Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 23. nóvember 1979-&IQdrpOStUrinrL- Raf lostsaðferðin viðfækningu sinnisveikra vekur óhug hjá flestum enda er þessi aðferð umdeild innan læknis- fræðinnar. Margir munu vafalaust minnast kvik- myndarinnar Gaukshreiðursins, sem sýnd var hér fyrir fáeinum érum, og þar sem lýst var vist geðsjúklinga á sjúkrahúsi og þeim aðferðum sem læknar beittu gagn- vart sjúklingum. Eitt áhrifamesta atriði myndarinnar var þegar sjúklingunum var gefið raflost, sem átti að flýta fyrir bata þeirra en i myndinni voru afleiðing- arnar þó sýndar aðrar: Sfendurteknar raflostsmeðferðir gerðu sjúklingána sýnu sljórri og meðan á meðferð stóð engdust þeir sundur og saman í krampaflogum. Raflostsaðferðinni er beitt enn i dag við lækningu sálsjúkra og einnig hér á landi. Hún er ein af mörgum aðferðum sem beitt er við meðferð sjúklinga sem eiga við sinnisveiki að striða, en þar eru auðvitað lyfjagjafir ýmiss- konar tiðastar auk raflostsað- ferðarinnar fyrrnefndu og sál- greiningar, sem þó hefur aldrei náð þeirri fótfestu hér á landi og vfða annars staðar, t.d. i Banda- rikjunum þar sem hún er nánast tiskufyrirbæri. En hér verður at- hyglinni beint að raflostslækning- um og rætt við lækna og að- standendur sjúklinga, og kostir og gallar þessarar aðferðar dregnir fram. Hrossa lækning eða hávisinda leg? Ýmsar sögur hafa spunnist víða um heim. Þótti raflost nánast vera allra meina bót og var meðal annars notuð við höfuðverk. Siðan hægði nokkuð á notkun raflosts og viða er aðferð- in litt eða ekki notuð. Hérlendis er henni þó nokkuð beitt, eins og komið verður að siðar. 60-70 volta spenna sett á En hvernig skyldi þessi með- ferð vera i raun? Jakob Jónasson geðlæknir á Kleppsspitala lýsir þvi. „Þessari raflostsaðferð er beitt i alveg sérstökum sjúkdómstilfellum, þ.e. þegar sjúklingarnir eru mjög þunglyndir, daufir og framtaks- lausir. Eru settir pólar á gagn- augu þeirra og spennan sett i 60- 70 volt i nokkrar sekúndur. Áður en spennan er sett á eru sjúklingar svæfðir og þeim gefin krampastillandi lyf. Yfirleitt þarf Hjúkrunarfræfiingur á geðdeild Borgarsjúkrahússins setur pólana að gagnaugum blaðamanns. Þannig fer raflosts aðgerðin fram. t þessu tilviki var straumi þóekki hleypt á, en þegar sjúklingar eiga I hlut er rafstuðið upp á Lágspenna lífshætta ? vegna þessara raflosta. And- stæðingar aðferðarinnar hafa kallað þetta hrossalækningu og segja hana varhugaverða i meira lagi. Ýmsir aðrir fræðimenn segja hins vegar raflostsmeðferð- ina hættulausa og oft árangurs- rika, þótt ýmsar hliðarverkanir geti fylgt. Hér á Islandi er raflostum beitt fyrstog fremst i tilfellum þar sem sjúklingar þjást af þunglyndi. Er aðferðin notuð á Kleppsspitalan- um og geðdeild Borgarsjúkra- hússins, þó mun minna á Klepps- spítala. Raflost, sem lækningaraðferð i sjúkdómstilfellum geðveikra var fyrst reynd af itölskum sál- fræðingum árið 1937 og þá fyrst og fremst sem tilraun til lækn- ingar á geðklofa. Fljótlega náði þessj aðferð talsverðri útbreiðslu og mun hafa veriö allmikið notuð r Raflostsaðferðin í geðlækningum er umdeild Sumir telja hana valda meira tjóni en hún verður að gagni ® Raflostsaðferðin hefur verið all- útbreidd hér sem erlendis um nokkurt skeið og er enn beitt í allríkum mæli Helgarpósturinn kannar kosti og galla raflosts- aðferðarinnar og viðhorf manna til hennar að endurtaka meðferðina nokkr- um sinnum á fáum dögum. Að- ferðin dugir mjög misjafnlega