Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 13
13 __helgarpásturinnJösiu<iag ur 15. maí 1981 Vídeó-SON setur upp og leigir myndbandakerfi: „Frá 30 notendum og uppúr” Fyrirtækið Videó-SÓN (stend- ur fyrir upphafsstafi eigend- anna, Sigurður G. Ólafsson og Njáil Harðarson) hefurannast uppsetningu á innanhiiss mynd- bandakerfum i þrjd ár, mest I Breiðholti. Upphaflega sá fyrir- tækið um uppsetningu á kerfum, sem ibiíar fjölbýlishúsa höfðu keypt sjálfir, en nú setja þeir upp allan nauðsyniegan út- búnað, sem þeir ieigja siðan og útvega dagskrárefni. Myndbandakerfin i Breiðholti eru orðin all stór i sniöum. bað stærsta sem við höfum heyrt um nær til 410 fbiiða, og á nokkrum stöðum eru blokkir við heilu göturnar tengdar saman. A veg- um Video-SÓN eru starfrækt kerfi þar sem eru „frá 30 not- endum og uppúr”, eins og annar eigandi fyrirtækisins orðaði það i samtali við Helgarpóstinn. „Afnotagjald” Videö-SÓN miðast við fjölda notenda i hverju kerfi, og er það þeim mun lægra sem þeir eru fleiri. En i dreifikerfi frá fyrirtækinu er nefnt sem dæmi, að sé leigu- gjaldiö 70 krónur á mánuði skiptist það þannig, að 35 krónur séu fyrir myndefni, leiga af tækjabúnaði kr. 17.50 og laun umsjónarmanns kr. 17.50. Vidéö-SÓN útvegar viðskipta- vinum sinum myndefni, og segj- ast þeir félagar hafa yfir um 600 spólum að ráða. — Ég hef leyfitilþess að flytja . inn kvikmyndir, og er i sam- bandi við ýmsa aðila erlendis, sem ég fæ efni frá. Margt kaup- um við lfka beint i verslunum erlendis, segir Sigurður G. Ólafsson, annar eigandi Videó- SÓN við Helgarpóstinn. Dagskrá 1 dreifibréfi sem fyrirtækið hefur sent út er sett úpp sýnis- horn af hugsanlegri dagskrá sem notendur fá væntanlega að ráða einhverju um i fram- kvæmd. Tillagan að dagskrá i eina viku (raunar fimmtudagskvöld, föstudags- og laugardagskvöld eftir dagskrá sjónvarpsins, sunnudag og mánudagskvöld): Fimmtudagur kl. 20.00 Barnatimi. Teiknimyndir Fimmtudagur kl. 21.00 Skemmtiþáttur/sakamálaþátt- ur. Fimmtudagur kl. 22.00 Bió- mynd, Towering Inferno. Föstudagur kl. 24.00. Bió- mynd, Moonraker, James Bond. Laugardagur kl. 24.00 Bio- mynd. The Eagle Has Landed.. Sunnudagur kl. 13.00 Barna- timi, Teiknimynd endursýnd. Mánudagur kl. 22.00 Bió- mynd, Caprivcorn One. Engar undirtektir í fyrstu — Við byrjuðum hérna fyrir tveimur eöa þremur mánuðum. Fyrst þegar ég orðaði það við hina ibúana hér að koma upp myndbandakerfi fékk það engar undirtektir, en að lokum keypti ég tæki sjálfur og setti það upp. Þá reyndust allir vilja vera með, nema einn, segir „sjón- varpsstjóri” { fjölbýlishúsi i Hafnarfiröi. Hann sýnir aðeins á fimmtu- dagskvöldum og á föstudags- oglaugardagskvöldum eftir sjónvarpsdagskrá, og einstaka sinnum á sunnudögum. Hann segist fá efni hjá myndleigum i Reykjavik og sýna um 16 myndir i mánuði. Kostnaðurinn hjá honum er 50 krónur á mánuði á hverja ibúð. Ekkert klám Að sögn „myndbandsnot- anda” i Breiðholtinu, sem ekki vill láta nafns sins getið komst kerfið þar i gagnið fyrir hálfum öðrum