Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 17
17 -he/garposturínrt. Föstudagur 6. mars_, 1981 Andriog félagarhans blása íkertií afmælisveislunni. Mjög mikið af börnum og ung- lingum koma fram i myndinni og eru þau flest úr Hafnarfirði, en upphaflega var gert ráð fyrir að taka myndarinnar færi fram þar. Þvi var hins vegar breytt og hún tekin i vesturbænum. Ibúðir þær, sem notaðar eru i myndinni eru staðsettar viðsvegar um bæinn, en útiatriöin eru tekin i götu, sem liggur milli Framnesvegar og Seljavegar, og eingöngu er notuð til þess að aka burt sorpi. Þar þurfti að mála hús, setja upp girðingar og taka niður öll sjón- varpsloftnet til að allt passaði. Leikstjóri Punktsins er Þor- steinn Jónsson, og er þetta fyrsta leikna myndin i fullri lengd, sem hann gerir. Aðstoðarleikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, kvik- my ndatökumaður Sigurður Sverrir Pálsson leikmynd er eftir Björn G. Björnsson, — GB ,,Erum vongóðir um aðsókn" — segir Örnólfur Árnason framkvæmdastjóri Punktsins, en myndin verður frumsýnd um næstu helgi „Frumsýning á Punktinum verður föstudaginn 13. mars i Há- skólabiói, en almennar sýningar hefjast laugardaginn 14. mars i Háskólabiói og Laugarásbiói”, sagði örnólfur Arnason, fram- kvæmdastjóri kvikmyndafélags- ins óðins. þegar Helgarpósturinn spurði hann hvernigliði frumsýn- ingu á kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, eftir skáldsögu Péturs Gunnarssonar. örnólfur sagði, að allri vinnu við myndina væri nú lokið og kæmi hún væntanlega til landsins um þessa helgi frá Sviþjóð, þar sem gerðar voru kópíur af henni. Aðspurður um hvernig til hafi tekist, og hvort þeir væru ánægðir með útkomuna, sagði örnólfur, að hann hafi aðeins séð vinnukóp- iu og ekki heyrt nema þrjár hljóð- rásir af sjö, en sér skildist, að þeir sem hafiséðeitthvaö heillegra úti i Sviþjóð, væru mjög ánægðir. örnolfur sagði, að þeir þyrftu um 55 þúsund áhorfendur að myndinni til þess aö hún stæði undir sér fjárhagslega, en heild- arkostnaður við gerð hennar er um 150 milljónir gamalla króna. Styrkir úr Kvikmyndasjóði til gerðar myndarinnar námu um 23 milljónum gkr. Það, sem upp á vantaði var fjármagnað með bankalánum með tryggingu i eigum hluthafa óöins,en þeir eru auk örnölfs, Þorsteinn Jónsson, Sigurður Sverrir Pálsson, Þór- hallur Sigurðsson, Pétur Gunn- arsson, Þorgeir Gunnarsson og Friður Pálsdóttir. „Við erum vongóðir um aðsókn. Við höfum allar ástæður til að ætla að myndin veki mikinn áhuga, þvi hún ætti að höfða til allra aldurshópa jafnt. Skáld- sagan var tfmamótaverk og vel- gengni annarra islenskra mynda gefur þá hugmynd, að óhætt sé að búast við mjög mikilli aðsókn að islenskum myndum, ef þær eru vel gerðar”, sagði örnólfur. Alls koma fram I myndinni milli þrjú og fjögur hundruð manns og þar af eru leikhlutverk nokkrir tugir. Aðalhlutverkin eru i höndum Péturs Björns Jóns- sonar, sem leikur Andra tíu ára, Halls Helgasonar, sem leikur Andra fimmtán ára, Kristbjargar Kjeld og Erlings Gislasonar, sem leika foreldra hans. Stefan Jarl á Islandi: Heldur fyrirlestra og sýnir myndir sínar Sænski kvikmyndaleikstjórinn Stefán Jarl er nú staddur hér á landi á vegum Sænska