Helgarpósturinn - 21.03.1980, Qupperneq 18
18
Fostudagur 2i. mars 1980 he/garDÓsturinn.
Flesnborgarkrakkarnir I Gulldrengjunum.
GEFUM SKÍT í ALLT
Leikhópur Flensborgarskóla
sýnir Gulldrengina eftir Peter
Terson f þýöingu Birgis Svan
Símonarsonar. Tónlist eftir Sig-
urð Rúnar Jónsson. Leikstjóri
Inga Bjarnason. Kór- og hljóm-
sveitarstjórn Sigurður Rúnar.
Helstu leikendur: Gunnar Rich-
ardsson, Lárus Vilhjálmsson,
Hlynur Helgason. Kristin Gests-
dóttir, Margrét Karlsdóttir,
Ingibjörg Ragnarsdóttir og
Lúther Sigurðsson. Alls taka um
50 nemendur þátt I sýningunni.
Þetta leikrit Tersons heitir á
frummáiinu Zigger Zagger og
var upphaflega samiö fyrir
breska unglingaleikhúsið. Verk-
ið hentar þvi ágætlega fyrir
skólasýningu sem þá er nem-
endur Flensborgarskóla buðu
islenskt samfélag? Sem betur
fer held ég að svara megi þess-
ari spurningu neitandi, þó
vandamál unglinga séú auðvit-
að aö hluta til hafin yfir öll
landamerki. En Gulldrengirnir
fjalla mikið um annaö og stærra
efni en uglingsárin, þ.e. vanda'
mál stórborganna, atvinnuleysi,
ofbeldi og gegndarlausa firr-
ingu. A tslandi höfum við ekki
kynnst nema hluta þessa
vandamáls ennþá. Þvi held ég
aö islenskir unglingar geti aö-
eins aö litlu leyti lifað sig inn i
sýninguna og sjái þar aöeins
brot af sjálfum sér og umhverfi
sinu.
Þýðing Birgis Svan er þjál
og vel unnin, tungutak hans er
unglingnum tamt. En honum er
uppá á sunnudagskvöldiö. Sýn-
ingin er auk þess kærkomið
krydd i tilveru Gaflara, sem
státa ekki af fjörugu leiklistar-
lifi. Það er heilmikill kraftur i
þessu verki, hávaði og fjör,
alltaf nóg aö gerast þá rúmu
klukkustund sem sýningin tek-
ur. Aö byggingu er verkið stór-
skorið og uppsetningin einföld
og haganleg.
Terson tekur I þessu verki
fyrir afdrif Halla, en hann er
einn af þeim fjöldamörgu ungl-
ingum sem hætt hafa námi að
lokinni skyldu og leitast síðan
viö að finna lifi sinu farveg.
Hann er ósjálfstæður, leitandi,
hefur gefið skit í allt framhalds-
nám og fær engan stuðning á
heimili sinu. Hann sveiflast á
milli töffaraskaparins og
borgaralegra dyggöa. Hann hef
ur að leiðtoga Blöffa Blöff, kald-
an kall sem stýrir klappliði Vals
og er i eilifri uppreisn gegn
þjóöfélagi þeirra fullorönu.
Hann sér annan valkost í hjóna-
bandi Esterar systur sinnar og
Leifs, sem þó er gersneydd af-
urö hins borgaralega lifernis.
Þetta hjónaband býður þó upp á
öryggi sem er eitt af þvi sem
Halli þráir eftir sambýli meö
móður sinni og ótal dularfullum
„frændum”. En leit Halla tekur
engan endi. Terson gefur áhorf-
andanum enga von um betri tið.
En er myndin virkilega svona
dökk? Stenst þjóðfe'lagsádeila
Tersons það að vera færö upp á
mikill vandi á höndum I stað-
færslunni og virkar á stundum
neyöarleg. Breski fótboltinn er
svo sérstakt fyrirbæri, að við
eigum lfklega ekkert sambæri-
legt hér. Það er munur á Val og
Manchester Utd., á Hliöarenda
og Old Trafford og stór munur á
þvi að elta liö sitt til Neskaup-
staðar eða Liverpool. Það sem
grundvallar þennan mismun er
atvinnumennskan annarsvegar
og áhugamennskan hinsvegar.
