Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 22. maí 1981 hallJFirpn^turÍnrL_ pásturínrL. Blað um þjóðmál, listir og menningarmál Utgefandi: Vitaösgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og augiýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Einkaréttur eða óheft frelsi? Starfsemi bandariska sjón- varpsins á Keflavíkurflugvelli og möguleikar fólks á Suðvestur- landi til að horfa á sendingar þess varð á sínum tima til að flýta fyrir þvi, að islenskt sjónvarp tæki til starfa. Næsta stig i þróun sjónvarps- tækninnar, útsendingar i lit, náði hingað til lands vegna þrýstings frá sjónvarpsnotendum. Mönnum þótti ekkert eðlilegra en islcnska sjónvarpið hæfi siikar sendingar eins og flestar aðrar sjónvarps- stöðvar i heiminum. Og nú er ljóst, að þriðja stigið i sjónvarps- tækninni, myndsegulböndin, hefur náð fótfestu i landinu, eink- um á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun á sjónvarpstækni á islandi hefur semsé fyrst og fremst orðið vegna þrýstings frá almenningi, frumkvæðið hefur ekki komið frá rikisvaldinu, sem þó hefur iögum samkvæmt einka- rétt á rekstri þessa fjölmiðils, sjónvarpsins. Ilvað myndsegulböndin varðar hefur almenningur þó ekki þurft að beita þrýstingi af einu eða neinu tagi til að geta notfært sér my ndsegulbandstækin eðlis þeirra vegna. Menn hafa einfald- lega orðið sér úti um slik tæki jafn skjótt og einhverjir álitu að grundvöllur væri til að flytja inn efni til að setja i þau. Og enginn getur sagt neitt við þvi, frekar en t.d. að fólk setji plötu á plötu- spilarann sinn. En það er fleira i þessu. ..Videóbyltingin", sem stundum hefur verið ncfnd svo og Helgar- pósturinn fjallar um i dag, tók skjótt að þróast i þá átt að fariö var að koma upp viðamiklum dreifingakerfum i fjölbýlishús- um. Siöan var farið að tengja saman heilu blokkirnar, jafnvel blokkir við margar götur, og nú er farið að tengja allt upp i tugi einbýlishúsa saman á lokað sjón- varpskerfi. Þegar þróunin er komin á þetta stig er spurningin orðin sú, hvort verið sé að brjóta lög. Enda þótt ein þrjú mál vegna myndbanda- kerfa i fjölbýlishúsum hafi verið send til saksóknara rikisins til rannsóknar fyrir meira en ári hefur engin niðurstaða fengist enn. En liklegt má telja, að dreif- ing sjónvarpsefnis frá einum staö til inargra ibúða, gegn gjaldi, varði við lög um einkarétt Rikis- útvarpsins til sjónvarpssendinga. Auk þess er liklegt, aö þegar farið er að senda efni milli húsa, þótt það fari um kapla, sé um að ræða brot á fjarskiptalögunum. Og i þriðja lagi er liklegt, að lög um höfundarrétt sé þverbrotin. En þrátt fyrir þetta allt saman er ekki trúlegt að sjónvarpssend- ingar af þessu tagi verði bann- aðar. Það er frekar útlit fyrir, að reynt verði að liafa eitthvert eftirlit meö starfsemi af þessu tagi, og jafnvel að rikið sjálft taki þátt i „myndbandavæðingunni" m.a. með þvi að taka upp mynd- bönd i staðinn fyrir filmur i Fræðslumyndasafni ríkisins, eins og fram kemur i Helgarpóstinum i dag- Jafnframt þvi sem myndsegul- bandið er að nema hér land blússar upp á ný umræðan og krafan um frjálst útvarp. Það sýnir, að nauðsynlegt er orðið fyrir stjórnvöld að marka hið fyrsta menningarpólitiska stefnu, hvað þetta varðar. Það þarf að taka um það ákvörðun hvort rétt er aö viðhalda þvi þröngu einka- réttarkerfi sem nú gildir. gefa allan