Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Árni Ingólfsson. STAÐA: Myndlistarmaður og kennari. FÆDDUR: 4. desember 1953 HEIMILI: Hverfisgata 16. HEIMILISHAGIR: Ókvæntur, tveggja barna faðir BIFREIÐ: Engin. ÁHUGAMÁL: Allt milli himins og jarðar Listin er allt í kringum Nýlistamenn svokallaðir eru orðnir talsvert áberandi i menningarlifi þjóðarinnar. Sýningar þeirra og svokallaðir gjörningar (sem varla veröur lýst meö oröum) eru algeng i borgarlifinu og uppátæki ný- listamannanna hafa vakið athygli og undrun oft á tiöum. Þeir fara langt út fyrir hina hefðbundnu vegi listarinnar. Margir hafa þvi spurt i þvi framhaldi, hvað sé list og hvaö ekki? Hvað gefi þessum nýlistamönnum rétt til þess aökalla furðuverk sin listaverk? Aðrir telja hins vegaraðnýlistamennirnir séu að ryðja lelö út úr viðjum vanans i listsköpuninni og þeirra framlag blási ferskum vindum inn f Islenskt menningar- lif. Arni Ingólfsson einn nýlistamanna er I Yfirheyrslu Helgarpóstsins að þessu sinni. Hvað er nýlist? „Nýlist er sú list sem umfram allt snýr aö samtimanum og litur á það sem er á oddinum hverju sinni. Nýlist hefur stundum einn- ig verið nefnd framúrstefnulist. Það er nær ekkert ómögulegt I nýlistinni og t.a.m. tæknibrellur ýmiss konar með i spilinu. Hins vegar er erfitt að skýrgreina nýlist I fáum orðum, menn verða raunar að upplifa hana.” Þú nefndir að nýiist mætti flokka sem eins konar framúrstefnuiist. Segðu mér, hvað er framúrstefna og hvaö ekki? „Eins og raunar liggur i orðinu, þá er það sá hlutur sem tekur af skarið. Framúrstefnumaður er sá sem þorirog tekur sjensinn t.d. á nýjum tæknibrellum. Þetta orö — framúrstefna — er vissulega komið til, af vörum heföbundinna listamanna, sem finnst að allt sem breytist sé framúrstefna. Þeir eru eðlilega hræddir við allar stórbreytingar, sem gætu orsakaö breytingar á þeirra eigin stöðu i heimi listarinnar.” Nú eruö þið óhræddir viö allar breytingar og grípiö til ýmissa bragða i gjörðum ykkar og verk- um. Nú spyrjum við neytendur: Hvað er list og hvað er ekki list? „Það verðið þiö bara að segja ykkur sjálfir.” En þiö engu aö siður kynnið ykkur sjálfa sem listamenn og verk ykkar sem listaverk. „Hluturinn ræðst fyrst og fremst af þvi sem þér finnst sjálfum og þeir kjörkuöustu i ný- listinni leyfa sér að láta tilfinn- ingar sinr ráöa ferðinni, enda þótt þeir fari þá stundum langt út fyr- ir hefðbundinn ramma listarinn- ar. Oft á tiðum gengur lista- mönnum sjálfum illa að skýra tilgang verka sinna i rökræöum, en það skiptir ekki höfuðmáli. Það sem skiptir höfuðmáli, t.d. þegar áhorfendur eru viðstaddir gjörning, er aö eitthvað gerist innra meö þeim sem upplifa gjörninginn meö listamanninum. Það situr eitthvaö eftir og lætur þig ekki i friði. Þótt þin viðbrögð verði neikvæð, þá ertu að gera upp þina afstöðu — þina þjóöfélagslegu afstöðu, og neikvæðu viðbrögöin eru ekkert neikvæö I sjálfu sér. Umfram allt að þaö séu einhver viðbrögö og eitthvað sitji eftir.” Þegar þú ert sem sé aö tala um jákvæö og neikvæð viðbrögö, áttu þá við að það séu neikvæð viöbrögö.ef áhorfendanum finnst ekkert til gjörningsins koma og langt frá þvi að vera nein listræn