Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1981næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 18
'Í8 ■ Föstuitegur 29. maí, 1^81 heJgarpóstúrirín Stórborgin Re ykja vík — með frönskum augum Gerard Lemarques: Franskar 1 s landsvIsur/ Poésiscs d’Islande lslensk þýðing: Þorgeir Þor- geirsson. Þýöingaútgáfan, 1981. Franskar Islandsvisur er aö mörgu leyti sérstök og skemmtileg bók. 1 fyrsta lagi kemur þaö ekki oft fyrir aö hér séu gefnar út bækur á tveimur tungumálum, þar sem erlendi textinn er ööru- megin á opnu og islenski textinn hinumegin. 1 þessari bók eru ljóöin frumsamin á frönsku, en islensk þýöing fylgir meö. Getur lesandi þvi hæglega borið sam- maöur litur á ljóðin i þessari bók sem hér er til umræðu þá veröur fyrst fyrir að hugsa um hljómfall frönskunnar sem manni finnst oft vera i eðli sinu póetiskt. Einnig eru i frönsku áberandi endingar, forskeyti, laus greinir o.fl. sem skapar sérstæða hrynjandi, einkum eru þessi einkenni málsins fallin til að skapa margskonar hljóm- ræna endurtekningu. Þessi atriði skila sér ekki i þýðingunni og geta varla gert það eins og áðan var að vikið. Svo langt sem mitt vit nær (og það er ekki sérlega langt þegar franska er annarsvegar) þá IfL^riMÍíkjR Bókmenntir .eftlr Gunnlaug Astgeksson. an textána og sér hann þá I rauninni yrkisefnið frá tveimur sjónarhornum i einu. í öðru lagi er gaman að lesa ljóð sem ort eru á íslandi um is- lenskan veruleika en á frönsku. 1 þriðja lagi er fróðlegt að kynnast þvi hvernig fransmað- ur sem búið hefur hér á landi i þónokkur ár litur á það um- hverfi sem hann hrærist i og hvernig hann tjáir þá sýn i ljóð- rænu formi. 1 Þiýöing Ljóð eru viðkvæmari en aðrir textar i þýðingu, kemur það til vegna þess að i ljóðum skipta blæbrigði orðanna meira máli en i venjulegum prósa, hvert orð er hlaðiö meiri merkingu en venjulega, merkingu sem oft liggur utanvið bókstaflega meiningu orðsins. Einnig skiptir hljómfall og hrynjandi mun meira máli i ljóðum og mjög er erfitt ef ekki ógerlegt að flytja slikt á milli tungumála. Þegar sýnist mér þýðingin vera trú frumtextanum. Hún er kannski full bókstafleg á stundum og veröur þá islenski textinn flat- ari en efni standa til. Þessi bók- stafleiki kemur þó ekki mjög að sök, þvi ljóðin eru á einfjöldu hversdagsmáli og byggjast mest á beinni lýsingu sýnilegra fyrirbæra i umhverfinu Borgarljóð Það vekur strax athygli les- anda aö öll ljóðin fjalla um borgina og borgarbúa og er ein- kennandi að fyrsta ljóðið heitir Reykjavik. Það er rétt að segja frá þvi áður en lengra er haldið, að ef einhver ætlar að lesa þessa bók til að fá enn eina lofrolluna frá útléndingi um land elds og isa, frjálsa og stórbrotna náttúru þess og hetjulega frið- leiksfólkið sem þar býr, þá er sú ferð ekki til fjár. Það er enginn glýja i augum Gerards Le- marquis — hann hefur búið hér nógu lengi til þess að hún sé horfin, hafi hún einhverntima veriö fyrir hendi. t eina ljóöinu sem vikið er að náttúrunni er það einmitt gert á neikvæðan hátt, náttúran öðlast hvorki form né merkingu i augum skáldsins fyrr en hún hefur ver- iðbeisluð af manninum og sköp- uð borg úr efni hennar: Grjót heimskan i grjótinu hlægilegt er það i laginu aldrei nokkurntima hornrétt veltur fram og til baka mótstööulaust En hlaði mennirnir steini ofaná stein þá verður til sjóvarnargarður þá verður til brú yfir ána þá verður til