Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 6. mars, 198V hólrjr^rpn^furínn Þau eru fleiri fjárfestingar- ævintýrin en á Þórshöfn Togara hér, togara þar, togara alls s eftir Gudmund Árna Stefánsson íslenski togaraflotinn er nú oröinn talsveröur aö vöxtum. t flotanum eru nú hvorki fleiri né færri en 86 skip, 70 undir fimm hundruö tonnum og 16 af stærri geröinni. Endurnýjun og stækkun togaraflotans fór fyrst af staö upp úr 1970 og siöan þá hefur litiö lát verið á fjölgun þeirra og endur- nýjun. Þykir nú ýmsum sem toppnum sé náð, ekki sist þar sem v e iöi ta k m ar k a n i r vegna íriðunaraðgeröa hafa færst i vöxt á siðustu árun. Ekki viröast þó verulegar samdráttaraðgerðir á döfinni i þessu sambandi, enda þótt innflutningsbann á togurum sé viö lýöi. Nú eru i smiðum fjórir nýir togarar, sem væntanlega verða afhentir siðar á árinu. Þá hafa og ýmsar spurningar vaknað varöandi dreifingu togaraflotans, i kringum landiö. Vmsum sýnist, sem það hafi verið og sé sáluhjálparatriöi íyrir hvaöa smástaö á landinu, aö gera út togara. Atvinnuástand verði ekki tryggt nema togari fáist á staðinn. Togara i allar víkur, sé lausnaroröiö i flestum byggðarlögum landsins enda þótt rekstur togaranna gangi mjög misjafnlcga og víöa séu þeir reknir meö umtalsveröu tapi. En hvernig hefur þessi uppbygging gengiö i heild sinni? Flestir viömælendur Helgar- póstsins voru sammála um, aö þegar á heildina væri litiö, þá hefði þetta lukkast vel og oröiö til hagsbóta landi og þjóö. „Þaö er dálitiö erfitt aö gera sér grein fyrir heildarmyndinni,” sagöi Sigfús Jónsson hjá byggða- deild Framkvæmdastofnunar, en hann hefur talsvert rannsakaö hina ýmsu þætti sjávarútvegs á Islandi. „Auövitaö hefur rekstur togaranna gengið mjög misvel eftir stööum en þar koma stað- bundnar orsakir inni. Það er þvi varla hægt aö alhæfa i þessu sam- bandi og benda á einhlitar ástæður fyrir þvi, hvers vegna togaraútgerð gangi betur þarna en hérna.” Sigfús benti þó jafnframt á, að honum virtist sem talsvert skipu- lagsleysi heföi ráðiö rikjum við dreifingu togaranna um landiö. „Þetta hafa veriö meira og minna pólitiskar ákvarðanir og þau pláss sem fastast hafa þrýst hafa fengiö sitt i gegn. Minna þá kannski hugsað um aðstæöur og hagræn sjónarmiö.” Ljóst er af reynslu Islendinga i togaraútgeröinni, að minni skut- togararnir (undir 500 tonnum) .hafa reynst aröbærari i rekstri en þeir stærri. Þetta á fyrst og fremst við um fámennari byggðarlögin. Minni rekstrar- kostnaður, sem liggur i fá- mennari áhöfn og minni oliu- kostnabi, hefur þar fyrst og fremst legið að baki. Enn fjölgar í flotanum Þrátt fyrir það, að sifellt hafi þær raddir gerst háværari og fleiri, að nú sé komið að ákveðn- um timamótum hvað varðar tog- araflotann, þá er litið lát á fjölgun i honum. A siðasta ári bættust fjögur ný skip við flotann sem viöbót við þau sem fyrir voru. Þetta voru togararnir, Rán, Hafnarfirði, Sölvi Bjarnason, Tálknafirði, Jón Baldvinsson, Reykjavik og Már, Ólafsfirði. A þessu ári er einnig gert ráð fyrir viöbót og að fimm skip bætist i hópinn. Það eru skip á Þórshöfn, Skagaströnd, Hólmavik, Húsavik og Reykjavik. Það virðist þvi fátt benda til þess, að farið sé að stiga á hemilinn hvað varðar stækkun togaraflotans, þrátt fyrir að togarar séu nú i þorskveiðibanni, 150daga ársins. Þaö segir sig þvi sjálft, að fjölgun togaranna leiðir til þess eins, að minna kemur i hiut þeirra sem fyrir eru. Ekki verður annað séð, en ákveðið Parkinsonlögmál sé i gildi, þegar togaraútgerö er annars vegar. Eitt leiðir af öðru. Studd