útvarps- og sjónvarps- rekstur frjálsan, eða velja ein- hverja millileið, t.d. setja strangar reglur um lágmarks gæði efnis, eignaraðild og fleira. Stormsveipurinn og stelpufangelsið Það er ekki ýkja langt siðan Akureyri komst i sviðsljósið fyrir nýjung af vissu tagi. Reyndar var það ekki þess lagað að bæjarbúar gætu með nokkru stolti bent á og sagt með hreykni: Sjá til, þetta höfum við af framsýni og dugnaði reist, þarna átti hvorki KEA né nokkur hinna dugmiklu útvarða einstaklingsframtaksins þökk né sök. Það varð af vissum ástæðum ekki lengur umflúið að koma á laggirnar kvennafangelsi, og yf- irvöld fangelsismála vissu af litið notaðri álmu hinnar nýju lög- reglustöðvarbyggingar á Akureyri. Og vitaskuid varð fyrsta stelpu- fangelsi landsins nokkurt innlegg i bæjarmálaumræðu hins norð- Ienska höfuðstaðar. En hvort sem það var þessi sérstaða fangelsis- álmunnar á Akureyri eða annað sem olli, þá urðu umræður tals- verðar um fangelsismál á siðum blaðanna siðustu mánuði, og hviti stormsveipurinn Hilmar Helga- son hóf eina af sinum ajaxferð- um, að þessu sinni um fangelsi landsins. Ekki mannbætandi Ekki vitum við hvort Hilmari muni takast að tæma fangelsi landsins, né hvort konur hlýði kalli hans, en hann hefur vakið athygli á þvi að karlmenn hafi farið með stjórn á framkvæmd- um dóma eins og svo marga aðra stjórn hér á landi, og þar þokist hægti rétta átt. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hætta mér inn i umræður um mishæfni kynjanna, en þó er það rétt, að á þessu sviði hafa karlar ráðið ferðinni, og það er lika rétt að framkvæmd dóm- gæslu hefur ekki tekið miklum framförum né aðlagast nýrri vit- und okkar og vitneskju um sálar- lifið og velferð i mannlegu samfé- lagi. Hins vegar hefur gjarnan mátt ræða við „embættiskarl- ana” svo ég noti frekar ljótt orð, um krónur og aura — og skilji þeir ekki þá röksemd okkar Hil- mars að einangrun hafi ekki mannbætandi áhrif né geri fólk hæfara til að taka þátt i flóknu samfélagi nútimans — þá má þó alténd leggja þetta upp sem reiknisdæmi. í fyrsta lagi má reyndar benda á að sök i verknaði liggur ekki al- farið hjá brotamanni, þótt ábyrgðin geri það. Sökin getur legið viða. Hún getúr hafa átt ræt- ur sinar að rekja til óæskilegs umhverfis i sakleysi bernskunn- ar, til uppeldis eða félagsskapar. Orsakirnar geta verið fjölda- margar, og þegar þær að lokum leiða til ólögmæts verknaðar, þá er visast ekki fyrir hendi sá þroski að valdsmannleg beiting refsingar geti leitt hinn ólánsama inn á betri veg. En látum þessar skýringar liggja á milli hluta. Snúum okkur að reiknisdæminu. Hvað kostar gæslan? Við erum reiöubúin að greiöa laun fjölda fólks til þess að gæta þess að tvær manneskjur, svo eitt dæmi sé nefnt, taki út dómsupp- kveðna refsivist i einangrun. Samfélagið er að láta þær vita að það borgi sig ekki að endurtaka þennan verknað. Það er lika að láta aðra vita að það borgi sig ekki að brjóta lögin. Það er að framkvæma ákvörðun, sem dómsvaldið hefur tekið eftir fyr- irsögn löggjafarvaldsins um meðferð á tilteknum ólöglegum athöfnum. Um framkvæmd þessa alla hafa þegar fyrir löngu verið teknar ákvarðanir, sumar byggð- ar á nokkur hundruð ára gömlum lagabálkum. Þarna virðist kerfið sem slikt vera nokkuð pottþétt, það eru nánast til lög og reglu- gerðir um alla þessa fram- kvæmd. En á meðan þessi