Helgarpósturinn - 01.05.1981, Page 20
20
Fyrsta blómaskeiðið í ísl.djasslífi (1947—53)
„...trylltur negrasöngur
og líf sskoðun gyðinga”
i upphafi þessa timabils var
swingtónlistin svo til allsráðandi
meðal islenskra djassleikara, þó
að dixieland brygði fyrir. En
nokkru fyrir 1950 fór hér að heyr-
ast be-bop. sú stefna sem þá var
allsráðandi erlendis og Charlie
Parker og Dizzy Gillespie höfðu
lagt drögin að á striðsárunum.
Það voru helst yngri djassleik-
arar sem sýndu be-bopinu áhuga.
Be-boppi náði aldrei neitt svip-
aöri útbreiðslu og swingtónlistin
hvorki meöal hljóðfæraleikara né
almennings. Þvi ollu ýmsar á-
stæður, i fyrsta lagi þurfti all-
miklu meira vald á hljóöfæri til
aðgeta leikiðbe-bop en swing og I
öðru lagi þá naut swingtónlistin
mikillar hylli sem danstónlist. Al-
menningur lagði ekki eins eyru
við be-bopinu, þvi á það þurfti aö
hlusta.
Sem fyrr segir skiptust hljóð-
færaleikarar nokkuð í afstöðu
sinni til be-bopsins, og munu
djassleikarar hafa skipst i tvo
hópa á árunum um og eftir 1950.
Annar hélt sig mest við swingtón-
list, eins og Hljómsveit Björns R.
Einarssonar, sem var vinsælasta
hljómsveit þessa tímabils, en svo
var það be-bop hópurinn sem
einnig kynnti sér svalan djass. i
þeim hópi voru m.a. Gunnar
Ormslev, Kristján Magnússon,
Jón Sigurðsson bassaleikari og
Gunnar Reynir Sveinsson.
Fjallað um islenskt
djasslif
Svo virðist sem menn hafi viða
erlendis vitað um að hér fyndist
blómlegt djasslif. Þannig segir i
blaðinu Musica 1948: „Amerisk,
ensk og sænsk tónlistarblöð hafa
undanfarið birt greinar um
islenskan jazz. Lætur eitt sænsku
blaðanna i ljósi undrun yfir þvi að
eigi sé komið á sams konar skrift-
um á islenskum og sænskum
hljómsveitum og t.d. sænskum og
dönskum”.
I einni af þekktari bókum um
sögu djassins, „The story of
jazz”, eftir Marshall W. Stearns,
sem fyrst kom út 1956, stendur
eftirfarandi i upphafi kafla, sem
ber yfirskriftina Djass framtiðar-
innar:
„Þá óskaplegu hrifningu, sem
djassinnn getur valdið hjá virðu-
legum borgurum frá Melbourne
til Stokkhólms og frá Buenos
Airestil Islands getur verið erfitt
að skilja.
Þá er i bókinni Jazz: The Trans-
ition Years 1940-60, getið um
islenskan altsaxófónleikara, sem
spilað hafi með septett Berklée
School of Music i Boston árið
1960. Það var Andrés Ingólfsson,
en hann hlaut styrk frá banda-
riska tónlistarblaðinu Down Beat
til náms við skólann.
Leikið erlendis
Tvö dæmi má nefna um djass-
leik islenskra hljóðfæraleikara
erlendis, bæði i lok fyrsta blóma-
skeiðsins. Það fyrra er af
Gunnari Ormslev, sem lék 1953-56
meira eða minna i Sviþjóð, m.a.
með hljómsveit Simon Brehm,
sem þá var einn nafntogaðasti
bassaleikari Svia. Þar var honum
einnig boðið starf i hljómsveit
Thore Ehrling, en hann hafði þá
um langt skeið verið með þekkt-
asta biggbandið i Sviþjóð.
Siðara dæmið er för K.K.
sextettsins til Noregs árið 1954.
