Helgarpósturinn - 01.05.1981, Page 11
n
halrjarpnczti irinn Föstudagur 1. maí 1981
sem þá stunduðu nám í Mennta-
skólanum eða Háskólanum.
Flokksstarfið byrjaði þannig,
að ég var beðinn að hjálpa til við
utankjörstaðaratkvæðagreiðslu i
kosningunum 1954. Ég átti að fá
sjómenn til að kjósa og kjósa rétt
að sjálfsögðu. Alþýðusambands-
þing sat ég fyrst 1956 og æ siðan
fyrir Sjómannafélagið. Upp úr
þvi var ég beðinn að tala á fund-
um af og til, en sumárið 1959, þeg-
ar ég var þriðji stýrimaður á
Gullfossi fékk ég skeyti frá fram-
kvæmdastjóra fulltrúaráðsins
eitt sinn er ég leysti fyrsta stýri-
mann af i' brúnni. í skeytinu var
ég spurður að þvi hvort ég vildi
taka sjöunda sætið á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik. bað var til að leysa
ákveðinn vanda um leið og verið
var að óska eftir þvi að ég kæmi
sjálfur inn. A þessum árum tók
langan tima að fá stöður hjá Eim-
skip, endurnýjun skipastólsins
var hæg. Hannes Hafstein nú
framkvæmdastjóri hjá Slysa-
varnafélaginu var þá annar stýri-
maður og ég rétti honum skeytið.
Hann las það, og ég spurði hvern
andskotann ég ætti að gerá. ,,NU,
auðvitað ferðu i þetta”, sagði
Hannes, og hann sagði það ekki til
að losna við mig, þvi hann var á
undan mér i röðinni. Þetta hafði
þviengináhrif á framavonir hans
hjá skipafélaginu! Við vorum
skólabræður úr farmannadeild og
góðir vinir. Ég var heldur ekkert
að sækjast eftir þessu, og tróð
mér þvi' ekki á þing úr forystu-
störfum í stéttarfélagi eins og al-
gengt er. Ég prilaði semsé ekki
upp bakið á félögum minum!
Víldu CKKÍ þcKKja
þínqmannínn
— Viðurnefnið sjómaður, fest-
ist það fljótlega við þig eftir að þú
komst á þing?
,,Já, það festist strax við mig.
Raunar var það annar sem átti
þetta nafn. Það var Pétur Péturs-
son stýrimaður, sem á nafnið
Pétur sjómaður. En þetta var til
komið í óvirðingarskyni við mig,
held ég, fundið upp af mönnum
sem héldu, að til að komast á þing
verði maður að fara i gegnum
lagadeild eða viðskiptadeild, Há-
skólans, komast i stjórn einhvers
kaupfélags úti á landi, nú, eða
hafastarfað hjá einhverjum fjöl-
miðlanna, sérstaklega rikisfjöl-
miðlum.
Það þótti alls ekki öllum við
hæfi, að sjómaður sem ekki var
skipstjóri eða orðinn útgerðar-
maður tæki sæti á Alþingi. Ég
man til dæmis eftir þvi, þegar ég
var bátsmaður i einni af sumar-
ferðinni minni á Gullfossi eftir að
ég var kominn á þing að þá voru
farþegar m.a. mjög virðulegar
frúr úr Reykjavik, sem voru
framákonur i Sjálfstæðisflokkn-
um . Ég held að þær hafi ekki vilj-
að þekkja þingmanninn sinn þá,
þvi eitt sinn þegar ég var uppi
i mastri að smyrja vira var ég
kallaður upp i brú. Þegar ég gekk
eftir bátadekkinu mætti ég frún-
um, allur krimóttur af smurning-
unni og biki. Ein þeirra sneri sér
undan með örvæntingarsvip.
Henni leist alls ekki á að þekkja
þennan mann. Þarna sannaðist
sem sagt ekki gamla máltækið:
,,Bik er bátsmanns æra”.