mánuði. Það er sameig- inlegt fyrirfimm blokkir, en er i eigu tveggja manna i einni þeirra. Afhotagjaldið þar er 50 krónur á mánuði, en stofngjald- ið var 170 krónur á hverja ibúð. Notkunarvenjur þar eru svip- aðar og virðist vera annarsstað- ar, myndböndin eru viöbót við dagskrá sjónvarpsins, og mest er sýnt af biómyndum, sem eru sagðar fengnar i myndaleigum. Hvorugur þessara viðmæl- enda okkar segir, að klám- myndir séu sýndar i sinu kerfi, en konaniBreiðholtinu segist þó hafa heyrt, að i blokkum i ná- grenni við sig séu slikar myndir stundum settar á skjáinn um það bil hálftima eftir að venju- legri sýningu l]£kur. Svonefndar „sjóræningja- myndir” eru einn fylgifiskur myndsegulbandaleigunnar á sama hátt og á hljómbanda- markaðnum. Stefán Kárason, sem rekur myndbandaleigu i heimahúsi segist hafa fengið slikar spólur sendar erlendis frá. — En það leynir sér ekki þegar um slikar eftirtökur er að ræða, „Sjónvarpsstjóri” setur herleg- heitin af stað. myndgæðin eru mjög slæm, segir Stefán Kárason um það. Löglaust athæfi — Það er ekkert vafamál, að það er löglaust athæfi að dreifa efni á myndböndum á þann hátt sem það er t.d. gert i fjölbýlis- hUsum. Við erum aðilar að Bernarsáttmálanum, . sem verndar eigendur flutningsréttar á tónlist og ritverkum. Til að flytja slikt opinberlega þarf að sækja um leyfi til okkar og greiöa tilskilin gjöld, og það hefur eng- inn gert hingað til, segir Sigurður Reynir Pétursson lögfræðingur Stef, Samtaka tónlistarmanna og eigenda flutningsréttar. — Þessi mál hafa verið mjög til umræðu hjá okkur að undan- förnu, og viðhorf okkar til þessara mála eru þau, að það eigi ekki beint að banna þetta, heldur fá greidd eðlileg gjöld af allri tón- list sem flutt er af þessum mynd- segulböndum. Þótt menn hafi greitt einhver höfundarlaun til dreifingaraðila erlendis hefur ekki þarmeð verið greitt fyrir Ut- sendingarrétt: aðeins réttinn til aö fjölfalda efnið, segir Sigurður. Einhverjar hugmyndir munu vera uppi um að skipa nefnd þeirra sem hagsmuna eiga að gæta i þessu máli og kanna það ofan i kjölinn. Það er þó aöeins á umræðustigi, og Hörður Vil- hjálmsson fjármálastjóri rikisUt- varpsins kannaðist ekki við, að skipan slikarar nefndar sé á döfinni, þegar við ræddum við hann. Þó ber flestum saman um, að innan næstu tveggja til þriggja ára verði myndsegulböndin oröin sjálfsagður hlutur. En það vekur jafnframt upp ýmsar spurningar sem varða einkarétt rikisins til sjónvarpsUtsendinga. Raunar er þegar tekið að hrikta i einka- réttarstoðunum, og það hefur hrikt lengi i þeim i nágranna- löndum okkar. En þar hafa myndsegulböndin þegar verið til umræðu i nokkur ár og af opin- berri háifu eru menn nokkuö sammála um nauðsyn þess, að stjórnvöld marki ákveðna stefnu i þessu máli svo myndbanda- bylgjan flæði ekki stjórnlaust yfir með öllu þvi sem henni fylgir, óheftu klámi og ofbeldi, svo eitt- hvað sé nefnt. Skólar verði „mynd- segulbanda væddir’ ’ Hlutverk myndbanda er ekki sist talið mikilvægt i skólakerf- inu, og það er einmitt þaðan sem