Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 23
Jielgarpásfurinn. Föstudagur.22.\ma! 1981 M » M M M » » » » n . ....* .. M I M M » M M M t M M ' « M M t t M 23 Siðasti dagur 103. löggjafar- þingsins verður að likindum á morgun og komast þá þingmenn i sumarfrf — eflaust langþráð hjá mörgum þeirra. Siðustu dagar þingsins hafa verið eins og nánast ávallt áður, mál hafa hlaðist upp og verið afgreidd á færibandi. For setar hafa orðið að leita afbrigða til að fá mál afgreidd, þar sem ekki hefur liðið nægilega langur timi miili umferða i deildum. Atkvæðagreiðslur margar á dag og kvöldfundir tiðir. Þetta er ekkert nýtt og óþekkt ástand. Svona hafa dagar undan- farinna þinga verið. Ollu heldur virðist þetta ófrávikjanleg regla, enda þótt um þaö hafi verið rætt i mörg ár að taka upp skipulagðari óbreytt i gegn. Hvað um það. Þrátt fyrir að ýmsar blikur hafioft verið á lofti i vetur, þá hafa rikisstjórnarfrum- vörp yfirleitt gengið i gegn hjá rikisstjórninni, þótt menn hafi oft fram á siðustu stundu velt vöngum yfir afstöðu Eggerts Haukdal og Alberts Guðmunds- sonar til hinna ýmsu mála. Lárus Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði þing- haldið i vetur umfram allt hafa einkennst af stjórnleysi. Mál hefðu komið seint og illa til þings- ins, oft flausturslega unnin og þráttfyrir það, hefði rikisst jórnin beöið um skjóta afgreiðslu þings- ins. Orkufrumvarp iðnaðarráð- herra væri talandi dæmi um Þingmenn hafa verið duglegri viö þingsetuna sfðustu dagana, en þessi mynd gefur til kynna. Athafnasemi — athafnaleysi og markvissari vinnubrögð, þannig að lokaspretturinn i þinginu þurfi ekki að vera jafn snarpur og raun hefur orðið á. En ef litið er til baka og þing- hald vetrarins skoðað, þá voru flestir þeir þingmenn sem ég tal- aði við þvi sammála að lygnan hefði verið meiri i þinghaldinu á siðasta vetri, en undanfarin tvö ár. „Jú, ég er ekki frá þvi, að þrátt fyrir allt hafi þetta þing haft á sér rólegri blæ, en þau tvö sið- ustu,” sagðiKjartan Jóhannsson. „Það hafa auðvitað komið upp harkalegar snerrur, en ekki eins samfelldar og voru i fyrra og hittifyrra.” Þinghaldið hefur á hinn bóginn talsvert einkennst af þvi, að þing- meirihluti rikisstjórnarinnar er naumur og nánast enginn stuðningsþingmaður riM.5' stjornarinnar má skerast úr leik, ef frumvörp stjórnarinnar eiga að ná i gegn. Nú siðast, sjáum við dæmi þessa, þar sem orkufrum- varp iðnaðarráðherra er. Þegar þessar linur eru skrifaðar bendir allt til þess, að fleiri en einn stuðningsmaður rikisstjórnar- innar geti ekki samþykkt það án breytinga og þvi nái það ekki vinnubrögð sem þessi. „Annars er það óvissan i stjörnmálunum, sem sterkastan svip hefur sett á þinghaldið,” sagði Lárus siðan. „Frumvörp rikisstjórnarinnar hafa borið merki bráðabirgðaúrræða og markviss stefnumótun af hendi stjórnarinnar hefur ekki séð dagsins ljós.” Það kvað við annan tón hjá Halldóri Ásgrimssyni þingmanni Framsóknarflokksins. Hann sagði þetta þing hafa verið anna- samt og starfsamt. „Það hafa t.a.m. sjaldan áður verið haldnir eins margir nefndarfundir og i vetur og t.d. get ég nefnt, að fundir hjá fjárhags- og viðskipta- nefnd, þar sem ég sit hafa verið 65 talsins.” Halldór sagði jafnframt, að hins vegar væru afköst þingsins ekki aðeins mæld i f jölda funda, á það væri lika að lita, að búið væri að afgreiða mörg stór og mikil- væg mál. I fjárhags- og viðskipta- nefndinni hefu t.a.m. verið til lykta leidd timafrek og afdrifarik mál, eins og Flugleiðamálið, lánsfjárlög og fleiri. „Hitt verður þó að játa, að ýmis stórmál hafa komið seint fram og það hefur skapað vissa erfiðleika i störfum þingsins,” sagði Halldór. „Þetta þing hefur verið