Sjálfum hefur mér alltaf þótt
heiðuraðþviað vera kallaður sjó-
maður, enda hef ég alla tið verið i
beinu og óbeinu starfi fyrir sjó-
menn. Ég hef t.d. verið i sjávar-
útvegsnefnd N.d. siðan ég kom á
þing, en reyndar er ég i landbún-
aðarnefnd lika og auk þess heil-
brigðis- og trygginganefnd. Hjá
Sjálfstæðisflokknum er ég lika i
málefnanefndum þessara mála
og auk þess i verkalýðsmálanefnd
flokksins, og miðstjórn hans.
sæhi pao lii
loourhúsanna
— Hvers vegna er maður úr
þinu umhverfi, maður sem hefur
alla tið unnið að málefnum laun-
þega, svo eindreginn Sjálfstæðis-
maður?
,,Ég geri ráð fyrir, að ég sæki
nokkuð til föðurhúsanna, ekki
vegna þess að pólitikinni hafi ver-
ið haldið að mér. Þaö er mikill
fjöldi manna, sem hefur stundað
sjómennsku á Islandi og áttþann
draum að eignast sinn eigin bát,
menn sem hafa orðið að leggja
mikið að sér og hafa sett sitt fé i
þá áhættu sem þessum atvinnu-
rekstri fylgir, en vilja um leið fá
að njöta starfs sins og áhættu ef
vel gengur.
Ég held þar hafi lika ráöið um,
að ég hallaðist að Sjálfstæðis-
flokknum, aö ég trúi að hér á
landi geti stétt unnið með stétt.
En menn verða að gæta þess, að
það er ekki bara vinnan sem
skapar verðmætin, einnig fram-
sýni og fjármagn. Fyrirtæki sem
gengur vel getur borgað betri
laun en hin. En ég held að það hafi
aldrei staðið mér stórlega fyrir
þrifum i verkalýðshreyfingunni
að vera Sjálfstæðismaöur, nema
um það hafi verið gerðar flokks-
samþykktir hjá öðrum flokkum.
Það hefur frekar verið mér til
trafala i Sjálfstæðisflokknum að
starfa i verkalýöshreyfingunni!”.
— Þú nefndir áöan, að þú hafir
verið beðinn að gefa kost á þér
sem formaöur Sjómannadags-
ráðs. Hvernig bar það til?
,,Það höfðu orðiö átök i
fulltrúaráðinu vegna ósamkomu-
lags, sem búiö var að grafa um
sig lengi. Fulltrúarnir voru t.d.
ekki sammála um hvaða stefnu
ætti að taka i byggingarmálum,
og það var orðið illt að búa við
þetta. Ég var beðinn að gefa kost
á mér á aðalfundinum 1962 og var
'kosinn formaður. Þá var kosið ár-
lega, og ég fékk framboð á móti
mér bæði á þeim fundi og næsta
ár. Siðan hefur rikt friöur og ein-
drægni og mikill samkomulags-
vilji þótt þarna vinni saman menn
með ólikar pólitiskar skoðanir.
Þeir sem ekki gátu setiö á sátts
höfði áður hafa siðan unnið vel
saman”.
Daö málli bygtp
bíó
— Sjómannadagsráð. Getur þú
útskýrt það fyrirbrigði nánar fyr-
ir vesælum iandkrabba?
„Sjómannadagsráð var stofnað
áriö 1938, og i þvi eiga nú sæti 32
fulltrúar sjómanna úr sjómanna-
félögunum I Reykjavik og Hafn-
arfirði. Ráðið stóð fyrir fyrsta
sjómannadeginum árið eftir,
sjávarútvegssýningu þeirri fyrri,
nokkru seinna var farið að safna
til byggingar Hrafnistuheimilis-
ins. Það var siðan byrjað að
byggja það 1953, minnir mig, og
fyrstu vistmenjiirnir komu þrem-
ur árum seinna. 1 fyrstu ætlaöi
enginn að fást til að koma og það
þurfti að ganga á eftir fyrstu sjó-
mönnunum.