þegar er farið að þrýsta á stjórn- völd hérlendis að einhver stefna verði mörkuð. — Ég hef sent menntamálaráð- herra bréf þar sem ég óska eftir þvi, að tekin verði ákvörðun um það hvernig við eigum að snUa okkur i þessu máli. Við viljum aö það verði gert þegar i stað, svo hægt verði að setja áætlanir um „myndbandavæðingu” skólanna inn á fjárhagsáætlun næsta árs, segir Asgeir Guðmundsson námsgagnastjóri við Helgar- póstinn. Það sem gerir það svo mikil- vægt að taka þessa ákvörðun nU þegar eru að mati þeirra hjá Námsgagnastofnun þær breyt- ingar sem verður að gera á Fræðslumyndasafni rikisins. Verði Ur, að myndsegulbönd komi i hvern skóla verður smám saman hætt að nota filmur en myndsegulbönd tekin upp i stað- inn. — SU breyting hefði talsverðan sparnað i för með sér. 1 fyrsta lagi er myndsegulbandið ódýrara en filmurnar, og i öðru lagi er mun ódýrara og þægilegra að fjölfalda af myndbandi en filmu, segir Asgeir Guðmundsson náms- gagnastjóri. I flestum nágrannalöndum okkar hefur þegar tekist sam- komulag um dreifingu kennslu- efnis, og allar þær myndir sem Fræðslumyndasafnið fær nU er lika að fá á myndböndum. I Skandinaviu er hafður sá háttur, að skólasjónvarp hins opinbera Utvegar fræðsluefni og sendir Ut. Sérstakar miðstöðvar taka það siðan upp og dreifa til skólanna. Það er siðan til Utláns i þrjU ár, en þá verður annaðhvort að eyði- leggja það eða endursemja við alla þá sem stóðu að gerð efnis- ins. Þeir eru liklega fáir sem neita þvi, að á tslandi sé runnin upp timi myndsegulbanda. En um hitt hljóta menn að vera sammála, að þessi nýi miðill sé slik bylting i fjölmiðlum, að endurskoða verði afstöðu hins opinbera til þess hvernig standa á að dreifingu Ut- varps og sjónvarps. Þetta tengist óumflýjanlega þeirri umræðu um frjálsan Utvarps- og sjónvarps- rekstur, sem nU er i gangi, og sýnir betur en flest annað, að fljótlega þarf að marka ákveðna menningarpólitiska stefnu i þessum efnum. A að gefa þennan rekstur algjörlega frjálsan, rig- halda i óbreyttan einkarekstur rikisins, eða fara einhvern milli- veg? Orvalið af myndefninu er talsvert, langmest biómyndir, nýjar og gamlar, lika eitthvað af iþróttamyndum og jafnvel hryllingsmyndir og klám. Smurolían sem dregió geturúr benslneyóslu bfla um 5-7% Meiri smurhæfni, minna slit, minna eldsneyti. OORANDA Olís kynnir nýja smurolíu: Visco Coranda með LHC.* Visco Coranda tekur fram gæða- flokki (gæðastandard) API - SF sem vandlátir vélaframleiðendur gera nú kröfur um. Visco Coranda er fjölþykktarolía 10W/30. Ný framleiðsluaðferð Visco Coranda gerir mögulegt að nota þynnri olíu en fyrr. Slíkt eykur smurhæfni og minnkar mótstöðu í vél. Þannig minnkar bensíneyðslan verulega. Visco Coranda er mjög hitaþolin og heldur eiginleikum sínum við hinar erfiðustu aðstæður. Reynið Visco Coranda frá BP. * LHC (Lavera Hydrocracker Compon- ent) er grunnolía sem BP hefur, eftir ára- langar rannsóknir, tekist að vinna úr hreinni jarðolíu. Visco Sffl OLÍUVERZLUN ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.