Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 9
9
halgarpncztl irinn Föstudagur 26. september 1980
heimilísfnöurinn
Kettir og
Það var svosem auðvitað. Það
var ekki fyrr búið að opna sim-
ann, en Arni helgarpóstur
hringdi og vildi ólmur fá Hring-
borð. Hvenær ætla ég að læra?
— Ekki svo að skilja, það er víst
af nógu að taka þessa dagana i
slika pistla - prentaraverkfallið
er nærtækt hugðarefni, Flug-
leiðamálið sivinsælt og
hermdarverk (eða voru það
skemmdarverk?) unglinga i
miðbænum ekki lakari til
umfjöllunar. Svo má alltaf
nefna menninguna, lifsbaráttu
einstæðra mæðra, kvenna-
baráttu og menntamálaráð-
herra, að ekki sé minnst á
ástandið i skólamálum lands-
byggðarinnar, nær oe fiær
Reykjavik. Og svo er það
sláturtiðin, hækkandi verð á
landbúnaðarafurðum, eða þá
bara haustið. — En þó þetta sé
allt samangottog blessað, þá er
ég samt að hugsa um að skrifa
um ketti.
Ég sá einu sinni brandara i
blaði. Það var mynd af manni,
sem hafði ketti allstaðar i kring-
um sig — á lærunum, i fanginu, á
öxlunum, uppá stólnum sem
hann sat i, undir áðurnefndum
stól, undir borðum, uppá
borðum, i gluggakistunni, á
gólfinu og yfirleitt hvar sem
þeir komust fyrir. Hann sagði
við vin sinn sem sat gegnt hon-
um eitthvað á þessa leið: „Það
byrjaði allt með þvi að ég fékk
mér einn litinn kettling...” ég
hló. Það var áður en ég fékk
Lukku. Hver Lukka er? Það er
von þið spyrjið.
Fyrir hálfu öðru ári siðan var
systur minni gefinn kettlingur.
Það var litið, fallegt dýr, brönd-
ótt og bráðandskotigreind læða.
Mamma þróaði þegar i stað
með sér ofnæmi fyrir köttum,
einsog mæðra er siður. (Það er
ótrúlegt en satt, að 90% mæðra
vinafólks mins hafa ofnæmi
fyrir köttum. Sumar þola ekki
hárin, aðrar eru sannfærðar um
að kettir séu ámóta blóðþyrst
óargadýr og Þrastavinafélagið
heldur fram, enn aðrar trúa þvi
af hjartans sannfæringu, að það
sé óþrifnaður af köttum.
Hvernig þær hugsa sér að lýs-
ingarorðið^kattþrifinn” hafi
komið til veit ég ekki. En kött
vilja þær að minnsta kosti ekki
inná heimilið.) Ég hafði hins
vegar ekki vit á að fá ofnæmi.
Kisa flutti inn og var skirð
Lukka, svona til að vita hvort
hún lokkaði ekki að nöfnu sina.
Ognú eru kettirnir orðnir fjórir,
Lukka, dóttir hennar Ari og
tveir synir.
Kettir eru frjósöm dýr, frjórri
en ég hélt. Lukka er búin að
eignast þrettán kettlinga sföan í
mars, og kunningjamarkaður-
inn þarmeð mettur i bili. Nema
auðvitað heimilin þar sem allar
þessar ofnæmu mæður búa. Jú,
og á einum stað er raunar faðir
með ámóta kvilla — sá hótaði að
flytja á heilsuhælið i Hveragerði
fyrir lifstið, ef það kæmi köttur
inn fyrir hans dyr. Hvort það
var hans lifstið eða kattarins
fylgdi ekki sögunni, en konunni
hans fannst vist of langt að hafa
hann i tuttugu ár á heilsuhæli —
það er nefnilega kattarævin, ef
ekkert óvænt gerist.
