Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 24
24
Föstudagur 26. september 1980 ^Jielgsrpósturihn..
STIKLAÐ I JÓLABÓKAFLÓÐINU
FYRST OG FREMST LÝR-
ÍSKUR OG HÚMORÍSKUR
— segir Halldór Laxness um bálkinn
sem Grikklandsárið bindur endi á
„Grikklandsárið er fjórða og
siðasta bindið i þeim bálki
æskulýsinga sem ég hef verið
að skrifa á undanförnum fjórum
eða fimm árum”, sagði Halldór
Laxness i samtali við Hetgar-
póstinn. Blaðið birtir i dag brot
úr þessari nýju bók, nánar til-
tekið 12. kafla.með teyfi höfund-
ar og útgefenda, en sjátf er hún í
prentun einsog stendur.
„Þriðja bindið endaði á ferð
höfundar tii Jamtlands og
Noregs. Nú er hann staddur í
Kaupmannahöfn og fer þaðan tit
tslands með hinu nýja og stolta
skipiGullfossi. Siðan lýsir bókin
um fimmtán mánaöa timabili er
höfundurinn dvelst heima, uns
hann heldur út aftur og þá til
meginlands Evrópu. Bókrnni
týkur í Þýskalandi”.
Haltdór sagöi að hann heföi
kaltað þessar bækur ritgerðar-
skátdsögur. Þær væru ekki
skátdsögur og ekki heldur rit-
gerðir, heldur einhvcrs konar
blendingur af þessu tvennu.
„Þessi bálkur fer viöa mjög
nærri veruleikanum. Þar eru
margir menn og staðir sem allir
eru sannsöguiegir. Þeir eru hins
vegar skoðaðir i persónulegu
ljdsi, — gegnum endurminningu
höfundarins. Frásögnin er því
lituö af skaplyndi hans sjálfs og
lýsir því ef til vitl fyrst og
fremst. Inn í blandast einnig
ýmsar uppákomur sem ekki
varða ævisögu hans beint heldur
málefni sem hann finnur sig
knúinn að taka afstöðu tit. Allt
er þetta þó bundið aðaltemanu,
sem er lifshlaup ungtings fram
að tvitugsaldri. Þar skil ég viö
hann. Þá fer ftest að veröa of
ftókið fyrir sögur af þessu tagi.
Mörgu sem þá tók við hef ég
þegar lýst i Skáldatima. Sú bók
er þó mun nær þvi aö vera sann-
sögulegur fróöleikur, en þessi
báikur er. Hann er I minum
huga fyrst og fremst lýrískur og
hdmoriskur”.
l
Augu heimsins
— Helgarpósturinn birtir kafla úr Grikk-
landsárinu, nýrri bók Halldórs
Laxness sem væntanleg er fyrir
miöjan október
Hér ætti kanski heima að skrifa linu um
sálarhrófið allar götur frá barnæsku. Ég
hafði átt við skrýtna áráttu aö rjá, og
gerði mig með nokkrum hætti aö manna-
fælu, má vera samskonar ótti og er i
frumstæöum þjóðflokkum, og kaliaður
óttinn við ilt auga.
Frá bernsku og alt frammá únglingsár
þóttist ég eiga I striöi við fólk sem ein-
blindi á skrýtin börn einsog mig, og leit
ekki undan fyren maöur var úr augsýn.Af
þessu fólki stóð mér stuggur lángt fram-
eftir ævi; ég stóð I einhverju óskiljanlegu
vandræðasambandi við svona fólk, ekki
sist vegna þess að það yrti aldrei á mann,
ogef þvi'sýndistég ætla að ávarpa það, þá
fór það að góna úti loftiö einsog það hefði
ekkiséðmigjeðasmokraöisér undan. Viö
svona fólk, jafnt úngt sem gamalt, átti
maður á hættu að komast i snoðrænu á
mannamótum, skemtunum eða annars-
staöar þar sem þyrpst var saman, stund-
um viö kirkju; og ekki sist á götunum. Ég
var ekki fyr kominn I sjónmál svona fólks
en það byrjaöi aðglápa; reyndi jafnvel, að
þvi mér fanst, aö sæta færis til að horfast i
augu viö mig samkvæmt formúlunni um
„grámyglur tvær”, en rann ef ég gerði
mig liklegan að yrða á það.
