Helgarpósturinn - 27.06.1980, Síða 3

Helgarpósturinn - 27.06.1980, Síða 3
halnarnn«?// irinn Föstudagur 27. júní 1980 CtsýniO úr stofuglugganum hjá Þorláki Helgasyni (til vinstri) og úr eldhúsglugganum hjá þeim Astu og Lárusi. geri varla ráö fyrir þvi aö viö höf- um bolmagn til þess. Kostnaöur- inn viö flutning yröi lauslega áætlaö ekki undir 300 milljónum króna. — Þýöir þessi brey ting stækkun á verksmiöjunni? — Þessi stækkun gerir þaö aö verkum, aö verksmiöjan veröur afkastameiri en áöur, þaö er, aö viö eigum aö geta framleitt meira magn á styttri tima. Þaö þýöir meöal annars, aö viö getum lagt næturvaktina niöur, og viö gerum okkur vonir um aö geta lækkaö veröiö á kolsýrunni, sagöi Hall- grimur Steinarsson forstjóri Efnaverksmiöjunnar Éimis. Draslaraleg umgengni Viö bárum leyfismálin undir Magnús Skúlason formann bygg- inganefndar. Hann var ekki alveg sammála Hallgrími. — Eina leyfiö sem viröist hafa veriö gefiö formlega var leyfi fyrir rekstri á kolsýruhleöslu. En þaö má spyrja sig að þvi hvaöa leyfi hafa fengist munnlega. Efnaverksmiöjan Eimir, sem býr tilkolsýruna,kom inn i myndina á eftir Kolsýruhleöslunni og smdm saman hafa öryggiseftirlitiö og heilbrigöiseftirlitið viöurkennt starfsemina. — Hæfir ekki verksmiöjurekst- ur sem þessi illa i ibúðarhverfi sem þetta óneitanlega er, og var áöur en verksmiöjurnar komu til sögunnar? — Þaö má kannski segja það. Þess ber aö gæta aö i gildi er aöalskipulag, sem segir, aö þarna eigi aö vera iönaöur. Menn eru ekki sammála um hversu óþrifa- legt þetta er, en aöalatriöið er, hvaö forráöamenn fyrirtækjanna hafa gengiö draslaralega um lo'ö- ina. Þar heföi átt að vera búiö aö taka i taumana fyrir löngu. Eins og þetta er finnst mér verksmiöj- an passa ákaflega illa þarna inn i, þetta er orðiö þaö sem vel mætti kalla grófan iönaö — Hvernig getur staöiö á þvi aö iönrekstur sem þessi hefur feng- ií aö viögangast óáreittur, ef flest mannvirki eru reist án til- skilinna leyfa, og jafnvel sjálfur reksturinn hefur ekki veriö leyfö- ur formlega? Venjulegur hús- eigandi fær ekki að byggja bil- skúr eða breyta húsi sinu án þess aö fá samþykki yfirvalda. Laust i reipunum — Þaö er fyrst núna, aö fariö er aö beita hörku I þessum hlutum eftir að nýju byggingareglurnar tóku gildi, á siðasta ári. Til þess tlma var þetta allt laust I reipun- um og þessir turnar voru kannski ekki skilgreindir sem mannvirki á sama hátt og bllskúrar sagöi Magnús. Afskipti Þorláks Helgasonar af verksmiöjunni, nágranna slnum, má rekja allt aftur til ársins 1970. Litill árangur hefur oröið af þvl, en ýmsir aöilar I borgarapparat- inu hafa þó sýnt málstaö hans jákvætt viöhorf. Kormákur Sigurðsson heilbrigöisfulltrúi lét þess meðal annars getiö I bréfi um máliö til borgarstjóra árið 1974, aö sln skoöun væri, aö fyrir- tækjunum sé valinn óheppilegur staður, og æskilegt væri aö finna þeim annan samastaö. Eftir aö borgaryfirvöldum höföu veriö afhentir undir- skriftalistarnir tók bygginga- nefnd vel I þær óskir sem þar komu fram og visaði málinu til borgarráös, sem tók máliö þó ekki fyrir. Máliö kom svo aftur fyrirbygginganefnd 29. mai i vor, og borgarráð samþykkti þaö loks fimmta júnl sem fyrr segir. — Eru úrslitin ráöin meö þess- ari s^imþykkt? Viö spuröum Magnus Skúlason formann bygg- inganefndar. — Bygginganefnd samþykkti aö taka upp tilmæli ibúanna I fyrra að þessari starfsemi yröi feng- iðannaö svæöi. En þaö er ljóst, aö ekki voru allir sáttir viö þaö. Þetta leyfi, sem nú hefur veriö veitt, er aöeins