Helgarpósturinn - 26.09.1980, Page 15
—helgarpásturinn.. Föstudagur 26. september 1980
15
Nýr áfangi fyrir stafni.næstur í nýrri sókn*.
Haf skip hf .tekur upp
Árangur sem skilar sér til allra___
Hafskip hf. hefur nú haldið uppi siglingum til
meginlandsins í yfir 20 ár, til hafna á Norður-
löndum, við Norðursjó og við Eystrasalt. Félagið
heldur nú uppi áætlunarferðum til flestra hafna
Evrópu. Pótt stundum hafi blásið á móti hefur
félagið staðið af sér alla sjóa og tekist að tryggja
heilbrigða samkeppni í vöruflutningum á þessum
leiðum. Einnig hefur félaginu tekist að innleiða
nýja tækni sem einfaldar störfin, eykur öryggi og
dregur úr kostnaði. Sá árangur kemur inn- og út-
flytjendum til góða með ýmsum hætti og hefur já-
kvæð áhrif á vöruveró og hag alls almennings.
Nú valkostur í siglingum til
Vesturheims
koma í veg fyrir tíðar hækkanir farmgjaldataxta og
tryggja aukið viðskiptaöryggi allra inn- og útflytj-
enda. í Bandaríkjunum gilda ströng lög um skrán-
ingu slíkra taxta og þeim verður ekki breytt nema
með fyrirvara. í meginatriðum býður félagið því
taxta þá, sem gildandi eru á þessari flutningaleið.
Hafskip býður því stórum sem smáum flutnings-
aðilum þjónustu sína — hvort sem um er er að ræða
búslóð einstaklings eða stóra gáma inn- og út-
flytjenda. Fái Hafskip hf. byr á hinni nýju sigl-
ingleið getur það gefið fjölda flutningsaðila vind í
seglin og haft jákvæð áhrif á þ jóðarhag.
Nýtt átak er nú framundan í starfi Hafskips hf., f astar
Ameríkusiglingar. Á bak við þá ákvörðun eru óskir
margra viðskiptavina félagsins og hluthafa. öðrum
skipafélögum hefur mistekist að halda uppi sam-
keppni á þessari leið. Hafskip hf. ætlar sér að breyta
þeirri stöðu. Ekki með óraunsæju farmgjaldastríði
— heldur heiðarlegri samkeppni sem felur í sér
aukna þjónustu og tryggir að
allir farmflytjendur sitja við
sama borð. Takist vel til,
Tilboð um þátttöku þína
Hlutafjárútboð_________
Hafskip er nú vel í stakk búið til að takast á við ný
verkefni og byggja upp skipaflota sem fullnægir
kröfum nútímans um hraða og fullkomna tækni. Á
liðlega einu ári hafa hátt í þriðja hundrað nýjir
hluthafa gengið til liðs við félagið og nemur hlutafé
þess nú um 700 milljónum króna. Áformað er að
bjóða viðbótarhlutafé 200 milljónir króna á tíma-
bilinu fram til aðalfundar félagsins í marz 1981. Þeir
sem vilja eiga hlut að nýrri sókn og taka þátt í upp-
byggingu þróttmikils skipafélags, sem hefur hlut-
verður hægt að verki að gegna, eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við skrifstofu okkar.
- 5*
Hafskip hf. Hafnarhúsinu við Tryggvagötu Sími 21160