er bygging frystihúss á ákveðnum stað. Siðan kemur i ljós að hráefnivantar i hið nýja frystihús og sá floti sem fyrir er á staðnum getur ekki séð frysti- húsinu fyrir þvi. Þá er farið af stað og óskað eftir togara til að fullnýta vinnslugetu frysti- hússins. Hin leiðin er einnig kunn. Þá er fenginn togari á staðinn, en fljótlega kemur i ljós að írysti- húsið sem fyrir var, getur hreint ekki annað öllu þvi hráefni sem berst á land. Þá er brýn þörf fyrir frystihús. Boltinn hleöur utan á sig Ósamræmið gerir það að verkum að boltinn vill hlaða utan á sig. Þannig má nefna staði eins og Patreksfjörð, Þórshöfn og Djúpavog, sem hafa yfir afkasta- miklum nýlegum frystihúsum að ráða, en hráefni vantar. Og þá er blásið i herlúðra og óskað eftir togara. Allir þekkja sögu Þórs- hafnar, en minna hefur borið á vandamálum Djúpavogs og Patreksfjarðar i þessu tilliti. Á Djúpavogi er enginn togari, en áhugi verið sýndur á slikum kaupum. Patreksfjörður hefur yfir einum að ráða, en hann gerir ekki betur en svo aö nýta vinnslu- getu frystihússins að hluta til. Ef litið er á hina hlið málsins sem minnst var á, þ.e. nægilegt hráefni, en aðstöðuleysi i landi, þá má nefna staði eins og Súða- vik, sem fékk togara árið 1973 og þaö kallaði um leið á umbætur i landi, svo sem stækkun frysti- hússins, dýpkun hafnarinnar og þegar frá leið innflutning vinnu- afls, jafnvel frá Astraliu. Mjög hefur verið haft á orði, að togari á hverja vik, treysti at- vinnuástand á viðkomandi stööum, þannig að fólk hafi stöð- uga og örugga vinnu, en ekki aðeins á ákveðnum árstimum, þegar bátaútgerðin standi i sem mestum blóma. Togararnir tryggi stööuga og fasta vinnu i landi. Svo hefur þó farið aö viða hefur verið færst of mikið i fang, sem hefur kallað á aðkomið vinnuafl á nokkra staði. Sömu sögu er að segja um mönnun á togaran'a. I sumum tilvikum hefur alls ekki tekist að manna þá togara heimamönnum, sem fengnir hafa verið. Það skal tekið fram að þau dæmi sem tiunduð hafa verið hér eru engan veginn nein einsdæmi og ekki er verið að kasta rýrð á þessa sömu staði. Almennt eru menn sammála um það, að togaraútgerðin á hinum stærri stöðum hafi bætt lifskjör fólks, bæði sjómanna og þeirra sem vinna við fiskinn i landi. Hins vegar hefur rekstur togaranna gengið upp og niöur og ef ekki hefði komið til öflugur fjárstuðningur hins opinbera þegar i fjárfestingarnar var lagt, hefði þetta reynst með öllu óger- legt. Það má þvi velta þvi fyrir sér, hvort sjávarútvegi á Islandi sé eins komið og landbúnaði okkar, þ.e. að ekki er unnt aö halda uppi útgerð án verulegra styrkja og lánveitinga. I öllu falli er það full- ljóst aö fjárfestingar i skipum, frystihúsum og tækjum til út- gerðarinnar eru fjármagnaðar með langtimalánum og bak- ábyrgöum af hendi hins opinbera, fyrst og fremst Fiskveiðasjóöi og byggðasjóði. Fyrirhyggjulaus fyrirgreiðsla Almennt voru viðmælendur Helgarpóstsins einhuga um, að byggðasjóður lánaði talsvert blint i skipakaupin og frystihúsa- uppbygginguna. „I stjórn stofn- unarinnar eru pólitiskir „agent- ar” og þeir verða fyrir þrýstingi flokksbræðra sinna úr kjör- dæmunum og þvi er minna hugsað um það hvort það sé i raun arðbær fjárfsting að kaupa togara á einhverja „krumma- skuðina”, heldur hitt að þar eru kjósendur góðir sem vilja sina fyrirgreiðslu og hana verða þeir að fá. Þórshafnarmálið er fjarri þvi að vera nokkurt einsdæmi i þessum efnum, þótt þar hafi verið gengið hvaö lengst i þessum efn- um”, sagði útgerðarmaður einn i samtali. Þessi sami útgerðarmaður sagði einnig, að