Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 9
9
__helgarpásturinn.
Föstudagur 27. júní 1980
ÞARF MAÐUR
AÐ VERA KALL?
Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson - Magnea J. Mátthías
dóttir— Páll Heiðar Jónsson— Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson
' Hringborðið
I dag skrifar Stelnunn Sigurðardóttlr
KvennamáliB er enn þann dag
I dag eitthvert vinsælasta mál
meðal þessarar litlu þjóðar, og
fleiri þjóða reyndar. Það er
reifað á siðum dagblaðanna, i
litvarpi og sjónvarpi, i bókum,
biómyndum. Meiraðsegja ég er
að skrifa um það. Rembst hefur
verið eins og r júpan við staurinn
að kalla sanngjarna menn til
vitnis um að svona geti þetta
---------
ekki gengið lengur — þetta sé
bilið að ganga svona svo lengi.
En hver i ósköpunum er
árangurinn af öllu þessu tali?
Við segjum venjulega þetta sé
allt i áttina að jafnfrétti og
bræðralagi kynjanna. En ég
held stundum við segjum það
bara til að segja eitthvað. AB
minnsta kosti virðist svo
óendanlega langt i land. Og hver
þarf á jafnrétti að halda þegar
hann er dauður?
Látumkyrrt liggja með dauð-
ann. Þegar mörgum yfirsést
enn i lifanda lifi aö nokkru sé
ábótavant, og það þá helst þeim
sem óréttlætið bitnar á, ykkur
konum. Augu sumra þeirra
opnast aldrei, og augu annarra
eru að þvi i mörg ár.
Nii vill maður endilega reyna
að vera jákvæður, sennilega
stærsti feill okkar kvenna hvað
við göngum langt i þvi. — Nú
þykist ég virkilega hafa reynt,
en sé ekki betur en gamla sagan
sé ennþá i gangi. — Það eru enn
við konur sem förum verst útúr
öllu. Samskipti kynjanna. Eru
það ekki við sem sitjum eftir
með sárt ennið — að öðru jöfnu.
Hvilir ekki öll ábyrgöin á okkur
ef heimili leysist upp, en kallinn
getur spókað sig i Hollivúdd
feðranna og vaðið t bleikjum.
Þvi það er nú eitt. Þessir dreng-
ir eiga sjens fram I rauðan
dauðann. Sem ég hef að visu
aldrei skilið — en staöreyndir
tala sinu máli.
Einstæöar mæður. Sem er
ekki óliklegt ‘ að ' Islendingar
eigi heimsmet i — og
margar þeirra barnungar.
Flestar I l.áglaunastörfum, það
er aö segja I störfum sem er
samt lifað af. — Aðstæöur þessa
stóra hóps eru þar að auki verri
núna en áður fyrr, þegar ein-
stæð móðir með barn eða börn
gat auðveldlega fallið inn I stórt
sveitaheimili. — Núna eru þess-
ar konur fangar innan fjögurra
veggja úti i bæ. Og þvi miður
ekki óalgengt að blessaðir kall-
arnir notfæri sér aumingja
fangana, jafnvel sér til lifs-
viöurværis, sjálfsagt ekki af
mannvonsku, það er bara sitúa-
sjónin sem er svona.
Tviskinnungurinn 1 kynferðis-
málum — ekki er hann nú að
minnka, viröist heldur aukast
eftir þvl sem við konur færum
okkur upp á skaftið (ef við erum
þá aö þvi). Hafi kona semsagt
safiö hjá slatta, er hún urrandi
nimfó, en maöur með sömu
höföatölu að baki heilbrigður og
reynslunni rikari. Þar fyrir utan
er nú eins gott fyrir okkur konur
að vera ekki að vera ógiftar eöa
fráskildar — þá erum viö stór-
hættulegar — og þaö einmitt I
augum okkar eigin kynsystra,
sem ættu þó að skilja manna
best hvers vegna viö erum það.
Já erum það ekki ennþá við -
sem förum verst útúr öllu?
Erum þaö ekki alltaf við sem
höfum tilfinningar sem traökað
er á, erum það ekki við sem
eigum að brúa öll bil, sýnum
landsfrægan skilning, og erum
það ekki við sem erum sérfræö-
ingarnir I að fyrirgefa allt?