Atvinnulausir breskir unglingar
láta sig dreyma um miöherjann
Venna sem er orðinn rikur,
frægur og dáður vegna sinna
meðfæddu hæfileika og þrátt
fyrir að hafa hætt eftir skyld-
una! Þessir draumar eru örugg-
lega ekki eins raunverulegir I
augum islenskra ungmenna.
Tónlist Sigurðar Rúnars er
mjög góö og hans hlutur i sýn-
ingunni er stór, enn á ný sýnir
hann hversu vel honum hentar
að vinna i leikhúsi. Tónlistar-
flutningurinn er með ágætum og
leikendum tekst best upp I þeim
atriðum sem byggjast á tónlist.
Leikstjórn Ingu virkar styrk og
hún nýtir vandræöalegan
samkomusalinn skemmtilega,
vinnubrögö öll nútimaleg og
djörf. Leikendur standa sig yfir-
leitt þokkalega, nokkuö skortir
á tæknina að vonum, en andinn
er hress og þetta unga fólk er
blessunarlega laust við alla
þvingun.
SS
Ævintýrið um The Wise Blood
Ef þetta væri kvikmyndahand-
ritið, þá hefði þvi sennilega veriö
hafnað af bandarisku kvik-
myndaverunum sem alltof
ósennilegu. Þráöurinn er eitthvaö
á þessa leið:
Ungur maður sem býr á bónda-
bæ I New Hampshire I Banda-
rikjunum tekur það i sig að saga
eftir gamlan fjölskylduvin sé til-
valin til kvikmyndunar. Hann og
bróðir hans taka sig til og skrifa
handrit en ungi maðurinn hefur
siðan samband við kvik-
myndaleikstjórann fræga John
Huston, sem samþykkir aö taka
aö sér leikstjórnina fyrir minni
þóknun heldur en hann almennt
tekur fyrir slíkan starfa. Sögu-
hetjan og kona hans taka að sér
aö framleiöa myndina sjálf og
myndin er tekin á átta vikum.
Þegar hún er svo frumsýnd I New
York fyrir fáeinum vikum eru
kvikmyndagagnrýnendur al-
mennt uppnæmir af hrifningu.
Þannig er þó sagan um tilvist
The Wise Blood, nýjustu myndar
John Huston, sem gerð er eftir
sögu Flannery O’Connor, banda-
riskrar skáldkonu frá Suður-
rikjunum en hún var aftur mikill
vinur foreldra Michaels nokkurs
Fitzgeralds, sem aftur er maöur-
inn á bak við þessa kvikmynd og
söguhetjan I ævintýri þvi sem
rakin er hér á undan. Hann lét
ekki deigan slga þótt öll stóru
kvikmyndafélögin höfnuðu hug-
myndinni aö þessari kvikmynd og
tókst aö veröa sér úti um ofurlitla
fjárhæö frá evrópskum aðilum
sem nægöi til að hleypa myndinni
af stokkunum.
Eldridge eftir Evrópudvöi
Roy Eldridge kom til Evrópu i
fyrsta sinn áriö 1950. Þá lék
hann i sextett Benny Goodmans,
en er halda átti heim til Banda-
rikjanna varö hann eftir i Paris
og bjó þar árlangt. Sá timi varð
honum dýrmætur. Hann var illa
særður eftir þá meðferð sem
hann hafði hlotið sem negri i
hvitri hljómsveit i Bandarikjun-
um og hinn nýi djass, bopið,
haföi oröið til þess að hann van-
mat stöðu sina sem einn helsti
einleikari djassins, sérilagi eftir
að gamall nemandi hans, Dizzy
Gillespie hafði blásið hann um
koll. (1 sjónvarpsþætti sl.
