Helgarpósturinn - 27.03.1981, Síða 14
Sild, lax og
sveppir á
finnskan
Hclgarrétturinn kemur að
þessu sinni frá Ann Sandelin,
sem nýlega tók til starfa sem
forstöðumaður Norræna húss-
ins. Að sjálfsögðu er það al-
finnskur matursem hún kynnir
okkur — nema hvað salatið er
rússneskt að uppruna.
Þá kemur fyrst sildarréttur,
sem allar húsmæður í Finnlandi
kunna að búa til, en er ófáan-
legur á matsölustöðum.
Giasmástar sill/Lasimestarin
silli
1—2 saltsildar (heitar)
1 dl sykur
2 dl edik
3 lárviðarlauf
10 korn kryddpipar
1 stór gulrót (þunnar sneiðar)
1 stk. rauðlaukur (þunnar
sneiðar)
Sildin er lögð i bleyti eina nótt.
Sykurinn og edikið látið sjóða
upp ásamt larviðarlaufunum og
piparnum, látið kólna. Sildin er
bútuð iu.þ.b. 1—1 l/2cm þykkar
sneiðar. Sildinni er raðað i
krukku og látið skiptast á
sildarlag, gulrótarlag og lauk-
lag. Leginum er hellt yfir, látið
standa i einn sólarhring. Sumir
nota lika örþunnar sneiðar af
piparrót, sem þeir leggja efst.
Borið fram meö kartöflum eða
rúgbrauði (eða hvorutveggja)
Aðalrétturinn: Juujárven Lohi
(iax frá Juuvatni)
Ann Sandelin, forstöðumaður
Norræna hússins.
1 kg. laxflak
2 tsk salt
50—100 gr smjör
4—6 dl rjómabland
Laxinn er skorinn i þunnar
langar sneiðar og þeim raðað i
grunnt, eldfast fat, sem hefur
verið smurt innan með smjöri.
Rjomablandinu er hellt yfir, svo
það næstum fljóti yfir laxinn.
Smjörið er skorið i bita og dreift
á. Bakist við 200—250 gráður i
20—30 minútur og borið fram
með ofnsteiktum kartöflum eða
kartöflumús og blönduðu salati
(tómatar, salat, gUrkur) 1 stað-
inn fyrir lax má nota silung.
Og ef menn vilja eftirrétt má
reyna sveppasalat Vieni
Sacaatti:
1 litri sveppir (nýir, villtir, má
vera hvaða tegund sem er)
1 meðalstór laukur
1 dl rjómi
svartur pipar
graslaukur eða steinselja.
Sveppirnir eru saxaðir frekar
fint, og sömuleiðis laukurinn.
Þessu er siðan blandað saman,
kryddað með piparnum og ör-
litlu af salti ef vill. Hálfþeytið
rjómann og blandið þessu
saman við hann, og notið siðan
graslaukinn eða steinseljuna til
að skreyta. Borið fram með
rúgbrauði. ..
Galdrakarlar
Diskótek
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri Reykjavik
TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9
S.21715 23515 S.31615 06915
Mesta úrvallö, besta þjónustan.
Vlö útvegum yöur afslátt
á bllalelgubilum erlendis.
veitingasíaöurinn
Reykjavíkursvæöinu^ £
Gunnar, Björgvin og
Tómas leika nýstár-
lega dinnertónlist í
kvöld.
Matseðill kvöldsins
Kjötseyði Colbert
Rækjukokkteill með ristuðu
brauöi •
Roast beef Bernaise
Hamborgarakóteletta Hawai
Perur Bella Helín
Verið velkomin
í Vesturslóð
Verður gamli Laugarnesbærinn rifinn? Verði það gert finnst mörgum skarö fyrir skildi, og nóg sé komið
af rifrildi gamalla húsa, auk þess sem Laugarnesið er ekki fyrir neinum. A innfelldu myndinni er Sig-
urður ólafsson, sem flutti þaðan nýlega eftir að hafa búið þar með hesta slna i 34 ár. (Myndir: Jim
Smart).
