Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 8
8 Fostudagur 6. mars, 1981 h&lfjrirplncztl irínn Tímamót pásturinn-, Blaö um'þjóðmál/ listir og menningarmál Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaóamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stef ánsson og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Það var löngu eftir að Arthur Hays Sulzberger hafði tekið við af tengdaföður sinum sem höfuð- paurinn á hinu virðulega stórblaði New York Times, að ungur og metnaðargjarn blaða- maður bað hann um uppskriftina að þvf hvernig menn yröu út- gefendur. ,,Ja, ég haföi þetta þannig,” sagði Sulzberger, ,,að ég fór snemma á fætur, vann mikið og gifti mig dóttur útgefandans.” Við Ilelgarpóstsmenn reyndum svo sem þessa uppskrift. Viö höfum fariö snemma á fætur, unnið mikiö en hvernig sem við höfum ieitað, höfum við ekki fundið dóttur útgefandans. Enda kannski erfitt vegna þess að út- gefandinn var nú einu sinni þess eðlis. Þess vegna keyptum við einfaldlega blaðið og geröumst sjálfir útgefendur. Auðvitað hjálpaði það okkur i þessu efni að Helgarpósturinn er ekki stórblað á heimsmæii- kvarða. En það er ágætlega stórt á islenskan mælikvaröa og stórblað er það i augum okkar sem vinnum við það, svo stórt að hver einasti starfsmaður þess var reiðubúinn að leggja eitthvað af mörkum tii að við gætum sjálfir eignast blaðiö og haldið áfram að gefa það út undir merki þeirrar óháðu blaðamennsku sem viö höf- um leitast við að fylgja frá upphafi. Þetta tölublað Helgarpóstsins sem kemur út i dag markar þvi alger timamót i nærri tveggja ára sögu biaðsins. i þetta sinn er útgefandinn hlutafélagið Vitaðs- gjafi, sem starfsmenn blaösins stofnuðu um það ieyti sem þetta tölublað var að sjá dagsins Ijós. Þar með er oröinn að veruleika draumur flestra blaðamanna — að skrifa, reka og eiga sitt blað. Um leið teljum við þetta orðna dálitið merkiiega tilraun í sögu islenskrar blaðamennsku. Þessi tfmamót munu ekki tákna neinar meiriháttar breytingar á ytra borðinu. Það hefur aldrei þótt góð búmennska að breyta til þess eins að breyta og blaðið hef- ur gengið vel i þvi formi sem það hefur verið, svo aö við sjáum ekki neina ástæðu til skyndilegrar andlitslyftingar. A hinn bóginn höfum við strengt þess heit að halda áfram að bæta biaöið eins og kostur er og auka þjónustu við iesendur þess. Fyrsta átakið i þá átt veröur að koma tii móts við óskir hinna fjölmörgu sem óskað hafa eftir þvi að geta fengið Heigarpóstinn keyptan einan sér i áskrift. Að því er unniö þessa dagana og verður kynnt nánar á næstunni. Utgefendur Helgarpóstsins, starfsmennirnir, eru bjartsýnir á framtiðina og þess fullvissir að blað þeirra muni verða jafn feng- sælt á islenskum blaöamarkaöi og veriö hefur — og vonandi feng- sælla. Að öðru leyti er rétt að spara yfirlýsingarnar og láta verkin tala. Ferðamiöstöð og kona Nú er sólin farin að hækka á lofti. Skammdegisæðisköstin fara rénandi og bráðum verða allir búnir að gleyma togarakaupum Þórshafnarbúa og þvi hve margir voru lausgyrtir i þvi máli. Þess i stað leiða menn nú hug- ann að þvi hvert þeir eigi að fara i sumarfriinu sinu. Það er ekki ráð nema i tima sé tekið. Þegar þú, minn kæri lesandi, ferð að snúast i þessu fyrir þig og þina fjölskyldu og kannski fleiri, þá snýrðu þér að sjálfsögðu fyrst til Ferðamið- stöðvar Austurlands, Selási 5 Egilsstöðum. Þar geturðu að öll- um likindum fengið alla þá þjón- ustu sem þig vanhagar um,-bæði fljótt og örugglega. Eins og sjá má á þessu upphafi henti það mig um daginn að ég lenti á blaðamannafundi hjá Feröamiðstöð Austurlands. Þeir gáfu mér svo gott koniak að mér finnst sjálfsagt að geta þeirra hér i þessum pistli. Það er raunar alls ekki eina ástæðan. Ferðamiðstöð Austurlands er aö veröa mjög athyglisvertfyrirtæki. Hún