sunnudagskvöld lagði Dizzy
áherslu á hversu Roy hefði verið
sér mikils viröi á þróunarbraut
sinni). Parisardvölin varð
Eldridge mikil upplifun, hann
var meöhöndlaöur einsog hver
annar, þrátt fyrir húðlit sinn og
hann gerði sér grein fyrir stöðu
sinni I djassheiminum og sneri
aftur til Bandarikjanna, endur-
nærður á sál og sinni. Heim-
kominn lék hann með eigin
hljómsveitum og hafði lengi
kvintett meö Coleman Hawkins.
Þeir félagar voru þau mest gló-
andi expressjónisku eldfjöll sem
djasssagan greinir frá og trú-
lega hafði Hawkins meiri áhrif á
Eldridge i upphafi ferils hans
en Armstrong. (Fjögurralaufa-
smári djasstrompetleiks, Arm-
strong, Eldridge, Gillespie og
Miles Davis.) Saxafóninn haföi
mikil áhrif á hvernig Eldridge
mótaði hinn armstrongska arf,
hraöar fraseringar og urrandi
tónalitir áttu vel við glóandi
skapiö, það var ekki fyrr en
seinna að tilfinninganæmið
blómstraði i einhverjum unaðs-
legasta ballöðuleik djassins.
A einni bestu hljómplötu sinni
á fimmta áratugnum Dale’s
Wail (Verve 8089) voru margar
fallegar ballöðutúlkanipen hann
átti eftir aö gera betur og mér er
til efs að The Man I Love verði
túlkað næmar en Eldridge gerði
meö Earl Hines i Village Van-
guard I mars 1965 (Limelight LS
86028).
Eldridge hefur hljóðritað
mikiö á undanförnum árum og
er nýjastþ breiðskifa hans trú-
lega I hópi þeirra bestu sem
hann hefur sent frá sér. Roy
Eldridge kvartettinn á Mon-
treux 1977 (Pablo 2308 203).Þar
eru með honum Oscar Peterson
á pianó, Niels-Henning á bassa
og Bobby Durham á trommur.
Roy Eldridge.
Mörg ævintýri má þar heyra og
aldrei hef ég heyrt þá banölu
melódiu, Bye Bye Blackbird,
meðhöndlaða jafn meistara-
lega. Niels-Henning fer á kost-
um og magnar Eldridge upp I
heitum dúett og Oscar og Bobby
auka við spennuna þartil gamli
maðurinn glóir. Þvilíkur sess-
jón. Fleiri góöar Eldridgeplötur
frá nýrri tið fást hér stundum,
ég nefni bara The Trumpet
Kings at the Montreux Jazz
Festival 1975með Roy, Dizzy og
Clark Terry (Pablo 2310 754) og
Whats It’s AII About (Pablo 2310
766) þarsem Bud Johnson og
Milt Jackson leika með honum.
Það er mikil upplifun að
hlusta á þennan lágvaxna
trompetleikara á sviöi. Eld-
móður hans smitar meðleikar-
ana og sveiflan er sterk og djúp
og heit, umfram allt heit. Von-
andi á hann eftir að sækja okkur
heim, hann verður ekki sjötugur
fyrr en á næsta ári.
LÍF AÐ FÆRAST í
HLJÓMPLÖTÚUTGÁFUNA
Nú er að baki daufasti timinn I
plötuútgáfu á ári hverju. Mánuð-
ina eftir jól kemur iitið sem ekk-
ert út af hljómplötum á Islandi
sem kunnugt er, enda er jóla-
markaðurinn stór, og sennilega
eitt af þvi sem heldur lifinu f
islenskri plötuútgáfu.