athafnali'tið, sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins, „eins og sést best á þvi, að núna á siðustu dögum þingsins er rikisstjórnin að hella mjög mikilvægum málum yfir þing- menn með miklum gusugangi —■ málum sem auðvitað hefðu átt að vera komin til meðferðar þings- ins löngu fyrr. Annars eru þessi vinnubrögð í samræmi við störf rikisstjórnarinnar sem slikrar, því þar blómstrar aðgerðar- leysið.” Kjartan sagði einnig, aðþað kæmi alvarlega til álita að h'ans mati, að lengja þingtimann og losna þannig við hamaganginn á lokadögum þingsins. „Ég held að þingstarfið þurfi umfram allt að vera samfelldara, en nú er,” sagði Kjartan. „En ég itreka, að þessi timapressa á þingmönnum núna er fyrst og fremst tilkomin vegna seinlætis rikisstjórnarinn- ar eins og sést best á þvi, að leggja fyrir Alþingi viðamikið frumvarp um orkumál tveimur vikum áður en þingi á að ljúka. Um það ekki að villast, að bylgja hermdarverka gengur yfir heiminn. Á þessu vori hafa bæði Jóhannes Páll II páfi og Ronald Reagan Bandarikjaforseti verið skotnir niður við opinberar at- hafnir i hjörtum höfuðborga sinna, og lánið eitt réði að þeir sluppu lifandi. Sprengjutilræði, skotárásir og mannrán pólitiskra hermdarverkasamtaka hafa rekiö hvert annað á Spáni, Norður- Irlandi og Italiu, svo ekki sé litið út fyrir Evrópu. Sérstaka forvitni vekur skotárás Tyrkjans Mehemt Ali Agca á páfann. Þar var að verki kunnur byssumaður, sem varð að bana Abdi Ipekci, ritstjóra vinstriblaðsins Milliyet, i Ang- kara fyrir rúmum tveim árum. Mehmet Ali Agca I skugganum af byssumanni Meðan Agca beið dóms tókst hon- um að strjúka úr fangelsi með hjálp flokksbræðra sinna i Þjóðarhreyfingunni, flokki hægriöfgamanna. Siðan hefur Agca valsað um Evrópu með nokkur fölsuð vega- bréf, vel fjáður, og búið sig undir næstu morðtilraun. En þegar italska lögreglan tók að yfirheyra hann, kvaðst hann vera kommúnisti og berjast fyrir málstað Palestinumanna á veg- um George Habash, foringja Alþýðufylkingarinnar til frels- unar Palestínu. Italska lögreglan leggur engan trúnað á þessar yfirlýsingar sökudólgsins, og itölsk blöð halda þvi fram, að þeir sem rannsókn málsins stjórna séu sannfærðir um að áras Agca á páfann sé ekki eins manns verk og að baki búi samsæri runnið af pólitiskum rótum. Enn hefur þó ekkert orðið opinbert sem bendi til að italska lögreglan geti sannað þennan grun sinn. Mál Agca sýnir i hnotskurn, hversu erfitt er að henda reiður á þvi i hverra þágu launmorðingjar og sprengjukastar vinna i raun og veru verk sin. Tyrkinn hefur myrt mann i þágu nýfasistiskrar hreyf- ingar i föðurlandi sinu, en þegar hann er gripinn i Róm kveðst hann hafa skotið á páfann i þágu Palestinumanna og kallar sig kommúnista. Skýrara dæmi er varla unnt að fá um að hermdar- verkamaðurinn er oft og einatt i hugmyndafræðilegu dulargervi, hann þykist vinna ódæðisverk sin iþágu málstaðar sem hann i raun og veru spillir fyrir, vitandi eða óvitandi, með þvi að beina að honum hryllingi og óvild sem af hryðjuverkinu sprettur. Hermdarverkamaðurinn stjórnast innst inni af blóðþorsta, nýtur þess að hafa lif annarra manna i hendi sér. Þvi er tiltölu- lega auðvelt fyrir útsmogna undirróðursmenn að leika á hann og gera hann að verkfæri i þágu allt annars málstaðar en hann heldur sig vinna fyrir. Ekki er vafi á að utanaðkom- andi öfl hafa reynt að notfæra sér hermdarverkasamtökin sem upp hafa sprottið i ýmsum Evrópu- löndum á siðasta áratug i sina þágu. Hermdarverkaarmur sam- taka Palestinumanna hafði tengsl við Bader-Meinhof hópinn i Vest- ur-Þýskalandi og Irska lýðveldis- herinn á Norður-Irlandi. Kaddafi Libýueinvaldur hefur látið bæði fé og vopn af hendi rakna við hermdarverkamenn á ítaliu og trlandi. Sovéska leyniþjónustan