Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 23. nóvember 1979 —helgarpásturinn. bladamadur í einn dag.... „Astæðan fyrir þvi að ég valdi mér þetta viðfangsefni var einfaldiega sú, að eftir að komið hafði til tals að ég tski þetta verkefni að mér fyrir ykkur Helgarpósts- menn, þá átti ég leið upp á Akranes, þar sem æskustöðvar minar eru. Þá sóttu að mér þessar minningar frá hernámsárunum. Ég skrifa einungis um það sem ég sá sjálfur og þetta eru svona svipmyndir sem sitja eftir I minninu eftir fyrsta hernáms- ár Bretanna þarna upp á Akranesi en núna i vor verða liðin 30 ár frá þvf þetta gerð- ist,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða og gamalreyndur blaöa- maður sjálfur hér fyrr á drum. Þegar breski herinn kom til Akraness Vormorguninn heilsaði úrsvalur, og þegar fullbjart var orðið sást að eitthvað var óvenjulegt um að vera sunnar fjarðar. Hann myndi birta betur upp fyrir hádegið og þegar menn skrúfuðu frá útvarpinu til að heyra veðurfréttir var þar ekkert um að vera, og ekki einu sinni þetta venjulega suö sem gaf til kynna að stöðin væri i gangi og þulurinn hefði brugðið sér frá. Sumir skygndu hönd fyrir augu og var ekki um að villast. A ytri höfninni i Reykjavik lá skipafloti,-sem ekki var þar i gærkvöldi. Flugvél sást á flugi og ungir piltar, sem höfðu fylgst náið með vetrarstriði Finna og Rússa og söfnuðu striðsmynd- um úr blöðum, héldu þvi fram i alvöru, að þetta væri flugvél af rússneskri gerð litill flugbátur með skrúfuna aftan á hreyflin- um: Voru rússar virkilega komnir til islands og búnir að hertaka Reykjavik? Þeim var til alls trúandi! Hvað var að gerast i Reykjavík? Simstöðin var i litlu timburhúsi i miðjum bænum og nú lögðu þangað margir leið sina til þess að leita frétta. En það var sama hvort komið var eða hringt: Simastúlkurnar sögðu sambandslaust við Reykavik. Sama hvernig hringt var, Reykjavik ansaði ekki. Morguninn leið i mikilli spennu. Menn á Akranesi gengu til starfa og þótt vertið væri að ljúka var að mörgu að hyggja. Margir fóru til vinnu á reið- hjóli en aðrir gangandi. Bilar voru fáir og flestir til vöruflutn- inga. Og Skaginn var á þessum árum rólegur litill bær, byggður dugandi fólki sem var kröfuhart við sjálft sig og aðra og vinnu- samt hvort heldur var til sjós eða lands. Akranes var heldur ekki fyrir tæplega 30 árum sá snyrtilegi bær með steyptar götur og torg sem getur að lita i dag. Þá voru malargötur um allan bæ og oft holóttar. Gangstétlir voru engar, en með'fram götunum uxu á sumr- in baldursbrár og kartöflu- garðar voru milli húsa. Byggðin var viðast hvar dreifð og túnblettir, þar sem hægt var aö fara i fótbolta um allan bæ. En nú, hinn 10. mai, voru Skagamenn farnir aö hyggja að göröum sinum og önnur vorverk hafin. Spenna lá i loftinu og hvar sem tveir eða fleiri hittust bar hina brennandi spurningu á góma: Hvaða stórveldi var það sem hafði sent herskip til tslands? Nokkrir þóttust vissir um að hér væru Þjóöverjar á feröinni. Þeir höfðu ráöist inn i Danmörku og Noreg mánuði áður og herir þessara landa, ásamt hjálparliði frá Bretlandi, ekki staðist þýska hernum snúning. Allir mundu lika eftir heimsókn beitiskipsins Emden og kröfum Þjóðverja um flug- velli hér á landi. Aðrir töldu Rússa liklega. Kannske voru þetta Bretar. Þeir áttu þó að hafa yfirráð á hafinu. Þaö var ekki fyrr en eftir hádegi, sem fréttir af þvi sem gerst haföi i Reykjavik bárust til Akraness. Starfsfólki lana .