refsing er framkvæmd, þá eru að vaxa úr grasi nýir einstaklingar, sem búa i dag við þær aðstæður, að það er óhjákvæmilegt að þeir verði inn- an tiðar — og það trúlega fyrr en siðar — komnir inn i fangelsin til að taka út refsingu að forskrift dómsvaldsins. Og þannig sér samfélagið fyrir þvi, að alltaf þurfi að greiða úr sjóðum hins op- inbera fúlgur fjár til þess að framkvæma dóma. Fyrirbyggjandi starf er farsælla Ég heyrði i fréttatima útvarps- ins fyrir skömmu frásögn af ráð- stefnu Sambands islenskra sveit- arfélaga um framkvæmd barna- verndar og hin nýju barnalög. Ég heyrði þar sagt frá bæjarfélagi, sem ég tók ekki eftir hvar er, en greiðir nokkur laun til svonefndra tilsjónarmanna, sem taka að sér að veita börnum, sem búa við af- leitt uppeldi i óheppilegu um- hverfi, athygli og nokkra sálar- lega umönnun. Mig minnir að laun t'l sliks tilsjónarmanns sé um 300 krónur á mánuði, meðan kostnaður við vistun unglings á upptökuheimili nemi um 10.000 krónum á mánuði. Þarna erum við með áþreifanlegar tölur, sem segja okkur ekki aðeins að fyrir- byggjandi starf sé farsælla en betrunardómar, heldur langt um ódýrara. En jafnframt getum við lesið milli linanna að meðan við — og þá þið, kerfiskallar góðir — greið- um morð fjár til að framkvæma betrunardóma að fyrirmynd samfélaga frá miðöldum, þá eig- um við ekki fjármagn til að stunda nægjanlegt fyrirbyggjandi starf. Við komumst ekki i það að rækta okkar garð meðan öll ork- an fer i það að glima við feyskin tré. Körlum gefið fri Ég held að það sé góð hugmynd hjá Hilmari að láta nú konur um garðyrkjustörfin i bili. Ekki vegna þess að þær eru konur, heldur fyrst og fremst vegna þess að þær eru ekki karlar. Það gæti veriðað þær nálguðust vandann á einhvern annan hátt. Og trúlega gæti Vigdis forseti höggvið þar á hnút. NU er sumarið komið hingað norður, vonandi farsælt og gott, og það yrði enn betra sumar, ef við gætum með stolti bent á lög- reglustöðina við Þórunnarstræti og sagt: Hér var lagt niður og tæmt fvrsta kvennafangelsi á Is- landi. Megi þau öll tæmast. HÁKARL Frumvörp Hjörleifs og Ragnars Þá er það lokaspretturinn hjá þingmönnunum okkar. Þeir hafa sjálfsagt verið lengi að i gær, þvi i dag er eiginlega siöasti dagur þingsins. Þinglausnir hafa verið ákveönar á morgun. 1 kvöld fáum við væntanlega að sjá nokkur kunn andlit i Sjónvarpinu karpa um nokkur margþvæld málefni, en þótt fólk agnúist oft Ut i þing- menn, þá finnst okkur nú alltaf gaman að sjá þá ræða landsins gagn og nauðsynjar á skjánum. Það eru ekki mörg ár siðan þinglausnir urðu að vera fyrir miðjan mái vegna þeirra mörgu sauðfjárbænda, sem þá sátu á þingi. Þingstörfin voru þá miðuð við tilhl ey pi ngatima á búum þessara bænda. Enn eru að visu bændur á þingi, sem munu nú um helgina hverfa heim i sveitasælu og sauðburð, en þeir eru færri en áður. Þingmennirnir sem fara til Sovétrikjanna, með Jón Helgason og Sverri Hermannsson i broddi fylkingar munu að visu missa af sauðburðinum. En það er ekki bara sveitasæla og sauðburður sem biður þing- manna, þvi sumra þeirra biður spurning um pólitiskt lif eða dauða. Hér er auðvitað fyrst og fremst átt við sjálfstæðismenn. Sumariö hjá þeim verður timi liðssafnaðar, kosninga á lands- fund og baktjaldamakks. Það má gott heita, ef Geir Hallgrimsson sleppur heill Ur þeirri raun. Hrikt hefur i ríkisstjórnarstoðum Það mál sem sett hefur hvað mestan svip á þingið nú undan- farna daga, er virkjunarfrum- varp Hjörleifs iðnaðar- og orku- málaráðherra. Svo hefur að minnsta kostivirstaf lestri blaöa. Annað mál vakti lika athygli, en ,fór undarlega hljótt, og það voru breytingará skattalögunum. Lik- lega hefur virkjunarfrumvarpið dregiö alla athyglina frá skatta- frumvarpinu. 