hefur haft samband við hermdar- verkasamtök Króata, sem hafa haft sig i frammi bæði innan og utan Júgóslaviu. Grunur leikur á að leyniþjónustur bæði Sovétrikj- anna og Bandaríkjanna hafi reynt að koma ár sinni fyrir borð innan Rauðu herdeildanna á ítaliu. Nú siðast hefur Sotelo, forsætis- ráðherra Spánar, rætt i útvarps- ávarpi um „fjölþjóðlega” hlið hermdarverkastarfsemi basknesku samtakanna ETA á Spáni. Siöan afstýrt var valda- ráni hersins á Spáni fyrir tæpum þrem mánuðum, hefur ETA færst i aukana um allan helming. I fyrstu viku þessa mánaðar myrtu skotmenn og sprengjusmiöir ETA einn hershöfðingja, einn ofursta, tvoóbreytta hermenn og einn lög- regluþjón i Madrid og tvo Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð.” Ólafur Ragnar Grimsson for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins taldi þingið hafa verið at- hafnasamt i'vetur og mörg mikil- væg mál verið afgreidd, t.a.m. frumvarp um atvi nnuleysis- tryggingar, bætta hollustuhætti, málefni aldraðra og frumvarp um nýjar verksmiðjur. Þá mætti ekki gleyma orkufrum varpi iðnaðarráðherra sem nú væri i meðförum þingsins. „Eg held að þetta þing sé ekki ólikt þingum tveggja siðustu ára, að þvi leyti, að þingmenn sem styðja rikisstjórn, hafa starfað vel og dyggilega, en ringulreið einkennt störf þingmanna stjórnarandstöðunnar,” sagði Clafur Ragnar. „Ef litið er á núverandi stjórnarandstöðu, þá hafa átökin innan Sjálfstæðis- flokksins tekið mestan tima þing- manna flokksins og hinni nýju forystu A lþýðuflokksi ns hefur ekki tekist að ná fótfestu, hvorki innanþings né meðal almennings i landinu.” Ólafur vildi ekki gera mikið úr þeim vandamálum, sem óhjá- kvæmilega skapast þegar þing- meirihluti riki sst jórnar er naumur. „Það er eðlilegt að ákveðin vandamál komi upp, þegar tala þingmanna rikis- stjórnarinnar, er nákvæmlega sú, sem þörf er á. Hins vegar tel ég fylgi stjórnarinnar meðal almennings mun meira, en hlut- fall þingmanna á Alþingi segir til um, og þrátt fyrir þennan nauma meirihluta, hafa frumvörp stjórnarinnar ekki beðið alvar- lega hnekki i meðförum þingsins.” Halldór Asgrimsson taldi, að það gætifalist ákveðinn styrkur i þvi, þegar rikisstjórn styddist við nauman meirihluta þingmanna. „Það þýðir, að allir þingmenn stjórnarinnar verða að standa saman og vinna saman i ein- drægni,” sagði hann. „Hins vegar getur það lika orsakað ákveðinn YFIRSÝN i þjóðvarðliða i Barcelona. Þar að auki særðust 15 manns i þessum hryðjuverum ETA . Ekki fer á milli mála, að það sem fyrir ETA vakir er að egna herinn til nýs valdaráns, með þvi að sýna fram á að lýöræöislegir stjórnhættir dugi ekki til að halda uppi lögum og reglu i rikinu. Komist á hernaðareinræði og harðstjórn, telur ETA sig hafa fengið skilyrði til að ná þeim stuðningi fólksins i Baskalandi til óyndisúrræða, sem ekki er að finna eins og nú háttar. Ummæli Sotelo forsætisráð- herra i útvarpsávarpinu um hermdarverk ETA eru skilin þannig, aö hann telji ekki vafa undirorpið að sovéska leyniþjón- ustan hafi hönd i bagga með ETA. Fréttaritari International Herald Tribunei Madrid segir að grunur spænskra stjórnvalda um sam- band milli ETA og sovéskra út- sendara stafi fyrst og fremst af ummælum, sem sovéski utan- rikisráðherrann Gromiko við- hafði, þegar hann kom i fyrsta skipti að heimsækja starfsbróður sinn i Madrid. Þá var utanrikisráöherra á Spáni Marcelino Oreja. I samtali þeirra lagði Gromiko megin- áherslu á, að Sovétrikin litu það illu auga gengi Spánn i NATó. Lét hann á sér skilja, að sovétstjórnin væri reiðubúin til að- leggja spænsku stjórninni lið i barátt- unni gegn hermdarverkasamtök- um, ef fyrir lægi aö fyrirætlanir um aöild Spánar að Atlantshafs- bandalaginu yrðu lagðar