Helgarpósturinn - 01.05.1981, Page 10
10
Föstudagur 1. maí 1981 hfPltJrtrpn^fl irinn
..Þarna samiafiist ekki, aö bik sé
bátsmannsæra".
„Þetta er viðhaldið mitt”, segir Pétur Sigurðsson, þegar ég hitti
hann á gangi deildar þrjú á Vifilsstöðum. Hann er i hvitum spitalanátt-
fötum og brúnum slopp utanyfir og þegar við heilsumst verður hann að
sleppa hægri hendinni af viðhaldinu, sem er tengt við vinstri handlegg-
inn með plastslöngu. Hún liggur upp I flösku með glærum vökva, sem
dinglar öfug efst á langri stöng.
„Rg verð að kom a hingað öðru hvoru, þvi ég er astmasjúklingur og ef
ég fæ kvef eða flensu verður að gera sérstakar ráðstafanir”, heldur
Pétur áfram og gripur aftur um viðhaldið og teymir það við hlið sér inn
ganginn. Við stingum okkur inn i eins manns stofu, sem sjúklingurinn
var svo vinsamlegur að vikja úr svo við Pétur gætum rabbað saman i
rö og næði.
„Annars hef ég ekki komið hingað i cin þrjú ár fyrr en núna, en ég
fékk ansi slæma flensu i vetur, sem gekk illa að losna við, og ég notaði
timann nú þegar ekki er þing, til að losna við þetta úr lungnapipunum.
Það er dálitið erfitt að vera svona, þegar maður þarf að nota mikið
öndunarfærin og talfærin. Reyndar er alls ekki óalgengt, að þingmenn
þjáist af einhverskonar astma. Skúli heitinn Guðmundsson var t.d.
slæmur af þ**ssu, hann þoldi alls ekki tóbaksreyk á fundum”, heldur
Pétur áfram. þegar við höfum komið okkur fyrir i sótthreinni sjúkra-
stofunni.
— Til að byrja einhversstaðar,
Pétur: Pétur Sigurðsson, Pétur
sjómaður, hver er hann?
„Ég er fæddur i Keflavik árið
1928, fluttist þaðan fimm ára
gamall til Reykjavikur . Pabbi
var Utgerðarmaður og formaður
og fékkst einnig við búskap.
Annars á ég ættir að rekja á
Seltjarnarnesið, i Engey og norð-
ur i HUnavatnssýslu i föðurætt-
ina, en móðir min er af Mýrar-
holtsætt. Dóttir Hafliða Jónsson-
ar, bróður séra Bjarna, sem var
liklega þekktastur þeirra bræðra,
þótt margir hafi kannast við
Kristinn Jónsson i Reykjavikur-
apóteki. Þessi ætt er kennd við
Mýrarholt. ■
Raunar er ég Engeyingur i báð-
ar ættir, sem er meira en þeir
bræður Benediktssynir voru.
Pabbi og mamma voru skyld að
fjórða og fimmta, bæði af Eng-
eyjarætt og telja ættir sinar til
Ólafar Snorradóttur, sem var
kölíuð Ólöf rika.
Á ég að halda áfram með lifs-
hlaupið? Ég fór i gagnfræðaskóla
Reykvikinga, sem kallaður var.
AgUst H. Bjarnason setti þann
skóla á stofn og stjórnaði honum,
og siðan tók við Knútur Arn-
grimsson, sá ágæti maður, sem
skrifaði bókina „Hjólið snýst”
eftir ferð um Þýskaland méðan
það var og hét, fyrir siðustu
heimsstyrjöld. Hann var afburða
sögukennari. Eftir að hann dó tók
Guðni Jónsson magister við skól-
anum . Hann var pabbi prófessors
Bjarna Guðna og þeirra systk-
ina.
Flestir fóru þaðan i Menntskól-
ann. Ég fór til sjós eftir þriðja
bekk og hafði þá verið á sjó á
sumrin, bæði með pabba og viðar.
En eftir skólann komst ég á tog-
ara, sem var ansi erfitt á þessum
árum. Seint i striðinu og eftir
striðslok voru þetta bestu plássin
sem hægt var að fá á fiskiskipi,
nemaá góðu sildarbátunum, þeg-
ar sildin var og hét. En það voru
ekki siðri tekjur á þessum skip-
um, og ég var alltaf með af-
bragðs skipstjórum.
Ætlaði í „alvöru
siqlinqar”
Haustið 1948 fór ég siðan i II.
bekk Stýrimannaskólans, lauk
meira fiskimannaprófi vorið eftir
og náði mér i siglingatima á
verslunarskipum. Ég var mikið
fjarverandi, m.a. i Miðjarðar-
hafssiglingum, en kom heim aftur
haustið 1950 settist i Ill.bekk far-
mannadeildar og lauk farmanna-
prófi næsta vor.
Eftir þetta ætlaði ég mér að
fara i „alvöru siglingar” með er-
lendum skipum, en það var svo
eitt og annað sem kallaöi, svo það
varð dckertUr þvi. Ég lenti meðal
annars i tnílofunarstandi og
ilentist þvi hér heima, bæði vegna
þessa og fyrir góðra manna orð.
Aö ég fór i f armannadeildina var
m.a. vegna þess að ég vissi að ég
hefði aldrei getað orðið nema
undirstýrimaður á erlendum far-
skipum með fiskimannaprófið.
Til að undirbúa mig undir skólann
og ná í siglingartima var ég fyrst
á Foidinni hjá Ingólfi Möller og
sigldi viða meðhonum. Seinna fór
ég á skip Eimskipsfélagsins og
var þar jafnvel eftir að ég var
orðinn þingmaður. Ég var fyrst
kosinn árið’1959 og var á sjó öll
sumrin fyrsta kjörtimabilið. En
þá var starfið i þinginu orðið svo
mikið, að þetta var ekki hægt
lengur. Auk þess hafði ég verið
beðinn að gefa kost á mér i stjórn
Sjómannafélags Reykjavikur,
eftir að ég varð þingmaður þar
sem ég er enn á kafi við störf og
var auk þess orðinn formaður
Sjómannadagsráðs. Siðan hef ég
ekki komið á sjó sem skráður
skipverji, en hef alla tið siðan
verið að snUast i kringum þessi
mál. Spegillinn sagði lika ein-
hverntímann, að kæmi upp eitt-
hvað sem byrjaði á sjó væri ég
kominn þar!”
Grjólliríö irá
skólðDræorum
— Hvemig bar þig inn I pólitik-
ina?
,,Ég hef verið pólitiskur allt
mitt lif. Ég tók þátt i stjórnmál-
um ungur maður i skóla og var
Sjálfstæðismaöur alla tið. Ég var
i Stýrimannaskólanum þegar
átökin urðu við Alþingishúsið og
stóð undir grjóthrið m .a. frá fyrr-
verandi skólabræðrum minum,
m