Óslitin byggð frá landnámsöld — þar til nú?
Laugarnesbærinn i hættu
Laugarnes er nafn, sem allir
Reykvikingar kannast iiklega
við. Hitt vita liklega færri, að
gamli Laugarnesbærinn, sem
Laugarneshverfið dregur nafn
sitt af, stendur þar sem talið er,
að hafi verið ósiitin byggð allt frá
landnámsöld. Þar bjó Hallgerður
langbrók á sinni tið, og seinna
var þar biskupssetur. Húsið sem
stendur þar nú var reist i kring-
um sföustu aldamót, en endur-
byggt árið 1913.
NU hvilir mikil óvissa yfir hús-
inu. Sigurður ólafsson, hinn
kunni hestamaður og söngvari
flutti úr þvi fyrir skömmu, eftir
að hafa búið þar i 34 ár. Enn er
búið i risinu, en þegar það hefur
verið rýmt, er hætta á að húsið
verði rifið.
Að sögn Sigurðar Harðarsonar,
formanns Skipulagsnefndar
Reykjavikur, er Laugarnestang-
inn hugsaður sem útivistarsvæði
samkvæmt aðalskipulagi, en að
öðru leyti eru engar hugmyndir
um nýtingu þess.
,,Það er ekki meiri ástæða til að
rifa þetta en önnur hús á þessu
svæði. Þetta hús er einn af ,,milu-
stólpum” Reykjavikur, sem
þegar er búið að rifa of mikið af”,
segir Sigurður.
Gunnlaugur Pétursson borgar-
ritari segir, að um húsið og land-
réttindi sem þvi fylgja, gildi
samningur sem gerður var að
tilhlutan Brynjólfs Bjarnasonar,
fyrrverandi menntamálaráð-
herra, skömmu eftir strið, við
ekkju Þorgrims Jónssonar, sem
þá bjó að Laugarnesi. Samning-
urinn var á þá leið, að mennta-
skóli skyldi byggður i landi
Laugamess, en þar til af þvi yrði
hefði hún umráðarétt yfir húsinu.
Nokkrum árum seinna keypti
bærinn Laugarnesið af rlkinu, en
samningurinn gilti áfram. Að
sögn Jóns Kristjánssonar skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings
gildir hann enn, þótt vafi leiki
raunar á þvi, að rikið hafi verið
réttur aðili til að gera hann á sin-
um tima, þareð þetta fellur undir
skipulagsmál Reykjavikur.
„Þegar húsið hefur verið rýmt,
verða þessi mál athuguð. En heil-
brigðiseftirlitiö hefur fyrir löngu
dæmt húsið óibúðarhæft, þannig
að enginn má flytja i það, eftir að
núverandi ibúar eru farnir, og ég
tel langlíklegast að þaö verði rif-
ið, frekar en ráðist verði i að
endurnýja það”, segir Jón Krist-
jánsson.
„Ég sakna einskis, þvi miður.
Það ef ekkert eftir af gamla
Laugarnesbúinu, það er ekki einu
sinni eftir útsýnið inn yfir
Laugardalinn”, segir Sigurður
Ólafsson, en hann er nú fluttur
upp i' Breiðholt. Enn hefur hann
þó tvo hesta að Laugarnesi og
kemur þangað daglega til að
hirða þá.
Að mati Sigurðar er húsið gjör-
ónýtt og vonlaust að ætla sér að
endurbyggja það. Ragnar Þor-
grimsson, einn af sonum Þor-
gríms Jónsonar og Ingibjargar
Kristjánsdóttur, siðustu ábúenda
á Laugarnesi, segir hinsvegar, að
máttarviðir hússins séu góðir, og
það sé alls ekki útilokað að gera
það upp svo það verði ibúðarhæft,
þótt það hafi raunar ekki verið
kannað. Það sé hinsvegar
óhemju dýrt, og spurningin sé
hvernig eigi að fjármagna það, og
hver eigi að gera það.