Ég hef kanski verið fjögurra ára þegar
ég fór einusinni með móður minni i Fri-
kirkjuna f Reykjavik. Þar prédikaði þá
séra Ólafur og var tilkomumikil persóna
og mikill skörúngur; einnig áhrifamikill
ræðusnillingur. Kirkjan var ful! af fólki.
Við sátum einhversstaöar i miðri
bekkjaröð niðri. Eftir þónokkurn saung
og hóflegar blessanir stlgur presturinn i
stól og fer að prédika. Þá vildi ólukkinn
það svo hafa að þessi skörulegi og ábúðar-
mikli klerkur kom auga á mig úr predik-
unarstólnum þar sem ég sat við hlið móð-
ur minnar lángt frammi kirkju. Það skifti
aungum togum, hann virtist hafa fundið
manninn sem hann var aö leita að, og til
min væri leikurinn gerður: nú, úr þvi ég
var I sjónmáli, skyldi ég ekki komast und-
an þvi að hann útlistaði málið fyrir mér
einsog það lagöi sig; ég skyldi sveimér
ekki sleppa. Hann hélt predikunaf mikilli
orðgnótt og sannfæringarkrafti og allan
þennan tima fanst mér hann vera að
steikja mig lifandi með augunum; ég fylt-
ist þvi meiri hrolli og skeifingu sem hann
kendi leingur; samt gafst ég ekki upp;
ekki láta þá skömm af sér spyrjast að lita
undan og fara að hrina. En þegar ræðan
dróst á lánginn hallaði ég mér loksins að
móður minni og var sofnaður.
Ég var ekki hár i loftinu þegar mér
fanst stúlkur gytu til min auga; einlægt
voru þær eldri en ég, stundum rosknar
konur og blindu á mig einsog þær ætluðu
að éta mig; þó fanst mér einsog sumar
væru að þakka sinum sæla aö þær ættu
ekki svona voðalegt barn. Stundum komu
þessar konur auga á mig á bæargötu; ell-
egarúrlauns&triá samkomum; fyrir kom
I kirkju að ég fékk blátt áfram skeyti
gegnum hnakkann um að lita við, og þá
var það einhver fin kona eða betri kona
svonefnd lángt fyrir aftan mig sem stakk
staf I hnakka mér. Sumir áttu stálpuð
börn; og mátti hver sá hrósa happi sem
átti ekki sllkar konur að mömmu.
Snemma þroskaðist með mér tilhneiging
til að flýa athygli, standa ekki nema stutt
við þar sem ég kom, flýta mér að hverfa
fyrir horn þegar ég fór, svo ekki sæist til
min úr gluggunum. Það voru lika til kall-
gláponar, tilamunda plægingamaður að
norðan sem negldi mig niður með augun-
um þegar ég var að færa honum kaffi i
pæluna, og sagðist ætla aö stela mér og
fara meö mig norður i land.
Jafnöldrur minar sögðu eftir að þær
voru komnar á fulloröinsár að þær hefðu
einlægt verið feimnar við mig, og fyrir-
fram hræddar viö þau málefni sem ég
kynni aö ympra á ef ég lyki munni sundur.
Það þarf ekki annað en lita á fermíngar-
myndina af mér til þess að sjá að ég er um
þærmundir rigfullorðinnmaður með skift
I miöju. Tvær jafnöldrur minar, sln úr
hvorri áttinni, sögðu siðar að þeim hefð'
litistá mig þegar ég var únglingur: önnur
þó ekki fyren hún var skilin við bónda
sinn, ef ekki tvo, og átti hálfþritug börn,
hin hálfum mánuði áðuren hún dó .