er i þó nokkrum vexti og á i ár von á 600 erlendum ferðamönnum frá 13 erlendum ferðaskrifstofum. Það sem er þó kannski einna merkilegast við þessar tölur er að vinsældir Ferðamiöstöðvarinnar eruallarúti i Frakklandi Þýska- landi og Sviss en á Austurlandi gengur allt heldur tregar. Nú kynni einhver að spyrja sem svo: Hafa Frakkar, Þjóðverjar og Svisslendingar þá eftir allt saman meiri áhuga á atvinnuuppbygg- ingu á Austurlandi en Austfirð- ingar sjálfir? Þessu er aö sjálfsögöu ekki þannig varið og svona dytti eng- um i hug að spyrja nema illgjörn- um asna, en við vitum það nú báðir, minn hjartkæri lesandi, að af þeim er nóg til, — sei, sei, já. Hitt er trúlegra aö menn hafi ekki gert sér grein fyrir þvi hve hag- kvæmt það er fyrir okkur að skipta viö Feröamiöstöðina. Þú sparar þér allar hringingar suöur, — miðinn er ekki dýrari þó þú kaupir hann i gegnum þessa ferðaskrifstofu. Þú borgar sem- sagt sömu umboðslaunin en þau sitja bara eftir i fjórðungnum ef þú skiptir við Ferðamiöstöðina, — og það er eins vist að þú sparir þér bæði tima, fyrirhöfn og leið- indi með þvi að ganga frá málun- um hér heima, áður en þú leggur af stað i ferðalagið. Þar að auki er það fljótséö að ef okkur Austfirð- ingum tekst að koma á fót öflugri ferðaskrifstofu þá stóreykst ferðamannastraumurinn hingað austur og allir vita hvað það þýðir. Dario Fo/ — fyrir austan. Það eru ekki bara stórþjóðirnar á Frakklandi, Þýskalandi og Austurlandi sem hugsa sér til hreyfings. Alþýðuleikhúsið er jafnvei aö hugsa um að koma hingað austur með sýninguna Konu eftir Dario Fo. Alþýðuleikhúsið kom hingaö fyrir skömmu með Pæld’i’ði og var vel tekiö að vonum. Ef af þvi getur orðið að þau komi lika með Konuþá fer það að verða nokkuð ljóst aö Alþýðuleikhúsið er eina leikhúsið i Reykjavík sem er nógu öflugt til þess að fara meö sýn- ingar útá landsbyggðina. Það er þess vegna full ástæða að hvetja Austfirðinga og alla aðra lands- byggðarmenn, hvar sem þeir eru, tii þess að mæta vel á sýningar Alþýöuleikhússins. Það er hagur okkar sjálfra að styrkja frekast það leikhúsið sem viö njótum ein- hvers góðs af. Sauöárkróksályktunin gegn Páli á Höllustöðum Um þaö leyti sem tslendingarn- ir á þingi Norðurlandaráðs, og þar á meðal Páll Pétursson, þing- maður Framsóknar i Norður- landskjördæmi vestra, voru að koma til Kaupmannahafnar á sunnudaginn, kom stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna i kjördæmi Páls, saman til fundar á Sauðárkróki. Þar var gerð álykt- un um Blönduvirkjun, sem siðan hefur birst í Timanum og fleiri fjölmiðlum. 1 þessari ályktun er lýst einfregnum stuöningi við virkjun Blöndu sem næsta kost i virkjunarmálum þjóðarinnar. Segir i frétt Tímans að þessi ályktu sé gerð að gefnu tilefni. Það þarf ekki mikla spámenn til þess að geta sér til um þetta tilefni, sem auðvitað er afstaða Páls Péturssonar bónda og alþingismanns á Höllustöðum i Blöndudal til virkjunar Blöndu. Hann er aö vísu ekki opinberlega á móíi virkjun árinnar, en hefur gert þær athugasemdir og tillögur um breytingar á virkjunar- tilhögun, sem eru á þann veg, að orðvarir menn eins og Jakob Björnsson orkumálast jóri hafa látið að þvi liggja að yröi farið að þessum tillögum Páls og fylgis- manna hans i þessu máli, væri virkjunin dauöadæmd. Eftir að samþykkt kjördæmis- ráðsins var birt, finnst nú sumum að þar sé heldur ódrengilega að farið, að gera þessa ályktun einmitt á þeim tima sem Páll er fjarri fósturjarðarströndum, en það mun nú ekki vera oft sem hann er á ferðum erlendis á vegum rikisins. Hins vegar mun sannleikurinn i þessu máli hreinlega vera sá, að þeir stjórnarmenn i kjördæmissam- bandinu, með Guttorm Óskarsson á Sauðárkróki i broddi fylkingar, notuðu tækifærið til aö gera þessa ályktun, þegar áhrifa Páls gætti ekki i stjórninni. Guttormur