Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 12
12 • Flestir Breið- holtsbúar tengdir á „myndbanda- kerfiM Skæöur keppinautur sjónvarps- ins er aö þrengja sér inn um bak- dyrnar. Myndsegulbandabylgjan viröist vera komin í fullan gang i ööru hverju fjölbýlishúsi á höfuö- borgarsvæöinu, og þaö færist i vöxt, aö einbýlishús séu tengd saman á eitt myndsegulbanda- kerfi. Og þaö gerist um allt land, Telja má nokkuö vist aö lögbrot séu framin i þúsundum ibúöa um allt land á hverri viku. Ekki aöeins brot á einum lögum, heidur aö minnstakosti tvennum. Lögum um sendingu myndefnis, þráölaust eöa um kapla, og lögum um höfundarrétt. Þessi nýi háttur á „sjónvarps- rekstri” er þó siöur en svo nokkurt launungarmál. Yfirvöld hafa haft pata af honum i meira en ár, eða siðan svonefnt „Krummahólamái” kom upp. Þá krafðist ríkisútvarpiö lögreglu- rannsóknar, sem fór fram. Siðan hefur máliö flækst fram og til baka i kerfinu og ýmsir aðilar hafa haft það „tii umsagnar”. En ekkert hefur gerst. Þó hafa ýmsir innan kerfisins komiö auga á möguleika mynd- efnis á myndsegulböndum og telja rétt, að stjórnvöld marki sér ákveðna stefnu i þeim málum. Þannig er nú róið að þvi öllum árum af hálfu Námsgagnastofn- unar, að menntamálaráðuneytið gangist fyrir þvi, að Fræðslu- myndasafn rikisins geti skipt yfir i myndsegulbönd, og séð verði til þess, að myndsegulbandstæki verði keypt i alla skóla landsins, sem eru um 300 talsins. Dreifing myndefnis á segul- spólum, eða video, virðist vera nokkur gróðavegur. Að minnsta kosti hafa sprottið upp á siðast- liðnu ári einar tiu „videoleigur” svonefndar, auk þess sem _______________________________Föstuda9ur 15- mar 1981 fnalrjarpn^ti irinn_ Líklega ólöglegt — en Nú þarf fjölskyldan'ekki lengur að slökkva á sjónvarpinu þegar dagskránni er lokiö, né „iiöa” sjón- varpslaus fimmtudagskvöld. „Vídeóvæðingin’ ’ er komin á nokkrar verslanir, sem versla með myndsegulbandstæki bjóða jafnframt upp á myndefni. Ekki ólöglegt Þessi starfsemi er i sjálfu sér ekki ólögleg. Það er hverjum frjálst að skoða myndir á mynd- segulbandi i stofunni heima hjá sér, alveg á sama hátt og þeir hlusta á tónlist eða annað efni af plötum eða venjulegum segul- böndum. Málið horfir öðruvisi við, þegar farið er að tengja myndsegulbandstæki inn á sjón- varpskerfi heilla fjölbýlishúsa og • Er Fræðslu- myndasafn ríkisins næst? taka afnotagjald af ibúunum. Að ekki sé talað um, þegar þessi „þjónusta” gengur svo langt, að fleiri fjölbýlishús og jafnvel heilu göturnar eru tengd inn á sama kerfið, og allir fá„útsendingar” frá einu „móðurtæki”. Helgar- pósturinn hefur fregnað, að allt að tiu blokkir hafi verið tengdar saman á þennan hátt. Auk þess eru um þessar mundir verið að fullt tengja saman 36 hús á Stykkis- hólmi þar sem ætlunin er að hafa eitt tæki til að senda út myndefni. Aætlanir um síikt eru uppi viðar úti á landi, að þvi er við höfum eftir áreiðanlegum heimildum. Ef myndefni er á þennan hátt sent milli húsa er jafnvel um að ræða brot á fjarskiptalögunum, segir GUstaf Arnar, yfirverkfræðingur, hjá Pósti og sima, við Helgar- póstinn. Enginn þeirra forsvarsmanna myndbandaleiga, sem Helgar- pósturinn hefur haft tal af, vildi viðurkenna, að hann leigði • 36-húsa kapalsjónvarp í Stykkishólmi myndir til nota i miðstöðvum af þessu tagi. Einn þeirra sagði, að dreifingaraðili sá i Bretlandi, sem hann á viðskipti við fari i slikum tilfellum fram á hærra leigugjald til að mæta auknum kostnaði vegna höfundarréttar. Hinsvegar væri mönnum i lófa lagið að senda aðra fyrir sig og gefa upp rangt heimilisfang. Annar tók fram, að þegar menn fái hjá honum myndir skrifi þeir undir samning þar sem kveðið sé á um, að þær megi aðeins sýna á einkaheimilum, ekki i blokkum. En auðvelt er að komast i kring- um það. Fólk virðist helst sækjast eftir að fá leigðar biómyndir, saka- málaþætti og barnaefni. Það ber öllum þeim forsvarsmönnum my ndbandaleiganna, sem Helgarpósturinn hefur rætt við saman um. Þeir eru lika sam- mála um, að myndböndin virðist koma sem viðbót við islenska sjónvarpið, á fimmtudögum og eftir sjónvarpsdagskrá á föstu- dögum og laugardögum. Fólk virðist sækjast talsvert eftir þekktum myndum, og að sögn Baldvins Magnússonar i Videoþjónustunni fær hann frá Intervision i Bretlandi allar helstu kvikmyndir frá Evrópu og Bandarikjunum jafnóðum og þær koma á filmu. Lika klám En hann býður upp á aðra þjónustu. Með þvi að gerast með- limur i lokuðum klúbbi er hægt að fá klámmyndir, iþróttamyndir eða hrollvekjur. Til að komast i þennan klúbb þurfa menn að vera orðnir tvitugir og annað hvort leggja til myndir, sem hafa verið keyptar erlendis eða greiða 300 króna gjald. Eftir það fá menn myndir endurgjaldslaust. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Valdís Óskarsdóttir Spariö tíma og fyrirhöfn Ódýrar pappírsbleyjur SKEMMUVEGUR 8 SIMI 78140 Henta fyrir börn allt að 15 mánaða

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.