Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 22
22 Anthony Hopkins meö sinn betri/verri helming I mynd Nýja bíós Búktalarinn. Búktalarasorgir Nýja bid: Búktalarinn (Magic) Bandarisk. Árgerö 1978. Handrit: William Goldman, samkvæmt skáldsögu hans. Leikstjóri: Richard Attenborough. Aöalhlutverk: Anthony Hopkins, Ann Margret, Burgess Meredith, Ed Lauter. handaskolum. An brúöunnar er Corky ekki nema hálfur maöur. Þetta kann náttúrulega ekki góöri lukku aö stýra, allrasist i biómynd sem á aö vera spenn- andi afþreying. Enda fara hlutir aö gerast. Ohugnanlegir hlutir. Corky er maöur nefndur. Hann er búktalari og töfra- maöur, hæglátur og feiminn; brúöan heitir Fats og er alger andstæöa Corkys. Fats er frakkur og kjaftfor og ósvifinn. Þegar Corky kemur fram og sýnir töf rab rögö án þess a ö ha fa brúöuna Fats meö sér fer allt i Frægöin blasir viö Corky, en hann hikar og stingur siöan af (þvi miöur meö brúöuna Fats i farangrinum). Corky hverfur heim á æskuslóöir og leitar þar uppi stúlku sem hann var skot- inn i á sokkabandsárum sinum, en kom sér ekki til þess aö reyna viö hana þá. Strumpleikur Gamla bió: Strumparnir og töfraflautan Frönsk-belgisk teiknimynd. Teiknari og stjórnandi: Peyo. Höfundar texta: Peyo og Yvan Delporte. Danskt tal. „Heyröupabbi/mamma/ afi/ amma, hvenær koma Strump- arnir?” var sagt allt I kringum mann á þrjú sýningu i Gamla bió um siöustu helgi þegar nokkuö var liöiö á myndina Strumparnir og töfraflautan. BIóiö var troöfullt. Biörööin hefur staöiö langt niörá Banka- stræti allt frá þvi sýningar hóf- ust. Myndabækurnar um Strumpana kváöu seljast betur en Bragakaffi. Hvorki meira né minna en tvö dagblöö birta myndasögurnar um Strump- ana. Og loks er ofarlega á svo- kölluöum vinsældalistum hljómplata um þetta sama fyrirbæri, þótt þar heiti Strump- arnir fyrir einhverja hand- vömm Skrýplarnir. Ekki má svo gleyma Strumpa-leikföng- unum. Ég verö aö játa aö rnér sýnist þetta Strumpaæöi vera býsna sefjunarkennt, pródúseraö af einhverri skipulögöustu auglýs- ingaherferö sem geisaö hefur á þessum markaöi i langan tima, eöa allt frá þvi er Andrés Ond fðr aö seljast sjálfkrafa. Vist er aö enginn neytendahópur er jafn viökvæmur fyrirslikri sefj- un og krakkarnir. Og þá um leiö foreldrarnir. VIÐ BORGUM EKKl! VID BORGUM EKKI! I Austurbæfarbíói laugardagskvöld kl. 23.30. Miöasala í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag — Sími 11384 Föstudagur 23. nóvember 1979 —he/garpásturinrL. Frá töku myndarinnar „Sóley” f sumar. Sóley, kvikmynd Rósku: „Ástarljóð vinstrilínunnar" Meö spilagöldrum tekst hon- um nú aö ná ástum stúlkunnar, frumleg aöferö þaö. Stúlkan er reyndar gift, en þau Corky taka aö bræöa meö sér aö stinga af frá öllu saman. Og æsist núleik- urinn: Umboösmaöur Corkys kemur aövifandi og reynir aö lokka hann aftur i sviösljósiö, enbiöur hann jafnframt aö leita til geö- ladtnis, þvi hann sé oröinn skuggalega háöur brúöunni Fats. Þetta kann ekki góöri lukku aö stýra, enda fær brúöan Corky til aö gripa til örþrifa- ráöa. Og þá byrja lætin. Og ekki lagast ástandiö þegar eigin- maöur stúlkunnar skýtur upp kollinum... Þaö væri bjarnargreiöi viö les- endur aö skýra frekar frá efni myndarinnar, þvi á timabili tekst leikstjóranum aö sulla töluvert miklu af köldu vatni milli skinns og hörunds á áhorf- endum. Og þaö er megintil- gangurinn meö öllu saman. Maður fer til að sjá spennandi mynd — og sér spennandi mynd. Hitt er svo annaö mál, aö manni finnst eitthvaö vanta: Afhverju er Corky eins og hann er? Jafnvel afburðaleikur Anthony Hopkins I hlutverkinu segir okkur ekkert um þaö. Enda er þetta fyrst og fremst reyfari en ekki sálfræöileg út- listun á geöklofa. 