Hvað um þaö, nú eru útgáfurn-
ar aftur að hugsa sér til hreyf-
ings. Hjá Hljómplötuútgáfunni er
verið aö ljúka við vinnu á sóló-
plötu Pálma Gunnarssonar og
hún er væntanleg á markað meö
vorinu. A henni syngur Pálmi
islensk lög, sem ef að likum
lætur eiga eftir aö ganga I óska-
lagaþáttunum. „Við erum auk
þess að gefa Ut tveggja laga plötu
með lögum Ur kvikmyndinni
Veiöiferöin”, sagöi Jón ólafsson,
framkvæmdastjóri Utgáfunnar I
samtali við Helgarpóstinn. A
henni verða titillagið og lag sem
Pálmi Gunnarsson syngur. Bæði
lögin eru eftir MagnUs Kjartans-
son.
Hjá Steinum hf. er ýmislegt á
döfinni. 1 gær fór Gunnar Þórðar-
son, ásamt Helgu Möller og Jó-
hanni Helgasyni iHljóðrita, til að
syngja inn ensku textana á plöt-
una LjUfa lif. „Platan verður
væntanlega gefin út erlendis með
þessum textum, og vonandi sem
viðast”, sagði Steinar I samtali
við Helgarpóstinn. Gunnar er
sömuleiðis að gera nýja plötu
með Þú og ég dúettnum, og sú er
væntanleg á markaö 1 sumar. Þá
plötuhyggst Gunnar gefa út sjálf-
ur, en Steinar munu dreifa henni.
Plötu Geimsteins, meö lögum
eftir Gylfa Ægisson verður einnig
Gunnar: Iðinn við kolann.
dreift af Steinari, en Rúnar
Júliusson gefur hana út.
Steinar sagöi að auk þess væri
Steinar hf., að huga að Utgáfu á
öörum hljómplötum, en þar sem
öll þau mál væru á „viökvæmu
samningastigi” væri ekki hægt að
skýra frá þeim að svo stöddu.
SG hljómplötur eru að flytja sig
um set i Ármúlanum og ekkert
væntanlegt þaðan í bráðina, að
sögn Svavars Gests.
—GA
mynd með hinum groddalega
húmor sem oftast fylgir Walter
Matthau. Svo er ekki.
Auk þess sem auglýsingin er
svolitiö villandi að þessu leyti
(sem kannski er ekki bíóinu að
kenna) segir hún aö leikstjóri
myndarinnar sé Ray S tark. Og
þaö er bióinu aö kenna. Ray Stark
framleiðir hana, en Martin Ritt
leikstýrir.
Martin Ritt er ágætlega hæfur
leikstjóri sem hefur mikið unnið
með Paul Newman. Hann segir
þessa sögu á einkar látlausan og
smekklagn hátt, enda hæfir það
henni. Sagan er af ' hesta-
tamningamanni (Matthau) og
sonum hans þremur, og
gæðingnum Skugga, sem þeir
komast yfir af tilviljun þegar
hann er enn i maga móður sinnar.
Þeir ala hann upp og gera úr
honum fola, fljótan með
afbrigðum.
Þetta er ekki saga mikilla
átaka, hún rennur nokkuð ljúf-
lega áfram meö spennu-
hámörkum i tveimur kappreiðum
undir lokin. Walter Matthau er
sjálfum sér likur, og synir hans
þrireruóvenju vel leiknir af ung-
lingum. Samband þeirra og hest-
anna er laust við alla væmni, sem
er mikiðafrek,sémiöaöviö aðrar
myndir af þessu tagi. Semsagt:
Prýðis fjölskyldumynd.
Matthau og Andrew A Rubin gantast I mynd Stjörnubiós.
Fjöisk y/duskuggi
Stjörnubió: Skuggi (Casey’s Andrew A Rubin og Michael
Shadow) Hershewe.
Bandarisk. Argerð 1977. Leik- Þessi mynd kom svolitið á
stjóri Martin Ritt. óvart. Eftir lestur auglýsingar-
Handrit: Carol Sobieski. Aðal- innar hafði ég fengiö á tilfinning-
hiutverk: Walter Matthau, unaaöhér væri á ferðinni gaman-
Kvikmyndir
eftir Guðjón Arngrímsson