Annars er nokkuð til i þvi, að
kettir séu „blóðþyrst óarga-
dýr”, mikil ósköp. Læðurnar
eru að minnsta kosti alltaf að
flytja heim bráð: plastpoka,
gras, ýsuflök, kartöflur og ána-
maðka. (Það'ersú yngri sem
kemur með maökana. Ég hef
grun um, aö hún sé nærsýn —
hún er þannig til augnanna,
blessuð, og sér sjálfsagt ekki
aðra bráð en þá sem næst henni
er. Og þið ættuð bara að sjá til
hennar, þegar hún er að veiða
köngulær!) Litlu kvikindin
(kettlingarnir tveir úr siðasta
holli) veiöa hinsvegar hvað sem
er: heimilisfólk og gesti,
borðdúka, pottaplöntur ,
dúkkurnar dóttur minnar og
önnur leikföng, tóma sigarettu-
pakka, skrautstráin min og svo
gjóa þeir áfergjulega augunum
á ljósakrónuna i stofunni, en ná
henni sem betur fer ekki ennþá
hvaðsem verður. En hún er vist
það eina, sem er nokkum
veginn öruggt fyrir þeim.
Það gefur þvi auga leið, að
það er ekki mikill heimilis-
friðurinn, að minnsta kosti
meðan verið er að ala yngstu
fyrirbærin upp. Samt er erfitt að
imynda sér heimilið kattlaust
og það verður víst áreiðanlega
tómlegt, þegar þeir flytja. Svo
er búið að gera einhverja
aðgerð á mæðgunum og þær
eignast ekki fleiri kettlinga.
Æjá. — En kannski væri hægt að
fá einn gefins svona seinna...
Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias-
dóttir— Páll Heiðar Jónsson —Steinunn Sigurðardóttir —Þráinn Bertelsson
Hringborðið
I dag skrlfar Magnea J. AAatthiasdóttir
Sértrúarsöfnuöir 3
höfðu einstakir Islendingar tekið
Mormónatrú. Til að fjármagna
kirkjustarfið greiða menn tiund
af tekjum sinum, án þess þö að
þeim sé gert það skylt, og hvað
hver og einn greiðir er trúnaðar-
mál. Til stærri framkvæmda
koma framlög frá höfuðstöðvum
kirkjunnar í Salt Lake City, Utah
i Bandarikjunum. tslenski
söfnuðurinn hefur fengið slika
styrki til að greiða húsaleigu og
til ýmissa smærri kaupa, og i vor
fékk hann 122 milljónir króna til
að kaupa húseignina að Skóla-
vörðustig 6.
Engir prestar eru meðal Mor-
móna, en þeir halda svonefndar
sakramentissamkomur þar sem
allir fá tækifæri til að þjóna, hver
eftir sinum vilja. Sumir kenna,
aðrirhalda ræður eða prédikanir.
Yfirmaður safnaðarins er nefnd-
ur greinarforseti, en hann þiggur
ekki laun frekar en aörir i söfnuð-
inum. Þó eru greidd laun fyrir
ákveðin störf. Þannig vinnur
Sveinbjörg Guðmundsdóttir á
skrifstofu safnaðarins, meðal
annars við þýðingar. Sú vinna og
prentkostnaður eru greidd með
peningum sem koma erlendis frá.
Þeir leggja áherslu á að vera
„góðirborgarar” og hlýða settum
lögum, þó með þeim fyrirvara að
þau striði ekki gegn sannfæringu
þeirra. Þannig eru þeir t.d. á móti
frjálsum fóstureyðingum. Mor-
mónar lita meö velþóknun á jafn-
rétti kynjanna, en álita þó að
kjarnafjölskyldan sé hornsteinn
samfélagsins og hlutverk kon-
unnar sé að gæta þess. Hinsvegar
telja þeir nauðsynlegt að hún afli
sér menntunar, helst fyrir hjóna-
bandið, fyrst og fremst til að geta
séð sér og börnum sinum far-
borða falli eiginmaðurinn frá, og
þegarbömin erufarin aðheiman.
