Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 4
4 Edda Andrésdóttir hefur gegnum tiöina gert viöreist um islenska fjölmiöla. Árum saman var hún biaöamaöur á Visi, siöan komst hún á hvers manns varir sem einn af frumkvöölum útvarpsþáttarins 1 viku- lokin, þá varö hún ritstjóri timaritsins Hús og hibýli, og nú fyrir skömmu hóf hún störf sem aöstoöardagskrárgeröarmaöur eöa skrifta hjá sjónvarpinu. Helgarpósturinn fór þess á leit viö Eddu aö hún héldi dagbók i eina viku fyrir biaöiö og segöi frá lifi og starfi skriftunnar. Skrýtiö aö halda svona dagbók. Ég hef ekki gert þaö frá þvi ég var fjórtán eöa svo. „Hann var alltaf aö gjóa á mig augunum I dag”. — „Mér gekk æöisiega vel i skóianum, var tekin upp og gat allt.Ég harölæsti þessari dagbók og fann hana aftur I flutningum I fyrrasumar. En ekki lykilinn. Svo Ieyndarmáiin geymast óhult. Björn Vignir lofaöi þvi, aö ef ég skrifaöi þessa, mætti ég draga undan og halda einhverju leyndu. Ég geri þaö. Skriftan sinnir skylduverkum fyrir upptöku Mánudagur 11.05. 81 Auðvitað vaknaði ég allt of seint, og þá er ég hálfan daginn að ná mér. Þetta gengur ekki, ég verð að hella i mig vitaminum. Billinn minn þolir þessi átök heldur ekki mikið lengur, að vera gefið i botn upp á hvern einasta dag. Oliuljósið er að hætta að blikka, það bara er þarna. Meinið er að ég er skithrædd að keyra inn á þessar oliustöðvar. Þið vitið, þannig að maður hitti yfir gatið. Ég er alltaf viss um að ég hrapi ofan i það. Þessi ferð var eins og aðrar úr Breiðholtinu niður i Sjónvarp. Sonur minn i aftursæt- inu, eins og knapi, fram úr þessum, fram úr þessum.... Mesta kikkið i lifi hans er að fá þetta farartæki til að komast upp i 100. Okkur tekst það i langri, góðri brekku. Ég segi ekki hvar hún er. Svo dettur hann út hjá ömmu, og i Sjónvarpinu er fundur i LSD. Inni á skrifstofu hjá Hinrik, þegar allir eru búnir að fá sér kaffi. Við röltum þangað skrifturnar, Jóna, Guðrún og ég með pródúsentum og öðrum tilheyrandi. Og fáum að vita allt um alla nánustu framtið. Ég segi ekki frekar af þessum fundi. Ef Helgarpóstsmenn hafa ekki þegar allar fregnir þaðan, þá hljóta þær að vera á leiðinni, eða hvað? Hver lekur stöðugt? Ef menn misstiga sig i stiganum i fyrir okkur hvernig eða hverjir væru sáttir við sjálfa sig. Gæti verið eitthvert vit f þvi að verða einbúi? Vitavörður? Við Hrafn höfum verið að vinna svolítið saman, en það er leyndarmál. Svo mikið, að við tölum saman um verkefnið á kinversku. Um kvöldið var dyrabjöllunni hringt, og litill drengur stóð með miða i höndunum og bauð mér að kaupa „Sunnudagsgátuna”. Ég hló bara eins og asni, en drengurinn starði forviða á mig, og hefur áreiðan- lega fengið martröð um nóttina. Aðsjá þessa konui dyrunum, sem hefur tröllriðið sjónvarps- áhorfendum öll kvöld að undan- förnu. Þriðjudagur 12.05. ’81 Frumraun Viðars Vikinssonar i stúdióinu. Hann er nýjasti pródúsentinn i LSD, og viðfangs- efnið er Tónlistarmaður mánaöarins. Það er hafist handa i bltið. Ljúfir tónar eftir Bach, Schubert og fleiri gamla snillinga streyma, og allt gengur samkvæmt áætlun. Þetta er nú meiri músikdagurinn. Við höldum okkur á sama stað eftir hádegi og setjum saman þátt með kinverskum tóniistarmönnum. Siðla dags sest svo jaxlinn hann Tage Ammendrup i stólinn hans Viðars, og nú er það orgelleikur stúdióinu. Kem pireygð út i bjart kvöld, með samsull af alls kyns tónum ihöfðinu. Þá kastar maður sér upp i sófa hjá vinkonu sinni og snikir kaffisopa. Siðan rölti ég heim i háttinn. Veðrið er svo gott, og það er komið sumar. Það iskrar i manni kátinan á svona kvöldum. Stundum er skelfing gott aðveratil. Stina vinkona min heldur þvi statt og stöðugt fram, að það mesta og besta sem við getum farið fram á i veröldinni, sé að eiga góða vini, og fá að vinna við það sem við höfum áhuga á. Þá hef ég dottið i lukku- pottinn. Miðvikudagur 13.05. ’81 Æi, æi. Ræfillinn ég verð heldur betur fyrir barðinu á ótugtarskap kunningja og samstarfsmanna þessa góðviðrisdaga. Allt saman út af Sunnudagsgátunni. „Sunnu- dagsgálan” er viðurnefnið sem ég fæ, og verð bara að afbera það. hvort sem mér likar betur eða verr. Almáttugur ég sem — jæja, þú veist hvað mér finnst um sunnudaga. Hvar er hægt að fá keypta miða? Hverjir standa fyr- ir þessu, hverjirstandafyrir- þessuhverjirstandafyrirþessu- hverjir...