borg eftir borg með dýrindis löstum öfuguggapukri og hórdómi miklum En ljóðið heitir Ég er hundleiður á náttúrunni (bls. 33). Með þvi að fjalla fyrst og fremst um borgina og borgar- búa virðist mér Gerard vera aö leggja áherslu á það að Is- lendingar eru ekkert sérstakir. Hér eru það sömu lestir og annarsstaðar sem menn ástunda og götur og hús eru hvert öðru lik hvað svo sem borgin heitir. Ef eitthvað er þá eru dregnir fram neikvæðir þættir sem ef til vill geta veriö sérstakir i fari okkar. Drykkju- siðir og skemmtanamáti, brenglað verömætamat og fölsk lifsgildi. Þegar best lætur veröa ljóöin spegill sem speglar þætti i fari okkar sem við viljum ekki kannast við. Til dæmis viðurkenna ís- lendingar ekki neitt sem heitir einsemd borgarbúans vegna þess aö þjóðarsálin er ennþá sveitamannsins sem heldur að hann búi enn við fjallavötnin fagurblá þar sem rikir friður kyrrð og ró. Þessvegna hefur ekki verið hægt að taka á vandamálum stórborgarinnar Gerard Lemarques af neinu viti hingaðtil. En þessi einsemd er dregin skýrt fram i þessari bók. En það er ekki þarmeð sagt að allt sé litið neikvæðum augum. Það er miklu fremur að sjónar- horn höfundar sé svolitið sposkt, sjónarhorn þess sem getur horft á og séð án þess að vera bein- linis þátttakandi: Hvað sem hver segir er Reykjavik falleg húsin eru Ijót veðriö óþolandi kirkjurnar fárániegar garðarnir auðn miðbærinn samfellt bilastæði allt dautt snautt og drungalegt en þá brýst fram óvæntur sólargeisli og draslið fær lif enginn veit hvernig (Laugardagskvöld,bls. 51). Einfaldur texti I Frönskum íslandsvisum eru sjö ljóð. Þetta eru allt tiltölulega langir bálkar allt frá þvi að vera tvær til þrjár siður uppi 12 siður (og er þá miðað við annað tungumálið). Með einföldum orðum er raðað saman myndum úr borginni og lifinu sem þar er lifað. Einkum er það þó nætur- lifið sem er áberandi. Myndirn- ar eru yfirleitt ytri lýsingar, lýsingar á þvi sem sést og heyr- ist þó fyrir komi innri lýsingar. Textinn er ekki samþjappaður og litið er um sérstök stilbrögð þannig að hann verður oft eins og einfaldar yfirborðslýsingar, en þegar betur er að gáð kemur i ljós að skyggnst er tölvert langt undir yfirborðið. Og þá verður einnig ljóst að þessi yfir- borðseinfaldleiki og stundum nöturleiki er i samræmi viö til- finninguna sem skáldið hefur fyrir borginni og lifinu sem þar þrifst. Franskar tslandsvísur eru eins og ég sagði i upphafi sér- stök og skemmtileg bók. Gerard Lemarquis sér islenskan veru- leika frá sérstæðu sjónarhorni. 1 einföldum og látlausum mynd- um leiðir hann okkur um borg- ina og sýnir okkur ýmislegt sem við höfum ekki rekið augun i áö- ur eða ekki viljað sjá. Af nýjum hljómplötum: Bróðerni og Tískubylgjan Arnþór og Gísli Helga- synir — I bróöerni Tviburabræðurnir Arnþór og Gisli Helgasynir frá Vest- mannaeyjum hafa lengi verið stór nöfn i heimi þjóðlagatón- listar hér á landi. Það er þvi vonum seinna aö út kemur breiðskifa með lögum þeirra. I bróöerni hefur að geyma 12 lög þeirra bræðra, 6 eftir hvorn,' samin á 15 ára timabili, eöa 1966—1980. Þau eru þvi eðlilega all- ólik innbyrðis enda viðhorf og möguleikar á, eöa vald yfir. tjáningarmáta ekki eins hjá 15 ára unglingum og mönnum á þritugsaldri. Þannig eru eldri lögin dæmigerð fyrir þá strauma sem voru i popptónlist á þeim tima sem þau voru sam- in, og hvorki betri né verri en þá gerðist, utan