Ein af orsökum ósamkomu-
lagsins var einmitt það, að mið-
stýringarmenn voru komnir til
skjalanna, þegar átti að fara að
reisa heimilið, það fékkst ekki að
byggja yfir gamalt fólk. En það
mátti byggja bió, sem var kallað
félagsheimili og varð svo Laugar-
ásbió. Sumir fulltrúarnir settu sig
upp á móti þvi aö eyöa fé i að
byggja þetta bió, en aðrir vildu
ekki láta söfnunarféð brenna uþp
i verðbólgunni. Aður hafði verið
safnað gifurlega miklu fé, sem þá
var lánað til endurnýjunar fiski-
skipastólsins. Það fór meöal ann-
ars i Svíþjóðarbátana, sem voru
keyptir eftir striö. En þetta var
ekki verðtryggt fé og rýrnaði þvi
gifurlega. M.a. þessvegna var
veitt leyfi fyrir happdrætti DAS,
en blessaöir þingmennirnir
mundu ekki eftir þvi niu árum
seinna, þegar þeir samþykktu að
taka 40% af ágóðanum og setja i
Byggingasjóð aldraðra. Hug-
myndaflugið var nú ekki meira en
það, að þetta var tekið af happ-
drættinu og átti að fara i sérverk-
efni, ibúðir fyrir aldraða.
En þaö var einmitt sama planiö
og var i upphafi hugsað fyrir
Hrafnistu i Reykjavík fyrir 35 ár-
um. Heföum við fengið i upphafi
að framkvæma þessa áætlun væri
ekki núna eins mikilásókn i þessi
dýru heimili. En við komumst
aldrei i það, höfum alltaf veriö að
leysa neyðarvandamál, þar til nú,
að þessi litlu hús sem aldraðir
geta byggt eða keypt sjálfir, eiga
að risa suður i Garöabæ við hlið
Hrafnistu i Hafnarfirði.
Tómi vióhald
Roskin hjúkrunarkona kemur
nú inn með kaffi og lummur, og
þegar við höfum gætt okkur á
þeim um stund tekur Pétur
skyndilega eftir þvi að flaskan i
viðhaldinu er tóm. Hann stendur
þvi upp, ýtir viðhaldinu á undan
sér fram að dyrum þar sem hann
finnur bjöllu, og hringir. Og viö
höldum áfram, meöan við biðum
eftir hjúkrunarkonunni.
— Þaö veröur varla annaö sagt
en málin hafi tekið dálitið aðra
stefnu en þú ætlaðist til, þegar þú
varst staðráöinn i þvi að gerast
farmaður á heimshöfunum sjö.
Nú, meöan þú ert enn á besta
aldri, ertu á kafi i málefnum
aldraðra sjómanna.
„Þegar ég byrjaöi i Sjómanna-
dagsráði ætlaði ég alls ekki að
fara að hugsa sérstaklega um
gamalt fólk, aöeins að koma
rekstri Hrafnistu i lag. Hrafnista
var þá rekin meö bullandi tapi, en
það tókst að laga það áður en lög-
unum um daggjöld og tryggingar
var breytt, i tið Magnúsar
Kjartanssonar.
En þetta þróaðist þannig, að ég
var settur til að leysa fram-
kvæmdastjórana af, þegar þeir
fóru i sumarfri. Þegar ég fór að
kynnast heimilinu breyttist held-
ur betur áhugi minn. Það er nefni
lega tiltölulega einfalt að byggja
yfir þetta fólk og það er ekki
nema ein hlið málsins að stunda
það sem læknir eða hjúkrun-
arkona. Meginþátturinn er hin fé-
lagslega þjónusta, sem er afskap-
lega viðtæk á öllum sviðum,leysa
einmanaleikann, allt frá afþrey-
ingu til likamsæfinga, feröalaga
og tómstundastarfa. Þetta gerði,
að ég fór að snúa mér meir og
meir aö þvi aö kynna mér þessi
mál i nágrannalöndum okkar og
Bandarikjunum með þvi að lesa
um þau og sækja fundi og ráð-
stefnur um þessi mál erlendis.
