Helgarpósturinn - 01.05.1981, Síða 23

Helgarpósturinn - 01.05.1981, Síða 23
23 Kyrrlátur biðleikur Jielgarpósturinri - - - a Stóru oröin virðast hafa verið spöruð hjá leiðtogum stjórnmála- flokkanna varðandi hið nýja efna- hagsmálafrumvarp rlkis- stjórnarinnar „um verðlags- aðhald, lækkun vörugjalds og bindisskyldu innlánsstofnana”. Fátt hefur komið mönnum veru- lega á óvart i þessu frumvarpi heldur virðist hér hreinlega um beint framhald af ráðstöfum stjórnarinnar um siðustu áramót. Eftir þeim upplýsingum sem ég aflaði mér, þá mun þetta nýja frumvarp hafa fengið snögga og átakalitla meðferð innan rikis- stjórnarinnar. Það var gengið frá þvi á riímri viku og stjórnar- sinnar lögðu blessun sina yfir það, án allra stærri athuga- semda. Þó er ljóst að Fram- sóknarmenn margir hverjir vildu setja mark sitt á stjórnarathafnir Gunnar og Geir — átökin milli þeirra þessa dagana. ganga lengra i þessari lotu og þá jafnvel krukka i visitölubæt- urnar, sem koma til útborgunar 1. júni næstkomandi. Ekki mun það atriði þó hafa verið fast sótt og raunar aldrei komið til alvar- legrar ihugunar á stjórnar- heimili, a.m .k. ekki i þessari lotu. Stjórnarandstæðingar hafa engin andköf tekið vegna þessa frumvarps sem slíks, en gagn- rýna það náttUrlega i heild sinni sökum þess að það er framhald og liður i mótaðri efnahagsmála- stefnu rikisstjórnarinnar. „Það er auðvitað erfittað hamast gegn þessu frumvarpi sem sliku,” sagði einn stjórnarandstöðuþing- maðurinn við mig. „Hvernig á maður að hafa geð i sér til að rjUka upp og hamast gegn ekki neinu.” Auðvitað hefur þó stjórnarand- staðan mótmælt ýmsum þáttum frumvarpsins og þá sérstaklega hefur Geir Hallgrimsson verið stóryrtur. Þeir stjórnarliðar sem égtalaði við töldu þó að orsakanna fyrir harkalegri afstöðu Geirs væri fremur að leita i innan- flokksástandi Sjálfstæðisflokks- ins og persónulegum átökum Geirs og Gunnars Thoroddsen. Svona I framhjáhlaupi varðandi stöðu mála innan Sjálfstæðis- flokksins, þá voru menn almennt sammála um, að aldrei hefði tog- streitan verið meiri á milli Geirs og Gunnarsmanna, en einmitt á siðustu vikum og Geirsmenn virt- ust endanlega hafa gert það upp við sig, að ekki þýddi öðruvisi að taka á brotthlaupsmönnunum, Gunnari, Friðjóni og Pálma og jafnvel Eggert Haukdal, en ganga millibols og höfuðs á þeim á landsfundinum næsta haust. Þetta var þó UtúrdUr, en ef litið er til verkalýðshreyfingarinnar og Vinnuveitendasambandsins viðvilijandi efnahagsfrumvarpi rikisstjórnarinnar, þá er sýnt að fulltrUar Alþýðusambandsins hafa tekið þessu frumvarpi með mikilli rósemi og sýna þvi fyrst og fremst hógværa ánægju, af þeim sökum, að ekki sé snert á visitölubótunum. Að visu verður Alþýðusambandið að gagnrýna það nokkuð að ekki hafi verið haft samband við verkalýðshreyf- inguna áður en þetta frumvarp sá dagsins ljós, eins og rikisstjórnin hefur margfalt lýst yfir að gert skuli, en ekki gera forkólfar Alþýðusambandsins það að neinu frágangsatriði. Vinnuveitendasambandið hefur á hinn bóginn tekið harkalega af- stöðu gegn frumvarpinu. Það er auðvitað fyrst og fremst vegna þeirrar staðreyndar, að hert Ovissan um úrslit forsetakosn- inganna i Frakklandi hefur aukist við úrslitin i fyrri umferð. Skoð- anakannanir, miðaðar við siðari kosningaumferð, gáfu til kynna að bæði Giscard forseti og Mitter- and merkisberi sósialista hefðu sigurmöguleika, og þetta hefur fyrri umferöin staöfest. Þeir tveir af tiu frambjóðendum komast áfram i úrslitin 10. maí, svo franskir kjósendur hafa um að velja sömu forsetaefni og i kosn- ingunum 1974. Þá fékk Giscard i fyrri umferö 32.6 