Ekki vinnu aö fá hjá Ráðningarstofunni
„Liggjum í simanum alla daga og
tekst að útvega starf og starf”
„Nei, við höfum yfirleitt engar
lausar stöður, það er mjög litið
framboö”, var svarið, sem blaða-
maður Helgarpóstsins fékk,
þegar hann hringdi á Ráðningar-
stofu Reykjavikurborgar og
spuröi hvort væri hægt að útvega
sér eitthvað að gera.
Ekki svo að skiíja, að við séum i
atvinnulcit (að minnstakosti ekki
i fyrirsjáanlegri framtið). En
hefði svo verið hefði Gunnar
Helgason, sem varð fyrir svörum,
litið getað gert.
„Við liggjum i simanum alla
daga og reynum að hjálpa fólki
um vinnu, og það tekst að útvega
eitt og eitt starf handa þeim
160—180 sem eru venjulega á skrá
hjá okkur þessa dagana og þá er
oftast um að ræða sérhæfð skrif-
stofustörf”, sagði Gunnar.
A mánudagskvöldið voru 166
skráðir atvinnulausir i Reykja-
vik, sem er heldur minna en
þegar mest var i febrúar, þá fór
talan upp i 236. Aö sögn Gunnars
er þarna um að ræða fólk i 27
starfsstéttum, en stærsti hópur-
inn er verkamenn, verslunar-
menn, trésmiðir, húsgagna-
smiöir, rafeindafræðingar, bif-
vélavirkjar, iðnverkafólk, póst-
burðarfólk, tækniteiknarar,
sjúkraliðar og rafvirkjar á
atvinnuleysisskrá, svo nokkuð sé
nefnt.
„En ég tel ekki að það sé hægt
að tala um atvinnuleysi, þetta er
ákaflega svipað og hefur verið
undanfarin þrjú til fimm ár, og
atvinnuástandið hefur verið talið
nokkuð gott. Það eru talsvert
miklar breytingar á þessum hópi,
sem er á skrá hérna, fólk útvegar
sér vinnu sjálft smám saman,
fyrir utan þá sem við getum
hjálpað”, sagði Gunnar Helga-
son.
Hann vildi ekki halda þvi fram,
að i hópi atvinnulausra sé fólk,
sem hreinlega „spili á kerfið”
eins og þekkist i nágrannalöndum
okkar, þótt sumir séu nokkuð
vandlátir á vinnu. En það er oft-
ast vegna heilsubrests, margir
sækjast eftir innistörfum frekar
en erfiðisvinnu utanhúss.
Samt sem áður sækir yfirleitt
umtalsverður fjöldium þau störf,
sem auglýsteru i blöðunum. Það
er ekki óalgengt, að 20—30 manns
sæki um hvert starf sem losnar,
sérstaklega skrifstofustörf. Það
má þvi búast við að mikið hafi
verið að gera hjá þeim 27 fyrir-
tækjum, sem auglýstu eftir
starfsfólki i Morgunblaðinu á
sunnudaginn.
Eitt þeirra er Skrifstofuvélar
hf, og að sögn Lúðviks Andreas-
sonar sölustjóra sóttu 27 um það
sölumannsstarf sem var auglýst.
„Það merkilega er, aö það var
mjög mikið af iðnaðarmönnum á
aldrinum 20—30 ára, sem sóttu
um starfið en mjög fáir höfðu þá
eiginleika sem við erum að sækj-
ast eftir, eða reynslu úr við-
skiptalífinu. Við auglýstum
svipað starf i haust, þá sóttu 18
eða 20, það var sama sagan. Þetta
voru pipulagningamenn,
múrarar, trésmiðir, húsgagna-
smiðir og fleiri iðnaðarmenn.
Mjög margir virtust vera at-
vinnulausir, gátu byrjað strax, en
aðrir voru búnir að segja upp, og
þá oft í kjölfar samdráttar hjá
vinnuveitandanum. Aðrir i þess-
um bransa okkar, sem ég hef
talað við, hafa svipaða sögu að
segja”, sagði Lúðvik Andreasson
hjá Skrifstoíuvélum.