Atvinnumálin. Takist okkur
að komast I sæmilegt djobb er
samt sem áður varla tekiö mark
á okkur — viö erum bara ein-
hverjar litlar konur. Til aö vera
jafngóðar I einhverju starfi og
kallar, þurfum við að vera þris-
• var sinnum betri. —
Hjálpi okkur heilagir — þaö er
ekki nóg með aö jafnréttistaliö
hafi litil áhrif — það virðist lika
grunnt á sannfæringu hjá mörg-
um þeirra sem stunda þaö mest.
Slöustu timar á tslandi leiða
hugann alveg sérstaklega að
þvi. Þegar sá fáheyrði atburður
gerist að kona býður sig fram til
forseta, og sýnir þá dirfsku
jafnvel án þess aö vera I algeng-
asta bandi þjóðfélagsins,
hjónabandi. — Þetta ljúfa
karlasamfélag okkar hefur hún
fengiö margfalt I hausinn,
verandi eini frambjóðandinn
sem hefur oröiö fyrir verulegu
aökasti — og er sá frambjóöandi
sem á sér harösnúnasta and-
stæöingahópinn — vegna þess
aö hún er kona. Þaö er greini-
lega orðið stórhættulegt aö kona
er iframboöi i alvörunni, og það
til æðsta embættis þjóðarinnar
— já I alvöru, en ekki upp á
punt, eins og við konur látum
nota okkur á framboðslista
flokkanna. —
Getur það þá verið — á ég þá
virkilega að trúa þvl að maður
veröi aö vera kall til þess að
geta lifað?
ERU RANNSÓKNIR
FJÁRFESTING?
í JR HEIMI VÍSINDANNA
Umsjón: Jón Torfi Jónasson
■
Liklega eru flestir sammála um
að I nútima þjóOfélagi sé eOlilegt
aO stundaöar séu rannsóknir af
ýmsu tagi og jafnvel er taliö sjálf-
sagt aö þjóðarbúiö standi straum
af kostnaöi slikrar iöju. Fæstir
Islendingar efast liklega um aö
rétt sé aö athuga aö nokkru marki
ástand og stærö fiskistofna, aö-
stööu til virkjana faltvatna, stærö
og afkastagetu jaröhitasvæöa,
beitarþol gróöursvæöa, Islenskar
bókmenntir frá fyrri öldum eöa
aödraganda stofnunar Islenska
lýöveldisins, svo nokkur dæmi
séu tekin. En jafnvel þótt margir
vilji gjarnan aö þessum verk-
efnum sé sinnt, þá veröa býsna
margir hikandi þegar aö þvi
kemur aö rökstyöja fjárveitingar
til þessara starfa enda þótt ekki
sé um gifurlegar upphæöir aö
ræöa (innan viö 1% þjóöartekna
okkar er variö til rannsóknar-
starfa).
Liklega má telja tvær megin-
ástæður fyrir þvi að umræöa um
fjárveitingar til rannsóknar-
starfa er oft laus I reipunum.
i fyrsta lagi eru markmið rann-
sókna margs konar þannig aö
erfitt er að setja öll rannsóknar-
eða fræðistörf undir einn hatt I al-
mennri umræðu.
I öðru lagi er oftast mjög erfitt
að meta afrakstur rannsókna
miöaö við þau markmiö, sem
stefnt er að og þess vegna er
sjaldan hægt að sýna á afdráttar-
lausan hátt fram á gildi rann-
sókna.
Það er þó fráleitt að ekki sé
hægt aö réttlæta tiltölulega
auðveldlega allt rannsóknarstarf,
sem veitt er fé til eða beðið um fé
tU. Við slika réttlætingu má nota
margvisleg viömiö. Stundum má
visa til sparnaöar i rekstri eöa til
framleiðniaukningar, stundum til
bættrar heilsugæslu eða mennt-
unar og I önnur skipti til eflingar
menningar af ýmsu tagi.