af hundraði atkvæða en nú 27.9 af hundraöi, og hefur fylgi hans þvi látið verulega á sjá. Mitterand hefur aftur á móti safnaö um sig hærra atkvæða- hlutfalli en viö var búist, náði verðlagseftirlit getur gert at- vinnurekstrinum erfitt fyrir. Það fer þó mikið eftir framkvæmdinni hvernigþau mál fara, en auðvitað telur VSl að sú rikisstjórn sem nú situr að völdum, sýni litta sem enga samúð með atvinnurek- endum i framkvæmdinni, þá sér i lagi vegna styrkrar stöðu Alþýöu- bandalagsmanna innan rikis- stjórnarinnar. Mismunandi afstaða verka- lýðshreyfingarinnar og Vinnu- veitendasambandsins til þessa efnahagsmálafrumvarps byggist þó ekki einungis á afstöðunni til efnislegra þátta frumvarpsins, heldur og spila þar inn i stjórn- málaleg tengsl þessara hreyfinga við rikisstjórnina annars vegar og st jórnarandstöðuna hins vegar. Hin nýja forysta Alþýðu- sambandsins er að uppbyggingu til samansett úr þeim fiokkum sem nú sitja i rikisstjórn og þvi vart von á neinu herópi úr þeirra herbúðum gagnvart aðgerðum rikisstjórnarinnar, a.m.k. meðan þæreru ekki stærri og harkalegri isniðum en þetta umrædda frum- varp. Sömuleiðis hlýtur Vinnu- veitendasambandið að lita á málin i gegnum gleraugu Sjálf- - stæðisflokksins og móta sina af- •Mitterand Aukin óvissa eftir fyrri umferð forsetakosninga i Frakklandi fylgi 26 af hundraði atkvæða. Tvö fyrri framboö Mitterands til forsetaembættis voru fyrir hönd kosningabandalags kommúnista og sósialista. Nú beindi Marchais, frambjóðandi, kommúnista, höröustu árásum sinum að Mitterand. Arangurinn varð að Kommúnistaflokkur Frakklands beið mesta afhroö sem hann hefur orðið fyrir i kosningum i hálfa öld. Fjórð- ungur fyrri kjósenda sneri við flokknum baki, og mest varð tapið hjá Marchais i helstu vlgj- um flokksins, verkamannahverf- unum I nágrenni Parisar. Marchais hlaut 15.4 af hundraði atkvæða, en i næst siðustu for- setakosningum var atkvæöahlut- fall frambjóðanda' kommúnista 21.3 af hundraði. Þá- var hlutfalls- tala frambjóðanda sósialista 5.1 af hundraði. Styrkleikahlutföll þessara flokka hafa þvi snúist við á 14 árum. Um leiö og það varð ljóst i þing- kosningunum 1978, að fylgi sósial- ista var orðið mun meira en kommúnista meðal kjósenda, beitti Marchais sér fyrir þvi að bandalagi flokkanna var slitið. Siðan hefur Sósialistaflokkurinn verið höfuðóvinurinn i augum forustu Kommúnistaflokksins. Kosningaúrslitin siöastliöinn sunnudag sýna, aö kjósendur flokksins eru ekki sama sinnis, þar sem fjóröungur þeirra hefur yfirgefið Marchais og fylkt sér um Mitterand. Ekki hefur kommúnistaforust- unni dugað betur aö skirskota til sovéthollustu og kynþáttafor- dóma. Eftir innrásina i Afghan- istan var sjónvarpaö I Frakklandi útsendingu frá Moskva, þar sem Marchais kom fram og réttlætti sovésku hernaöaraögeröirnar I Afghanistan. Heima fyrir hafa franskir kommúnistar rekið her- ferð gegn innflytjendum frá Afrikulöndum, sem náöi hámarki þegar ráöist var á hibýli verka- mannafjölskyldna frá Mali með jarðýtu á aðfangadag jóla sfðast- liðinn vetur undir forustu borgar- stjóra kommúnista i Parisarút- borginni Vitry. Ekki er vafi á að kommúnista- forustan óskar Giscard forseta sigurs yfir Mitterand, og var enda gefið I skyn I kosningaáróöri aö flokksstjórnin myndi skora á fylgismenn sina aö sitja heima I siðarikosningaumferöinni. Þegar fráhvarfiö frá Marchais til Mitterand kom i ljós á kjördag var slikt ekki lengur fært, en ljóst er að stuðningsyfirlýsingin við Mitterand er ekki gerö nema til málamynda. Til dæmis hefur Marchais boðað stórverkföll nái Mitterand kosningu, I þvi skyni aö knýja hann