— Þið gerir miklar siðferði-
legar kröfur til meðlima kirkju
ykkar — neytið m.a. ekki áfeng-
is.
„Já, við neytum engra vimu-
gjafa vegna þess að þeir eru
vanabindandi og brjóta niður
likamann. Viö lítum nefnilega á
likamann sem heilagan bústað
guðs.”
— Litið þið niöur á annað fólk,
sem tilheyrir ekki kirkju ykkar?
„Nei, alls ekki. 1 öllum kirkjum
er fólginn einhver sannleikur, en
þar sem hinn eini sannleikur er
aðeinseinn getur hann ekki fund-
ist i öllum kirkjum, og þvi getur
aðeins ein kirkja verið kirkja
Krists.”
— Þennan sannleika hafið þið
fundið?
— ,,Já, við trúum að við höfum
gert það.
Aðventistar:
Ekki langt i dómsdag
„1 Aðventistasöfnuðinum hér á
Islandi eru um 500 manns og fer
hægt og bltandi fjölgandi með ári
hverju. Aðventistar eru kristnir
og trúa á bibliuna og það sem i
henni stendur”, sögðu þeirErling
B. Snorrason, formaður
safnaöarins og Ellert Jóhannsson
gjaldkeri.
Sjöunda dags aðventistar halda
laugardaginn heilagan og vitna
þar til bibliunnar þar sem segir,
að sjöundi dagur vikunnr sé
hvlldardagur. Og þar sem
laugardagur sé sfðasti dagur vik-
unnr skuli hann vera hvildar-
dagurinn.
„Við tilbiðjum guð auðvitað
alla daga, og I hugum ýmissa er
það ef tií vill ekki stórt atriði
hvort hvildardagurinn er á
laugardegi eða sunnudegi. Það
finnst okkur hinsvegar. Að halda
hvildardaginn á sunnudegi er eins
og að flagga sænska fánanum á
17. júni hér á Islandi”.
Erling og Jóhann sögðust geta
skrifað undir nánast hvert orð
sem Lúther boðaði og væru sam-
mála mótmælendum um flest
atriði trúarkenningarinnar. Hins-
vegar væri eðlismunur á túlkun
aðventista og mótmælenda á
ýmsum atriðum bibliunnar.
— „Viö litum svo á, að þegar
maðurinn er dáinn, þá sé hann
dáinn. Við trúum ekki á sálna-
flakk eða tviskiptingu mannsins i
sál og likama, teljum það sótt til
heiðni. En við teljum að menn
hvili I gröf inni og risi upp á efsta
degi, það er á dómsdegi.
— Er dómsdagur i' nánd?
„Þaö var ekki langt i hann. Við
teljum, að frá 1844 hafi mann-
kynið lifaö á hinum siðustu
dögum, sem minnst er á i bibli-
unni. Þarer þeim lýst meðal ann-
ars á þennan hátt: ...þá munu
koma örðugar tfðir, þvi
mennirnir verða sérgóðir, fé-
gjarnir, raupsamir, hrokafullir,
Mormónar hafa
skrifstofu I gömlu
húsi við Skóla-
vörðustig. Þeir
hafa I hyggju að
reisa kapellu á
Nónshæö i Kópa-
vogi, en af þvl
hefur ekki orðið
enn.
lastm ælendur, foreldrum
óhiýðnir, vanþakklátir, van-
heilagir, kærleikslausir, óhaldin-
orðir, rógberandi, bindindis-
lausir, grimmir, ekki elskandi
þaösem gott er, sviksamir, fram-
hleypnir, ofmetnaðarfullir, elsk-
andi munaðarlifiö meira en guð
og hafa á sér yfirskin guðhræðsl-
unnar en afneita krafti hennar”.
