Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 18
18 i _ vr»’ ^ Föstudagur 27. mars 1981 Framtíðar grúppur The Fall-Grotesque (After The Gramme) Hljómsveitin The Fall er stofnuö í Manchester árið 1976 af Mark E. Smith og nokkrum The Fall. bó held ég að miklir áhrifavaldar hljótiaöhafa verið bandarísku hljómsveitirnar Red Crayola og Pere Ubu. Aðr- ar líkar hljómsveitir má nefna eins og t.d. Raincoats, Slits og vinum hans. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið i hljómsveitinni gegnum árin og er Smith sá eini sem eftir er af stofnendunum, en sá sem hefur veriðlengst i hljómsveitinni auk hans er gitarleikarinn Marc Riley. Aðrir meðlimir The Fall um þessar mundir eru gitarleik- arinn Craig Scanlan, Bassaleik- arinn Steve Hanley og fimmtán ára bróðirhans, Paul, sem leik- ur á trommur. The Fall hafa gefið út fjórar stórar plötur, sem heita Live At The Witch Trial (1978). Dragnet (1979), Totale’s Turn (1980) og Grotesque, sem kom út rétt fyrir siðustu áramót. Það er erfitt að lýsa þeirri tónlist sem The Fail flytur, svo séi'stæð er hiln. Þetta er hrá og óhefluð rokk tönlist i orðsins fyllstu merkingu. Stefna hljóm- sveitarinnar hefur nefnilega veriðað leika tónlist sem er eins litið „pródUseruö” og mögulegt er og það hefur þeim svo sann- arlega tekist fram aö þessu. A Grotesque hefur þó orðið sií breyting, að kallaðir hafa verið til menn sem nokkra reynslu hafa á sviði hljóðstjórnar. Ég held þó að þessir menn, sem heita Mayo Thompson og Geoff Travis, hafi og muni aldrei stjórna plötu sem hefði þennan hvimleiða iðnaðartón, sem gerir. manni jafnvel erfitt að greina á milli hljómsveita. Hljómurinn á Grotesque er þvi ekki eins hrár og veriðhefurá plötum The Fall fram að þessu. Sem söngvari er Mark E. Smith all sérstæður og þegar maður hlustar á The Fall i fyrsta skipti er ekki laust við aðhann fari dálitið i taugarnar á manni, sérstaklega þegar rödd hans springur annað veif- iö. Aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru svo sem ekki neinir rosa hljóöfæraleikarar, en þeir gera vel þaö sem þeir eru að gera. Það er erfitt að finna aðrar hljómsveitir, sem likja má við Pop Group, en þó eru þessar hljómsveitir meira inn á rokk/reggae linunni, en The Falleru fyrst og fremst rokkar- ar. Það þarf að gefa sér dálítinn tlma og nokkra hlustun til að venjast The Fall en það er þó vel þess virði, þvi þessi sér- stæða hljómsveit veitir manni töluverða ánægju að lokum. Basement 5 Söngvarinn Dennis Morris, sem er aðalsprauta hljómsveit- arinnar Basement 5, starfaöi áður sem ljósmyndari og ég held að ég megi segja að sem slikur var hann nokkuð góður. Að minnsta kosti gefa plötuhulstur fyrstu Public ImageLtd. plötunnarog Forces Of Victory með Linton Kwesi Johnson þaö til kynna, en hann sá einmitt um gerð þeirra. Maður hlýtur því að áiykta að hljómsveit, sem fær mann sem þennan til að gefa upp á bátinn starf, sem hann virðist hafa ánægju af auk þess aö vera búin að skipta sér nafn á þessu sviði, hljóti að vera að gera einhverja góða hluti og það jafnvel eitthvað sem eigi eftir að skila af sér peningum i framtiðinni. Vissulega tel ég Basement 5 meðalmerkari hljómsveita sem komið hafa fram í seinni tið, en þó eiga þeir nokkuð i land ennþá, meö að teljast virkilega góðir. Upphaflega var hljómsveitin eingöngu skipuð svörtum mönn- um, en þegar trommuleikarinn hætti, hljóp i skarðið fyrir hann hvitur maður Richard Dudanski að nafni, en hann lék áður með Publiclmage. Ekki varðþó dvöl hans í hljómsveitinni löng, þvi hann hefur nii yfirgefiö hana og siðast þegar ég frétti hafði enginn verið ráðinn I hans stað. Það er leitt til þess að vita að hann treysti sér ekki til aö ráöast til hljómsveitarinnar til langframa