Þegar ég var i bænum fékk ég að vera
Ilitla herberginu næst dyraloftinu hjá Vil*
borgu móður Einars; mig minnir þeir
synir hennar hafi þá verið farnir burt úr
bænum I sumardvöl.
Það var undur hve mart af rosknu
borgarafólki og menta safnaöist kringum
Vilborgu og var að bera saman bækurnar
við hana, hver um sitt sálartötur, vitranir
spásögur endurfæðingar og drauma;
ennfremur um örlög guðanna. Þjóðfrægar
skáldkonur úr öðrum landsfjóröúngum
áttu lángar setur með Vilborgir; einnegin
heldri konur borgarinnar semsettu bæar-
braginn i orði og ölmusugæðum, þær
heilsuðu ókunnum dreingstaula útá
fallega áru hans þegar þær mættu mér i
stiga og gaungum. Og liklega hef ég verið
að basla við að skilja tröllkonuna Libido
hjá Freudþegarinn kom til min mátulega
roskin andatrúarkona og færöi mér tröll-
aukinn blómvönd, en ég var svo óvanur
stórum blómstrum að mér sýndist þetta
fyrst vera rabarbari, en þaö voru þá túlf-
panar. Frúin hlýtur að hafa verið einum
þrjátiu árum eldri en ég og faðmaði mig
að sér meö þeim feitum örmum og þvi
stóra brjósti, ásamt þúngri hlýu sem
leggur frá roskinni konu, og sagðist biðja
trúa vona og vita að mtn biði mikill tími,
kysti mig og fór. Hvað meinti konan? Af
og frá að slik kona væri ástfángin af mér,
— slik firn hefði ég ekki einusinni kunnað
að Imynda mér i þann tið, þó ég væri
imbilskur. Ég var enn ekki kominn það
lángt. Ogþóég hefðiáttméreina eöa tvær
draumgyðjur i fjarlægð mundi ég I
nálægð hafa fælst þær meiren sjálfan
paurann.
segir Viktor Agústsson hjá Pósti
og sima.
•— Þær tvær gerðir, sem viö er-
um mest með núna, eru sænskar,
frá LM Ericson og þýskar frá
Siemens. Auk þess erum við með
þessa sima með skífunni undir, og
takkasima. önnur tegundin af
takkasimanum gildir þó bara
fyrir nýju stöðina að Varmá. Hinn
takkasiminn er búinn i bili, en
hann gengur við allar sjálfvirkar
stöðvar.
— önnur tæki, tengd sima?
— Við seljum sjálfvirka sim-
svara, eða leigjum ef fólk vill það
heldur, og notkun á þeim færist i
vöxt. Verðið á þeim er frá rúmum
150 þúsundum upp I 456 þúsund,
eftir þvi hvort þeir eru tengdir
segulbandi, og geta þá tekið við
skilaboðum, eða ekki, segir
Viktor.
Fleiri tæki hafa þeir ekki á boð-
stóinum hjá Pósti og sima fýrir
almenna notendur. sem stendur.
En þeir hafa ýmislegt á prjón-
unum. Viða erlendis eru svo-
nefndir bilasimar orönir al-
gengir. Þeir eru notaöir á sama
hátt og venjulegir slmar og hafa
sin númer.
— Þessi kerfi eru tvennskonar.
Það er talað um „mobil radio” og
bilasima. Þaö siðarnefnda er að
öllu leyti eins og venjulegur simi,
SÍMINN 6
en það fyrrnefnda er þannig, að
kalla þarf upp miðstöð, sem af-
greiðir simtölin gegn ákveðnu
gjaidi segir Gústav Arnar yfir-
verkfræðingur hjá Pósti og sima.
— Við höfum lengi haft hug á að
koma öðru hvoru kerfinu á. Bila-
siminn er þó ennþá of dýr, þvi
fyrir hann þarf sérstaka miðstöð
og mjög dýran útbúnað. Hitt
kerfið er mun ódýrara, og það
mætti hugsa sér, að eitthvað af
þvi starfsliði sem afgreiðir nú
handvirk samtöl hjá Landsim-
anum taki við afgreiðslu bila-
stöövanna. Þetta er inni á
heildaráætlun hjá okkur og
kemur vafalaust innan fárra ára
segir Gústav Arnar.