Þessir dagar standa nú yfir og
skoðun okkar er, að lifrænn
heimur hafi staðið yfir i sex
þúsund ár og standi ekki lengi
enn. Dómsdagur sé nær en
margur heldur”.
— Hverjir hljóta náð guðs á
dómsdegi?
„Þeir sem afneita Kristi og
hafna röddu anda hans verða af-
máðir og hljóta eilifan dauða.
Hinir, sem hafa verið trúaðir
Kristi f hjarta slnu munu i hinni
fyrstu upprisu verða hafnir upp
tii himna og vera þar I þúsund ár,
en síðan búa á nýrri, skapaðri
jörðinni þar sem syndin og spill-
ingin verður óþekkt og fullkomið
réttlæti rlkir”.
— Hverjir frelsast? Aðeins þið,
hinir rétttrúuðu?
„Guðá slna einlægu fylgjendur
utan raða Aðventista. En þegar
menn hinsvegar sjá hvað rétt er
samkvæmt guðs orði en hafna þvi
geta þeir ekki talist einlægir
fylgjendur. Það er kærleikurinn
og trúin á guð og hollustu við
Bibliuna, sem tryggir mönnum
frelsun”.
— Þið smakkið ekki vin. Hvar
er sllkt vínbann að sjá I Bibli-
unni? Er ekki þvert á móti talað
um, að JesUs hafi breytt vatní I
vin i Kanan?
„Biblian segir að menn eigi að
halda dómgreind sinni skertri og
allir vita, að sterkir drykkir
slæva dómgreindina. Við litum
svo á, að létt vín eða ávaxtavin
hafi verið i Kanan, og Jesús hafi
brevtt vatni i óáfengt vin”.
— Hvað með tóbak, blóferðir
og annaö sem þiö teljiö ókristi-
legt?
„Biblian leggur mikla áherslu
á, að líkaminn sé I góðu lagi og
maðurinn ber helga skyldu gagn-
vart likama sinum. Hvað bió-
feröum viðkemur teljum viö, að
fyrst og fremst sé boðið upp á~
myndir sem sýna siðleysi og
glæpi”.
— Hvað um sjónvarp?
„Við horfum á það en veljum úr
og horfum ekki á þaö sem má
telja ókristilegt”.
— Hvernig er fjárhag ykkar
varið?
„Við öflum tekna þannig að
hver meðlimur greiðir tiund af
tekjum slnum, og frjáls framlög
eru snar þáttur i tekjuöflun
okkar. Við starfrækjum Hliðar-
dalsskóla og barnaskóla fyrir
skólagjöld og fé frá söfnuöinum.
Við höfum lika bókaútgáfu, og
heildar veltan er liklega um hálf-
ur milljarður. Þar af fara 20—25
milljónir I laun starfsmanna á
okkar vegum. tir tiundinni fáum
við 70—80 milljónir og svipaða
upphæö með frjálsum fram-
lögum”.
Pólitískur flóttamaður
Pólitískur
23. september, 1980, sukku fs-
lensk stjórnvöld i áður óþekkta
dýpt. Spurt var: hvað á að gera
við mann sem stendur á ystu nöf?
Svar dómsmálaráðuneytisins:
hrinda honum fram af.
Patrick Gervasoni er á flótta
undan herdómstóli fyrir að neita
að gegna herskyldu. A Islandi er
hvorki herdómstóll né herskylda;
við áfellumst hann ekki fyrir
neitt; i okkar augum er hann
fórnarlamb stjórnkerfis og það
stendur engum nær en okkur að
viðurkenna andóf hans sem póli-
tiskt og veita honum hæli sem
pólitiskum flóttamanni.
Hversvegna I dauðnum var
slikum manni synjað um hæli,
gengiö i skitverkin fyrir frönsk
yfirvöld og boðist til að flytja
hann hreppaflutningi i hendur of-
sækjenda sinna? Gera hann að
pólitískum fanga.