þvi hlutur hans á þessari fyrstu plötu Basement 5 er stór og er hann að öðrum ólöstuöum stjarna hennar. Plata þessi uppfyllir þó ekki þær kröfur sem gerðar höfðu verið til hljdmsveitarinnar. Vissulega erþar þógóöra punkta að finna og til að mynda eru vel flestir textar plötunnar mjög góðir og viða komið við i þeim. Tónlistin er reggae/rokk, þar sem rokkið er þó heldur meira áberandi. Það er helst að hægt væri að segja aðtónlist þeirra sé nokkurskonar sambland af þvi sem Public Image og Linton Kwesi Johnson hafa verið að gera. A fyrri hlið plötunnar er að finna tvö góð lög þ.e. Riot og Immigration, sem er eitt það besta á plötunni og gott dæmi um fyrsta flokks reggae/rokk. Seinnihliðin er öllu betri en sú fyrri, sé á heildina litið og er erfitt að segja þar eitt lag öðrum betra. Basement 5 er mjög þokkaleg plata, en það er eins og vanti herslumuninn á þaö að hdn geti talistgóð, en ég held að ef annar trommuleikari i sama gæða- flokki og Dudanski fæst i hljóm- sveitina þá sé ekki ástæða til annars en að lita björtum augum tilframtiðarinnar. Killing Joke. Bass,Lead ToTellTheKilíing Joke We Mean It Max. Total Explotation No Information Anonymity Þessar linur hér að ofan voru megin uppistaðan i auglýsingu sem birtist iMelody Maker fyrir tæpum tveimurárum. Þaðvoru tveir ungir menn, Jaz, sem syngur og spilar á hljómborð og trommuleikari, sem heitir Paul (þeir nota ekki eftirnöfn), sem voru að auglýsa eftir bassa og gítarleikara i hljómsveit sem þeir hugðust stofna. beir segja að þeir hafi ekki einu sinni skilið meiningu aug- lýsingarinnar sjálfir (svo ekki er von að ég skilji hana) en von- uðu að hún mundi færa þeim réttu mennina, sem hún jú gerði. Gitarleikarinn Geordie var ráðinn áður en hann hafði jafnvel spilað fyrir þá svo mikið sem einn tón og bassaleikarinn Youth, sem áður lék eitthvað með 4 be 2 (þ.e. hljómsveit Jimmy Lydon litla bróður Johnny Lydon) Viðurkenndi strax i upphafi að hann kynni litið sem ekkert á bassa. Tónlist Killing Joke er ekki llk neinu sem maður hefur hey rt áður, þó vissulega megi greina fyrir hvaða áhrifum þeir hafa orðið. Það er t.d. greinilegt að hljómsveitirnar Public Image og Wire, eru töluverðir áhrifa- valdar á tónlist Killing Joke en tónlistin er kraftmikið rokk undir sterkum áhrifum af reggae tónlist. Fyrsta stórplata þeirra kom á markað nú ekki alls fyrir löngu og er þar á ferðinni ein af athyglisverðustu plötum seinni mánaða. A henni er að finna átta lög sem vel flest eru mjög góð. Tónlistin einkennist af ruddafengnum gitarleik og kraftmiklum, en ekki flóknum, bassa og trommuleik. Hljómborðin eru hinsvegar ekki mjög áberandi. Ég er þeirrar skoðunar að nafnið Killing Joke eigi eftir aö verða áberandi i framtiðinni, að minnsta kosti ber þessi fyrsta plata þeirra framtíöinni gott vitni. g henni, eða að horfa á hvort ann- að.” ,,Ég skal veðja að það fellur vel i kramið”, hló ég. Hann hló lika, og virtist ánægöur yfir þvi að hafa komið mér til að hlæja. Fjöl- skylda sem hlær saman, stendur saman, hugsaði ég. ,,It happened” var lag sem John hafði dálæti á. ,,Það slær i gegn” „Utilokað.” „Viltu veðja? Ég skal láta það slá i gegn,” sagði hann. Ég man ég hugsaði: „Af hverju þetta lag?” John hafði fundiðþað á gamalli segulbands- spólu hálfum mánuði fyrir þetta kvöld. Það var erfitt að koma þessu saman eftir það sem skeði. En ég vissi að John yrði friðlaus ef ég gerði það ekki.