bráöabirgöaleyfi fyrir endurnýjun. Það er i athug- unað finna starfseminni aöra lóö, en hún hefur ekki fundist. Þvi þótti bygginganefnd ekki stætt á öðru en géfa þetta bráöabirgða- leyfi, en viö teljum ekki aö þaö breyti neinu. Nefndin tók upp manneskjuleg sjónarmiö gagn- vart þessum rekstri, þótt forráöa- menn verksmiöjunnar hafi komiö illa fram viö ibúana, sagöi Magnús Skúlason. — Máli þessu er lokiö hvaö varöar bygginganefnd, sagöi hinsvegar Gunnar Sigurösson byggingafulltrúi og benti á, aö þvi veröi ekki mótmælt, aö þessi lóö hafi veriö ætluö undir iðnrekstur. Hann viöurkenndi aö brotalöm I byggingasamþykktinni kunni aö hafa orðið til þess, aö þessi rekst- ur fékk aö vaxa upp á þessum staö. En málinu er ekki lokiö. Þaö er nú I höndum Jóns G. Tómassonar borgarlögmanns, sem er aö kynna sér það þessa dagana og hyggst siöan leggja álit sitt fyrir borgarráð. — Ég fékk máliö til meðferðar I siðustu viku og hef ekki tekiö endanlega afstööu til þess. En þaC snýst um staösetningu þessa fyrirtækis og byggingu geyma. Þvi er haldiö fram, að þeir séu byggöir meö leyfum, en ég held að svo sé ekki, sagði borgarlög- maöur. Hvað varð af grænubylt- ingunni? Kvartanir Ibúa viö Seljaveg vegna verksmiöjurekstrarins hafa nú hringsólað i kerfinu i um þaö bil áratug. „Þeir hafa fariö i kringum þetta eins og köttur I kringum heitan graut”, sagöi einn Ibúanna viö Seljaveg viö Helgaspóstinn. En fólkiö hefur ekki gefiö sig og notiö styrks frá sivaxandi umræöu og skilningi á umhverfismálum. Eitt af þvi sem varö til aö fólk fór að amast viö verksmiöjunni var einmitt „græna byltingin” svonefnda, sem meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins I borgarstjórn stóö fyrir á sin- um tima. En Ibúar viö Seljaveg og nágrenni sáu litið af þeirri byltingu. Hún virtist ekki ætluö þeim. Enda þótt fólkiö hafi sýnt Efna- verksmiöjunni Eimi,og aö sinu leytinu Kolsýruhleöslunni, all- mikla andúö er henni ekki beint persónulega gegn eigendum fyrirtækjanna sem gagnrýnin beinist aö. Gagnrýni á það, aö svo viröist sem umtalsverður verk- smiöjurekstur hafi sprottiö upp fast viö Ibúöarhverfi án þess aö honum hafi raunverulega nokk- urn tímann veriö setlaöur staöur þar. Enda sagöi Hallgrimur Steinarsson forstjóri Eimis: „Þaö má segja aö viö séum óheppnir aö vera næst byggöinni. Ef viö heföum fengiö lóö viö Hringbrautina heföi enginn am- ast viö þessu”. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Einar Gunnar Ferðalán -léttarí greíðslubyrði! Sýndu fyrirhyggju i fjármálum og vertu með i Spariveltunni. Ef þú ert einn hinna mörgu, sem láta sig dreyma um ferðalag í sumarleyfinu, þá ættirðu að kynna þér hvað Sparivelta Samvinnubankans "" getur gert til að látadraum ^ þinn rætast. Það er engin ástæða til að láta fjárhagsáhyggjur spilla ánægj- unni af annars skemmtilegu ferðalagi. Hagnýttu þér þá augljósu kosti, sem Sparivelta Samvinnubankans hefur fram að bjóða. Með þátttöku í Spariveltunni getur þú létt þér greiðslubyrðina verulega og notið ferðarinnar fullkomlega og áhyggjulaust. Þátttaka í Spariveltunni er sjálfsögð ráðstöfun til að mæta vaxandi greiðslu- byrði í hvaða mynd sem er, um leið og markviss sparnaður stuðlar að aðhaldi og ráð- deildarsemi í fjármálum. Komdu við í bankanum og fáðu þér eintak af nýja upplýsingabæklingnum um Spariveltuna, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. Vertu með i Spariveltunni oglánið erekki langt undan! Samvinnubankinn og útibú um land allt. •2

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.