Úrskurðurinn hékk á einu at-
riði: flóttamanninum haföi láðst
að framvisa réttum skilrikjum
viö komuna til Islands!
Nú eru forréttindi flóttamanna
(þau einu), að þeir eru ekki með
pappirana I lagi, þeir eru komnir
til að fá þá i lag. Patrick Gerva-
soni, þessi kurteisi ljúflingur,
hefurháð baráttu við stjórnvöld i
heimalandi sinu á annan áratug,
farið árum saman huldu höfði og
hefur ekki heimilisfang utan
þetta sem biður hans verði honum
snúið aftur til Frakklands,
-fangelsi. Hann er ekki kominn
hingað fyrir velheppnaðan ferða-
mannaáróður erlendis, heldur af
þvi að á Islandi er hann ekki
frekarsekurenmaður sem neitar
að borða skyr.
Fái Patrick Gervasoni ekki
hæli sem pólitiskur flóttamaður á
Islandi, er hverju mannsbarni
ljóst að þeir póli.tisku flóttamenn
sem hér hafa fengiö samastað, nú
siðast Kovalenko frá Sovétrikj-
unum, voru ekki pólitlskir heldur
flokkspólitisk andlitsiyfting, m.a.
áflokki núverandi dómsmálaráð-
herra. Fái Patrick Gervasoni alls
ekkert hæli, þá er það mannúðar-
leysi sem tonn af skriffinnsku fá
ekki réttlætt. Verði honum snúið
til Danmerkur, sem hefur gagn-
kvæman samning við Frakka um
framvisun sakamanna, er um
fólskubragð að ræða sem mun
aldrei fymast og verður með öll-
um tiltækum ráðum að afstýra.
Patrick Gervasoni vekur ekki
bara aðdáun fyrir haröfylgi og
seiglu, heldur fyrir að standa
uppréttur og óbrjálaður eftir þá
svikamyllumaskinu sem hann
hefur gengiö I gegnum. Það er
heiður.það er skylda, það er ekki
stætt á öðru en bjóða hann vel-
kominn.
LEIÐRÉTTING Á BROTTFALLI
t sióasta Helgarpósti féll brott af
einhverjum óskýranlegum ástæð-
um niðuriag á umsögn um bók
Stefáns Unnsteinssonar Stattu þig
drengur. Þetta niðurlag er meö
öllu glatað en ég hef reynt að rifja
það upp eftir minni og fer sú upp-
rifjun hér á eftir:
„Og þá er komið að megin-
spurningunni sem sett er fram I
þessari bók: Hvað er hægt að fá
taugaveikluð ungmenni til að
segja um sjálft sig með leiðandi
spurningum eftir margra
mánaða einangrun? Við höfum
fyrir okkur allt of mörg söguleg
dæmi um að fólk hafi játað á sig
lognar sakir til þess að leiða
spurninguna hjá okkur með öllu.
Hvað raunverulega gerðist veit
maður ekki en situr uppi með ef-
ann um að ekki séu öll kurl kom-
inn til grafar eftir að hafa lesið
bókina.
I þessari bók er leitast við að
útskýra örlög einstaklings, en hún
erei síður sáifræðileg og félags-
fræöileg umfjöllun á samfélags-
fyrirbæri sem yfirleitt kemur
ekki nema með mjög neikvæðum
Úr afkimum þjóðfélagsins
hætti i dagsljósið. Stefán Unn-
steinsson kemst mjög vel frá
þessu verki. Hann stenst fyllilega
þá freistingu að velta sér upp úr
mannhvarfsmálunum og öll um-
fjöllun hans einkennist af yfirveg-
aðri íhygli. Þessi bók er ekki unn-
in i æsifréttastil eins og maður
óttaðist fyrirfram, heldur er
reynt i fullri alvöru að ieiða okkur
til skilnings á fyrirbærinu af-
brotamaður og samfélaginu sem
fóstrar hann”. G.Ast.