Helgarpósturinn - 21.03.1980, Page 20

Helgarpósturinn - 21.03.1980, Page 20
20 Föstudagur 21. mars 1980 he/garpósfurínrL. Sýning Magnúsar og Arna Páls — frumlegt uppátæki FURÐUHLUTIR I DJÚPINU Djúpið er greinilega risandi sýningarstaður. Þar hafa nú þegar verið margar athyglis- veröar sýningar og skemmti- við opnun sýninga, auk þess sem ókeypis aðgangur trekkir að breiðari hóp aðkomumanna en ella. Einnig er val sýninga Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson legar tilraunir farið fram. Hafa aðstandendur hússins reynt að gera sýningarsalinn sem alþýð- legastan úr garði. T.d. er boðið upp á tónlistarkvöld og tónlist hressilegt og kemur gjarnan á óvart. Nú sýna i Djúpinu þeir Magnús Kjartansson og Arni Páll. Eru það skúlptúrar sem félagarnir kalla Furðuhluti. Þeir hafa unnið þessi verk i sameiningu og þvi verða vart greind áhrif eins, frekar en ann- ars. Skúlptúrar þessir eru gerðir úr tré og málmi að mestu leyti. Þetta eru hlutir sem listamenn- irnir hafa fundið og sett saman, eins konar „objets trouvés”, sem þeir skeyta saman af mik- illi hugkvæmni. Má sjá skóflu- blöð, tannhjól, rörbúta og hjól sem er umbreytt i höndum þeirra Magnúsar og Arna Páls og verða að nýjum hlutum. Slikar umbreytingar eru þekktar frá fyrri hluta 20. aldar og var það einkum Fransmað- urinn Duchamp sem skóp slika hluti. Hann er þvi talinn faðir slikra listbragða. Þekktast meðal verka hans af þessu tagi er vafalaust reiðhjólastóllinn, þar sem hjóli af hjólhesti er stungið i setu á kolli, þannig að úr verður hlutur sem engum hagnýtum tilgangi þjónar. Likt og verk Duchamps, eru verk tvimenninganna þrungin húmor. Yfir þeim er blær leiks- ins, likt og lítil alvara hafi fylgt gerð þeirra. Þrátt fyrir það eru þessi verk einstaklega vel gerð. Hvorki er notuð logsuða né önn- ur bræðsla, heldur er tréð notað til aö tengja málmana um leiö og það er sjálft uppistaða i verk- unum. Þetta virðist mér takast mjög vel og er vart hægt að sjá misfellur á vinnubrögðum. Verkin eru velflest ólik inn- byrðis. Sum eru standverk á gólfi, önnur lágmyndir sem hanga á vegg og svo eru verk þarna mitt á milli. Þau standa á gólfi, en hallast upp að vegg eða tengjast honum. Þau eru mis- jafnlega flókin að gerð. Sum eru mikið unnin, svo sem Mána- spegill (nr. 23). Þetta verk er meðal þeirra bestu á sýning- unni, þó það sé jafnvel eitt af hefðbundnustu þeirra i útliti. önnur eru meira sjálfsprottin og gerð að þvi er virðist á augnabliki. Útilega (nr. 6) er meðal þessara verka. Segl er tengt við viðarbút: einföld en sterk lágmynd. Sum verkin eru llkust til- brigðum um stef. Svipuö hug- mynd er útfærð á mismunandi vegu. „Hommage á Mein Kampf” (nr. 10) og A’.inars kon- ar hugmynd (nr. 4) eru verk þar sem hjól eru tengd við stöng og bæði standa þau upp við vegg. 1 fyrra tilfellinu er um að ræða teinahjól sem gengur niður úr stólpa, sem hallast að vegg. 1 þvi siðara er stjörnulaga öxlum stungið upp i rör sem skrúfað er i vegginn. Það virðist einnig hendingum háð, hvort nöfn verkanna eru táknræn fyrir þau, eöa hvort þau eru spunnin af hugmyndum óháðum útliti þeirra. Þannig er Blóm (nr. 22) greinilega blóm, þótt króna þess sé gamall bil- hreyfill. „Legg þú á djúpið” (nr. 15) virðist hins vegar algerlega óhlutbundið. Þetta verk er að minu áliti sterkasta verkið á sýningunni: Lágmynd, þar sem viður tengist járnplötu á mjög sannfærandi hátt og tvær bambusstengur hanga niður úr. Hér yfirvinnur hiö ljóðræna húmorinn, um leið og jafnvægi kemst á milli flókins samspils ólikra efna. Samt er verkið ein- falt og þróttmikið. í því er ein- hver austrænn andi, kannski japanskur. Sýningin