Fréttaauka (sam- inn ’67) sem vegna ádeilu á Vletnamstriðið i texta Asa I bæ hefur verið óvenjulegt lag á sin- um tima. Hinsvegar eru nýrri lögin mun persónulegri ef svo má segja, og þá jafnframt frumlegri. En þó aö lögin séu samin á löngum tfma og af óliku tilefni sem greint er frá á plötuhylk- inu — ber platan sterkan heild- arsvip. Mjög vandaðar en nokk- uðlikar Utsetningar sjá tilþess. Ég er ekki að segja að það sé beinlinis galli (sem væri þá eini gallinn á plötunni), en fyrir minn smekk hefði farið betur á þvi aö reyna að ná þeirri stemmningu, þeim hljómi, sem einkenndi þann tima sem lögin voru samin á, t.d. meö þvi að sleppa hljdögerflinum (góð jpýð- ing á syntesizer finnst mer) I þeim lögum sem samin voru áð- ur en þetta tæki kom til sögunn- ar. Þeir hljóöfæraleikarar og söngvarar sem aðstoða Arnþór og Gisla — Helgi E. Kristjáns- son, sem jafnframt var verk- stjóri viö upptökurnar og á drjúgan þátt i útsetningum lag- anna, Árni Askelsson, Guð- mundur Benediktsson, Ólafur Þórarinsson og Siguröur RUnar Jónsson — skila allir mjög vel sinu hlutverki. Þaö er þvi ekki veriö aö hallmæla neinum, þó ég segi aö stjarna plötunnar sé GIsli Helgason með flauturnar sinar. Ég ætla ekki að fara að taka fyrir hvert lag fyrir sig, enda óþarfi þar sem tilfinning þeirra allra kemst mjög vel til skila. Og vona bara fleiri leggi eyrun eftir þessari velheppnuðu plötu Amþórs og Gisla en Visnavinir, en i þeim félagsskap á hUn ör- ugglega eftir að verða mikið spiluö. Spandau Ballet — Journ- eys To Glory HUn er með ólikindum tónlist- arþróunin I Bretlandi. Ekki fyrr bUiö að blása eina „nýja bylgju” upp en hún er orðin gömul og önnur tekin við. Reyndar ekki hægt að tala um að ein taki við af annarri, þaö eru margar sem streyma i senn, þó þær eigi ekki afmæli á sama degi.Allt eru þetta tiskubylgiur I sjálfum sér, en sú sem hljóm- sveitin Spandau Ballett leiðir er þó tiskubylgja með stóru téi. Spandau Ballet er komin af .áieöanjarðarhreyfingu” 1 London, sem bundin var við nokkra klUbba sem lögöu áhersluá hluti mjög ólika þeim sem einkenna rokkkúltUrinn. Þó að rokkinu hafi alltaf fylgt, og fylgi enn, dans og skemmtun, þá hefur tónlistin sjálf alltaf verið aöalatriðið. En hjá Spandau Ballet er tónlistin frekar i öðíu sæti, enda gera þeir mjög litið af þvi að spila á „venjulegum” hljómleikum: „Það ættu ekki aö vera til hljómleikabönd. Ef þú ert bara óvirkur áhorfandi á hljómleikum, þá ertu neytandi og i afturför”, segja þeir. Og leggja áherslu á að þeir sem koma á skemmtanir þeirra fái að njóta sin sem best, séu sjálf- ir I miðpunkti athyglinnar með hljómsveitinni, og geti ásamt henni stjórnað feröinni, þvi þar sem bylgjan byggist aðallega á klæðnaðinum, glæsilegum bún- ingum af öllu tagi eru þeir jafn áberandi og athyglisveröir og hljdmsveitin sjálf. Engin fóst formúla allt á aö geta gerst. Ég ernU ekki viss um að þessi „skemmtanaheimspeki” sé ný undir sólinni, en allt um það er Spandau Ballet athyglisverð hljómsveit. Tónlist þeirra hefur sin séreinkenni, þrátt fyrir að fyrirmyndirnar séu augljósar. Og hvað sem verður um Tisku- bylgjuna, þá má bUast við að Spandau Ballet haldi velli. A.m.k. gefur Journeys To Glory fyrirheit um það.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (29.05.1981)
https://timarit.is/issue/53573

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (29.05.1981)

Aðgerðir: