Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 9
—helgarpásturinfi 1
,4 •»>* • » r • t * 1 i r i.» y • *■ »•> *
Sýning á stóra sviðinu
Þegar leiksýningar fara fram
i ÞjóöleikhUsi Islendinga nú á
dögunum eru þær annað tveggja
settar á litla sviöið eða stóra
sviðið. Allt að einu er það um
viðburði i heimsmálum: þeir
fara fram á „litla sviðinu” ( eða
á „stóra sviðinu” (liti i heimi).
— Hér á dögunum átti ég þess
kostað sjá fáein atriði leiks sem
fram för á stóra sviðinu — þó
svo leikið væri i afskekktu horni
þess. Það óvenjulega við leikinn
var að i öðru aðalhlutverkanna
var islensk kona og hlaut af
mörgum ástæðum að fanga
athygli mina. Vitanlega er ég að
tala um forsetaheimsóknina til
Danmerkur.
Atvikin höguðu þvi svo að ég
var staddur i Kaupmannahöfn
dagana sem Vigdis forseti
Finnbogadóttir var þar i
heimsókn. Og atvikin högiiðu
þvi einnig svo að ég gat fylgst
sæmilega með frásögnum og
fréttaþjónustu fjölmiðla þar i
landi af heimsókn hennar. 011
aðalatriði þess máls eru lesend-
um vitanlega þegar kunn. Þeir
hafa væntanlega horft á krydd-
sildina og gert ýmist að
hneykslast eða hrifast, og þeir
hafa hlýtt á og lesið marghátt-
aðar frásagnir islenskra fjöl-
miðlamanna af öllustássinu. Ég
mun þvi ekki geta borið nein
tiðindi, það er af sú tið þegar
Islendingar urðu að biða
fréttanna með vorskipum á
þessúm árstima. En einhvern
veginn var það svo að enginn at-
burður var mér ofar i huga
þegar bjalla hringborðsins
hringdi mér i þetta skiptið.
I stystu máli get ég tekið
undir það sem þegar hefur verið
sagt i fjölmiðlum: Heimsóknin
tókst með ágætum. Hún vakti
ótrúlega athygli i Danmörku,
sem m.a. sést af þvi að tvo
fyrstu daga heimsóknarinnar
varði danska sjónvarpið löngum
stundum af besta útsendingar-
tima til að færa mönnum fréttir
(i beinni Utsendingu) af þvi sem
gerðist, og á þriðja degi kom svo
kryddsildin beint i útvarpinu og
um kvöldið I sjónvarpi. Hvar
sem maður fór mátti heyra
alþýðu manna tala um Vigdisi
forseta — og lýsingarorðin öll á
eina bók lærð: „dejlig,
charmerende, vidunderlig...”
Það varð jafnvel ekki þverfótað
fyrir islenska fánanum bless-
uðum i stórverslunum sem
kepptust við að fullyrða að þær
einar seldu islensk spesialitet.
Ég sá þessa jafnvel getið i búð
sem hafði á boðstólum túlípana
og suðræna ávexti — visast frá
Hveragerði — og vinur minn
einn sagði mér að önnur verslun
hefði bent á aö Islenskur harð-
fiskur væri sérdeilis góður sem
„chips”, en svo kalla menn
snarl það er gjarna er haft i
veislum þaðra og reyndar á
stundum nefnt svo óskáldlegu
nafni sem partisnakk. Vonandi
hefur þeim ekki orðið þungt i
vitum sem trúðu þeirri auglýs-
ingu.
Það var heldur enginn vafi á
að dönskum geðjaöist vel að
drottningu sinni og þótti hún
breytast til batnaðar við að fá
Vigdísi forseta við hlið sér. Og
þar þótti mér reyndar blasa við
ekki ómerkur þáttur i
heimsóknarleiknum. Hvenær
höfum við fyrr séð erlendan
þjóðhöfðingja fagna islenskum
án þess að sýna honum
einhverskonar „stórabróður-
viðmót”? Ég minnist þess ekki
að nokkrum forseta hafi verið
tekið öðruvisi. Þangað til núna.
Það var auðfundið að Margrét
Danadrottning leit svo á að hún
væri að taka á móti jafningja
sinum og jafnvel öllu fremri
höfðingja. Þetta held ég hafi
ekki stafað af kvenlegu litillæti
(sem ég vona reyndar sé að
deyja Ut) heldur af kvenlegum
skUningi og innsæi: Margrét
fann einfaldlega aö á þessu
stóra sviði var Vigdis hreint
ekki lakari leikari en hún — og
hún viðurkenndi það glöð og
ánægð.
Mér þótti vænt um þetta. Ekki
vegna þess að ég hafi endilega
gaman af að fylgjast með
leikaraskap þjóðhöfðingja. T.d.
þykir mér leikaratrióið Bresnef-
Tha tcher-Reagan eitthvert
leiðinlegasta sinnar tegundar.
En mér fannst skina gegnum
framkomu þeirra Vigdisar að:
hér erum við tvær konur, að
vi’su I hlutverkum sem einhverj-
ir verða að leika eins og rullurn-
ar eru skrifaðar i samfélögum
okkar. En þó svo hlutverkin séu
skrifuð handa karlmönnum
treystum viö okkur vel til að
gera þeim skil án þess að
gleyma að við erum konur, en
þó einkum manneskjur. Og um
leið viljumvið að þið vitið að við
kunnum að meta manneskjur.
Þetta er sjálfsagt háfleygt, og
vafalaust finnst einhverjum það
væmið. En mér er bara alveg
sama. Ég var stoltur af
þjóðhöfðingja minum, og það er
ekkert rangt við að vera stoltur
af þjóðerni sinu og fulltrUum
þess — svo lengi sem maður fær
ekki gligju i augun. Og ég leyfi
mér að fullyrða að Vigdis Finn-
bogadóttir gerði prímadonnu-
hlutverkinu góð skil.
Reyndar urðu fleiri menn-
ingarviðburðir islenskir i Dan-
mörku á sama tima. T.d. sýndi
danska sjónvarpið langt viðtal
sem Halldór Sigurðsson átti við
Snorra Hjartarson. Kunnugum
færði það svosem ekki ný
sannindi — nema þá að fá að sjá
Snorra svona lengi á skermi og
fá að heyra hann og sjá flytja
ástaróð sinn til lands þjóðar og
tungu, þann þrenningarlofsöng
sem islensk börn ættu að læra
samtimis faðirvorinu.
Og svo voru Land og synir
frumsýnd. Ég var að visu ekki
viðstaddur þann atburð, en lán-
aðist að vera litil mús úti horni
og hlusta á danska blaðamenn
spyrja þá Agúst, Jón og Sigurð
Sverri Ut Ur um kvikmyndina og
islenska kvikmyndagerð. Og
það var á sinn mátta gaman
lika. Einkum vegna þess að mér
skyldist stundum geta fáeinir
áratugir i sögunni verkað sem
óbrúanlegt bil: Dönsku
spyrjendurnir heföu ekki þurft
marga mannsaldra aftur I sög-
una til að finna hjá sér nákvæm-
lega það sem Land og synir
lýsa. en þarna sátu þeir og
spurðu eins og þeir hefðu aldrei
heyrt getið um úrbaniseringu,
flutninginn úr sveitum i þétt-
býli, breytinguna úr bændasam-
félagi I iðnaðar- og þjónustu-
samfélag. Og eins og danskur
kvikmyndaiðnaöur hefði aldrei
búið við kröpp kjör. Hver veit
nema ágæt umfjöllun þeirra
Indriða og félaga eigi eftir að
vekja granna okkar til umhugs-
unar um eigin sögu?
Þetta voru sem sagt dagar
þegar gott var að vera tslend-
ingur í Höfn. HP
ER HEILINN OÞARFUR?
Oft og tiðum stuðlar ný tækni áð
miklum framförum. Þannig
hefur hið fárra ára gamla heila-
sniðtæki nU þegar leitt ýmislegt i
Ijós og komið að góðu gagni i
læknavisindum. Með tæki þessu
er hægt að fá þversniðsmynd af
heilanum án þess að stefna sjúkl-
ingum i minnsta voða. Vegna
háskaleysins við notkun tækisins
hafa verið gerðar rannsóknir á
fleirum en ella, heilbrigðum sem
sjúkum,
numin— án
Stærðfræði
heila.
Ekki alls fyrir löngu var tekin
heilasniðsmynd af stærfræði-
nema við háskóla i Englandi.
Pilturinnhafðistaðiðsig mjög vel
i skóla, sérstaklega I stæröfræði,
og fengið 126 stig i gáfnaprófi.
Hann hafði ennfremur reynst
félagslyndur og eðlilegur náungi i
fyllsta máta. Það rak þvi alla i
rogastans, þegar i ljós kom, að
ungi maðurinn væri nánast heila-
laus. I stað þess að finna hið
algenga 4.5 sentimetra þykka lag
af heilavef milli heilahólfanna,
innst i heilanum, og yfirborðs
heilabarkarins yst — fundu
menn aðeins millimetra þykkt
skæni. Höfuðkúpan var hérum bil
full af heila- og mænuvökva.