er og hefur verið ein aöalkjölfestan i röðum Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi vestra. Hann hefur verið mikill og trúr fylgismaður Ólafs Jóhannessonar og einn helsti fulltrúi hans i kjördæminu þegar Ólafur var þar þingmaður. t»ar eru mestir hagsmunir Páll bóndi og alþingismaöur á Höllustöðum og nágrannar hans munu vera þeirsem einna mestra hagsmuna hafa að gæta varðandi land, sem fer undirvatn viö virkj- un Blöndu. Páll er bóndi góður, og leggur mikið upp úr góðum sam- skiptum við næstu nágranna sina. t kjördæminu voru prófkosningar fyrir siðustu reglulegu alþingis- kosningar og var þá hald manna aö Magnús bóndi Ólafsson á Sveinsstöðum myndi veita Páli harða samkeppni um sæti á listanum, en sú varð ekki raunin. Magnús er einn þeirra ungu framsóknarmanna sem lengi hafa „gengið með þingmanninn i maganum”, og verið óþreytandi við að ferðast um Iandið og láta heyra í sér. Magnús er einn af áköfustu stuðningsmönnum Blönduvirkjunar og nú segja menn nyrðra að yrði farið i prófkjör um sæti á listanum myndi Magnús sigra Pál örugglega, og hæpið aö Páll myndi yfirleitt hljóta þaö mikið fylgi að hann kæmi til greina i framboö. Menn sem tala um að það skipti ekki af eða frá um breytingar á virkjunartilhögun sem nemi verði tveggja til þriggja skuttogara, eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá islenskum kjósendum, og allra sist núna, eftir orrahriðina um Þórshafnartogarann. Auövitað má ekki leggja landið i auðn vegna virkjana á hálendinu, en i þessu tilfelli er alls ekki verið að tala um það, að álití fróöustu gróðurverndarmanna. Það verður að gera þá kröfu til alþingismanna eins og Páls Pét- urssonar, sem ekkLer bara venju- legur alþingismaður heldur lika formaður þingflokks Framsóknarflokksins, að þeir láti ekki „naflasjónarmiö” ráöa i jafn þýðingarmiklum málum og virkj- unarmálin eru. Menn hafa verið Kona Ég var reyndar staddur i Reykjavik fyrir stuttu siðan og sá þá þessa sýningu. Ég hef satt að segja ekki séð þær öllu betri. Ég er heldur tortrygginn maður og ég ætlaði mér að finna þó ekki væri nema einn eöa tvo galla á leik, leikstjórn, texta eða ein- hverju öðru, —en égfann þá ekki. Ef allt gengur stórslysalaust þá kemur Alþýöuleikhúsiö hingað seinti mars og sýningarnar verða þá auglýstar nánar, m.a. i fjórð- aö jafna virkjun Blöndu við Laxárdeiluna frægu, en slíkt er út i hött. Það er engin perla islenskrar náttúru i hættu vegna virkjunar Blöndu, eins og raunin var með Laxár- og Mývatnssvæðið. Þetta tvennt er alls ekki hægt aö tala um i sömu andrá. Þvergirðingsháttur og eigin- hagsmunasjónarmið sumra Húnvetninga i Blönduvirkj- unarmálinu eru nú komin vel á veg með að sanna að ekki er annar virkjunarkostur nærtækari en Sultartangavirkjun. Lands- virkjun hefur þar allt á hreinu. Frumdrættir aö virkjuninni eru ungsblöðunum. Þegar þetta er skrifað er ekki alveg ljóst hvernig frá þessu verður gengiö en við vonum að þær komist, stelpurnar, og munum veltast um af hlátri yfir þeim fáu Austfiröingum sem sitja heima og missa af öllu saman og verða svo i marga mánuði að hlusta á stanslaust tal um það hvað sýningin hafi verið skemmtileg. Ég meina það, — þið verðið að sjá þessa sýningu, — hún er þræl- mögnuð. Kristján Jóh. Jónsson HÁKARL tilbúnir, virkjunin er ekki nema að mjög litlum hluta á eldvirku svæði, og það sem mest er um vert, virkjun við Sultartanga tryggir betur rekstraröryggi Búrfellsvirk junar. Ekki hefur það heyrst að Páll Pétursson hafi veriö virkur þátttakandi i almennum umræðum á þinginu i Kristjánsborgarhöll, en heldur var nú köld kveðjan sem hann fékk i blaði flokks sins, um að sumir á Blönduósi væru farnir að hafa að orði „hvort ekki væri hægt aö framlengja fundi Norðurlanda ráðs”. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.