Helgarpósturinn - 29.05.1981, Side 2

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Side 2
2 Föstudagur 29. maí, 1981 helgarpásturinrL Hilmar Helgason, formaður SÁÁ á vegamótum: Hver er þessi Hilmar Helgason, sem er á hvers manns vörum og kallaður vinur litilmagnans á tslandi og guðfaðir fanga og alkó- hólista? „Já, kunningjar minir eru stundum spurðir þessarar spurningar,” sagði hann. „Ætli ég viti það sjálfur, en ég er úr ein hverju stóði. Hef sjálfur gert mik- ið i þvi að leita uppruna mins, en ekki komist lengra en til afa og „Aldrei kunnað neinn milliveg” — Hvað fékkstu i prófinu? ,, Migminnir að ég hafi fengið 7 af átta mögulegum, þótt kóf- drukkinn væri. Annars voru min- ar einkunnir þannig, að annað hvort var ég við toppinn eða alveg með allægstu einkunnir. Ég hef aldrei kunnað neinn milliveg, óaði við öllum þeim bókmenntum sem ég yrði að fara i gegnum. Minveraá sjónum endaði skyndi- lega, þegar ég handarbrotnaði i vinnuslysi — eina slysinu sem ég hef orðið fyrir um ævina. Eftir það réði ég mig sem sölumann hjá Islensk erlenda og fleiri fyrir- tækjum, og þótti frábær sölumað- ur, þótt ég segi sjálfur frá. Fór vitt og breitt um landið og hafði sölumaður? „Það er nú það. Það er ein- 'hvern veginn þannig, að það er alveg sama hvað ég geri eða segi, ég viröist komast upp með allt, án þess að fá bágt fyrir eða skömm i hattinn. Ætli ég hafi ekki hæfi- leika til að umgangast fólk. Fólk viröist hleypa mér á skitugum skónum inn að hjartanu á sér. Ég gerðist siðan fljótlega Forgangsverkefnið núna að ná aftur yfirhöndinni í slagnum við Bakkus — segir hann í opinskáu viðtali við Helgarpóstinn ömmu. Allt þar fyrir framan er hulið. Hef flett upp ættartölum á Landsbókasafninu, fariö til ættfræðinga, en ekki finn ég ætt mina og uppruna. Ætli mér hafi ekki veriðskitið i hallæri einhvers staðar. En þetta er soldið furðu- legt. „Súperbarn” Annars var ég svokallaö súper- barn til 12 ára aldurs. Foreldrar minir skildu þegar ég var 7 ára. Indælis manneskjur, en áttu ekki saman. Ég var eftir hjá pabba ásamt bróður minum, en faðir minn var sjómaður og þvi mikiö fjarverandi. Ég ól þvi sjálfan mig upp að miklu leyti. Er þvi einn af þeim örfáu sem þekkja hið svo- kallaöra frjálsræði bernskunnar. Ég lærði aö hjálpa mér sjálfur og gera það sem börn yfirleitt gera ekki. Gerði hluti sem foreldrar yfirleitt gera fyrir litlu rúsinu- bollurnar sinar. Varð að ganga ótrúlegustuerinda. Það var góður skóli. Ég var mikill námsmaður i barnaskóla og man að ég átti i mikillí samkeppni um efstu sætin við þær öglu Mörtu arkitekt og Ragnheiði Ástu hjá Útvarpinu. Hins vegar varð minna úr nám- inu, þegar ég fór að njóta sjálf- stæðisins og frjálsræðisins. Þá varð skólanámið æði brösótt. 12 ára var ég farinn að vinna á eyrinni með skólanum. 13 ára var ég oröinn helgardrykkjumaður og 14ára rútineruð fyllibytta. Ég var i gagnfræðaskóla Austurbæjar og til sjós á „beikonskipum” á sumrin. — Beikonskip? „Já, þaö var alltaf egg og beikon á morgnana.” — Og svo? „Undir áhrifum 80% i skóla og utan?” „Já, 15 ára fór ég i landspróf, en var aöeins 9 daga i skólanum. Fékk vottorð frá skólalækninum um þaö, að ég mætti ekki hugsa þá fengi ég höfuðverk. Fór þá sem matsveinn á „beikonskip”, en var þá svo sjóveikur, að ég varð að fara i land. Innritaöist þá um haustið i Versló, tók inntöku- próf, i 2. bekk og klambraðist i gegn um Verslunarskólann. Ég held að min sé ennþá minnst i Versló sem handhafa þess vafa- sama heiðurs að fá jafnlægstu einkunn, sem nokkur nemandi hefur fengið. Það er auðvitað engin furða, þvi á þessum árum var ég undir áhrifum áfengis 80% af vökutima minum, þá bæði i skólanum og utan þess. Ég held hreinlega að kennararnir hafi gefið mér nægilega háar einkunn- irtilaðsleppa i