Þar dvaldist hljómsveitin um
nokkurt skeið og nokkru siðar lék
hún i Þýskalandi. 1 Noregi hélt
K.K. tónleika ásamt hljómsveit
Egils Mon Iversen, sem þá bar
hátt á norskum djasshimni. Um
tónleikana segir svo i norsku
blaði frá þeim tima: „Islenskur
sextett er á leið i Evrópuferð og
hefur valið að hefja ferðina i Chat
Noir. Við skulum geta þess strax,
að það var ánægjulegt að kynnast
þessum sextett. Drengirnir kunnu
sitt fag, snéru sér að nútima stil
og það var auðvelt að gera sér
grein fyrir þvi að jazzmúsik hlýt-
ur að vera búin að skjóta traust-
um rótum á Sögueynni”.
Heimsóknir erlendra
djassleikara 1947-53
Árið 1947 kom til Islands
hljómsveit Buddy Featherstone-
haugh frá Englandi. Er þeir
dvöldust hér hrifust þeir mjög af
trombónuleik Björns R. Einars-
sonar og buðu honum til
Englands, hvar hann eyddi
sumarleyfi sinu það ár.
Siðla árs 1951 héldu Lee Konitz
og Tyree Glenn tvenna tónleika.
Samkvæmt fjölda umsagna i
Jazzblaðinu var Glenn maður
kvöldsins i bæði skiptin. Hann var
eftir Tómas Einarsson — II. grein
Hljómsveit Björns R. Einarssonur — vinsælasta hijómsveit landsins hér á árum áöur.
Föstudagur i. maf 1981 hp>l(jF*rpnc;ti irinn_
Gunnar heitinn Ormslev ásamt Ronnie Scott en þeir léku saman hér á
tónleikum 1952 og i Jazzblaðinu eftir þá tónleika mátti lesa, að þótt Isl.
djassunnendurhefðu löngum kunnað að meta leik Gunnars, þá væri það
fyrst „þegar hann ieikur við hliðina á jafn miklum snillingi og Ronnie
Scctt er, að viö heyrum að Gunnar er ekki aðeins besti djassleikarinn
hér á landi, heldur fáum við sönnum fyrir aö leikur hans gefur litið eftir
þvi besta erlenda”.
trombónu- og vibrafónleikari og
hafði leikið með hljómsveit Duke
Ellingtons. Lék hann hefðbundn-
ari djass en altsaxófónleikarinn
Lee Konitz, sem þá var i fram-
verði djassins og deildi efstu sæt-
unum með Charlie Parker i vin-
sældakosningum Metronome og
Down-Beat.
Islenskir hljóðfæraleikarar
léku með þeim félögum og sagði
svo i Jazzblaðinu: „hins vegar
fengust fullar sannanir fyrir, að
hér á landi eru jazzleikarar, sem
hiklaust geta leikið með erlend-
um jazzleikurum”.
Þeir sem hér um ræðir voru Jón
Sigurðsson bassaleikari, Kristján
Magnússon, Guðmundur R.
Einarsson Björn R. Einarsson,
Magnús Pétursson og Gunnar
Ormslev.
Mean á dvöl þeirra Konitz og
Glenn stóð, var tekin upp spóla
með leik þeirra og islenskra
hljóðfæraleikara i upptökusal
rikisútvarpsins. Þar léku með
Konitz þeir sem næst þöttu standa
hinum svala djassi, Jón Sigurðs-
son á bassa, Guðmundur Stein-
grfmsson á trommur og Arni
Elfar á pianó. Með Glenn léku
Magnús Pétursson á pianó. Með
Glenn léku Magnús Pétursson á
pianó, Guðmundur R. Einarsson
á trommur, en óvist er um bassa-
leikara. Hvar téð spóla er niður
komin er ekki vitað og um þau
lög sem leikin voru það eitt að
Konitz og félagar léku þar m.a.
gamlan og vinsælan standard —
All the things you are. Mun hafa
staðið til aö gefa þetta út á plötu
en varð ekki af.