á sjúklinga. Sumir geta læknast al- gjörlega af meðhöndluninni, en aðrir ná sér aðeins upp i fáa mánuði og fara þá i sama horf aftur.” Jakob Jónasson bætti þvi við, að þessi . - aðferð væri mjög litið notuðá Kleppsspitalanum og ekki fyrren öll önnur ráð þrytu. Fyrst væri lyfjagjöf reynd og allar aðrar tiltækar aðferðir. Ef sú meðferð dygði ekki og mat lækna væri að raflostsmeðferðin gæti dugað, þá væri slikt reynt. Ein- staklingar sem gengjust undir þessa meðferð á Kleppsspitala væru þó ekki fleiri en um það bil þrir á ári hverju. A Borgarspitalanum varð fyrir svörum Asgeir Karlsson geð- iæknir. ,,Jú, þessi aðferð er notuð hér á sjúkrahúsinu oghefur verið það siöan sjúkrahúsið tók til starfa árið 1969. Raflost er notað á sjúklinga sem eru haldnir þung- lyndi og lyf hafa ekki virkað á. Þeir skipta tugum sjúklingarnir sem raflostsmeðferðin er fram- kvæmd á* Talið er að lyfjámeðferð viö þunglyndi beri ekki fullan árang- ur i 20-30% tilfella.” „Vafasöm aðferð" Geir Viðar Vilhjálmsson sál- fræöingur sagði við Helgarpóst- inn, að hann teldi raflostslækn- ingu mjög vafasama aðferð til lækningar á geðrænum sjúkdóm- um. „Þetta er algjör neyðarað- ferö að minu mati”, sagði Geir. „Raflostið er þaö mikið, að um er að ræða gróft inngrip i starfsemi heilans. Er ég dvaldist i London fyrir nokkrum árum, var þar sér- fræðingur sem notaði þessa að- ferö. Hann tjáöi mér að hætta væri á nokkrum aukaverkunum samfara raflostinu, t.a.m. minnisleysi. Yfirleitt væri minnisleysið timabundið, en þó svo að hann framkvæmdi ekki raflost á sjilklingum sem ef til vill siðar myndu vinna vitræn störf ýmiskonar.” Samkvæmt upplýsingum geð- lækna, þá munu aukaverkanir helstar vera þær eftir að raflosts- meðferðinni er lokið, að sjúkling- ur þjáist af höfuðverk fyrst á eftir og einnig minnisleysi i mislangan tima Asgeir Karlsson sagði að minnisleysið væri undantekn- ingarlaust timabundið, en nokkuð Æ:a '- Mynd úr kvikmyndinni „Gaukshreiörið” (One Flew Over the Cuckoo’s Nest). Sjúklingur á geðsjúkrahúsinu gerist óstýrilátur, og afleiðingin er sú aö hann er sendur i raflostsmeöferö tii aö hann sé meöfsrilegri. Sjúklingar bföa raflostsmeöferöar. hafa ekki haft nein bætandi áhrif á sálarástand systur minnar. Mér finnst þetta hrottaaðferðir og er á móti.þeim. Afleiöingar með- feröarinnar á systur minni hafa kallað fram þessa afstöðu mína,” sagði þessi kona. Eins og áður hefur komið fram var aðferðin mun meira notuð fyrr á árum. I Bandarikjunum fækkaöi einstaklingum sem i þessa meöferð fóru um 38% á ár- unum 1972-1977. Sama þróunin hefur átt sér stað á Islandi. Þá var aðferðinni beitt við ólikustu sálarkvillum. Meira að segja not- uð viö höfuðverk. Jakob Jónasson geðlæknir segir um slika notkun raflosts: „Það er forkastanlegt aö nota raflost við höfuðverk”. Þannig hefur afstaða til þessara aðferða breyst á seinni árum. Það vekur nokkra athygli að raflostsmeðferðinni er beitt i mun rikari mæli á Borgarsjúkrahús- inu en á Kleppsspitalanum. Eru deilur uppi um ágæti þessarar Ölafur bætti þvi við að aðferðin hefði ekki verið mikið notuð hér siðastliðin 10-20 ár, sérstaklega eftir að áhrifamikil geðlyf komu til sögunnar. „Þessi raflostsað- ferð hefur sinar takmarkanir og ég held að henni sé ekki beitt fyrr en fokið er I flest skjól, en hafa ber I huga að þessi aðferð er viðurkennd sem læknismeðferð á allflestum sjúkrahúsum vestan- og austanhafs”, sagöi landlæknir. Helgarpósturinn hefur sann- fregnaö að