1 auglýsingum er þessari mynd likt viö „Psycho” eftir meistara Hitchcock, þaö er kannski fullmikiö sagt: Siðan „Psycho” var sýnd hefur fjöldi manns ekki þoraö aö fara I sturtubaö af ótta viö aö fá inn á sig moröóðan geösjúkling. Sem betur fer er varla viö þvi aö búast aö þessi mynd valdi neinum truflunum á hreinlætis- málum eða öörum málum áhorfenda. —ÞB Meö þessu er ég ekki aö seg ja að Strumparnir standi ekki undir vinsældum. Ég hef ekki kynnt mér Strumpakúltúrinn nægilega vel til aö fyllyröa eitt- hvaö um það. En ég efast semsagt um aö Strumpaæöiö byggi alfarið á veröleikum þessara sagna. Trúlega er þetta fremur meinlaust gaman ef horft er framhjá gróöabrallinu, þótt þess hafi orðið vart aö ýms- ir hafi áhyggjur af hugsanleg- um áhrifum oröafátæktarinnar I strumpamálinu. Ég leyfi mér að efast um aö slik áhrif veröi var- anleg, og satt aö segja virðist mér Strumparnir vera tlsku- fyrirbæri sem ekki eigi sér langa llfdaga. Þeir hafa a.m.k. enga þá sérstööu sem stendur undir sigildi. Strumpamyndin i Gamla bió er alveg þokkaleg og skaðlaus skemmtun, jafnt fyrir krakka sem fulloröna. Hún er hins vegar ekkert meir. Tæknilega byggir hún á hefðbundnum teiknimyndaaöferöum og efnis- lega er hún lika ósköp venjuleg: Atök góöra og illra afla um töfraflautu sem Strumparnir hafa framleitt, og vitaskuld lyktar meö sigri hins góöa. Gott og vel, — en hvers vegna öll þessi læti? — AÞ. Brandarakallarnir Tage og Hasse (Sænsku Halli og Laddi) Ævintýri Picassós Óviöjafnanleg ný gaman- mynd. Mynd þessi var kosin besta mynd ársins ’78 af sænskum gagnrýnendum. Sýnd kl. 5-7.30 og 10 Isl. texti. „Sóley, sólu fegri” úr Sóleyjar- kvæöi Jóhannesar úr Kötlum, er oröin ein af aöalpersónum I kvik- mvnd Rósku, sem nú er aö kom - ast á lokastig I vinnslu. Þaö er þó ekki kvikmynd eftir ljóöinu, heldur varö þaö kveikjan aöv myndinni. Sóley er Imynd frelsis- baráttunnar, bóndasonurinn Þór er imynd almúgamannsins. i myndinnikoma lika fyrir fátækur bóndi viö Mývatn, útilegumaöur og Snorri prestur, tákn valdsins. Allar þessar persónur má rekja til Sóleyjarkvæöis. — Ég hef pælt mikiö I Sóleyjar- kvæöi, og þaö er búiö aö gerjast meö mér feikilega lengi. Ég komst aö þeirri niöurstööu aö Ijóöiö er ástarljóö vinstrilínunnar á islandi, og Sóley imynd frelsis- baráttunnar, segir Róska viö HP. Róska hefur fyrr glimt viö aö festa þetta þema, eöa hluta af þvi, á filmu. Fyrir fáum árum gerði hún kvikmyndina Ballaðan um Ólaf Liljurós, en hún er felld inn i Sóleyju sem einn kafli. — Þaö má likja þvi viö þema úr sinfóniu, sem er útsett fyrir dans- hljómsveit. Ég nota sama þemað aftur i Sóleyju, en þar er annar still yfir þvi, og kemur fram sem einfalt þema I heildinni, segir Róska. Þráður myndarinnar er I stuttu máli sá, aö Sóley (Tine Hagedorn Oisen) hittir Þór (Rúnar Guðbrandsson) þegar hann leitar að hrossum sem hafa horfið á dularfullan hátt. Þar mætast draumurinn og veruleikinn — undirmeðvitundin og meðvitund- in, sem þó er alls ekki meðvitund ennþá. Þau kynnast náið og veröa ástfangin, og læra hvort af ööru. Og hún lærir ekki minna af hon- um en öfugt. Myndin er byggö upp sem ferðalag. Þaö er ekki óþekkt að- •ferö heimspekinga: feröalagiö er reynsluferöalag þar sem leitaö er að markmiöinu, sem finnst