á hill- una. Að öðrum kosti skyldi spænska stjórnin vera við þvi búin, að hryðjuverkamönnum yxi fiskur um hrygg. Sotelo vék að þessum orða- skiptum undir rós i útvarpsávarpi sinu, þegar hann viöhafði þau ummæli, að markmiðiö með „fjölþjóölegri” aöild að hermdar- verkastarfseminni á Spáni væri að hindra að Spánverjar „hljóti þann sess á alþjóðavettvangi, sem okkur ber sem frjálsri þjóð”. seinagang, þvi það tekur lengri tima að undirbúa og vinna málin þannig að allir aðilar geti sæst á niðurstöður.” Halldór hafði ekki sömu orð um starf stjórnarandstöðunnar og Ólafur Ragnar og sagði stjörnar- andstöðuna hafa verið sann- gjarna i meðhöndlun mála og ekki gert tilraun til að tefja af- greiðslu mikilvægra mála. Ég spurði Kjartan Jóhannsson hvaða einkunn hann gæfi þing- mönnum sins flokks á þessu þingi, sem þeir hafa verið i hlut- verki stjórnarandstæðinga. „Við höfum reynt að veita rikisstjórn- inni nauðsynlegt aðhald, eins og raunar er hlutverk stjórnarand- stöðunnar, en auk þess höfum við borið fram fjölda stefnumarkandi mála. En nú er þing senn úti og sumarið framundan. 1 samtali við þingmenn töldu þeir flestir að sumarið myndi liða án stórtiðinda i islenskum stjórnmálum, en vænta mætti átaka, þegar nær drægi hausti og næsta vetri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins yrði þá haldinn, auk þess sem ýmis umdeild mál biðu afgreðslu. Ólafur Ragnar kvaðst þó ekki kviöa haustsins. „Það verður ekkert upplausnarástand hjá stjórnarliðinu þá frekar en nú, og ég hef enga trú á þvi, að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins komi til með að brjóta um rikis- stjórnarsamstarfið. Það væri heldur á hinn veginn, að ákveðiö yrðiá landsfundinum að stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokksins gengi til liðs við rikisstjórnina.” Það hefur verið ströng lota hjá þingmönnum þessar siðustu vikúrnar og þeir þvi vafaláust hvildinni fegnir. En það eru auð- vitað önnur verkefni, sem þeirra biða. Sauðburður hjá bændunum á þingi og þeysingur og fundar- höld i heimahéruðum þingmanna. eftir Magnús Torfa Olafsson Ljóst er að hernaðareinræði á Spáni girðir fyrir að landið fái inngöngu i Atlantshafsbanda- lagið, svo að þvi leyti fara mark- miö ETA og sovétstjórnarinnár saman. Elsta starfandi hryðjuverka- hreyfing i Vestur-Evrópu er Irski lýðveldisherinn. Fyrir hálfri öld beindi hann byssum sinum og sprengjum að þeim hluta irsku frelsishreyfingarinnar, sem samdi friö við bresku stjórnina og stofnaöi það riki sem varð írska lýðveldið. Nú hefur IRA tekist aö gera Norður-trland að vigvelli ár- um saman. Siðastliðinn vetur var svo komið, að þorri IRA-manna sat i fangelsi, rólegra var á Norður-tr- landi en um langt skeiö og við- ræður voru hafnar milli forsætis- ráðherranna i London og Dublin um pólitiskar ráðstafanir til að lægja væringar milli þjóðarbrot- anna á Norður-lrlandi. Þá greip forusta IRA til þess ráðs, að láta fangana i Maze-fangelsinu i Bel- fast hefja hungurverkfall hvern af öörum, til að beina athyglinni að þeim og magna spennuna á ný. Arangurinn er að koma i ljós þessa dagana. Hver fanginn eftir annan veslast upp og hlutar Belfast og annarra norðurirskra borga hafa á ný orðið að vigvelli. Hermdarverkamaðurinn hefur æöri köllun til að skjóta og sprengja, málstaöur hans er svo göfugur, að engu skiptir hverjum ráðum er beitt til aö þvinga hann fram. Hermdarverkamaöurinn telur sig útvalinn til aö ráða lifi og dauða annarra. Hann er á valdi köllunar sinnar, rétt eins og Peter Sutcliffe, sem heldur þvi fram að guð hafi skipað sér að ráða af dögum vændiskonur i Yorkshire, og náðist ekki fyrr en hann haföi oröið þrettán stúlkum að bana.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.