- simans var leyft að opna simann upp úr klukkan tvö og var þá ekki að sökumaðspyrja. Allir voru þessir atburðir spennandi i hugum unglinganna. Hvað vissu þeir um viðbjóð striðsins og hinn raunverulega striðsrekstur? Vitneskja, sem fengin var úr reyfurum og glansmyndum i bió var helsta undirstaðan. Fullorðið fólk gerði sér máske betri grein fyrir þvi sem i vænd- um var. Þó er vafasamt að nema sárafáir hafi i raun og veru skilið hverjir alvöru- atburðir gerðust þennan dag. „Við erum hér með hermenn handa ykkur” Skagamönnum varð tiðlitið suður og loksins áást til Laxfoss, þar sem hann kom siglandi og fór fyrir innan Þjót. Enginn vissi hvort hann færði Akurnes- ingum hersetu, en blöðin komu daglega með skipinu og nú var fréttaþorsti meiri en venjulega. Þegar skipið kom upp með hafnargarðinum mátti sjá að hér var nokkuð óvenjulegt. Brúngrænar hrúkur á þilfari og á hvalbak skipsins. Övenju mik- ið dót á dekkinu og brátt mátti sjá að hér voru vopnaðir hermenn um borð. Pétri Ingjaldssyni skipstjóra sást bregða fyrir i brúarglugga og um leið og háseti framá gerði sig liklegan til þess að kasta linu i land kallaði Valdimar stýri- maður! „Við erum hér með her- menn handa ykkur”. Við strákarnir sem stóðum þarna á hafnargaröinum horföum á allan útbúnaðinn i orðlausri undrun. Oft höfðum við séö Fylludáta og aðra sjóliða.Þeir voru vopnlausir og venjulega i stelpuleit. Þessir menn voru hins vegar alvöruhermenn i striöi með byssur og hjálma og beltiog töskur i bak og fyrir. Við vorum vitni að heimsviðburð- um. Brátt var Laxfoss bundinn við bryggjuna og hermennirnir tindust i land. Þeir voru eitthvað um fjörutiu, og einn foringi virtist fyrir liöinu, sem fylkti sér á garðinum. Þar lögðu þeir riffla sina á hafnar- garðinn og nú upphófst uppskip- un. Einhvern veginn náðu þeir i vörubil og annan. Svo þegar hafurtaskið var komið frá borði bakkaði Laxfoss frá en striðsmenn breska heimveldis- ins tóku hólka sina, skriðu upp á vörubila ofan á dótið og héldu upp úr bænum. Herinn flytur í likhúsið A hinu forna prestssetri að Görðum stendur elsta steinhús landsins. Það hafði um þessar mundu veriö dubbaö upp. Var notað sem likhús, og stendur enda hið næsta kirkjugarðinum. Til þessa húss hélt nú breski herinn. Ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um hvort húsið var læst, en inn komust Bretar og settust um kyrrt. Hvað gera hermenn þegar þeir búast um til nætur á nýjum stað? Fara þeir að eins og skátar i útilegu eða situr hern- aðarandinn i fyrirrúmi? Strák- unum á Akranesi, sem voru vitni að landgöngu breska hers- ins á Skaganum þennan dag þótti mikils um vert að fylgjast náið með þvi sem fram fór uppi i Görðum um kvöldið. Nokkrir tugir forvitinna unglinga horfðu á hermennina skipa vörö við húsið meðan aðrir komu hafurtaski sinu fyrir. Eitt tjald var reist og siðan bjástruðu aðr- ir hermenn við að hita te i aflöngum potti. Þeir notuðu s'tóra primusa, svokallaða blússlampa, við hitunina og þegar sauð helltu þeir dósamjólk út i teið. Þetta var heldur hráslagalegt kvöld og heitt te hefir eflaust komið hermönnunum vel. Þeir voru heldur þreytulegir að sjá og óhreinir nema skórnir sem voru vel burstaðir hjá flest- um. Og svo leið nótt yfir landið og það húmaði, varð skuggsýnt vegna þess að veðrið var þung- búið. En unglingarnir tindust niður á Skagann og höfðu frá ýmsu merkilegu aö segja: Sum- ir höfðu meira að segja fengið að handleika riffla og byssu- stingi og þótti mikið um. Næstu dagar voru viðburðar- rikir á Akranesi. Fleiri hermenn komu og lika bilar, og tjöld risu upp á túnunum i bæn- um hér og þar. Við veginn gegnt Fögrugrund. settu þeir upp varðstöð og hermenn vorulang- timum saman á Langasandi og mokuðu sandi i litla poka. Þeir hlóðu vegatálmanir úr þessum pokum og lika virki og nú kom að þvi að breski herinn gerði sig heimakominn og hernam ýmis hús hvort sem eigendum og Sveinn Sæmundsson skrifar slitnir upp úr umhverfi sinu og steypt saman i þennan óskapn- að sem kallaður er „her” og áttu nú von á hverju sem var. Þeir voru flestir ánægðir með að vera á tslandi fyrsta sumar- ið. Þó leiddist mörgum og þeir lágu dögum saman utan við tjöldin og skrifuðu löng bréf heim eða lásu bréf sem bárust frá Bretlandi. Yngri strákarnir