1 sumum löndum hefðu nú viðkomandi ráðherrar sagt af sér, ef ekki hefði verið gengið að stefnu þeirra i svona mikilvægum málaflokkum sem virkjunar og skattamálin eru. Þeir Hjörleifur og Ragnar sitja enn. Liklega eru þetta mestu átaka- mál stjórnarflokkanna i vetur, að minnsta kosti á yfirboröinu, þvi ef stefnuskrár þeirra eru skoðaðar, þá virðist sem allir hafi gefið töluvert mikið eftir. Skattafrumvarpið Eiginlega kom það manni mjög á óvart, þegar öll nefndin, sem fjallaði um skattamálin á Alþingi kom fram með sameiginlega stefnu, sem gekk þvert á stefnu fjármálaráðherra. Hann hafði lagt fram lagafrumvarp um breytingar á skattalögunum, og lagt töluverða vinnu i það. Hann mæltifyrir frumvarpinu, sem fór siðan venjulega leið i nefnd. Þar var lika lögð mikil vinna i málið, og niðurstaðan varð allt önnur en hjá i jármalaráðherra. Ekki varð vart við mikla tilburði hjá ráð- herra til að halda sinu fram i þessu mali, heldur var allt látið fljöta i gegn. Hvar getur þetta gerst annarsstaðar en á fslandi. Skattafrumvörp eru nú einu sinni mikil átakamál, og aðalmál fjár- málaráðherra hér á landi, þegar undan er skilið sjálft fjárlaga- frumvarpið, sem allt þjóðlifið byggist á meira og minna. Virkjunarfrumvarpið Réttnefni yfir virkjunarfrum- varpið, væri auðvitað „Greinar- gerð um virkjunarkosti á Islandi i nánustu framtið”. (í annarri bók verður fjallað um gufuvirkjunar- kosti.) Fram til þessa hefur litið verið minnst á höfunda þessa frumvarps. Vitað er að Hjörleifur hefur verið með marga starfs- hópa á sinum snærum, innan flokks og utan, i virkjunar- og iðnaðarmálum, og hann hefur beðið um margar og miklar greinargerðir frá ýmsum stofn- unum rikisins, vegna gerðar frumvarpsins. Siðan hafa.dreng- irnir hans i ráðuneytinu liklega soðið þetta saman i samvinnu við hann, án þess að aðrir aðilar rikisstjórnarinnar hafi beint lagt hönd á plóginn. t gær eða dag verða örlög frumvarps þessa ráðin. Það er auðvitað mikil niðurlæging fyrir Hjörleif og stjórnina i heild, ef ekki hefur tekist að fá samþykki fyrir frum- varpinu. Það er jafnframt mikill sigur stjórnarandstöðunnar, en varla nema hálfur þó, þvi þeirra stefna kemst ekkert frekar fram, þrátt fyrir slik málalok. Svæfing frumvarpsins hefur margskonar óvissu I fór með sér, og nóg var hUn þó fyrir. Liklega nær þó frumvarpið aldrei óbreytt fram að ganga. Maður að nafni Ingólfur Jónsson, kenndur við Hellu, hélt á sinum tima um stjórnvölinn i orkumálum. Hann er enn fullur áhuga á framfara- málum héraðs sins, og fyrir Iwnum skiptir aðeins eitt máli, og það er virkjun á Þjórsár-Tungna ársvæöinu. Til þess að koma þessu hugðarefni sinu i fram- kvæmd er lykilmaðurinn Eggert Haukdal, óþekktasti þingmaður- inn á si'num tima, en nú sá maður, sem hvað oftast hefur haft lif rikisstjórnarinnar i hendi sér. Skoðanir hans og Hjörleifs á virkjunarmálum fara ekki saman, og þvi getur farið á ýmsa vegu með þetta mikilvæga mál. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.