sendiráðs- ins, Fjalakattarins og Norræna hússins. Af þvi tilefni verða sýndar hér fjórar mynda hans i Regnboganum um helgina, auk þess sem hann mun halda fyrir- lestur þar á sunnudag kl. 14. Myndirnar, sem sýndar verða, eru Förvandla Sverige, Memento mori, Ett anst'ándigt liv (Mann- sæmandi lif), sem sýnd var i Regnboganum og Fjalakettinum á liðnu hausti, og vakti mikla athygli. Fjórða myndin er Dom kallar os mods.og á hún kannski eftir að vekja hvað mesta eftir- tekt, vegna þess, að i þeirri mynd fylgist Stefán Jarl með þeim tveim piltum, Stoffe og Kenta, er þeir voru enn á táningaaldrinum og aðeins I brennivininu og hass- inu. Myndin er byggð upp á mjög einfaldan hátt, þar sem annars vegar sýnd eru viðtöl við strák- ana tvo og vini þeirra, i hverjum fram kemur, að þeir hafa svo til allir sömu sögu aö segja hvað varðar heimilishagi, drykkja skilnaðir og fleira I þeim dúr, ferðalög milli upptökuheimila, eða þá að þeir eru að miklu leyti sjálfala. Þá viröast þeir flestir eöa allir gera sér grein fyrir þvi, að þeir eru á barmi glötunarinnar, en hafa jafnframt trú á að þeir muni bjargast. Þeir eiga sér jafn- vel drauma um að vera eitthvaö likir „Svensson”, sem þeir annars gera mikið grin að. Hins vegar fylgir myndavélin þeim eftir I lifi þeirra frá degi til dags, þegar þeir eru að ráfa um götur Stokkhólms, djúsandi eða eitt- hvað annað. Það er auöséð, að Stefán Jarl hefur náð góðu sam- bandi við þá, þvi hann fær að filma þá hvernig sem á stendur fyrir þeim. Sem einangrað fyrirbæri, er þessi mynd ekki ýkja merkileg. Þar koma tæplega fram hlutir, sem menn ekki vissu áður, um mikilvægan þátt nánasta um- hverfis I mótun örlaga eifstakl- ingsins. Hins vegar verður að lita á hana í samhengi við Mannsæm- andi líf, þar sem fylgst er með þessum sömu piltum tiu árum siðar. Þá kannski verður gam- anið ekki eins saklaust. /--d í þá gömlu, góðu daga Háskólabió, mánudagsmynd: The Picture Show Man Mynda- maðurinn). Aströlsk, árgerö 1977. Handrit: Joan Long. Leik- endur: John Meillon, Rod Taylor, Patrick Cargill, Yelena Zigon. Leikstjóri: John Power. 1 árdaga, þegar kvikmynda- húsin voru enn ekki komin til sögunnar, voru það framtak- samir menn, sem ferðuðust bæ úr bæ og sýndu lýðnum hreyfi- myndir. En þessir menn voru meira en bara biósýningar- menn, heldur brugöu þeir einnig fyrir sig betri fætinum og sungu og dönsuðu viö undirleik pianó- leikarans, sem að sjálfsögðu var ómissandi á tima þöglu- myndanna. Mánudagsmyndin að þessu sinni segir frá einum slikum myndamanni i Ástraliu á þriðja áratugnum, sem ferðast um með syni sinum og pianóleik- ara. Þeir hafa helgað sér ákveð- ið svæði, sem þeir, og þó einkum gamli maðurinn, telja sig eiga og þar sem þeir einir mega sýna. Hins vegar er annar myndamaður, og fyrrum sam- starfsmaður herra Pym, en svo heitir sá gamli, sem kássast upp á þeirra jússur með þvi að ferð- ast um sama landsvæði. Þann má telja sem hinn kaupsýslu- þenkjandi mann, sem er fljótur að tileinka sér tækniframfarim- ar, á meðan gamli maðurinn er enn á handverksstiginu, ef svo má aö orði komast en á sér þó sina drauma um glæsta framtið. Það er þvi óhjákvæmilegt, að til átaka komi á milli þeirra, á maður að segja milii gamla