Vitneskja um fyrirbæri þetta,
„vata i heila”, er siður en svo ný
af nálinni. Margar sagnir eru af
veikinni i sögu læknisfræðinnar
og hérlendis hefur hún gengið
undir nafninu heilavatnssýki
(hydrocephalus internus á lat-
inu). Of tast hefur hún verið tengd
alvarlegum ágöllum, skertri
skynjun, lömun og öðrum sorg-
legum afleiðingum. Það þótti þvi
skjóta skökku við, þegar menn
urðu þess áskynja, aö sumt fólk
haldið heilávatnssýki reyndist
heilbrigt og standa öðrum jafn-
fætis við nám og störf.
Enskur sérfræðingur I barna-
sjúkdómum og taugasjúkdómum,
John Lorber að nafni og prófessor
i Sheffield, hefur kannað hundruð
sjúklinga, sem hafa veikina.
Lorber hafði um skeið rannsakað
sjúklinga með meöfæddan ágalla
i taugavef efst I mænunni (spina
bifida), en flestir sjUklinganna
reyndust líka þjást af heilavatns-
sýki. Nýlega var sagt frá rann-
sóknum Lorbers i bandariska
timaritinu Science.
Margt er enn á huldu um upp-
runa heilavatnssýkinnar, en vist
er þó, að hér er um að ræða
hindrun á eölilegri rás heila- og
mænuvökvans um heilahólfin,
sem er kerfi smágangna og út-
skota neðarlega i heilanum.
Þrýstingur viröist myndast og
mun hann þenja svo út heilahólf-
in, að þau stækka margfaldlega:
heilavefurinn ýtist upp og til
hliðar og klemmist upp aö höfuð-
kúpunni. I smábörnum teygist á
meyrri höfuðkúpunni, svo að
höfuðið verðuróeölilega stórt. Við
útþensluna og þrýstinginn
skemmist heilavefurinn og hefur
það eins og gefur að skilja oft
örkuml I för með sér.
Heilavefur til vara.
Það sem hins vegar kemur á
óvart er eins og áður sagði,
hversu margir virðast geta
komist hjá þvi að veikjast við
þetta lævíslega tilræði innan frá.
John Lorber og samstarfsmenn
hans hafa rannsakað fleiri en 600
sjúklinga. Þeim er skipt i flokka
eftir þvi, hve mikið rúm heila-
hólfin, full af vökva, taka af
höfuðkúpunni: fólk með heilahólf
i stærra lagi: fólk með heilahólf
sem eru 50 til 70% af höfuðkúp-
UR HEIMI V MDANNA
Umsjón: Þór Jakobsson.
unni: næsti flokkur er 70 til 90%:
— og slðast fólk meö heilahólf,
sem eru um 95% af höfuðkúpu-
rýminu, hvorki meira né minna.
Hjá mörgum, sem teljast til
siðarnefnda hópsins, á alvarleg
fötlun sér stað, en stórtiðindi
þykja, að um helmingurinn i
þessum flokki virðist stálsleginn
og með gáfnastig yfir 100 —
þ.e.a.s. gáfur meiri en i meðallagi
alls þorra manna, samkvæmt
gáfnaprófum.
Að sögn John Lobers er örðugt
að meta nákvæmlega þyngd
heilans i stærðfræðinemendanum
sem áður var nefndur, en senni-
lega er hann milli 50 og 150
grömm og alla vega hvergi
nálægt meðalþyngd (1.5 kiló-
gramm). Hvernig i dauðanum er
hægt að komast af með heila af
svo skornum skammti og jafnvel
spjara sig eins og þessi ungi
maður, spyr prófessorinn?
Lorber ályktar i fyrsta lagi, að
óhemjumikil sparigeta sé fyrir
hendi i heilanum, likt og i nýrum
og lifur. Ef hluti heilans skaddast,
hleypur annar i skarðið, og getur
þetta bersýnilega gerst i miklu
rikara mæli en talið hefur verið. I
öðru lagi heldur hann þvi fram,
að heilabörkurinn sé I rauninni
ekki jafn margs ráðandi og menn
hafa haldið til þessa. Hin dýpri
lög heilans, en svo vill til að þau
verða sist fyrir barðinu á heila-
vatnssýkinni, eru ekki jafn
„frumstæð” og af er látið.
Með þessum tilgátum tveim
kemur hann við kauninn á
helgum hugmyndum heilafræð-
innar og hafa þvi eins og við á i
visindunum hafist rökfimis-
skylmingar með fræöimönnum
samtimis þvi sem viðtækari
rannsóknir fara fram á uppbygg-
ingu heilans. Þar eru enn ónumd-
ar heimsálfur og margt ókannaö.
Heilasnið af eðlilegum heila (t.v.)og sjúkum heilum (t.h.). — Lárétt sniö þvert I gegnum heilann sýna, aö heilahólfin eru eins og þröngar riíur i
heilbrigðum manni, en eins og stórt holrými i sjúkiingi með heilavatnssýki.