„Aiii sem Dyrjar
á sjó”
Um leiö og ég er formaður Sjó-
mannadagsráðs er ég forstjóri
Hrafnistu i Hafnarfirði er þar
hálfan daginn. Það er nátturlega
miklu meira starf, en við höfum
þar forstöðukonu, sem sér um
daglegan rekstur, og hún og allt
mitt samstarfsfólk þar og i
Reykjavik er frábært. Við opnuð-
um heimilið haustið 1977. Ég fékk
vald til að keyra verkið áfram,
frá ársbyrjun 1977 en þá vorum
við orðnir á eftir áætlun og þetta
tókst. Og við höldum áfram. Nú
erum við aö byggja hjúkrunar-
heimili við hlið nýja vistheimilis-
ins i Hafnarfiröi, sem mun rúma
79 vistmenn.
— En þú kemur nálægt fleiru en
þvi sem byrjar á sjó?
„Já, ég er Lionsfélagi, og er
stoltur af þvi, að það vorum við i
minum klúbbi, sem byrjuðum
báráttuna fyrir að klæða landiö
og berjast fyrir þvi að fólk gengi
betur um það. Hinsvegar er ég
hvorki Frimúrari né Oddfellow!
Ég er einn af þeim sex sem stóðu
að þvi að að stofna SAA á slnum
tima. Nei ég hef ekki smakkað
áfengi i nær fimm ár”.
— Hættur fyrir lifstið?
„Maður á aldrei aö segja
aldrei, mottó okkar er að láta
hverjum degi nægja sina þján-
ingu. En ég held ég fari ekki að
smakka það aftur að minnsta-
kosti ekki á meðan ég er 1 þeim
þjónustustörfum sem ég er i nú.
En núna langar mig aldrei i vin,
jafnvel þóttégsémeð fólki sem
drekkur. En mér finnst hinsvegar
fólk undir miklum áhrifum af-
skaplega leiðinlegt. Ég býð
stundum vin sjálfur ef svo ber
undir, en i hófi. Slikt sakar ekki
heilbrigt fólk.
— Ef ég man rétt hefur þú löng-
um verið talsmaður þess, aö leyft
verði að selja sterkan bjór á
Islandi. Hefur þú skipt um skoðun
á þvi?
„Það er rétt, að ég hef flutt um
það frumvörp. Ég hef talið, að
þaðættiaöhafabetra og sterkara
öl á boöstólum, en þó ekki það
sterkasta. En það er með ölið eins
og annaö áfengi, ég hefi alltaf tal-
iö aö það yröi aö selja ölið i
áfengisútsölum sem annað
áfengi. Ég hefi alla tið haft þá
skoðun, að best væri að hvorki
væri til vin né tóbak. En fyrst það
er til staðar á að hjálpa til við að
draga úr neyslu þess með fræðslu
og fyrirbyggjandi aðgerðum.
Veröi menn sjúkir af völdum þess
á að hjálpa fólki til að ná heilsu
aftur — jafnvel þótt fólk „falli”.
Enginn læknir gefur sjúkling upp
á bátinn þótt honum slái niöur!
En það er miklu rikara i huga
minum nú en áöur hve margir
verða fyrir tjóni af völdum áfeng-
is beint og óbeint, enda hef ég haft
afskaplega mikil kynni af þessum
vandamálum hin siðari ár, vegna
stofnunar S.A.A.”
— Er sjómannsbakterían alveg
dauð?
SicinDH honda
allshcrjarqoðanum
„Ekki vil ég segja það. Sverrir
Hermannsson alþm. réði mig I
fyrrasumar sem navigator á bát
sem þeir bræður eiga og pabbi
þeirra átti. Hann var að sjálf-
sögöu útgerðarmaðurinn eins og
sést á þvi, að við lögöum linu sem
náði frá Akranesi inn að Kleppi!
En aflinn fór ekki eftir magni
veiöarfæra. Trillan er staðsett I
Hafnarfirði, þar lauk ferðinni og
var aflinn það mikill, að við gát-
um fært allsherjargoðanum þar,
Matthiasi A.Mathiesen, steinbit i
soðið. 1 sumar vill Sverrir leggja
land undir fót, eða öllu heldur sjó
undir kjöl, og fara vestur á
Strandir. Hvort af þvi verður veit
ég ekki.