sköpun, og raunar aðeins bull og kjaftæði? „Nei. það er ekki það sem ég á við. Við vitum hins vegar öll, þegar viö sjáum einhverja fallega hluti þá hrifumst viö. Þegar við veröum hins vegar vör við eitt- hvaö sem við erum ekki vön, þá bregöur okkur, og viö bregðumst kannski neikvætt við I fyrstu. Það er I eðli okkar allra að bregðast á neikvæðan hátt viö þvi ókunna. Þvi verðum við oft að taka okkur taki, til að geta móttekið eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Þaö er ef til vill eitthvað þessu likt sem á sér stað þegar menn sjá og heyra gjörning.” En aftur að spurningunni, hvað er list og hvað ekki? Setjiö þiö ykkur engin mörk i þvi sam- bandi? Nú hafa t.d. gjörningar ykkar gengið út á það, að maöur eöa kona skriöur I átt að spjaldi og skrifar á þaö. í öðrum gjörningi hitaöi maöur sér te. Þetta kallið þiö list. Hvar liggur hið listræna f þessum athöfnum. „Ég ætla að leyfa mér aö vitna i frægan gjörningamann, sem flestir kannast viö, sem eitthvaö hafa hugsað um þetta. Það er Joseph BeuysHann segir: Fyrst veröur bylting aö eiga sér stað hjá sjálfum þér. Þú verður að skoða þig sem myndlistarmann. Þannig getur þú aðeins endur- nýjað þig og farið inn á nýjar brautir. — Viö getum tekið þessi dæmi sem þú nefnir, sem anga af þessu. Ég myndi ekki kannski lita á suma þessa gjörninga sem endanlega niðurstöðu lista- mannanna sem fremja þá. En þetta er leiö i áttina. Þess vegna er listamanninum gefinn kostur á þvi að gefa af sér og láta áhorf- endur koma á móti, þannig að ákveðin skref eru tekin.” Ég hjó eftir þvi, aö sá er fremur gjörning hann veröi fyrst og fremst að lita á sig sem mynd- listarmann. Er þetta þar meö ekki fyrir alla og er i raun nauðsynlegt að nýlistamenn hafi grund vallarmenn tun i hinni hefðbundu list, sem svo hefur verið kölluö? „Þetta er i rauninni fyrir alla, en ég hygg aö sá er gengur ( gegn- um skóla i heföbundnum listum standi mjög vel að vigi. Nú heyrir maður jafnan að nýlistamenn foröast eins og heitan eidinn að túlka eigin verk, hvort sem þaö er gjörningur eöa annað og segja það hlutverk þess sem meðtekur. Er ekki sannleik- urinn einfaldlega sá, að þiö nýlistamenn hafiö ekki hugmynd um það sem að baki liggur og hvað þið eruð aö bera á borð eða reyna aö segja? „Hvað gera ljóðskáldin? Þau eru sjaldnast krafin svara.” Ætli meginlinur séu nú ekki öllu gleggri i heföbundnum kveðskap, en nýlistinni, og að ljóskáldiö sé oftast greinilega að setja fram ákveðinn og markvissan boöskap og þurfi þar af leiðandi engu við að bæta. .„Málið er einfaldlega þaö, að þú getur ekki krafið listamann úr hvaöa grein sem er, svara. Þú verður aö finna fyrir áhrifunum sjálfur. Ef listamennirnir geta túlkað verk sin sjálfir, þá er það gott, en aldrei hefur þaö veriö sjálfsögð krafa á hendur lista- mönnum. Ef þú gætir klambraö saman i oröum, skynsamlegum skýringum á ákveönum myndverkum og allir gengjust inn á þær skýringar, þá þyrftu myndlistarmenn ekki að hafa fyr- ir þvi að mála. Ég álit listina miklu dýpra, flóknara og mikilvægara tjáningarform en svo, aö skýra megi það með fáum afmörkuðum setningum.” En finnst þér samt ekki, það vera grundvöllur , hvaða