Jakob Jónsson sé eini geðlæknirinn á Kleppsspitala sem raflostsaðferðina noti.Hann var spurður um ástæöur fyrir þvi. „Ég get varla svarað þvi. Það er aðeins eitt svona rafmagnstæki til hér á sjúkrahúsinu og það er i minum höndum. Þá kemur það fyrir að ég beiti þessari með- höndlun samkvæmt óskum frá öðrum læknum hér. ** Ingólfur sveinsson geðlæknir á Kleppsspitala mun ekki nota raf- lostsmeðferð á sjúklingum sin- „Það eru margar ástæður fyrir þvi, að raflosti er beitt meira hér á Borgarspitalanum en á Klepps- spitala,” sagði Asgeir Karlsson geðlæknir á Borgarspitala, „Ég held að ekki sé um að ræða spurn- inguna að vera með eöa á móti þessari aðferð. öllu frekar mein- ingarmunur hvort hin eða þessi aðferðin henti á hinn eða þennan sjúklinginn”. Sú spurning vaknar, hvers vegna hefur raflosti verið æ minna beitt nú á siðari timum? Hafa komið i ljós einhverjir van- kantar aðferðarinnar eða nýjar og haldbetri aðferöir verið upp- fundnar? „Ég held að það sé með raflosts- aðferðina eins og tilraunirnar við lækningu á berklum á sinum tima. Þá var það eina sem unnt var aö gera að reyna að vera góður við berklasjúklingana og gefa þeim aö borða, og sumir þeirra læknuöust. Nýjum lyfjum hefur skotiö upp á sjónarsviðið sem reynst hafa áhrifarik við meðhöndlun geðsjúklinga. Þau hafa I mörgum tilfellum verið tal- in standa framar raflostsmeö- ferðinni. Þess vegna hefur raf- loststilfellunum fækkað. Ég reikna meö þvi að raflostsaöferö- in sé á fallandafæti,” sagði Ölafur Ólafsson landlæknir. Allir aðrir viðmælendur Helgarpóstsins tóku í sama streng og sögðu nýleg lyf hafa leyst raflostið af hólmi að miklu leyti. Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur taldi þó einnig, að ástæðan gæti verið sú, að minnis- tap vegna raflosts væri meira og endanlegra en menn hefðu gert sér grein fyrir i upphafi. Lést hún af meöferöinni? Ýmsar hrikalegar sögur hafa verið sagðar af þessari læknisað- einstaklingum, hve lengi það varaði. Oftast væri það aðeins i nokkrar klukkustundir og allra mest i nokkra daga. Helgarpósturinn hefur þó feng- ið aðrar lýsingar af afleiðingum raflosts. I samtali við konu nokkra i nágrannabyggð Reykja- víkur kom fram að systir hennar — kona komin á efri ár — hafði farið í rafiostsmeðferð við og við I nokkur ár. Sagði þessi ónafn- greinda kona, að systir sin hafi alltaf eftir meðferðir þjáðst af minnisleysi og slikt ástand varað i nokkrar vikur.” Þessi raflost læknisaðferðar? Helgarpósturinn hafði samband við nokkra lækna og bað um svör við þeirri spurn- ingu. „Hefur sínar takmarkan- ir" „Landlæknisembættið hefur ekki gefið neina ákveðna linu með eða á móti raflostsmeðferð- inni. Einstökum læknum er leyfi- legt að nota þær læknisaðferðir sem þeim þykja heppilegastar i hverju tilviki fyrir sig — svo fremi sem þær eru ekki skaðlegar heilsu sjúklinga”, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir. um. „Ég er ekki alveg andvigur þessari aðferð, en það hefur ekki komið til þess hér á spitalanum að ég hafi talið ráðlegt að beita henni,” sagði Ingólfur. „Þessi að- ferð getur i ýmsum tilfellum flýtt fyrir og sparað fólki vanliðan. Það er ljóst að langvarandi þung- iyndi og sjúkleiki getur haft varanleg áhrif á sálarástand við- komandi sjúklings. Við slikar að- stæður gæti verið rétt að beita raflosti. Á hinn bóginn hef ég ekki þannig sjúklinga og nota þvi ekki aðferðina.” „Ekki spurning með eða á móti"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.