Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.04.1980, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Qupperneq 2
2 Föstudagur 18. apríl 1980 —helgár-pásfurinrL JÖTUGIR Á ÖLDUM eftir Sigurveigu Jónsdóttur myndir: Friðþjófur Margir vistmanna Grundar nýta starfskrafta sfna viö hannyrðir, en þær gefa heldur litið I aðra hönd og þætti vist mörgum timakaupið lágt. Sigurbjörg Björns- dóttir er ein þeirra öldruðu kvenna, sem Helgarpósturinn skoðar atvinnumál aldraðra: Þegar vinnuálagið er að gera út af við mann, dreymir mann oft um þá dýrðardaga, þegar maöur i ellinni getur farið að taka það rólega og slappa af. Þegar á hólminn er komið, fer þó dýrðin af hjá flestum. Viöbrigðin reynast býsna mikil að fara úr fullri vinnu i athafnaleysi. Fólki finnst það einangrast og enginn hafi þörf fyrir þaö lengur. Þvi eru margir, sem vilja halda áfram að vinna eftir að þeir eru komnirá ellilaun. En yfirleitt er ekki auðhlaupið að þvi. Riki og bæjarfélög hafa gengiö á undan í þvi að láta menn hætta störfum um sjötugt og sifellt fleiri fyrirtæki fylgja fordæminu. Helgarpósturinn kannaöi at- vinnumál aldraöra og reyndi að komast að ástæðunni fyrir þvl að gömlu fólki skuli vera sagt upp vinnu.Hér á eftir getur að lita hvers við urðurn visari. Hugsa málin hjá borginni. Rikisstarfsm enn eiga samkvæmt lögum aö hætta störfum, þegar þeir hafa náö 70 ára aldri og i allra siðasta lagi um næstu áramót eftir sjötugs- afmæliö. Skólastjórar og kennar- ar mega aðeins vera út skólaáriö. Reykjavlkurborg hefur haft svipaðar reglur, en 1 fyrra var skipuð nefnd til að endurskoða reglur um aldurshámark starfs- manna. Nefndin hefur ekki skili - að áliti og á meðan er mönnum heimilt aö starfa til 71 árs aldurs eöa -næstu mánaðarmóta þar á eftir. Aö sögn öddu Báru Sigfús- dóttur, borgarfulltrúa, sem starf- aö hefur með nefndinni, er vanda- máliö fólgið i þvi hvort unnt sé aö veita mönnum rétt til að vinna áfram og taka jafnframt lifeyris- greiöslur. Hún kvaö alla sam- mála um aö fólk ætti aö geta átt þess kost að vinna eitthvaö lengur en til sjötugs, en reglur lifeyris- sjóðsins geri ráö fyrir aö menn hafi þá hætt störfum. Skert mannréttindi „Okkur Islendinga vantar fólk, en samt er rétturinn til aö vinna tekinn af mönnum,” sagði Gisli Sigurbjörnsson forstjóri elliheimilisins Grundar. „Þessi réttur, heyrir þó til mannréttinda. Ég tel aldurinn ekki skipta máli ef menn hafa heilsu. Þaðséstbest á þvi aðfyrir ef fólk hefur heilsu og áhuga á að lofa þvi aö vinna og taka þá ekki allt af þvi i skatta. Þeir eru það ljótasta i þessu . Gamla fólkið á að fá að vera stikkfrí. Það er tómvitleysa aö vera aö elta fólk á sinum gamla vinnustað, leita til Ráðningarskrifstofu Reykja- vikurborgar I vinnuleit sinni. Hjá skrifstofunni fengum viö þær upplýsingar að yfirleitt reyndist erfitt aö útvega gömlu En það er alveg sama um hvers konar starf er aö ræða. Vinnu- veitendur vilja frekar ráða yngra fólk. Hjá ráðningaskrifstofunni heyrir þaö til undantekninga ef vinnuveitendur óska eftir fólki, sem komið er yfir sjötugt. Fjórir elstu starfsmanna Almennra trygginga, Svavar Hjaltested, Sævaldur Konráösson, ólafur Arnason og Eriendur Þorbergsson enn f fuiiu fjöri. nokkrum árum voru aöalvalda- menn heimsins eldgamlir. Nú vilja menn ekkert nema ungt fólk. Hins vegar er út I hött aö vera alltaf aö tala um vinnu. Við eigum að geta losaö okkur viö hana. En meö skatta fram á grafarbakkann.” Vilja ekki sjötuga Margir þeirra, sem lent hafa I þvi að vera sagt upp vegna aldurs fólki vinnu. Þetta fólk getur ekki tekið hvaða vinnu sem er, því það tekur tima aö venjast nýju starfi. Þess vegna treystir fólkiö sér ekki i önnur störf en þau sem eru svipaðs eðlis og gamia starfiö. Markaðurinn ræður „Atvinnumöguleikar aldraðra fara algerlega eftir vinnumark- aðinum,” sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri á Akureyri. „Þeir fá vinnu þegar mikil eftir- spurn er eftir vinnuafli, en fjúka fyrstir þegar harðnar á dalnum og eru siðastir i röðinni viö vinnu- umsókn.” Jón sagði, að þaö væru helst tveir hópar manna sem væru I vanda vegna atvinnumálanna. „Annars vegar eru þeir, sem hafa oröið að hætta vinnu af heilsufarsástæðum eða vegna aldurs, en langar til að hafa eitthvað fyrir stafni. Hins vegar er svo það fólk, sem enn er að vinna, en lendir oft vegna of mikils vinnuálags fyrr I hópi þeirra fyrrtöldu en ella. Þegar þetta fólk er búið að slita sér út fyrir timann eru engin tækifæri á vinnumarkaðinum.” Fyrir þetta fólk kvaö Jón hægt aö skapa vinnumöguleika meö einföldum aöferöum, m.a. með þvl að auka hálfsdagsvinnu og hlutastörf. „En þaö er dýrara og óþægi- legra fyrir vinnuveitandann að hafa tvo menn I einu starfi, svo þaö er eðlilegt aö hann vilji frekar hafa fólk, sem getur verið i fullu starfi. Það hafa allir einhverja vinnu- getu. Það þarf aðeins aö finna verkefni, sem hæfa hverjum og einum.” Eins og er, er ekkert gert af opinberri hálfu til aö örva vinnu- veitendur til að ráða aldraöa I vinnu. Þaö er þvi undir hverjum og einum komiö, hvort hann nýtir þau verkefni, sem hæfa öldruöum fyrir þá eða einhverja aðra. Jón sagði, að til væru margar leiöir til að taka svolitið af þeirri áhættu, sem vinnuveitendur teldu sig taka viö að ráða aldraöa eða öryrkja i vinnu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.