gegn. Ekki vegna þess hve ég var elskulegur dreng- ur heldur vegna þess að það hefur vafalaustsettað þeim hroll við að hugsa um þann möguleika að ég héldi áfram i skólanum, ef þeir felldu mig. Hins vegar voru kenn- ararnir þarna flestir góðir við mig. Ég man t.d. eftir Sigurði Ingimundarsyni. Ég átti að mæta i munnlegt próf f reikningi hjá honum, en mætti ekki. Var fullur niðri á kjörbar i Lækjargötunni og Sigurður vissi af þvi. Hahn sagði þvi við aðra nemendur að ef þeir færu ekki og sæktu mig i prófið, þá gerði hann það sjálfur. Það var náð i mig og i prófið fór ég.” hvorki þarna né annars staðar. Meðalmennska er eitthvað sem ég hef aldrei skilið i lifinu. Eftir Versló fór ég á togara i 1 ár og ákvað að hugsa. Hugsa um hvaö ég ætti að verða þegar ég yrði stór. Langaði i lögfræði, en oft gaman af. En það var stund- um erfitt að hitta á vinútsölustað- ina hér og þar á landinu, þegar nálgaðist helgarnar. Það var bráðnauðsynlegt frá minu sjónar- horni. — Hvers vegna þóttir þú frábær starfsmaður hjá tengdaföður minum, Stefáni Thorarensen lyf- sala, og var hjá honum i 12 ár. Mér hefur aldrei fyrr eða siðar þótt eins vænt um nokkurn eins og hann. Hann var kallaður ýmsum ónefnum af mönnum og þótti harðjaxl. Hann mátti hins vegar aldrei neitt misjafnt heyra um mig og vildi ekki heyra á það minnst að ég drykki. Hann sagði við mig, að ég ætti tvennt að var- ast: Brennivin og útgerðarmenn. Stefán lifði það sem betur fer að sjá mig edrú, þótt sá timi væri stuttur. Ég var edrú siðustu þrjá mánuðina af ævi hans og er ég þakklátur fyrir það. Stefán var af mörgum annálaður skaphundur, en það er sama hvað fólk og al- mannarómur segir, það er eitt- hvaðgotti öllum, þaðer siðan þitt ogmittað finna það og hjálpa sið- an öðrum að uppgötva þetta góða.” „Ein og hálf flaska á dag” — Þú sagðist hafa byrjað að drekka reglulega 13 ára. Varstu blautur, áður en þú fórst i bind- indi fyrir fáum árum? „Ætli það hafi dottið úr dagur hjá mér i fleiri fleiri ár. Ég skal lýsa fyrir þér dæmigerðum degi i lifi minu, á fylleriisárunum. Ég vaknaði klukkutima á undan öðr- um i f jölskyldunni og stakk þá úr einum Vodkapela. Keyrði siðan strákana i skólann. Fór á Sögu um morguninn og drakk 2—3 glös af Screw driver. Allir héldu að ég værimeðappelsinu djús i glasinu, en það var nú eitthvað sterkara. Siðan fór ég i vinnuna og þar átti ég alltaf nóg af vini. 1 matartim anum fór ég á hádegisbarinn — skrópaði þaraldrei—ogfékk mér nokkra lauflétta. Ég var siðan i vinnunni til 5 eða 6. Kvöldin voru siðan dálitið erfið. Ég var auðvit- að orðinn þreyttur eftir vinnu og slark dagsins og vildi leggja mig, en varð náttúrlega að sinna fjöl- skyldunni. Þá hékk ég uppi til miðnættis með hjálp áfengis — drakk venjulega tæpa flösku á kvöldi.” — Varstu vinnufær i þessu ástandi? „Já, já. Það er enn til það fólk, sem heldur þvi fram að ég sé og hafi aldrei verið neinn alkóhólisti — og þetta er fólk sem vann með mér dags daglega. Það sá aldrei vin á mér. Ég drakk sem sé á venjulegum degi, eina og hálfa flösku og gerði alla þá hluti sem ódrukkinn maður gerir. Ég þurfti að drekka tvær og hálfa flösku á dag, til að ná þvi að verða fullur. Ég man nú ekki til þess, að ég hafi gert stórar bommertur i vinn- unni, þótt ég væri alltaf undir áhrifum.” „Var lifandi dauður” — Þú hefur ekki hugsað um bindindi á þessum árum? „Bindindi, hvað er það? Það var likaminn sem gafst upp. Blóðsykurfitan var allt of mikil hjá mér og ég var lagður inn i marggang á spitala hérlendis, en auðvitað alltaf undir einhverjum gerviástæðum.Orsökin var aldrei brennivinsdrykkja. Blóðsykurfit- an hjá mér mældist 2280, en á að vera i kringum 7 hjá venjulegu fólki. Læknar trúðu ekki þessum niðurstöðum, en Jóhannes Berg- sveinsson gróf það einhversstað- ar