Ég reyni að segja að þetta sé mitt einkaframtak. I hvaða skyni? Kannski til að bjarga fjárhag Rikisútvarps- „í stúdióinu — harmsaga í smáatriðum” Edda Andrésdóttir, skrifta heldur Dagbók fyrir Helgarpóstinn eina viku: Sunnudagur 10.05. ’81 Frá þvi ég man hef ég haft imugust á sunnudögum. Liflaus- ir, hreint andstyggilegir dagar. Eins og allur máttur sé úr öllum. Sunnudagur er eins og þröskuld- ur, sem maður með einhverjum ráöum verður að prila yfir. Þessi púkalegheit i sunnudögum hefur enginn almennilega skilið, nema vinur minn, sem flaug til Noregs fyrir mörgum vikum með fjöl- skylduna sina. Við hringdum stundum i hvort annað, þegar dagurinn umræddi var hreint að fáokkur til aö ganga af göflunum. Úthúðuðum slepjunni og leið miklu betur á eftir. Nú bælir maöur leiðindin, og þegar ég sit hjá sálfræðingi eftir mörg ár, má kannski rekja öll vandamálin til þess. Égvona að hann vinurminn fari að koma heim frá Noregi. Samt átti ég tiltölulega ljúfan dag i dag. Ég verð að viðurkenna þaö, þó hann heiti sunnu-. I úðanum fór ég í langa, langa, gönguferð. Sneiddi framhjá sunnudags- biltúrunum með þvi að klöngrast yfir mýrar, fen og girðingar, og gaf elskunni minni sætan koss á miöjum Reykjavikurflugvelli. Vona samt að flugstjórnarmenn hafi haft hugann viö sitt. 1 Norræna húsinu kaffisopi, af þvi þar er svo róandi og — menningarlegt. Þar var Bryndís Schram með mann og börn og ég sá á eftir þeim hjólandi. Ég ætla aöhermaeftir þeim. Fá mérhjól, og leggja druslunni minni. Svo datt ég inn I fimmbió, fimm mlnútur yfir fimm, — i Háskólabió og horfði á gamla bit- ilinn Paul McCartney i einn og hálfan tima með gengið sitt. Krakkarnir i bió kveiktu á kveikj- urum og eldspýtum i virðingar- skyni við stjörnuna, sem hlýtur að eiga sama leyndarmál og Dorian Gray, þvi hann eldist ekki neitt. Sætt á honum hárið! Um kvöldi tók viðkvæma hjartað kipp, þvi mér voru gefin blóm með pompi og pragt. Maðurinn i lifi minu, sem haldiö hefur við mig tryggö lengur en aörir. Sex ára gamall sonur minn færði mér þau. Að visu hvislaði mamma min þvi að mér, að það hefði orðið stór diskussjón i blómabúðinni á milli afa og hans, um það hvort þeir ættu að gefa mer kaktus eða ljúf blóm. Sonur minn vildi kakt- usinn.... Siakaö á áöur en iagt er I upptöku á Stundinni okkar: Helga Pálmadóttir, sviösstjóri, Elin Þóra Friöfinns- dóttir, upptökustjöri og skriftan. Sjónvarpshúsinu birtist það i slúðrinu i næsta Helgarpósti, segja starfsmenn i þessari stofn- un. Verðisvo að vera, er skilyrðið að fara rétt með, segja aðrir. Ég var beðin um að koma þessu til skila, en nú fer fram Sherlock Holmes rannsókn á þvi, hver er i besta simasambandi við Helgarpóstinn. Ég þjáðist svo af leti þennan dag, að ég gat ekki einu sinni hugsaö. Samt fiktaði ég við vinnuna mina, þvi það verða allir samviskusamir launþegar að gera, og átti svo gott og ljúft samtal við Hrafn yfir huggulegri máltið á Esju. Ég gat þó ekki annað en nartað i kjötið, þviégeri megrun. Við veltum þvi af léttara taginu, sem útlendingur leikur af fingrum fram. Fullt að gera. Þaðlikar mönnum og þá er andinn góður. Annars er það sér- kennileg, og um leið skemmtileg tilfinning að vinna i stúdióinu. Tilfinning, sem hvergi virðist fyr- irfinnast annars staðar. Að loka sig af með misjafnlega mörgu fólki, i gluggalausum húsakynn- um, inni i miðju einhvers, þar sem menn hafa meira og minna „fjarskiptasamband”. Öpersónulegt, en þó svo persónu- legt. Allt iðandi allan daginn, og hver einasta sál þjónar tilgangi. Að kvöldi, þegar öllu er lokið, og ieinn eða tveir, eða jafnvel þrir þættir liggja inni, er hvergi eins undarlega Sjónvarps, eða bara i einhverju skyni. einn segist brandsjúr á þvi, að þetta sé hrein og klár pólitik. Þ.e.a.s. hjá mér — sunnudags- gálunni. „Úr gátunni á Bessa- staði”, segir hann og glottir. (Þetta er þó með fullri virðingu fyrir embættinu). Já, svona geng- ur það. En maður bara bitur á jaxlinn og bölvar i hljóði, og tekur þvi um leið með þegjandi þögninni að vera imynd sunnu- dagsins i pinulitinn tima. En svona i alvöru, vona ég að gátan góða þjóni sinum tilgangi. Það tengist þessu ekki, en ég gerði hljótt og tómt og i Upptakan hafin og menn eru giaöir i myndstjórninni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.