voru ennþá spenntir fyrir byssum þeirra og öðrum græjum. Þeim var bann- að að þiggja sigarettur sem alltaf voru á boðstólum og þeir skildu ekki áhuga hermannanna fyrir stelpunum sem gengu útivið á kvöldin, svona þrjár og fjórar saman og leiddust. Eldri strákarnir vissu hins- vegar hvar fiskur lá undir steini og þegar stelpa sást með einum offiseranum var kallað „breta- mella” og hlaupið i hvarf. En hafi verið „Astand” á Skagan- um, þá fór það að minnsta kosti hægt af stað. Unglingarnir voru forvitnir og þeir sem voru framhleypnari en aðrir og höfðu lært slangur i ensku i unglingaskólanum reyndu kunnáttu sina og vildu læra meira. Og ekki stóð á þvi að hermennirnir væru viðræðu- góðir. Sumir miðaldra menn töluðu um að krakkarnir á Skaganum minntu þá óþægilega mikið á eigin börn heima i Englandi. Þeir klöppuðu litlu krökkunum á kollinn og gáfu þeim gott. Sumarið leið og haustið kom. Sambýlið, sem hafði á marga lund verið gott og tiltölulega laust við árekstra i. upphafi versnaði þegar frá leið. Nýir herflokkar komu á Skagann og aðrir fóru. Nú fór að kastast i kekki við unglingana, og stund- um kom til slagsmála. Skaga- menn hafa aldrei verið fyrir að láta hlut sinn og eitt sinn þegar drukknir sjóliðar gerðu aðsúg að þrem strákum á Vestur- götunni var barist upp á lif og dauða. Þetta spurðist út daginn eftir og þeir sem voru viðstaddir og tóku þátt i slagnum voru kallaðir fyrir. Menn höfðu átt hendur sinar að verja og sluppu með skrámur. Þórhallur lögreglustjóri áminnti strákana um að komast hjá vandræðum og allir sam- sinntu þvi. Hermaðurinn var lifandi kyndill Það kólnaði i veðri þegar leið fram i september og Bretarnir komu upp kolaofnum i nýbyggðum bröggum. Ungur hermaður, sem ætlaði að veikja upp tók bensinbrúsa og skvetti 'inn i ofninn. Ofsaleg sprenging varð og ungi hermaðurinn alelda á svipstundu. Við sáum hann hlaupa um i skelfingu, eins og lifandi kyndil og hljóðin voru ægileg. Þeir komu með druslur og kæfðu eldinn og lágu ofan á manninum þegar yfirmann hans bar að. Þetta var illilegur liðþjálfi og hann reif brunna hermanninn úr fötunum og við sáum að húðin á handleggjun- um fylgdi með. Siðar um kvöld- ið var hermaðurinn sendur til Reykjavikur á sjúkrahús. Að nokkrum dögum liðnum kvis- aðist að hann hefði dáið eftir miklar þjáningar. Sá er þetta ritar fór'alfarinn af Akranesi um haustið. En hersetan á æskuslóðunum, sem hófst með komu Laxfoss siðdegis hinn 10. mai stóð allt striðið og er af þvi mikil saga. Þægilegir undirmenn og montnir foringjar Okkur þótti þessir foringjar merkilegir og uppskrúfaðir og þær sögur gengu að þeir hefðu keypt foringjastööurnar og borgað vel fyrir. Hermennirnir voru sumir orðnir kunningjar okkar og virtust meinleysis- skinn, en herinn var ekki lengur spennandi og þegar öllu var á botninn hvolft voru þetta einstaklingar, sem höfðu verið 1. Breskir hermenn á göngu niöur Vesturgötu. Sperrtur foringi á und- an. Gamli barnaskólinn i baksýn. 2. Pósthúsiö stóö í miðj- um bænum. Skriðdreki af Bren gerö fyrir framan. Ljósm. Auður Sæ- mundsdóttir. 3. I slæmu veöri lenti Katalína flugbátur á Krossvíkinni. Sjómenn buöu Bretunum aö binda hann aftan í einn bátinn en því höfnuöu þeir. Um nóttina rak flugbátinn upp í klettana viö Leir- dal. Um tíma var haldið að sprengjurnar sem sjást undir vængjum myndu springa. umráðamönnum likaði betur eða verr. Bóndi sem nýlega var fluttur á Akranes átti litla hlöðu og útihús viö tún neðarlega á Skaganum. Enskir hermenn fluttu drasl i hlöðuna og bóndi fékk ekki að gert. Lik- aði að vonum stórilla og sagði með þunga: „Hefði ég kunnað málið hefðu þeir aldrei tekið hlöðuna”. Svo var barnaskólinn hertek- inn og Skátahúsið og nú fóru hermenn daglega eftir götunum i löngum röðum og foringinn fremstur með skammbyssu i belti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.