upp, að blóðsykurfitan hefði mælst 200 hjá einhverjum dönsk- um skipstjóra, sem hafði verið stanslaust fullur i 40 ár. En heilsan var að sjálfsögðu á núlli. Hárið losnaði af mér i flygs- um, ég þurfti ekki að raka mig nema einu sinni i viku, likams- þyngdin var komin i 115 kiló, þvagið fór út um öll göt likamans og ég angaði sifellt af þvaglykt. Ég var sem sagt lifandi dauður — og þó fannst mér ekkert að, allra sist brennivinsdrykkjan. Ég var siðan gerður brottrækur af öllum spitölum vegna drykkju minnar inná þeim. Þá heyrði ég talað um það, að ónefndur tslendingur væri ný- kominn af bandariskum spitala, Freeport. Ég reyndi að hafa sam- band við þennan mann, en það tókst ekki. Var hátt settur og ný- kominn úr afvötnun — vildi þvi halda þessu leyndu. Farið með það eins og mannsmorð. Ég hringdi samt út til Freeport og var kominn þangað tveimur dög- um siðar.” „Hefði farið til tunglsins” — Varstu þá að fara þangað i afvötnun? „Nei, ekki endilega. Ég vildi bara komast á spitala og fá heilsubót — læra að drekka enda orðinn algjört hrak. Hefði farið til tunglsins, ef ég hefði haldið að það gæti hjálpað mér. Ég var orð- inn svo slappur þegar ég fór, að ég var hættur að geta drukkið nokkurtmagn af brennivini. Ég hafði verið stanslaust upp á dag á fyllerii i tvoog hálfan mánuð áður en ég fór utan og var auðvitað á reikning á hverjum einasta bar i bænum. Þegar þetta tveggja og hálfsmánaða fylleri hófst, 13. mai, þetta sumar, þá drakk ég á einum hádegisbarnum 23 sjússa á 3 klukkutimum. Daginn áður en ég fór i meðferðina á Freeport, kom ég aðeins niður 7 Underberg og 2 Camparisjússum. Var orðinn æði slæptur. Mér leist nú ekkert á blikuna, þegar ég kom út og sá Freeport. Sagði við samferðamann minn, að ég hefði ætlað á spitala, en ekki inná San Quinten-fangelsið. Þeg- ar ég var skoðaður fyrsta daginn á Freeport, þá var heilsan slik, að réttast þótti að senda mig á spitala. Þvagið var svartara en blek. Þótti hreinræktaður spitala- matur. En þetta var á föstudegi og var ákveðið að biða með að flytja mig, þangað til á mánudag. A mánudag, var þvagið komið I lag og ég varð kyrr. Þarna i grennd við Freeport bjó islensk kona, Anna Guðmunds- dóttir, sem heimsótti mig dag- lega. Stórkostleg kona, sem hjálpaöi mér mikið. Hún sagði einu sinn sinni við mig: „Hilmar, hvers vegna safnar þú ekki sam- an 20 íslendingum, þegar þú ert kominn heim og sendir þá hingað i meðferð. Þegar þeir hafa farið I gegnum þetta prógram hér, þá getið þið myndaðsamtök heima.” — Ég hélt nú þá, aö það væru varla til 20 alkóhólistar á tslandi, auk þess sem ég var ennþá sann- færður um það þegar ég fór frá Freeport, að ég væri ekkialkóhól- isti. Ætlaði þá að sanna það fyrir pakkinu heima, að ég væri hóf- drykkjumaður.” Enginn einn maður hefur átt meiri þátt i þvi að breyta viðhorfum íslendinga til alkóhólismans en Hilmar Helgason. Á aðeins fáeinuhi árum hefur hann orðið landsfrægur fyrir krossferð sina gegn Bakkusi. Árangur hans sem formanns Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ endur- speglast m.a. i þvi að á allra siðustu árum hafa fimm þúsund manns horfst i augu við sjúkleika sinn og undirgengist meðferð. Og nú virðist Hilmar Helgason ætla að taka fangahjálpina Vernd sömu tökum. Samhliða þessu hefur hann verið heildsali, fjölskyldufaðir, óvirkur alkóhólisti og hugsjóná- maður. En nú stendur hann á timamótum. Hann hefur sagt skilið við fyrirtækið, valið hug- sjónina fram yfir hjónabandið og i framhaldi af þessu hrasað i ævilangri glimu sinni við Bakkus. Hilmar Helgason féllst á að ræða við Helgarpóstinn um þetta uppgjör hans við.sjálfan sig og sin mál. „Ég vil vera opinskár”, sagði hann. „Ekkert halMújaviðtal”. Þvi var ekki mótmælt.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.