Skyldur visindamanna
Það hlýtur aö vera skylda
fræðimanna að réttlæta störf sin,
sérstaklega vegna þess að gildi
þessara starfa liggja sjaldnast i
augum uppi. Ef skortur er á
almennum skilningi á gildi rann-
sókna (og það gæti haft fjársvelti
i för meö sér) þá hlýtur þessi
skilningsskortur að skrifast al-
farið á reikning þeirra fræði-
raanna, sem viö rannsóknimar
fást.
Að minum dómi ætti það að
vera þáttur i starfi islenskra
visindamanna (ekki endilega stór
þáttur, en mikilvægur) að kynna
almenningi störf sin, skilmerki-
lega og aögengilega. Þessi kynn-
ing ætti að hafa tviþættan tilgang.
1 fyrsta lagi að sinna almennri
fræðslu og menntun og I öðru lagi
aö gefa þeim, sem ekki eru sér-
hæfðir I tilteknum greinum, for-
sendur til þess að skilja og meta
þýðingu þess starfs, sem innan
þessara greina er unnið.
Eg tel að það sé ótrúlega og
óþarflega stórt bil milli svo-
nefndra „sérfræðinga” og
almennings, bil, sem tiltölulega
auðvelt er að minnka en til þess
þarf nokkuð átak, sem verður þó
ekki gert nema vísindamennirnir
sjálfir sjái og skilji nauðsyn þess.
Um réttlætingu
rannsókna
Eins og ég drap á hér að ofan er
ekki ástæða til þess aö réttlæta
allarrannsóknir á sama hátt. Hér
ætla ég að vikja aöeins nánar að
réttlætingu rannsókna, sem ekki
eiga allt of auðvelt uppdráttar hjá
fjárveitingaraöilum. Þessar
rannsóknir eru hvorki i flokki
þeirra, sem hafa augljóst
mennta- eða menningargildi né
þeirra, sem hafa fyrirsjáanlegt
hagnýtt gildi frá hagfræðilegu
sjónarmiði. Hér er um að ræöa
rannsóknir á ýmsum fyrirbærum,
sem liklega eiga eftir aö skipta
okkur miklu máli, þó ekki sé endi-
lega ljóst hvernig.
Leit að og athugun á jarðhita-
svæðum á íslandi er nokkuö gott
dæmi um þaö, sem ég hef i huga
hér. Þaö hefur lengi veriö ljóst aö
jarðhiti væri okkur íslendingum
verðmæt orkulind, en erfitt hefur
veriö að meta hve verðmæt hún
er, sérstaklega þar eð ekki liggur
ljóst fyrir hvernig hún verður
best nýtt. Þess vegna hefur þaö
heldur ekki verið ljóst hve miklu
fé er eölilegt að verja til athug-
unar á jarðhita. Margt kemur til
viö slikt mat, en hér nefni ég
tvennt. Annars vegar er það
spurningin um mikilvægi rann-
sókna yfirleitt og hins vegar
kostnaöurinn við hvert tapað
framkvæmdaár, miðað viö ein-
hverja ákveðna framkvæmd.
Eftirfarandi dæmi dregur at-
hyglina að þessum tveimur
atriðum.
Axel Björnsson jaröeölis-
fræðingur hjá Orkustofnun hefur
bent á að meö ýmsum mælingar-
aðferðum, sem notaöar eru við
jarðhitaleit hafi tekist aö finna
jaröhitasvæði i Eyjafirði, sem nú
anna nokkru af heitavatnsþörf
Akureyrar og má reikna með að
hitaveitan i núverandi mynd
spari um 20 þús. tonn af ollu á ári
eöa um 3 milljarða á verölagi
ársins 1980.
Þessar rannsóknir I Eyja-
firðinum voru nokkuö viða-
miklar miðað viö þaö, sem
gengur og gerist I jarðhitaleit, en
kostuöu þó ekki nema örfá pró-
sentaf framkvæmdarkostnaði við
hitaveituna. Réttlæting rann-
sóknanna eftir á var auöveld I
þessu tilviki og kostnaðurinn
nánast aukaatriöi. En hvaö með
önnur svæði? Hve mikinn kostnaö
á aö leggja I rannsóknir áður en
fyrir liggur hvernig hagnýta má
jarðvarmann á hverjum staö? A
aö bfða meö kerfisbundnar rann-
sóknir þangað til áætlun um hag-
nýtingu liggur fyrir? A landinu
eru 20 háhitasvæði (hiti um eða
yfir 200 gr C á eins km dýpi) og
um 250 lághitasvæði (hiti yfirleitt
undir 150 gr C á eins km dýpi) og
nú er veitt töluverðu f jármagni til
athugunar þessara svæöa. En er
það nóg?Fjöldi svæöanna bendir
til þess að um feikna verömæta
orkulind sé að ræða, en sann-
gjarnt mat veröur varla fyrir
hendi fyrr en flest þessara svæða
hafa veriö könnuð itarlega.