Fiskveiðasjóður liti heldur ekki gagnrýnið á þær umsóknir sem til sjóðsins bærust. „Þetta er aðeins „automisk af- greiðslustofnun ’, sagði hann en tók þó fram, aö hann væri auð- vitað ekki með þessu, að ráðast á sina eigin stétt manna — út- gerðarmenn — heldur aðeins að benda á nauðsyn þess, að skilja á milli alvöruútgerðar eins og hann Kjartan Jóhannsson: „Togaraflot- innþolirekki viðbætur” „Það er augljóst mál að togara- flotinn þolir ekki viðbætur,” sagði Kjartan Jóhannsson. „Þaö hefur verið gert gott átak i uppbygg- ingufiotanssiðasta áratuginn, en ekki má ofgera hlutunum.” Kjartan sagði að i sinni ráöht rratið hefðu yfir 20 umsókn- ir um nýja togara legið á borði hans. „Nýir togara virðist vera i hugum sumra, sem nokkurs konar allra meina bót, en við verðum aðskoöa þetta allt saman i samhengi og þá er ljóst að vegna viskveiðitakmarkana t.a.m. verða viðbætur við flotann, til þess eins að þeir sem nú gera út bera minna úr býtum. „Við Alþýðuflokksmenn höfum lagt til að ekki veröi fluttir inn fleiri togarar til viðbótar og að nýir togarar verði ekki siöaðir hérlendis nema úrfall veröi i flot- anum. Það komi þvi aöeins skip i stað þeirra sem hverfa.” — Hvað viltu segja um þá togara sem nú eru i smiðum og þegar er búið að ráöstafa? „Ég fæ ekki betur séð, en það séu allvafasamar forsendur sem liggja að baki togarakaupunum á Hólmavik og Skagaströnd,” sagði Kjartan Jóhannsson. Matthías Bjarnason „Nægilega margir togarar geröir út” „Ég tel að gerðir séu út nægi- lega margir togarar á landinu i dag,” sagði Matthias Bjarnason. „Viö verðum að gera okkur ljóst að ef fjölgun verður, þá leiðir hún aðeins til þess að þrengdur verður hagur þeirra sem fyrir eru.” Matthias sagði að eðlilegt væri að endurnýja togaraflotann eftir þvi sem skipin eltust, en brýnna væri þó að huga frekar að báta- flotanum, sem mjög aðkallandi væri að endurnýja. „Það er timi til kominn að huga að bátunum,” sagði hann, „þvi báta og togara- útgerð verða að haldast i hendur.” — Nú eru ennþá uppi ráðagerð- ir um að fjölga togurum og eiga þeir t.d. aö fara á Hólmavik, Skagaströnd og Húsavik. Hvað viltu segja um þær fyrirætlanir? „Ekki annað en það, ef ég væri ungur maður þá myndi ég ekki sæja um starf sem framkvæmda- stjóri við útgerðirnar á þessum stöðum Ég held að það verði að skoða það nákvæmar, að það henta ekki togarar alls staðar, og oft má lita á aðrar atvinnugreinar þegar hugað er að atvinnu- ástandi, og þá jafnframt eflingu annarra atvinnugreina sem fyrir eru á stöðunum.” — Var mikil ásókn i heimildir og fyrirgreiðslur frá hendi sjávarútvegsráðuneytisins vegna togarakaupa i þinni ráðherratið? „Já, já. Það minnsta af þvi var afgreitt. Það var beðið um alla hlut, bæöi mögulega og ómögu- lega.” Lúðvík Jósepsson: 99 Togurum fjölga ennM „Ég held við séum sæmilega settir hvað togaraflotann varð- ar,” sagði Lúðvik Jósepsson. „Togurum mætti fjölga enn. Ég vek athygli á þvi að meðalaldur hinna 86 togara okkar er 9,5 ár og endurnýjunar er þvi farið að verða þörf viða. Ég held að auki að þótt f jöldi togara sé af þessari stærðargráðu, þá sé enginn ástæða til þess að leggjast á melt- una og hamla frekari fjölgun i flotanum. Þrátt fyrir fjölgun i flotanum á siðasta ári, þá vek ég athygli á þvi, að heildartonna- fjöldi togaraflotans minnkaði um 7.100 tonn á siðasta ári og jafn- gildir það 18 meöalstórum skut- togurum. Það er hrein rýrnun flotans.” Siöan sagöi Lúðvik: „Það er langt frá þvi að aflaleysi hafi hrjáð togarana okkar, þvi meðal-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.