Ronnie Scott
Haustið 1952 kom hingað enski
tenórsaxófónleikarinn Ronnie
Scott (sem siðar hefur orðið
þekktur fyrir að reka helsta
djassklúbb Lundúnaborgar).
Scott hafði þá þrjú ár á undan
verið kosinn besti tenórsaxisti
Englands i kosningum Melody
Maker. Scott lék hér á tónleikum i
Gamla biói og á Akureyri og kom
auk þess fram á nokkrum dans-
leikjum. Þeir sem léku undir hjá
Scott voru Árni Elfar pianó,
Pétur Urbanic. á bassa og Guð-
mundur Steingrimsson á tromm-
ur.
Auk framantaldra komu hingað
i október 1952 bandariska söng-
konan Marie Bryant og pianöleik-
arinn og söngvarinn Mike
McKenzie. Þau komu fram á tón-
leikum og dansleikjum. Vorið
1953 héldu svo tónleika hér
trompetleikarinn Leslie Hutchin-
son og dægurlagasöngvarinn
Uriel Porter.
Spilað fyrir Stan Kenton
A árinu 1953 millilenti hér
hljómsveit Stan Kentons, en sú
hljómsveit stóð þá framarlega i
viglinu bandariska djassins, og
var vinsæl hérlendis. Islenskir
djassistar ákváðu að gefa
Kentonbandinu forsmekk af þvi
sem hér var að gerast i djassi og
léku dágóða stund á Hótel Borg
þar sem hljómsveitin drakk kaffi
sitt. Höfðu menn æft sig drjúgt
fyrir þennan atburð og hlutu að
launum ágætar viðtökur.
Andóf gegn djassinum
Fáar stefnur i tónlist hafa aflað
sér jafn ástriðufullra fylgis-
manna og svarinna fjandmanna
og djassinn. Fóru þær deilur jafnt
fram hérlendis sem i öðrum lönd-
um. Sjaldnast var þó um hrein-
skilna umræðu að ræða, heldur
voru tiðari littyfirveguð þrumu-
skot. Komu þau flest frá fjand-
mönnum djassins, en fylgjendur
hans höfðu uppi fremur hógværan
málflutning, deildu ekki á aðra
tónlist og bentu á ýmsa flytjendur
s.k. sigildrar tónlistar, sem
einnig gæfu sig að djassi.
Þeir sem helst héldu uppi
andófi gegn djassi voru tónfröm-
uðir sem héldu á lofti s.k. sigildri
tónlist og stefndu að þvi að byggja
upp islenska tónmenningu, með
öllu lausu viðáhrif dægurtónlistar
og djass. Þeir óttuðust að viðleitni
sin væri unnin fyrir gýg ef djass-
inn öðlaðist vinsældir hjá ungu
fólki. Einn þeirra var Hallgrimur
Helgason, sem i grein 1943 reit
eftirfarandi
ímynd taumlausra á-
striðna
„Hljóðfallið eitt saman, af-
hjúpað og ærslfengið, eins og það
byltist villt og tryllt i jazzinum,
getur aldrei leitt til þeirrar
sjálfsstjórnar, sem hverjum þegn
i vel menntu þjóðfélagi ber
skylda til að temja sér. Hið ó-
beizlaða hljóðfall jazzins er i-
mynd taumlausra ástriðna, sem
enginn miðlungssterkur siðgæðis-
vilji fær hamið né tamið..
Negrarnir hafa almennt ekki
komizt af hinu fyrsta frumstæða
byrjunarskeiði hljóðfallsins: það
er hinn eini þáttur tónlistar, sem
þeirskynja og skilja til fullnustu.
Og þó skilja þeir aðeins hinn til-
breytingarlausa, siendurtekna,
hamraða takt vélrænna hreyf-
inga, sem leiðir til fullkominnar