinn al- menni borgari verður aö borga sálfræðiþjónustuúreigin vasa, en pillumeöferð borgar rikið. Sál- fræðingar geta unnið, og vinna mjög gott fyrirbyggjandi starf, bæöi i sambandi við likamlega sjúkdóma og andlega. Hvíldar- slökun er gott dæmi um fyrir- byggjandi starf. Allar konur sem eru aö fara að eiga börn læra til dæmis undirstöðuatriöi i þessari hvildarslökun. Flugumferða- stjórar sem hafa hæstu tiöni magasára allra starfsstétta ættu ltka að kynna sér þá aðferð við slökun. Þeim liði áreiðanlega bet- ur.” Ógnvehjðndi sijórnarlorm Við vindum okkur úr sálfræð- inni og yfir i lif handknattleiks- land sliðsþ já lfarans. ,,Að mörgu leyti er nauösynlegt fyrir mann i þessu starfi að vera algjörlega laus og liðugur. Það þarf að minnsta kosti að koma til mikill skilningur frá eiginkonu eða unnustu ef þetta á að ganga stórslysalaust. Þetta er unnið aðallega á kvöldin og um helgar og þvl fylgja mikil ferðalög. Mér reiknast til dæmis til að ég hafi verið erlendis i tvo mánuöi á siö- asta ári. Ég hef veriö svo hepþinn aðeiga unnustu sem hefur jafnvel tekið þátt I þessu með mér og hvatt mig til dáða. Það hefur gert það að verkum aö ég hef aUavega dregið það frammá annað ár að hætta. En ég hef lika verið hepp- inn með aðstoðarfólk. Þetta er ekki ósvipað pólitik. Ég er einvaldur, sem er dálitið ógnvekjandi stjórnarform. En ég þarf náttúrlega aðstoð og ég vil sérstaklega þakka Jóhannesi Sæmundssyni, fyrir hans hlut, en hann hefur gjörsamlega fórnað sér fyrir þetta lið, algjörlega endurgjaldslaust. Þeir sem að- stoöa mig eiga ekki minni þátt I velgengni, ef hún er einhver, heldur en ég. „Það var töluverð tilviljun aö églenti i þessuI upphafi. Það kom aðminnsta kosti flatt uppá mig á sinum tima. Það munaði ekki nema 25 minútum að ekkert hefði af þessu orðið, Ég var að fara aö skrifa undir samning um aö þjálfa i spænskum háskóla, þegar „Þá settust drengirnir allir niöur og bentu „6g er einvaldur, sem er dálitiö ógnvekjandi stjórnarform.” þrælunum að fara inná.” „Þú verður að herða þig töluvcrt, vera samkvæmur sjálfum þér, og öruggur með þig” Yngja upp Mér var þó vel tekið og hefur ekki gengið neitt verr að eiga við þá eldri heldur en þá yngri. Þetta gekk alltsamanalveg þokkalega. Aö visu kom smá kafli kringum jólin þegar miður gekk, en þá töpuðum við fyrir Dönum. Þá uröu nokkrir blaðamenn alveg æfir. Ég sagði þá að viö myndum bara vinna Danina í Baltic keppn- inni siðar um veturinn, og það stóðst, þó ég hafi sagt það I grlni. Eftir það hefur gagnrýnin á ur iþróttagreinanna. Þannig að þeir sem um iþróttir fjalla I fjöl- miðlum skilji tæknina sem að baki liggur.” Sjállsöryggið Við förum að ræða um hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ráðast i þetta starf. „Maður verður að skoöa hug sinn talsvert vel. Hvaða persónu- leika maður hefur til að bera. I þessu starfi er ljóst að allir verða aldrei ánægðir.þú kemur til meö að eiga óvildarmenn og öfunds- Núna i sumar var ég eitthvað að gera athugasemdir við skotin hjá Sigurði Sveinssyni, og hann notaði tækifærið og náði sér vel niðri á mér. Hann sagðist hafa verið að hlusta á lýsingu á leik þegar ég lék meö 1R. Þulurinn sagði svo einhverntimann: ...... og Jóhann Ingi skýtur .... og viö setjum létt lag á fóninn á meðan”. Það er talsvert til i þessu. Prælana inná! Það gerðist annars margt skemmtilegt i þessari Danmerk- farinn að þjálfa kvennaflokka. Ég fór siðan eitt sumar til Sviss, þar sem ég spilaði handbolta. Undir lok timabilsins var ég beðinn um að taka að mér nokkrar æfingar hjá liðinu, og þær likuðu mjög vel. Þetta gaf mér byr undir báöa vængi, og ég ákvað að fara til Júgóslaviu. Þar er leikinn einn besti handknattleikur i heimi og jafnframt sá skemmtilegasti. Æfingar eru þannig gerðar að menn hafa gaman af þeim og eg var svo heppinn að fá að fylgjast með einum besta þjálfara þeirra að störfum jafnframt þvi að fylgjast með landsliðinu”. Hðndboltínn er ekhi líllö Ég spyr hvort hann sjái ekkert nema handbolta I framtlðinni. „Handboltinn er ekki lifiö”, segirhann. „Það er engin ástæða fyrir menn að fara i miklar depressjónir þótt þeir tapi. Sumir leikmenn i fyrstu og annarri deild eru svo áhugasamir að þeir sofa ekki ef þeir tapa leik. Að minu áliti er það nauðsynlegt að leik sé lokið þegar honum er lokiö, hvort sem hann tapast eða ekki. myndir afssér i blöðin, en þetta venst auðvitað. Nú þykir mér minna til þess koma. Það hefur lika fylgt þessu að fáir gömlu vinanna eru eftir. Flestir mlnir vinir voru úr hand- boltanum, en þegar það er komið i mitt vald að segja: Þú ert ekki nógu góður— getur verið erfitt aö umgangast sama manninn sem vin. En ég er félagsvera, og hef gaman af þvi að umgangast fóik”. Viðlal: Guöjön Arngrímsson Myndir: Friöpjöíur i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.