Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 5
5 he/garpósturinn.. Föstudagur 11. apríl 1980 # Það var i þinginu fyrir páska að Stefán Valgeirsson, alþingis- maður var að flytja eina af sínum lærðu ræðum um landbúnaðar- mál. Undir þeirri ræðu sat meðal annarra Sighvatur Björgvinsson. Horfði Sighvatur lengi á ræðu- mann, hlustaði og hugsaði sitt og fæddist þá þessi visa sem hann siðar sagði vinum sfnum: Allra sistur er’talinn, okkur list hann glópur. Stendur á blistri striðalinn Stefán þrýstihópur! 9 Annars virðist Stefán Val- geirsson uppáhaldsskotspónn kratanna eða popp-kratanna, eins og framsóknarmenn kalla þá oft, enda kannski ekki að furða vegna þeirrar hyldjúpu gjáar sem er milli landbúnaðarafstöðu þessara tveggja aðila. Við heyrðum til dæmis þá sögu, að þegar sölu- skattshækkunarmálið v.ar á dag- skrá rétt fyrir páska, hafi Vii- mundur Gylfasonstigið i pontu og haldið langa ræðu enda saman- tekin ráð stjórnarandstæðinga að þæfa málið. Stefáni Valgeirssyni leiddist greinilega þegar leið á ræðu Vilmundar, svo að hann fór að kalla frammi: „Hættu þessu rugli drengur, háttvirtur þing- maður iýgur!” Vilmundur leiddi þetta hjá sér um stund en sneri sér siðan að forseta og mælti eitt- hvað á þessa leið: „Herra forseti, ég veit að timi þingsins er dýr- mætur svo að ég mun reyna að lengja ekki mál mitt.Hinsvegarer það svo, þegar ég lit út i sal og sé fyrir mér heiðskirt og upplýst andiit háttvirts þingmanns Stefáns Valgeirssonar — um þann háttvirta þingmann verður ekki sagt að hann finni upp afstæðis- kenningar daglega — já þegar ég sé uppljómað andlit hans þarna fram i salnum, finnst mér eins og ég þurfi að útskýra málið enn bet- ur en ég hef þegar gert. Herra forseti! Ég mun tala amk. hálf- tima I viðbót....” ® Bæjarfögetaembættið á Akureyri hefur löngum þótt eftir- sóknarvert. Ófeigur ófeigsson gengdi þvi um árabil en er nú ný- lega látinn. í lögmannastétt eru eðlilega byrjaðar ofurlitlar vangaveitur um hver muni verða eftirmaður hans. Að þessu sinni kemur það i hlut Friðjóns Þórðar- sonar að veita embættið en þar sem ekki er hægt að segja að stjórnmálaflokkur standi beinlin- is að dómsmálaráðherraembætt- inu að þessu sinni, þá hafa kunn- ugir i fljótu bragði ekki neina gæðinga I sjónmáli. Hins vegar er ekki alveg útilokað að þeir þre- menningarnir úr Sjálfstæðis- flokknum i núverandi stjórn sjái sér leik á boröi og veiti embættið einhverjum dyggum Sjálfstæðis- manni til að vinna hann á sitt band. Hins er þá að gæta að Frið- jón er sjálfur úr sýslumannastétt og fróðir menn ætla að reynsla hans þaðan verði til þess að hann muni fyrst og fremst taka faglega afstöðu til umsækjenda. Ef svo verður þykir Freyr ófeigsson, héraðsdómari á Akureyri likleg- astur kandidat en hann hefur starfað við embættið nyðra um árabil.... Þróunaraðstoð íslands við Grænhöfðaeyjar Rikisstjórn Islands hefur ákveöiö aö veita Grænhöföaeyjum (Capo Verde) þróunar- aðstoð. Utanrikisráðuneytið hefur falið AÐSTOÐ ÍSLANDS VIÐ ÞRÓUNAR- LÖNDIN að annast framkvæmd umrædds verkefnis. Sent verður 200 rúmlesta skip til eyjanna ásamt veiðibúnaði og þrem leiðbeinend- um. Aðstoðin mun standa yfir a.m.k. 18 mán. og miðar að þvi að kanna möguleika Capo Verde á sviði fiskveiða og veita tæknilega ráðgjöf og aðstoð við að auka nýtingu fiskveiðanna umhverfis eyjarnar. Stefnt er að þvi að skipið verði ferðbúið i lok aprilmánaðar. Samgöngur við eyjarn- ar eru ekki greiðar frá íslandi. Ekki er heldur fullljóst hvers konar veiðarfæri né veiðiaðferðir henta. Þvi er lagt kapp á að hafa sem fjölbreyttastan veiðibúnað með héðan að heiman strax i upphafi. Við auglýsum hér með eftir notuðum veiðarfærum og hverskyns búnaði öðrum sem nothæfur kann að reynast við verkefnið. Allt þarf þó að vera i góðu ásigkomulagi. Meðal þess sem okkur vantar er loðnunót, togveiðarfæri hverskonar (vörpur, hlerar og tilheyrandi á 100-200 rúml. skip), gálga og rúllur. Léttabát með allsterkri vél (ekki utanborðs), sextant, sjóúr o.fl. o.fl. Vinsamlegast hafið samband við Halldór Lárusson, simi 2761, Keflavik, eða Magna Kristjánsson, simi 7255, Neskaupstað. Ath. að gjafir sem kunna að berast A.í.V.Þ. vegna þessa verkefnis og annars t.d. veiðarfæri o.þ.h. verða metnar til fjár og geta leitt til skattaivilnana skv. lögum. Aöstoö Sslands v/ð þróunarlöndin Knjíinn hill i þrssum slaTÓarflokki c r a jai'n goðu vi-rði Station FólksbUl Það er samdóma álit þeirra sem eignast hafa þennan Austur-þýska lúxusbil, að hann sé meira virði, en verðið segir til um. • Byggður á grind, með 65 ha. tvigengisvél (Gamla Saab vélin). • Gormar á öllum hjólum og billinn þvi dúnmjúkur. • Eiginleikar í snjó og lausamöl frábærir. • Enginn bíll jafn hár undir lægsta punkt. • Stálklætt stálgrindarhús. F ramhjoladrifinn. Rúðuþurrkur, fjórar stillingar. Ovenju stórt farangursrými. Stillanleg sætabök o.fl. o.fl. Komið og kynnist þessum frábæra bil á góða verðinu. Hvar færðu meira fyrir krónuna? TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonorlondi v/Sogaveg — Simor 33560-37710 Tilkynning til söluskattsgreidenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvl, að gjalddagi söluskatts fyrir mars mánuð er 15. april. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. apríl 1980. Auglýsingasími Helgarpóstsins 8-18-66 - alltaf jafn ódýrt! Malló sófasettið er ekki einungis með léttu og skemmtilegu yfirbragði, heldur einnig einstaklega létt á pyngjuna. Fjölbreytt úrval af áklæðum - og þú tærð i hendurnar fallegt og vandað sófasett fyrir ótrúlega lágt verð. Sendum i póstkröfu. Munið hina ágætu greiósluskilmála - 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuöum Malló sófasettið QJ Staðgreiðsluverð kr. 495.000 Verð m/afborgunum 550.000 Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.