Ég geng lika dálitið á fjöll til
rjúpna, en það er þó ekki mikill
timi til tómstundastarfa, ég hefi
það mörgu i aö snúast. En ég
reyni þó alltaf að komast einu
sinni á sumri i laxveiðar. Verð
að lesa mikið af fag- og fræðirit-
um vegna starfa minna. Ég hef
lika gaman af lestri góðra bóka,
er alæta á þær. En á seinni árum
hef ég haft mjög gaman af góðum
skáldsögum, og þegar ég er
þreytturá öllum störfum grip ég i
reyfara.
En ætli maður láti ekki sjó-
mennskuna að mestu lönd og leið,
það er nóg að eiga sinn þátt i þvi
að búa til hluta sjómannasögunn-
ar”.
væri erlioara nú
— Sjómennskan varð aldrei
ævistarf þótt þótt þú værir á sjó i
20 ár i staðinn ertu þingmaður.
En heldur þú, að nú, meira en
tveimur áratugum eftir að þú
varst beðinn um að taka sæti á
lista og fyrst kosinn á þing, hefðir
þú möguleika á aö komast til
metoröa i Sjálfstæðisflokknum
með þvi prófkjörafyrirkomulagi,
sem tiðkast?
„Það er erfiðara nú, á þvi er
enginn vafi. En Sjáifstæöisflokk-
urinn veröur að eiga og á mjög
frambærilega menn úr rööum
verkalýðshreyfingarinnar. Okkar
flokkur getur aldrei byggst upp
sem stjórnmálaafl öðruvisi en
fulltrúar sem flestra hópa, bæði
launþega og vinnuveitenda, séu
til staöar. Þess vegna er erfiðara
fyrir okkur aö ná samkomulagi
um stefnu en aöra flokka. En þeg-
ar þaö hefur tekist er hún lika sú
traustasta og nær til flestra. Við
verðum aö samræma sjónarmið
miklu fleiri hópa en þeir flokkar,
sem bara þurfa að snobba fyrir
einni stétteða einum landshluta”,
segir Pétur og er nú farinn að
horfa áhyggjufullur á tóma flösk-
una, sem hangir I viðhaldinu.
En rétt I þvi kemur hjúkrunar-
kona með nýja flösku og byrjar að
losa hann frá þeirri gömlu.
Pappirarnir a
sjúKrahdsið
Og ég lit á klukkuna, sé að það
er langt liðiö á daginn, og Pétur á
von á mönnum með pappira, sem
hann þarf að lita yfir og skrifa
undir. Þjóðfélagiö gengur sinn
gang og gefur Pétri Sigurðssyni
engin grið þótt hann sé svo óhepp-
inn að þurfa á Vífilsstaði til að ná
úr sér slæmu kvefi. Hrafnistu-
heimilin, Laugárásbió, Bæjarbió,
barnaheimilið i Grimsnesi, Sjó-
mannafélag Reykjavikur, Happ-
drætti DAS og allt annað sem
hann hefur á sinni könnu krefst
þess, að hann láti ekki deigan
siga, jafnvel þótt hann sé tengdur
við flösku með plastslöngu.
„Ég hef nóg verkefni með mér
hér. Ég er að skrifa álit okkar á
frumvarpi um heilbrigðis- og
vistunarþjónustu aldraöra, fara
yfir samningsdrög vegna smá-
húsanna við Hrafnistu i Hafnar-
firði og ljúka ársskýrslu Sjó-
mannadagsráðs fyrir fyrri hluta
aöalfundar i Sjómannadagsráði
sem verður annan mai”, segir
Pétur, og þegar hann hefur stillt
vinstri handlegginn þannig að
glæri vökvinn rennur með hæfi-
legum hraða inn I hann réttir
hann mér hægri höndina og viö
kveðjumst.
Pélur Sigurðsson I Helgarpósfsviðtali Víúlal: Dorgrímur Geslsson Myndir: Jim Smarl