er öll hin skemmti- legasta. Það er gaman að sjá verk sem unnin eru af tveim listamönnum, en eru þó svo heilsteypt að ekki má greina vinnu eins frá vinnu annars. Þetta frumlega uppátæki sýnir og sannar, að persónulegir hlut- ir geta sprottið úr vinnu tveggja manna og fleiri, engu siður en eins listamanns. Ég vil óska Magnúsi og Arna Páli til hamingju með athyglis- vert framlag, um leið og ég hvet fólk til að sjá þessa sýn- ingu. Fræbbblarnir gera það gott! Þaö er lltið gaman að vera pönkari á tslandi. Fjöldi pönkara hérlendis er i hlutfalli viö þaö. Eftir þvi sem best veröur vitaö eru aöeins tvær pönkhljómsveitir starfandi hérna, og þær láta ekki alltof mikiö I sér heyra. Enda ekki margir sem viija hlusta. önnur þessara hljómsveita, Fræbbblarnir (hin er Snillingarn ir), hefur nýlega gefiö út plötu meö þremurlögum, False Death, True Death og Summer Nights. Platan er gefin út i Sheffield, af kunningja Fræbbblanna sem þar býr. „Hann er enskur ljósmynd- ari, sem kom hingaö til lands ein- hverntima áöur en Stranglers komu”, sagði Valgarður söngvari i samtali við Helgarpóstinn. Fræbbblarnir hafa haldið sam- bandi viö manninn, og hann hefur nú gefið út plötu þeirra, undir merki Limited Edition Records, litillar útgáfu i Sheffield. 1 fyrstu voru gerð 500 eintök af plötunni, og þau eru seld. Nú er búið aö gera þúsundi viðbót, en lítiö selst af þvi. „Þessi fimm hundruð ein- tök hafa eflaust farið i maniaka i Sheffield”, sagði Valgarður. „Okkur er sagt aö þeir kaupi sumir allt sem kemur út”. Fræbbblaplatan hefur þó ekki farið eingöngu með veggjum. 1 hinu viðlesna breska músiktima- riti,, Sounds” var nýl. stutt frétt um útkomu hljómplötunnar, og umsögn um hana er væntanleg. OglSheffield fengu Fræbbblarnir heilsiöugrein I pönkblaði einu fjölrituðu „NMX”. Þar segir meðalannarsl lauslegri þýðingu: „Reykjavík-Sheffield sam- bandið hófetí fyrra, (Blaðið kom út fyrir árslok 1979 — innsk. HP) þegar mikilvægasti persónuleiki Sheffield, Marcus Featherby, slóst i för til lslands með Strangl- ers, fyrstu og siðustu hljómsveit sem einhverju máli skiptir, sem leikiö hefur þar. Hr. Featherby vingaöist við pönkarana á staön- um, og þegar hann stofnaði sitt eigiö útgáfufyrirtæki, báðu Fræbbblarnir hann um að gefa út sina framleiðslu, þar sem nokkur skortur er á plötufyrirtækjum á Islandi.”. Blaðiö lýsir siðan hljómsveit- inni, og telur Fræbbblama ekki stórbrotna i útliti, og ekki llklega til að vekja athygli fyrir það i Sheffield þar sem pönkarar eru á hverju strái. En siöan segir blaö- ið: „En þó þeir liti ekki út eins og pönkarar,þá hljóma þeir þó eins, Umslagiö utan um plötu Fræbbbianna. ef dæma má af Demo upptöku sem ég heyröi. I hreinskilni sagt fá þeir hvaöa eins grips hljóm- sveit enska sem er, til að hljóma eins og Led Zeppelin.” Þetta segja breskir pönkarar um Fræbbblana og klikkja út með þvi að spyrja hvers vegna Fræbbblarnir ættu ekki aö geta slegiö i gegn, fyrst Plastic Bert- rand sló i gegn. Fræbbblarnir segjast ætla út til Sheffield i haust. „Okkur langar auðvitað fyrr, en höfum ekki efni áþvi”,sögðu þeir. Þeirsögöuþað litið uppörfandi til lengdar að spila fyrir tslendinga. „Lang- flestir eru óvanir tónlist okkar og koma til þess eins að glápa. Þeir sem eru vanir pönktónlist kunna Fræbbblarnir á nýlegri mynd. að meta okkur, og fylgja okkur hvert sem við förum, Það er kannski svona 500manna hópur og fyrir hann verðum við að endur- nýja prógrammið.” Það er því skiljanlegt að Fræbbblana langi út til Englands, þar sem allt morar I litlum klúbb- um fyrir pönk og rokkhljómsveit- ir. Aður en þeir fara út ætla þeir þó að halda konserta