En auðvitaö má ekki ganga út
frá þvi að nýting þessara svæða
veröi i öllum tilvikum hagkvæm.
Erfitt er að gefa nokkurn tima af-
gerandi svar i hagkvæmnisat-
hugun, þar sem forsendur breyt-
ast ár frá ári, en ljóst er að timi
veröur að gefast til þess að at-
huga og prófa áður en fram-
kvæmdir hefjast. Sveinbjörn
Björnsson prófessor i jaröeðlis-
fræöi viö Ht telur að nálægt fjög-
urra ára rannsóknarskeiði hafi
verið sleppt úr viö framkvæmda-
áætlun við Kröflu. Þessi timi
hefði einkum verið notaður til
þess að kanna eiginleika borhol-
anna. Eftir á að hyggja sjá vist
flestir hvað þessi timi hefði verið
lærdómsrikur.
Meiri rannsóknir?
Ef dæmið um jarðhitann er
skoðað nánar, tel ég aö þaö sýni
þrennt:
t fyrsta lagi hve þýðingarmikil
góö rannsóknarvinna er og hve
ódýr hún er miöab viö flestar
framkvæmdir, sem á þeim
býggja.
1 öðru lagi hve þýðingarmikið
það er að gefa nægan tima til
nauðsynlegra rannsókna.
I þriðja lagi og þetta leiðir af
fyrstu tveimur liðunum, hve
þýðingarmikið það er að byrja á
rannsóknum snemma e.t.v. löngu
áður en fjárhagslegur afrakstur
er I sjónmáli.
Nú er auðvitað ekki hægt að
tryggja það að allar rannsóknir
hafi hagnýtt gildi á þann hátt,
sem gefið er til kynna hér að ofan,
en þaö hlýtur að vera hluti starfs
visindamanna að rökstyðja með
skýrum dæmum hve þýðingar-
mikið það er aö leggja fé til rann-
sókna án þess að fjárhagslegur
afrakstur sé auðsær.
Þannig mætti rökstyöja tölu-
verða aukningu fjárveitinga til
jarðhitaleitar, til orkutengdra
rannsókna af ýmsu tagi (t.d.
rannsókna nýtingu mós, vinds og
vetnis) til rannsókna á slepp-
ingum laxa, til þróunar rafeinda-
tækni (t.d. möguleikum á nýtingu
örtölvu i islenskum iönaði), til
athugunar á byggingarefnum og
svo mætti lengi telja. Þetta eru
raunar allt verkefni, sem þegar
hefurverið sinnt aö nokkru marki
og þegar er ljóst aö þessar rann-
sóknir eru nauösynlegar, en i
flestum tilvikum heföi verið rétt
að byrja fyrr og af meiri krafti.
Eg tel að hægt sé að réttlæta
töluverða aukningu fjárveitinga
til rannsókna á tslandi. Rök-
stuöningurinn verður auðvitað að
koma frá þeim visindamönnum,
sem gerst þekkja hverju sinni og
þeir veröa að hafa i huga að alls
staðar vantar meira fé. Rökin
þurfa að vera skýr og skilmerki-
leg þannig að almenningur ekki
siðuren stjórnmálamenn hafi að-
stöðu til þess að dæma um málið á
sanngjarnan hátt.
Jarðhitarannsóknir — það hlýtur að vera hluti starfs visindamanna að
rökstyðja meö skýrum dæmum hve þýöingarmikiö það er að leggja fé
til rannsókna án þess að fjárhagsiegur afrakstur sé auðsær, segir Jón
Torfi m.a. I grein sinni.