Ég vona aðþér liki þaö, John. Ég gerði mitt besta.” — 0— Þetta ritar Yoko Ono á bakhlið umslags smáskifunnar „Walking on thin ice”, sem kom út fyrir nokkrum dögum. Einsog sjá má er hér komið lagið sem þau voru að vinna við daginn sem John Lennnon var myrtur. Það er merkilegt, einsog „Double Fantasy” hefur selst rosalega siðustu mánuði, að þessi smá- skifa Yoko hefur ekki hlotið góð- armóttökur. Fólk virðist enn vera afbrýðissamt úti hana, halda i þá meinlokuað hún sé ástæðan fyrir þvi að Bitlarnir hættu á sinum tima, og meturhana ekki að verð- leikum. Ég fullyrði hinsvegar, að Yokosé, og hafialltaf verið, mikil listakona. Það sannar ekki sist þessi litla minningarplata hennar Afn ýjum hljómplö tum FyrirJohn „Við John vorum mjög ham- ingjusöm fyrstu vikuna i desem- ber. „Double Fantasy” var á Topp Tiu. Það var bara spurning hvenær hún færi upp i fy rsta sætið þarsem enn voru tvær vikur til jóla og hún seldist vel. Viö vorum alltaf að segja, „Það tókst, það tókst”, og föðmuðum hvort ann- að. „Hvaöeigum við að gera þeg- ar hún er komin i fyrsta sæti, John? ” „Ég býðþér út að borða.” „Er það ákveðiö?” „Það er á- kveðið.”Þaðþýddiaðviðfærum i sparifötin okkar: John i jakkaföt- in sin, ég i kjól. Hann myndi setja demantprjóninn i kragahornið, afmælisgjöf frá mér. Siöan fær- um við á hljóðlátan, dimman veitingastað, þarsem enginn gæti séð okkur nema við sjálf. bannig skemmtum við okkur best. „Mamma, geturðu hjálpað mér aðfesta demantprjóninn?”, heyri ég hann segja. „Yoko, þú hefur staðið við þitt, og framleitt topp-plötu. Láttu þá ekki sparka i þig oftar. Mundu það þegar þú talar við þá. Þeir veröa að bera virðingu fyrir þér núna. Horfðu bara beint framan i þá og segðu við sjálfa þig: ég er topp listamaöur. — ókei?”, sagði hann aftur og aftur. „Hafðu engar áhyggjur John. Ég horfi beint framan I þá hvorteðer.” „Það er ■ vegna þess að þú ert brjáluð”, hló hann. „En nú ertu eftirsótt sölu- vara, Yoko: og þú veist ekki hvað það þýðir. Það þýðir doliarar og sent. og þeir skilja það.” „Já, John.” Við vorum að endurhljóðblanda „Walking on thin ice” þetta kvöld. Undangengna helgi höfð- um viðhlutað á lagið allan daginn og alla nóttina. Það var einsog lagið ásækti okkur bæði. Ég man ég vaknaði um morguninn og uppgötvaðiað John var að horfa á sólina koma upp og enn hlustandi á lagið. Hann sagði að ég yrði að senda það strax frá mér á smá- skifu. Hann vildi vera á b-hlið- inni. Mér fannst þaö ekki vitur- legt. „Þá hlustar enginn á a-hlið- ina.” „Hei, mér dettur svoldið i hug. Hvernig væri að senda plötu- snúðunum bara a-hliðina, og halda b-hliðinni algjörlega leyndri þangaðtil platan kemur i verslanirnar? ” „Góð tilraun John. Þú veist ^ð það gengur aldrei.” Seinna varð John sam- mála mér. „Þú hefur sennilega' rétt fyrir þér. Við verðum að senda þigútsóló.” 1 hugum okkar vorum viö eitt. t augum heimsins var það John Lennon og frúin hans sem hafði unnið 1 happdrætt- inu Ég sá að hann horfði á grám ann i hári minu. Hann sá að ég horíði á kinnbeinin hans. Við vor- um gamlir strlösmenn. „Viðskul- um láta þá fá það óþvegið. Við skulum hafa það fyrir reglu að birta aldrei mynd af okkur nema við séum annaðhvort að kyssast á Nýsköpunarstefna í matargerðar/ist Sigrún Daviðsdóttir: Matur — sumar, vetur, vor og ha ust. Matreiðslubók 562 bls. Almenna bókafélagið 1980. Það er ekkert efamál að á allra siðustu árum hafa orðið verulegar breytingar á matar- Nauðþurftin verður að list og ánægjuauka og gerist þetta á fleiri sviðum. Það er ekkert undarleg þó aö mataræði tslendinga hafi breyst mikið á þessari öld. Fátæk þjóð sem verður skyndilega rik bruðlar með mat og þó sérstak- lega sætmeti og feitmeti, það sem helst var skortur á. Þetta hefur sett mark sitt á daglega bækur. Hin fyrri kom út 1978 og heitir Matreiöslubók handa ungu fólki á öllum aldri. Stefna SigrUnar i matargerðarlist er stundum kennd við hið nýja franska eldhús. Þessi stefna leggur megináherslu á einfald- leika i meðferð hráefnisins þannig að upprunanlegt bragð þess fái að njóta sin