og nýja timans, og er það undir- tónn myndarinnar. Inn i dæmið blandast siðan barátta sonarins fyrir eigin sjálfstæði. Hand- verksmaöurinn tekur siðan tæknina i sinar hendur og sigrar i baráttunni, enda yrði hann tal- inn fulltrúi hins góða, þó hinn sé kannski ekki vondur, en hann hefur ekki hið rétta hugarfar. Mynd þessi er i nokkuð gam- ansömum dúr og hefur fremur rólegt yfirbragð, en einhvern veginn nær hún aldrei tökum á áhorfandanum, þrátt fyrir að hún sé mjög smekklega unnin og stjörnuleik John Meillon i hlutverki Pyms gamla og ágæta frammistöðu annarra leikara. Það vantar einhvern herslu- mun. En allt um það, mönnum leiðist litt eða ekki, og er það bara fjári, gott á þessum siöustu og verstu tlmum. Af apamönnum og mannöpum Austurbæjarbió: Viltu slást? Bandarisk. Argerð 1980. Handrit: Jeremy Joe Krons- berg. Leikstjóri: James Fargo. Aðalhlutverk: Clint Eastwood og Sandra Locke. Clint Eastwood kemur inn á bar og þar abbast einhver náungi upp á hann út af smá- munum. Clint lemur hann I klessu. Clint sér huggulega stúlku á bar og sest hjá henni óboðinn. Hún tekur þvi fálega, enda þjóðféla gsfræðinem i við háskóla. Clint setur falskan góm i grautinn hennar. Henni bregður rosalega og hleypur út æpandi. Clint glottir við tönn. Clint er með stúlku inni á bar. Tveir mötorhjólagæjar bjóöa stúlkunni upp á bjór. Clint reiðist við og lemur gæjana sundur og saman og hirðir mótorhjólin þeirra og selur fyrir drjúgan skilding. Og svo framvegis. Og svo framvegis. Með getnaðarlim, hnúum og hnefum og órangútanapa sér við hlið seiglast Clint gegnum þessa mynd og brosir ekki nema þegar hann kemst yfir kvenmann. Þessi mynd hefur verið sýnd við góða aðsókn viða um lönd. Clint og apinn trekkja. Enda má vart milli sjá hvor er mennsk- ari. Tarsan apabróðir er fluttur i steinsteypufrumskóginn og meðhöndlar ibúana eins og ljón og krókódila. Fólki sem vill láta gæla viö sinar lægstu hvatir er hér með bent á Clint & Clyde i Austur- bæjarbíói. Clyde er apinn. Hann þekkist til dæmis á þvi, að hann sýnir ólikt fleiri svipbrigði en Clint. En þarna koma fleiri við sögu en Clint & Clyde: Vændiskona sem syngur kúrekasöngva, gömul húsmóðir sem bölvar eins og sjóræningi, og aukaleik- arar handa Clint svo að hann hafi einhverja til að rota. Ann- ars ku hann vera góður i sér.ÞB Ballett með boðskap Þjóðleikhúsið: Listdanssýning meö tslenska dansflokknum og Eske Holm. Eitthvert ólán virðist hafa loðað við listdanssýningu þá, sem frumsýnd var i Þjóðleik- húsinu á þriðjudagskvöld, en þegar til kastanna kom stóðu aðeins tvö atriði af fjórum á upphaflegri efnisskrá kvöldsins. Auður Bjarnadóttir átti að kennilegur mimuleikur við Bolero Ravels og gæti verið absúrdismi, tengdi Holm ekki stéttarandstæöurnar þeirri mynd sem hann virðist vilja sýna af glimu karls og konu. Þrir dansarar tóku þátt i þessu atriði og er ástæða til aö nefna sérstaklega ölafiu Bjarna- dóttur, sem vekur athygli fyrir góöan látbragðsleik. I hinu at- pl Leiktist eftir Jón Viðar Jónsson dansa tvo tvidansa á móti Youri Vamos eða Dinko Bogdanic, en vegna forfalla karldansarnans gat af hvor- ugum orðið. Vonir standa þó til að Auður dansi þá á sviði Þjóð- leikhússins i haust, að þvi