Hróflað við einkaréttinum
Eins og kunnugt er hefur
Póstur og simi einkarétt á sölu á
öllu sem viðkemur sima. Þessi
einkaréttur virðist þó aöeins vera
farinn að hnikast til, þvi einka-
fyrirtækið Simtækni hefur fengiö
leyfi til að flytja inn og selja sér-
staka skrefateljara fyrir sima og
sjálfvirka númerateljara, sem
geta geymt i sér allt að 37 númer.
— Það urðu þáttaskil i sögu
Pósts og sima þegar Ieyft var að
annar aðili flytti inn sllk tæki,
segir Guðmundur óiafsson, eig-
andi fyrirtækisins.
— Ástæðan fyrir þvi, að ég fékk
að flytja inn gjaldmælinn var sú,
aö tækið er raunverulega ekki
tengt við sima. Það eina sem við
notum frá simanum er gjald-
skráin, og þeir hafa liklega ekki
einkarétt á henni, eða hvað?
Annars finnst mér ekki rétt að
opinber stofnun sjái um innflutn-
ing á ölium tækjum, auk þess að
koma upp kerfinu og halda þvi
við. 1 þvi fjársvelti sem stofnunin
er getur hún ekki haft eins mikið
framboð á sérsviðunum og þyrfti.
En ég er með umsóknir um inn-
flutning inni hjá þeim og ætla að
reyna að tina út úr þeim hver er
afstaða þeirra. Ég gæti til dæmis
boðið þráðláusan sima, sem hægt
er að stinga i vasann ef ég fengi
innflutningsleyfi. Tilvalið fyrir út
gerðarmenn, þá er alltaf hægt að
ná i þá I sima, þótt þeir séu að
snudda niðri i bát, segir Guð-
mundur Ólafsson eigandi Sim-
tækni.
Hlerur
Sjálfvirki siminn hefur lika
aöra möguleika, burtséð frá öll-
um viðbótartækjum. Veröi fólk
fyrir ónæöi af sima t.d. rudda-
legri öndun, eða ef sóðakjaftur
leggur það i vana sinn að hringja
um miöja nótt, er ekki annaö að
gera en leggja tólið viö hliðina á
simanum og hringja á sjálfvirku
stööina og biðja um að simtalið sé
rakið. 1 Reykjavik er númeriö
22071. Starfsfólkið gefur þó ekki
Landsiminn hefur upp á ýmsar geröir ogliti sima aö bjóöa. Ekki er þó
alltaf um svo mikiö aö vetja, Landssiminn sakar framleiöendur um
seina afgreiösiu.
upp hvaöan hringt er, yfirmenn-
irnir verða að taka ákvörðun um
það hverju sinni.
Það er lfka hægt að hlera simtöl
frá sjálfvirku stöðvunum eins og 1
gamla sveitasimanum, þótt allir
ábyrgir menn hjá stofnuninni
þverneiti að það sé gert. Hins-
vegar getum við hringt i 05,
bilanatilkynningar, ef grunur
leikur á að einhver hafi gleymt
sér i simanum, eða þá að slminn
sé bilaöur. Þeir geta farið inn á
samtalið, og gefa siðan upplýs-
ingar um, hvort verið sé að tata
eöa ekki. Meira segja þeir ekki,
þeir eru bundnir þagnarheiti.
A næstunni getum við á sjálf-
virku svæðunum svo hringt beint
til útlanda, gegnum gervihnött.
Og talandi um útlönd: Þar er
sumsstaðar hægt að hringja i
ákveðið númer og biðja um
ákveðnar upplýsingar, sem siðan
birtast á sjónvarpsskerminum.
En liklega er nokkuð langt I að
simatæknin veröikomin svo langt
hér.