hér, ein- hverntima á næstunni. Talsverðar breytingar hafa oröið á hljómsveitinni uppá siðkastið, gitarleikari er hættur, söngkona sömuleiðis og i staðinn fyrir bassaleikarann sem var, kemur „eini maöurinn sem getur eitthvað i Snil lingunum”. — GA MADNESS t Bretlandi, landi poppsins i dag er nú enn ein ný bylgjan komin á skrið og nefnist fyrir bærið að þessu sinni ska. Upp- runalega mun nafniö vera kom- ið frá Jamaika og stóö fyrir þann hrærigraut tónlistar sem heimamenn bjuggu til úr amerisku rokki og innlendri tónlistarhefð. Utkoman liktist hvorugri fyrirmyndinni en var fyrirboði þess sem siðar kom þ.e. reggae. Þessi tónlist fluttist til Bretlands og naut þar tölu- verðra vinsælda upp úr 1960. Siðan er auðvitaö langt um liðiö en i allri þeirri endurvakn- ingu gamallar tónlistar sem undanfariö hefur veriö áber- andi, hefur skaið ekki gleymst. Þetta nýja ska er þó ekki eintóm endurtekning hins gamla, held- ur er um sambland reggaes og pönksins að ræða, auk hinna gömlu áhrifa. Þekktasta hljóm- sveit þessarar stefnu I dag, Specials, er skipuö bæði svört- um mönnum og hvitum sem telja má táknrænt fyrir blöndu reggae tónlistar svertingjanna og pönks hinna hvitu. Otkoman erþó eins og á Jamaika fortum, ekki lik neinu þvi tónlistaraf- brigða sem hér renna saman. I stuttu máli sagt, ný og fersk tónlist. Hingað til hefur þessi tónlist verið nokkuö einangruð I kring- um útgáfufyrirtæki hljómsveit- arinnar Specials — 2 Tone — sem gefiö hefur út plötur meö hljómsveitunum Selecter, Beat (ekki sama og amerisku Beat) og fyrstu litlu plötu Madness. Annað útgáfufyrirtæki var þó ekki lengi aö eygja möguleíka þessarar nýju tónlistar — Stiff auðvitað — sem hafa nú gefiö út fyrstu stóru hljómplötu hljóm- sveitarinnar Madness. Hún er skipuð sjö mönnum sem flytja að eigin sögn danstónlist bland- aða ska og reggae áhrifum (?), og kalla þeir hana „The Nutty Sound”. Sú skilgreining er i sjálfu sér ágæt—segir jafn mikiö og flest- ar aðrar — en það sem einkenn- ir tónlist þeirra er fyrst og fremst ferskleiki og spilagleði. A plötunni eru fjórtán hress og mjög poppuð lög, tilvalin til að dansa eftir, meöal annars eitt lag úr Svanavatninu I ákaflega sérstæöri útsetningu. Þaö hlýtur að vera eitthvað fyrir þá á út- varpinu. 1 heild er þetta hin skemmtilegasta plata og hljóm- sveitin Madness ein af þeim at- hyglisveröustu sem komiö hafa fram i nokkurn tima. Um þessar mundir viröist breska poppið standa á nokkurs konar timamótum. Eftir þær hræringar sem fylgdu pönkinu og öllum nýju bylgjunum, má kannski segja að ákveöin staö- festa sé að komast á aftur, þær hljómsveitir sem meö því komu fram að verða stærstu og virt- ustu nöfnin I bransanum. Athyglisverðustu og jafnframt meö bestu plötum undanfarinna mánaöa, nýju plötur hljóm- sveitanna Clash og Jam eru tal- andi dæmi þessa. Hljómsveit- irnar byrjuðu báðar sem harð- linu pönkarar og sú andlega sprauta sem pönkið óneitanlega var, viröist með þeim ætla að uppfylla allar þær vonir sem til þess voru gerðar. Ein enn timamótaplata virö- ist vera fyrsta platan frá Speci- als. Þeir eru eins og Madness á ska-linunni, og komust öllum á óvart i fyrsta sætið með lagið A Message To Rudy. Þó þessar plötur séu ólikar, eiga þær allar það sameiginlegt aö yfir þeim er óvenjulegur ferskleiki og góður andi. Þetta er einmitt það sama og kemur fram hjá Mad- ness, þannig að þó plata þeirra jafnist ekki á viö þessar þrjár framantöldu eru þeir gott dæmi þess sem er aö gerast. Þeir hafa meðbyr I heimi batnandi dægur- tónlistar. vnp Popp m'Æu eftir Guömund Rúnar Guðmundsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.