Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 7
7 <$> tn KnFDS L r Rafvélar og stýringar Ármúla 38 — Reykjavik — simi 38850 önnumst hverskonar vindingar á raf- mótorum og ankerum ásamt viðgerðum á hverskonar rafvélum. Góð þjónusta. Vanir menn Simi 38850. Danirsjá fram á dimm jól. Rafmagnsfélög landsins hafa gert öllum verslunareigendum heyrinkunnugt, aö þeir veröa aö slökkva á öllum jólaljósum á verslunum sinum — og fyrir utan þær — kl. 23 á aöfanga- dagskvöld, ogekki kveikja aftur fyrren klukkustund fyrir sólarupprás. Eftir þvi sem viö höfum fregnaö hefur fólk tekiö þessu vel, og viröist skilja mætavel, aö á timum orkuskorts sé ekki viturlegt aö eyöa dýrmætu eldsneyti f óþörf skrautljós. Nokkrir verslanaeigendur hafa meira aö segja ákveöiö aö taka alls engan þátt 1 jólaskreytingaæöinu, en láta féö, sem ella heföi fariö i þaö, renna til Rauöa krossins... , mm KLASSINN í DAG mikió úrval efna klæóskeraþjónusta fá sett i hveriu efni Anstiirstr.vtj 27211 L __helgarpósturinru Föstudagur 23. nóvember 1979 #Ofbeldissamtökin Ku-klux-klan I Bandarfkjunum, sem mönnum stóö mikil ógn og stuggur af á siöasta áratug, hefur látiö litiö á sér kræla eftir þaö „blóma- skeiö”. Þar til nú á allra siöustu árum, aö þau eru farin aö hafa sig meir í frammi. I haust var efnt til mikilla mótmælaaögeröa gegn kynþáttafordómasamtökum þessum, og enduöu þau meö skelfingu. Nokkrir mótmælenda réöust aö bil eins Ku-klux-klan mannsins og böröu hann meö grjóti. Skyndilega stukku fimm til tiu Ku-klux-klan menn út úr biln- um og hófu aö skjóta á mótmælendur. Aöur en lögreglan fékk nokkuö aö gert lágu fjórir i valnum, en allmargir særöust. Sjíkivarpsmenn voru nærstaddir og náöu atburöinum öllum á filmu. Tólf Ku-klux-klan meölim- um á aldrinum 19 til 67 ára, var stefnt fyrir rétt, og ákæran hljóö- aöi upp á morö á f jórum mönnum af yfirlögöu ráöi... #Þegar frændur okkar á hinum Noröurlöndunum ákveöa aö stööva veröbólguna þá gera þeir þaö. Fyrir rúmi ári stöövuöu Norömenn allar launa- og verö- hækkanir meö þeim árangri, aö nú kváöu þeir vera aö komast yfir öröugasta efnahagshjallann. Nú hafa Danir gert slikt hiö sama, og sú veröstöövun nær til innfluttra vara sem innlendra. HUn nær þvf lfka til bensins og olfu, og sjá oliu- félögin þvi fram á nokkuö óhag- kvæmari rekstur á næstunni en veriö hefur undanfariö. En blaöa- fulltrúi Dansk Esson, Jörgen Posborg.er hvergi banginn. Hann segir viö danska blaöiö Aktuelt, aö þetta þýöi alls ekki aö olfu- félögin muni tapa. Þaö hefur nefnilega ekki veriö neitt leyndarmál, aö þaö hefur veriö arösamt aö selja olfu og bensin 1 Danmörku undanfariö. #A seinni árum hafa 8—9000 danskir karlmenn látiö gera sig ófrjóa. Þetta er einföld og fljótleg aögerö, semeinungis gerir þaö aö verkum aö þeir geta ekki átt börn — en halda náttúrunni og getunni. Nú hefur brugöiö svo viö, aö mennirnir standa f biöröö eftir aö fá sig setta i samband aftur. Þaö er hinsvegar dálftiö flóknara mál. Sæöisgöngin, sem skor® var á upphaflega, eru nefnilega þykk og seig, og erfitt aö sauma þau saman aftur. En þaö er mögu- legt, og margir geta á ný fariö aö geta börn. En eitt vandamál hef- ur skotiö upp kollinum: Þess eru dæmi, aö þótt öll starfsemin sé komin i lag, aö mönnum hefur ekki tekist aö eignast börn. Þetta er aö minnstakosti dönskum læknavisindum ráögáta, og þar er unniö aö þvf kappsamlega aö finna ástæöuna og ráöa bót á vankanti þessum. WMA Stefán Hörður Grímsson UÖÐ Myndsforcytt af Hring JÖhannessyni Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Ljóð Stefáns Harðar eru kjörbók vandfýsinna Ijóðavina. „Útgáfa Iðunnar á Ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar er hin smekkleg- asta. Myndir Hrings Jóhannessonar eru eins og ljóðaskreytingar eiga að vera... skal sem flestum bent á að kynna sér þessi sérstæðu ljóð...“ J.H./Morgunblaðið „...það sem á þessum síðum stendur er svo þrungið tilfinningu, harmi og von samtíðar okkar að enginn sem lætur sig bókmenntir skipta eða hugsar um vanda vorn getur látið sem ekkert sé... Þvílík útgáfa ber vitni um stolt og virð- ingu fyrir ljóðinu.“ H.P./Helgarpósturinn „...má segja að Stefán Hörður hafi náð svo langt í hreinni ljóðagerð, að lengra verði varla komist... Þessi út- gáfa er í alla staði til fyrirmyndar. Hún er bæði vönduð og falleg..." H.K./Dagblaðið Bræðraborgarstíg 16 sími 12923-19156

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.