listamanns sem er, að hann geri sér einhverjar.meginhugmyndir um áhrif þeirra verka sem hann er að koma fram með, en að myndlistarmaðurinn t.d. helli ekki aðeins úr nokkrum málningadósum á léreft, setji i ramma og hengi upp og segi siðan: Þetta er verkið mitt nú verðið þið áhorfendur að segja hvað þetta á að tákna eða hvað áhrif þetta hefur á ykkur? „Það má vera, en hins vegar hef ég sjaldan heyrt annað eins bull og þegar myndlistarmenn eru að reyna aö skýra út hvaða áhrifum þeir séu að ná fram með myndum sinum, þvi oftar en ekki hafa t.d. þessi sömu verk allt önnur áhrif á mig.” Þér finnst það sem sé ekkert úrslitaatriði að einhver boðskapur eða einhverjar megin- linur liggji að baki verkum lista- manna? „Þaö er gott ef svo er og mjög þroskandi fyrir viðkomandi listamann að átta sig á þvi hvað hann sé i rauninni að gera með verkum sinum”. En ekkert úrslitaatriði? „Nei. A hinn bóginn vil' ég i þessu sambandi minnast þarna á þátt listgagnrýnenda, sem mér finnst svikjast undan merkjum, þar sem nýlistin er annars vegar. Þeirra er aö útskýra fyrir fólki og gera listina aðgengilega fyrir þaö. Þeir viröast ekki lengur hafa þekkingu á þvi að skýra út fyrir fólki hvað við nýlistamenn erum aö aöhafast.” En hvernig i ósköpunum eiga gagnrýnendur að geta útskýrt fyrir fóiki það sem þið eruð að gera, þegar þið listamennirnir getiö það ekki sjálfir og vitiö ekki gjörla hvað þið eruö að fara með verkum ykkar? „En hvernig geta þá listgagn- rýnendur fjallað um verk Rembrandts i dag, sem þó er löngu liðinn?” En nú eruð þiö Islenskir nýlista- menn sem betur fer sprelllifandi og ættuð þvi að eiga auðveldar með aö skýra og skilgreina list ykkar en Rembrandt heitinn. Og þvi spyr ég enn og aftur, hvers vegna ekki er hægt að gera þá kröfu til ykkar, að þið I verkum ykkar séuð markvissir og vitandi vits að flytja ákveðinn boðskap i stað þess að skjóta sápukúlum út i loftið og hafa ekki hugmynd um það hvar og hvernig þær eigi að lenda? „Við erum að gera eitthvað markvisst. Og ég vil endilega geta þess, að i Hollandi til dæmis er nýlist ekki óþekkt fyrirbæri, heldur hafa menn þar verið að vinna að sinni list áratug og meira og nýlistin þar er viður- kennd listgrein. Oglögg afstaða gagnrýnenda til okkar kemur þvi til vegna upplýsingaleysis og það er ekki okkar sök. En á nýlistin sér engin mörk? „Jú, það er grundvallaratriöi að þér sé alvara i þvi sem þú ert að gera. Þú sért ekki að grinast. Ef listamanninum er fullkomin alvara i list sinni, þá sé ég ekki hver er þess umkominn að segja honum, að i þetta skiptið eða hitt hafi hann fariö út yfir mörk listarinnar.” Nú hélt einn af fremri nýlista- mönnum sýningu um daginn og þar var meðal verka stór kastali byggður úr sykurmolum. Sonur minn fjögurra ára, byggir einatt stór hús með kubbunum sinum. Honum er fúlasta alvara og sýnir verk sin með stolti. Er hann þar með oröinn nýlistamaður eins og hinn sem byggir sykurmolahúsið sitt með natni og I alvöru? „Þú ert kominn þarna að öðrum hlut og þaö er barnalist.” Ef ég ætti mér frimerkjasafn og limdi inn i það og skreytti eftir bestu getu, væri ég þá um leið að setja saman listaverk, sbr. sykurmolakastalasmiðurinn