til að laga stjórnar- stefnu sina að kröfum kommún- ista. Giscard er að þvi leyti i svip- aöri aðstöðu' og Mitterand, að fyrrverandi bandamaður gerðist skæðasti andstæðingur hans i fyrri kosningaumferð. Borgar- stjórinn i Paris, Chirac, tryggði kosningu Giscards fyrir sjö árum stöðu samkvæmt þvi, þótt meö sanni megi segja að efnisþættir þessa frumvarps snerti vinnu- veitendur á beinskeyttan hátt. Verðlagshömlur og aukið eftirlit iþeim efnum er náttúrlega eitur I beinum atvinnurekenda, sem vilja frjálsa verðmyndun á sem flestum sviðum atvinnulifsins. Aö öllu samanlögðu er þó full- ljóst aö þetta frumvarp rlkis- stjórnarinnar verður að lögum. Hitt er þó næsta vist, að stærri framhaldsaðgerðir eru innan seilingar. Sumarið ’81 veröur ef- laust heitt i islenskri pólitik. Ekki aðeins það, að margir ætla aö raunverulegar aðhaldsaðgerðir i efnahagsmálunum sjái dagsins 1 jós siðla i sumar og þá verði visi- talan varla látin I friði og jafnvel hreyft við genginu. Ekki verður hitinn minni hjá stærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar — Sjálf- stæðisflokknum, þegar nær dregur landsfundi hans. Einnig nálgast sveitastjórnarkosningar óöfluga, þær verða vorið 1982 og framboðs- og prófkjörsbarátta er jafnvel þegar farin af stað bak við tjöldin, hvað þær kosningar snertir. Taktisk spilamennska i íslenskri pólitik vegur oft þyngra, en hreinræktuð efnisleg afstaða til mála eins og t.d. efnahags- mála, sem uppi eru hverju sinni. Þannig sagði einn Alþýðubanda- lagsmaður við mig, að stjórnar- sinnum væri ljós nauðsyn þess að halda þessari rikisstjórn saman og láta ytri flöt hennar lita útsem sléttan og felldan gagnvart kjós- endum. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalagið hefðu á sinum tima verið ginnkeyptir fyrir þessu stjórnarmynstri ekki hvað sist vegna möguleikans á endan- legum klofningi innan Sjálf- stæðisflokksins og það væru þvi allir sammála, að halda þannig á spilunum að sá klofningur verði að veruleika. Þess vegna þyrfti að sýna lipurð og samstarfsvilja innan rikisstjórnarinnar framyfir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ef rikisstjórnin spryngi fyrir þann tima, yrðu möguleikarnir á INNLEND YFIRSÝN sáttum hjá Sjálfstæðismönnum mun meiri. Hvað siðan gerðist eftir landsfund Sjálfstæöisflokks- ins færi aö talsverðu leyti eftir niöurstöðum landsfundarins og stöðu rfkisstjórnarinnar þá. Þaö væru sveitarstjórnarkosningar framundan og Alþýðubandalags- mennyrðu og raunar allir flokkar að meta þaö á raunsæjan hátt hvort þeir teldu sig standa stak- ara aö vígi i þeim kosningum innan eða utan rikisstjórnar. Ekki kvaðst þó þessi Alþýðú- bandalagsmaður búast við þing- kosningum þótt þessi stjórn myndi leggja upp laupana. Bjóst hann viö þviV að Sjálfstæðis- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Framsókn myndu ekki eiga i stórum erfiðleikum með að ná saman, ef slik staða kæmi upp. Afstaða Alþýðuflokksins til þessarar rikisstjórnar mótast að ýmsu leyti einnig með hliðsjón af innanrikismálum Sjálfstæðis- manna og landsfundinum I haust. Allir flokkar gera sér grein fyrir þvi að kjósendur I landinu eru al- mennt þreyttir á kosningum og tfðum stjórnarskiptum. Raun- verulega er sá flokkur ekki til á þessari stundu sem væri ginn- keyptur fyrir kosningum á næstu mánuðum, ef svo færi, sem mjög óliklegt er, að rikisstjórn Gunnars félli. Ot á við a.m.k. viröist rikisstjórn Gunnars standa styrkum fótum, þótt ýmsir innviðir séu f raun veikireða ansi laust bundnir. Þetta efnahagsfrumvarp rikis- stjórnarinnar er þvi aðeins stund milli striða og raunar biðleikur, ekki aðeins i heildarstefnu rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum, heldur og ef litið er almennt á stöðu islenskra stjórnmála i dag. Ýmsar blikur eru á lofti i þeim efnum og menn biða átekta uns gripið verður til stóru orðanna og beittu sverðanna. Seinnipartur sumarsins og næsta haust verður eflaust tími viðburða og jafnvel viga I islenskri pólitik. pni FKiF% með þvi að kljúfa fylkingu gaull- ista og veita Giscard stuðning. 