er Þjóðleikhússtjóri skýrði frá áður en sýning hófst. Að þessu sinni er áhorfendum þvi aðeins boðiðupp á dansverk Danans Eske Holm, Hjarta- knúsarinn og Vorblót, sem Holm setur hér á svið með tslenska dansflokknum. Um Eske Holm veit ég fátt annað en það sem segir i leikskrá Þjóð- leikhússins. Hann virðist hafa farið svipaða leið og margir aðrir leikhúsmenn, leikarar og leikstjórar, sem voru aö komast til þroska á sfðasta áratug: snúið af hefðbundinni frama- braut innan viröulegra stofnana og reynt aö þroska list sina á frjálsari grundvelli. Holm var um tima aöaldansari við Konunglega danska ballettinn, yfirgaf hann árið 1967 og starf- aöi siðan viða um Norðurlönd sem dansahöfundur, dansari og kennari. Arið 1976 stofnaði hann eigið balletthús, Pakhus 13, i Kaupmannahöfn. Hann mun einnig hafa verið afkastamikill höfundur og blaðaskrifari, þ.a.m. um jafnréttismál. Það er vonandi að koma hans hingað hafi styrkt Islenska dansflokk- inn á einhvern hátt, en ástæða er til að fagna hverju þvi tæki- færi sem hann fær til aö starfa með erlendum kunnáttu- mönnum. Bæði dansverk þessarar sýn- ingar bera þess glögg merki að samskipti og staða kynjanna eru Holm næsta hugleikiö við- fangsefni. Hjartaknúsarinn er samsettur af sex ólikum at- riðum eða myndum, sem fram fara á einhvers konar kabarett- sviði og flest eru með ærsla- fengnum svip. Mesta ánægju hafði ég af tveimur fyrstu at- riðunum, Upp og niöur og Grand pas de deux, en hið fyrra er sér- riðinu, Grand pas de deux, sem flutt er við Adagio Albinonis og þau Asdi's Magnúsdóttir og örn Guðmundsson dönsuöu, tekur Holm upp á þvi að láta kven- dansarann vera i spennitreyju og dansa þannig klassiskan ballett án þess að geta beitt höndunum. Frá þeirri raun kemst Asdis mæta vel, en dramatísk uppbygging atriöis- ins er raunar býsna góð frá hendi Holms. A sfðasta augnabliki þess tekst honum að koma áhorfanda á óvart á dálitið smellinn hátt; maöur býst við að ballerinan, sem hefurverið ósjálfstætt leik- fang i' höndum karlsins ’ í en sótt þó svolitið i sig veðrið stG að ryðjast fram hjá honum, en i staö þess að ná undirtökunum lætur hún höfuð sitt fálla ‘aö öxl hans. Siðari fjögur atriðin meö ádeilu á mengun, stéttaskipt- ingu og lögregluofbeldi eru hins vegar miklu rýrari i roðinu en þau fyrrnefndu. Eftir hlé er svo fluttur dans Holms við tónlist Stravinskis Vorblót, öllu metnaðarmeira verk en Hjartaknúsarinn. í þessum dansi er lýst viðureign karlmanns, sem Holm dansar sjálfur, við hóp kvenna og lýkur henni á þvi aö þær slita hann i sundur. Ætla ég mér ekki aö leggja út af þessari sögu, en trúlega á boðun hennar að vera svipuð og sú sem kemur fram i Hjartaknúsaranum, þó aö félagsleg skirskotun sé hér ekki jafn áberandi, Af minni tak- mörkuðu þekkingu gat ég ekki séð annað en dansflokkurinn stæöisig með sóma og sjálfúr er Holm hinn ásjálegasti dansari. Ef undan eru skildar einstöku augnabliksmyndir, fannst mér kóreógrafia hans hins vegar fremur sviplitil og skorta þá reisn sem dans við slfka tónlist verður að búa yfir. Tónlistin viö sýninguna er flutt i hátalara og er ekki upp- lýst i leikskrá hverjir eru flytj- endur hennar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.