á nýlistasýningunni? „Ef þú stendur hreinn og klár að þvi og það er þin innsta sannfæring”. Ef það er min innsta sannfær- ing að ég sé aö vinna við listsköp- un, þá er það list sem ég framleiði? „Já. Annaö getur það ekki veriö.” En má þá ekki jafnframt ætla að bestu gjörningarnir séu framkvæmdir óafvitandi af lista- mönnunum? „Þeir segja þaö, þeir sem hvaö mest hafa stúderaö „performanca” að lifið sé list. Þeir hafa leyft sér að ganga svo langt. Égheld hins vegar aö þetta sé talsvert komið undir hverjum og einum, bæði þeim sem fremja gjörninginn og hinum sem sjá hann og veröa fyrir áhrifum af þig honum. t þessu sambandi má geta þess, að hvað mig varðar, þá veitist mér erfiðar að vinna aö list minni, hugleiða hana, þroska hana og vinna úr hugmyndum minum, nema mér gefist til þess góöur timi. Ef ég þarf t.d. aö .vinna mikið að einhverju ööru, þá lokast hugurinn og er ekki mót- tækilegur né gjafmildur.” En ef nýlist á sér stað alls stað- ar úti I hinu daglega Hfi, er þá ekki aigjör óþarfi að þið séuö að draga fólk I Nýlistasafnið og segja þvi sérstaklega að nú eigi að bjóða upp á nýlist? „Þú þarft ekki að hengja mynd uppá vegg i einhverju listasafni til að hún hafi áhrif og sé listræn. Ef fólk sér list i hinu daglega lífi og gerir sér grein fyrir þvi, þá er allt fengið. Einhvern veginn hefur þetta samt ekki verið svona. Fólk virðist þurfa að meðtaka sina list i gallerium og söfnum. Þetta þarf þó alls ekki endilega að vera með þeim hætti, ef menn gefa sér tima til að vera til og horfa á. Listin er allt i kringum þig.” Verðið þið varir við skilnings- leysi almennings á þvi sem þið eruð að gera? „Nei.ég verðekki var við skiln- ingsleysi almennings. öllu heldur skilningsleysi yfirvalda og þeirra manna sem þykjast vita hvað er mynd og hvað er list.” Eruð þið nýlistamenn misskild- ir listamenn I islensku þjóðlifi og ekki metnir að verðleikum, að þinu mati? „Við erum ekki misskildir eöa horfðir hornaugum af fólki almennt. Þetta er hins vegar nýlegt form hér á landi og ákveðnir byrjunarörðugleikar eiga sér þá ávallt stað. Þetta hef- ur verið svo um alla framúrstefnulist i gegnum tiöina og nýlistin á eftir að skapa sér ákveðna fótfestu i menningu þjóðaronnar i næstu framtið.” Að lokum Arni. Þú sagðir hér fyrr, að mestu máli skipti, þegar gjörningar væru annars vegar að áhorfandinn fyndi fyrir viðbrögð- um innra með sér. Nú ætla ég aö fremja hér stuttan gjörning og biðja þig aö lýsa þeim áhrifum sem hann hefur á þig og reyna að túlka gjörninginn i heild sinni. Ég ætla að standa upp af stólnum og slökkva á segulbandinu? (Gjörningur framinn.) „Ég held að þessi gjörð þin hafi fyrst og fremst verið framkvæmd til að prófa mig og ekkert annaö hafi legið að baki verkaðinum. Þú framkvæmdir þetta sem sagt ekki af hfeilum hug og braust þvi ákveðna grundvallarreglu og þvi verknaðurinn ekki marktækur sem gjörningur. Ef þér væri hins vegar alvara með þessum verknaði þinum, þá myndi ég opna hug minn og móttaka það sem þú værir að gera og skoða hann i samhengi. Þaö er þvi hugarfar listamannsins sem sköpum skiptir i þessu sambandi.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.