1 staöinn varð hann fyrsti forsætis- ráðherra sem Giscard valdi, en samvinna þeirra rofnaði bráti og það er tvimælalaust verk Chiracs að atkvæðatala Giscards i fyrri kosningaumferð varð nú mun lægri en 1974. Um tima þótti Chirac standa sig svo vel i kosningabaráttunni, aö fariö var að gera þvi skóna að hann kæmist upp fyrir Mitterand og keppti við Giscard I siöari kosningaumferö. úrslit sýna að slikar bollaleggingar voru fjar- stæða. Chirac varð að láta sér nægja 18 af hundraði atkvæða, en að meötöldum tveim gaullistum af gamla skólanum reyndust gaullistaatkvæðin i fyrri kosn- ingaumferð alls 21 af hundraði. Eftir fyrri umferö lýsti Chirac yfir, aö hann myndi greiöa Giscard atkvæöi i hinni siðari, en hann lét undir höfuð leggjast að tala I nafni flokks sins eða skora á kjósendur sina að fylkja sér um forsetann. Chirac er I rauninni i svipaðri aöstöðu gagnvart Giscard og Marchais gagnvart Mitterand. Nái Mitterand forsetakjöri mun hann þegar i staö rjúfa þing og efna til nýrra kosninga I þvi skyni aö leitast viö að mynda þing- meirihluta fyrir stefnu sinni. Kommúnistaforustan sér fram á, að við þær aðstæður er liklegt að Sósialistaflokkurinn vaxi Kommúnistaflokknum endanlega yfir höfuö. En vegna ástandsins meðal flokksmanna telja kommúnistaforingjarnir sig til knúða aö látast styöja Mitterand. Chirac er á hinn bóginn ljóst, að tækifæri hans til að ná forustunni fyrir þeim stjórnmálaöflun i Frakklandi sem skípa sér hægra megin viö miðju væri runniö upp, ef Mitterand felldi Giscard. Þá hefðu ásannast allar ádeilur Chiracs á hendur forsetanum, hann væri úr leik og leiðin opin cftir Magnús Torfa (Mafsson fyrir Chirac að gerast merkisberi andstæðinga nýja forsetans og frambjóðandi gegn honum I næstu forsetakosningum. Nái Giscard aftur á móti endurkjöri, gefast honum sjö ár á forsetastóli til að bregða fæti fyrir Chirac og framavonir hans. Sú staða er þvi komin upp i frönsku forsetakosningunum, aö þriöji og fjórði maður i frambjóð- endaröðinni i fyrri umferö óska i rauninni eftir ósigri þess af for- setaeínunum tveim, sem þeir sjá sig tilneydda að votta stuðning I oröi. Þctta eykur enn á óvissuna um úrslit. Fordæmið frá 1974, þegar Giscard og Mitterand áttust við i fyrra sinn, bendir til að nokkrir hundraðshlutar af fylgi gaullista muni færast yfir á Mitterand i siöari umferð. Eitt af þvl sem gaullistar meö Chirac I farar- broddi finna forsetanum sérstak- lega til foráttu er lin og reikandi utanrikisstefna, sem sérstaklega er talin hafa komið fram I tilraun- um hans til að vingast við sovét- stjórnina á kostnað annarra vest- rænna rikja. Árásir kommúnista á Mitterand fyrir stuðning við vestræna samstöðu gagnvart Sovétrikjunum auðvelda gaullist- um, sem þessa sinnis eru, aö greiða sósialistaforingjanum at- kvæði. A móti kemur svo, að ekki eru neinar likur á að atkvæði kommúnista skili sér jafn ræki- lega I kjörkassana fyrir Mitter- and og raun varð á 1974. Úrslitum forsetakosninganna i Frakklandi getur þvi ráðið sá kjósendahópur, sem ekki er að greiða sinum manni atkvæði við kjörborðið, heldur að kjósa gegn hinum frambjóðandanum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.