sem best. Einnig er lögð áhersla á einfald- leika meðlætis og alhliða holl- ustu þess sem borið er á borö. Bækur Sigrúnar eru ekki framhald hvor af annarri heldur má segja að þær séu hliðstæðar. Efnisskipting þeirra er svipuð. Kaflarnir i Matur — sumar vetur vor og haust heita for- réttir, sósur, súpur, fiskur og skelfiskur, kjöt, kornmeti, grænmeti, brauð, kökur, eftir- réttir og ýmislegt. SigrUn leitar vlða fanga og er f jölbreytni upp- Sigrún Daviðsdóttir — „bækur hennar eru á köflum hreinn skemmtilestur.” Bókmenntir eftlr Gunnlaug Astgelrsson. gerð og matarvenjum Islend- inga. Ekki hef ég heyrt um að gerðar hafi verið visindalegar kannanir á þessu efni og er hér komið kjörið viðfangsefni fyrir einhvern matarfélagsfræðing. Svo mikið er vist að vöruúrval til matargerðar hefur stór- breyst á tiltölulega fáum árum og ég tala nú ekki um alla þessa nýju veitingastaöi sem opnað hafa undanfarið, svo maður hefur varla undan að fylgjast með hvaö þéir heita. Ég held að þessi nýi áhugi á matargerðarlist sé ákveðið vel- ferðareinkenni og sumir myndu sjálfsagt kalla hann hnignunar og úrkynjunarmerki. En hvað sem þvi liður þá er það svo, að þegar mannskepnan er hætt að þurfa aö hafa daglegar áhyggjur af þvi hvort hún fái eitthvað til aö setja ofan í sig þá umhverfist sú áhyggja i áhuga á þvi hvað hún setur ofan I sig. neyslu hér og má sem dæmi nefna alls kyns sæta grauta og súpur, menn hafa reyndar notað sykur út á allan fjandann, og allt það feitisbras á k jöti og fiski sem verið hefur landlægt, bragðið af matnum drepið i löðrandi hálfbrenndri feiti. Eitt bruðleinkennið er aö hafa helst sautján sortir af meölæti með matnum. En nú er eins og sé að skapast skynsamlegt jafnvægi. Lögð er meiri áhersla á hollustu fæð- unnar og matargerðin miðarað þvi að skemma matinn sem allra minnst. Gæði og bragð- nautn eru komin i stað magns og græðgi. Einnig er aö sameigin- legum máltíöum á heimilum hefur fækkað og er það eðlilegt að fólk vilji gera betur við sig þá sjaldan allir heimilismenn snæða saman. Sigrún Daviösdóttir hefur sent frá sér tvær matreiöslu- skrifta i bókunum ótrúlega mikil. Þar er bæði að finna það sem kalla má hefðbundna rétti með ýmsum tilbrigðum og einnig framandi rétti og frum- lega sem oftast eru aðlagaðir þvi hráefni sem hér er á boð- stólum og er það meira en hægt er að segja um margar af þeim þýddu matreiðslubókum sem hér hafa verið gefnar út i seinni- tið. Sigrún er hugmyndarik og fundvis á einfaldar leiðir til að búa til lystilegan mat úr hvers- dagslegu hráefni. En bækur hennar eru meira en berar mataruppskriftir. I þeim er að finna margvislegan fróðleik um mat og matargerð, bæöi sögulegan fróðleik, nyt-# semisráð og ýmisskonar heil- ræði.Sigrún skrifar einnig ákaf- lega notalegan texta og eru f-ÞJÓBlEIKHÚSH Sölumaður deyr i kvöld kl. 20 laugardag kl. 20 Uppselt. sunnudag kl. 20 Dags hriðar spor laugardag kl. 15 Siðasta sinn Aögöngumiðar frá 18. þ.m. gilda á þessa sýningu. Oliver Twist. sunnudag kl. 15 Fáar sýningar eftir Miðasala 13.15—20. Simi 1- 1200. bækur hennar á köflum hreinn skemmtilestur. Það má þvi með sanni segja að bækur Sigrúnar Daviðsdóttur séu forvitnilegt og þarft fram- lag til þeirrar nýsköpunar is- lenskrar matargerðarlistar sem á sér stað um þessar mundir. — G.Ast LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR ÓTEMJAN i kvöld kl. 20.30 Næst siðasta sinn ROMMÝ laugardag kl. 20.30, uppselt miðvikudag kl. 20.30 SKORNIR SKAMMTAR sunnudag kl. 20.30 Frumsýning uppselt 2. sýning þriðjudag 3. sýning fimmtudag Miðasala I Iðnó kl. 14—20.30. Simi 16620. miðvikudag kl. 21 Siðasta sinn. Miðasala i Austurbæjarbió frá kl. 16—21. Simi 11384.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.