að lokum og er hér sjálf meövitund- in. Leið Sóleyjar og Þórs liggur viöa um land. Þau koma meöal annars til fátæks bónda viö Mývatn (Þorgrimur Starri i Garöi),og Snorra prests (Jón frá Pálmholti), sem er tákn valdsins. Þau hitta útilegumanninn, (Pétur Hraunfjörö) sem hefur oröiö að flýja undan valdinu (prestinum). Útsendarar prestsins eru alltaf nálægir og koma vlöa viö sögu. ■— Frelsisbaráttan fer alltaf fram, hún er óháö tima. Þess- vegna gerist myndin hvaö hugsun snertir i nútimanum, en búningar og leiktjöld eru frá 17. eöa 18. öld — umhverfiö er Island, óháö tíma, segir Róska. — Tónlist myndarinnar er byggö á tónlist Péturs Pálssonar viö Sóleyjarkvæöi, sem Samtök herstöövaandstæðinga gáfu út á plötu fyrir nokkrum árum. Auk þess verður mikið um stemmur, gömul þjóölög og sálmalög. — Still myndarinnar: — Þaö má segja aö myndin eigi aö vera bæöi súrrealistísk og ljóö- ræn I senn — þó meir ljóöræn, segir Róska. Róska er enginn nýgræðingur á listabrautinni. Hún hefur dvaliö 13 ár á ttaliu við myndlistarnám og störf, en siöan sneri hún sér aö námi i kvikmyndaleikstjórn þar I landi. 1 tengslum viö námiö hefur hún meöal annars gert sjö heimildarmyndir um Island, auk Ballööunnar um ólaf Liljurós. Aöstoöarleik- stjóri þeirrar myndar var Italinn Manrico Pavolettoni, sem einnig er áöstoöarleik- stjdri Sóleyjar. Auk hans vinnatveir aörir ítalirviö gerö myndárinnar, hljóöupptökumaö- urinn Carlo Duca og ' gerö meistarinn Alberto Grifi. ToKuna annast bandarikjamaöurinn Charles Rose. Allir hafa þeir langa reynslu i kvikmyndagerö aö baki. Nokkrir kvikmyndaáhugamenn stofnuðu kvikmyndafélagiö Sóley á sföastliönu sumri og var gerö Sóleyjar fyrsta verkefni þeirra. Hluthafar eru 25 talsins, og lögöu þeir allir fram fé i fyrirtækiö. Auk þess hafa um 50 manns unniö viö gerö myndarinnar I sumar og haust, og veröur vinna þeirra metin sem hlutafé. Beinn kostnaöur viö myndina er oröinn ellefu milljónir króna, og til við- bótar þvi kemur á næstunni þriggja milljón króna reikningur frá London fyrir framköllun. Engir opinberir styrkir hafa enn fengist til kvikmyndageröar þessarar burtséö frá þvi aö Róska fékk starfslaun listamanna i vor út á handritið. Þegar búiö er aö grófklippa myndina veröa athug- aöir mögleikar á opinberri fyrir- greiöslu, bæði hér heima og á Italiu. En kvikmyndafélagiö Sóley á ekki að deyja þegar þessu verki er lokiö. Allskonar hugmyndir um framtiöarverkefni fyrir félagiö eru uppi. m.a. kvikmyndalimá'- rit, eins og HP skýröifrá I slöustu viku. En næsta stóra verkefni félagsins verður dreifing Sóleyj- ar, þegar hún veröur fullgerö ein- hverntimannmeö vorinu. — Þ*G Meðan börn- in bíða eftir jólunum — Ég var orðin leið á þessum jólaalmanökum með gluggununri/ sem hvern dag tekur bara eina sekúndu að opna. Þess vegna gerði ég þessa bók/ með stærri verkefnum fyr- ir hvern dag. segir Herdís Egilsdóttir um bók sína Við bíðum eftir jólunum. Bókin er 95 blaðsiöur, prýdd myndum eftir Herdisi sjálfa, og meöal efnis eru jólasögur, föndur, felumyndir, gátur, leikrit og fleira. En þaö sem telja má ný- stárlegt viö þessa bók er, aö henni er skipt I 24 kafla. Hugmyndin er að frá fyrsta desember og fram á aðfangadag geti börnin tekið fyrir einn kafla á dag —- t.d. I staö þess aö opna einn glugga á innfluttu jólaalmanaki. Þau fá þá eitthvaö til aö fást viö I jólaannriki for- eldranna, og kannski einhverjir gefi sér tima til aö hjálpa börnum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.