Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.03.1980, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 21.03.1980, Qupperneq 15
15 Það er ósk okkar að á þessurn vetri þurfi menn ekki að moka aftur snjó af tröppum simum . ■■■ •■; skinn Stjörnuskóbúöin Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 — Póstsendum FROSKARIFISKABÚRIÐ Froskar eru algeng dýr I tjörnum i suðlægum löndum og á siðkvöldum má oft heyra kva kið i þeim langar leiðir. tslendingar hafa ekki verið svo lánsamir að hafa slik dýr i tjörnum landsins. Nú geta menn þó leyft sér þann munað að hafa froska heima i stofu hjá sér, þvi Gullfiskabúðin i Aðalstræti er farin að selja þessi dýr. Að sögn Hans Larseri hjá Gullfiskabúðinni eru þeir froskar sem þar fást vatnafroskar og er boðiö upp á tvær tegundir. Minni tegundin er 5-7 sentimetrar að lengd, en sú stærri 10-12 senti- metrar. Ahugamenn um froska geta nú fengið sér einn eða tvo i fiskabúrið. „Þeir þurfa hita sem er á milli 22 og 26 gráður og þeir éta venju- legt fiskaföður, og fisk og rækjur, eftir þvi hvað menn hafa við hendina. Þeir koma hingað frá Englandi, en ég held að upprunalega komi þeir frá Singapour, eða frá þeim slóðum.” Hans sagði að þeir væru búnir að selja þó nokkur stykki af froskum. Minni tegundin hefði fengist af og til, en þetta væri i annað skipti sem þeir stóru fengjust hér. Ekki sagði Hans að það væri neitt erfitt að hafa dýr þessi i húsum, þvi þeir gætu verið I fiskabúrum, meö gullfiskum, einkum minni tegundin. Þó væri vissara að hafa stærri tegundina ekki með smáfiskum, þvi hættaværi á að froskarnir ætu fiskana. Aðspuröur um hvort það vildi ekki bera mikið á þvi, að froskar- nir dræpust hjá fólki, svaraði Hans þvi til, að svo væri ekki. Sem dæmi nefndi hann, að fyrir 4-5 árum heföu þeir fengiö 5 stykki sem sýnishorn og hefði dóttir eiganda verslunarinnar fengið einn, og væri sá lifandi enn. Hans sagðist vita að sumir froskar lifðu upp undir 20 ár en hann vildi ekki segja neitt um þá sem þeir hefðu. Þó virtust þeir minni lifa i 3-5 ár eftir þeirra reynslu. -GB. Maðurinn á bak við nafnið: Jón Órn Marinósson fréttamaður Jón örn Marinósson aó starfi i útvarpinu. A sígilda tónlist blusta ég Jón örn Marinósson er nafn, sem margir hlustendur rikisút- varpsins kannast eflaust við. En Jón örn er meira heldur en bara nafn og rödd. Helgarpósturinn sló þvi á þráöinn til hans og spurði hann fvrst hvaöan hann væri. „Ég er úr Reykjavik, fæddur og uppalinn I vesturbænum og hef alltaf átt þar heima”, sagöi Jón örn. Foreldrar Jóns eru báöir Reykvikingar, en ef farið er lengra aftur, koma þau úr Fló- anum. Jón örn starfar sem kunnugt er sem fréttamaöur hjá útvarp- inu og var hann næst spurður að þvi -hvernig hann hafi hafnaö i þvi starfi. „Ég einfaldlega sótti um það, þegar ég var búinn meö mitt lögfræðinám i Háskólanum. Ég byrjaði aö vinna þar i október byrjun 1974”. — Ætlaðiruþér kannski álltaf að verða fréttamaöur? ,,Ég hef alltaf haft svolítinn áhuga á fjölmiðium og var áður hjá sunnudagsblaöi 'TImans, skrifaði fyrir það viðtöl og greihár”. — Nú ert þú meö tónlistarþátt á laugardagskvöldum i útvarp- inu, hvað kom til að þú tókst aö þér þennan þátt? ,,Þegar hlustendakönnunin fór fram i sumár, var fólk áö kvarta undan því að það væri allt of mikið gert af þvi aö spila tónlist án þess aö segja frá henni nánar, eða að reyna aö matreiða hana svolftið til. Éghef alltaf haft gaman af þvi að hlusta á klassiska tónlist og hef lesið mér til um hana i fri- stundum. Mér flaug þvi I hug að prófa að breyta eitthvað til þarna og lagði þetta fvrir tón- listardeildina og spurði hvort þeir heföu hug á þvi að fá svona þátt. Þeir höfðu þaö og þá varð þetta úr”. — Hefuröu fengið einhver viðbrögð á þennan þátt? „Ekki get ég nú sagt að það hafi verið nein ósköp, en það hafa nokkrir slegið á þráðinn til min og þakkað mér fyrir”. Jón örn sagði að sér fyndist laugardagskvöldin ekki ^góður 4Imi fyrir svona þátt. -Menn hugsuöu yfirleitt um annað en sigilda tónlist á laugardögum, og hann lika, en hann réöi engu um útsendingartimann. Þaö yröiað sætta sig við hvar manni væri holað niöur. Um aðra tónlist sagði Jón örn, að hanngæti haft gaman af öllu, en áhuginn væri mestur fyrir sigildri tónlist. A hana hlustaði hann og setti sérstak- lega plötu á fóninn, en um aðra tónlist færi þaö méira efttr þvi hvernig hann væri upplagöur. — Attu þér eitthvert upp- áhalds tónskáld? ,,Eg get ekki nefnt nein ákveðin nöfn, það fer eftir þvi i hvaða skapi maöur er. Ég er yfirleitt alæta á hvað sem er”, sagði Jón örn Marinósson fréttamaður. —GB 1930 1980 Hótel Borg , , „ i fararbroddi FostudagsKvoio: Nýtt rokk o.fl. óskar Karlsson frá „Disu” kynnir. Laugardagskvöld: Diskó — islenskt — Rokk og rói. Gömlu dansarnir, sýningaratriöi. i kvöld sýnir Siguröur Grettir hinn úthaldsmikli og snjalli diskódansari. Plötusnúöur kvöldsins Magnús Magnússon frá „Disu” stjórnar danstónlist fyrir aila aldurshópa. 20 ára aldurstakmark. Persónuskilriki og spariklæönaöur skilyröi. Sunnudagur: Gömiu dansarnir frá kl. 9-01, Hijómsveit Jóns Sigurösson- ar ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve, Disa i Hléum. (Ath. Rokkótek eöa lifandi tóniist á fimmtudagskvöldum.) Auglýsingasíminn er 8-18-66

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.