Helgarpósturinn - 29.05.1981, Síða 23

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Síða 23
23 halrjrirpncztl irinn Föstudagur 29. maí, 1981 Fundur Sambands isl. auglýs- ingastofa og Hagvangs með blaðamönnum fyrr i vikunni út af fjölmiðlakönnuninni var ánægju- legur viðburður fyrir Helgarpöst- inn, þarsem þarna fékkst ótviræð staðfesting á þvi að blaðið hefur náð tryggri fótfestu á dagblaða- markaðinum. En þessi fundur var einnig að ýmsu öðru leyti dá- litið merkileg uppákoma. Eftir að auglýsingastofumenn- irnir höfðu dreift handátinu eins og það er kallað i bransanum, eða fréttatilkynningunni með þeim upplýsingum sem þeir töldu skipta máli, var tilkynnt að svarað yrði fyrirspurnum um til- tekna þætti könnunarinnar en aðeins næsta klukkutimann til að hindra of mikið „útstreymi upp- lýsinga”. Meginástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi virtist vera sú að i samsvarandi könnun sömu aðila fyrir tveimur árum hefði gættmargháttaðra rangtúlkana á niðurstöðum þeirrar könnunar i áskriftarherferð á sama tima og könnunin var gerð. Morgunblaðið hampaði hlutfallstölum sinum á þéttbýlissvæðunum en hvergi kom þar fram að Mogginn er ekki nema hálfdrættingur á við Timann i dreifbýlinu. Allt sýnir þetta ljóslega hversu mjög blöðin telja sig eiga undir hagstæðari útkomu i þessum fjöl- miðlakönnunum Hagvangs og SIA þvi að hér bttast mörg blöð um litinn auglýsingamarkað, og þar sem könnuninni er ætlað að véra leiðbeinandi fyrir auglýs- ingaskrifstofurnar um það hvernig þær verji best auglýsingafjármálum viðskipta- vina sinna, er mikið i húfi. Það er hins vegar skaði að aug- lýsingastofurnar skuli ekki sjá sér fært að gefa fjölmiðlunum fullan aðgang að öllum gögnum og niðurstöðum könnunarinnar. í niðurstöðunum er fólgin margvis- leg vitneskja, sem gæti komið fjölmiðlunum að gagni og e.t.v. gvangs fyrir augtýsingastofur: endan- ™ ICI £ CIA- aðið um hclgar ** , , _ ““idagblaða násturlnn— SSSiThBtiawWM HQjl V'4- Z', ‘•ori. «£*■ * ”« Hver fjölmiðill reynir að túlka niðurstöður könnunarinnar sér i hag. Helgarpósturínn haslar sér völl ýmsum fjölmiðlum, þar sem hver þessara fjölmiðla þá túlkaði niðurstöðuna sér i hag. Tortryggni þeirra auglýsinga- stofumanna núna virtist ekki alveg út i bláinn, þvi að strax daginn eftir mátti sjá hinar margvislegustu túlkanir á niður- stöðum og þær sumar skraut- legar. „Dagblaðið vann Visi” skrifaði til dæmis Jónas Krist- jánsson i leiðara af hógværð sigurvegarans meðan Visir lagði höfuðáhersluna á að það kæmi næst á eftir Morgunblaðinu að út- breiðslu um helgar. Visir lét hins vegar fylgja að könnunin væri að öðru leyti ekki marktæk varðandi Visi, þar sem blaðið hefði siðan aukið áskriftir sinar um 27%.Á fundinum slógu hins vegar Hag- vangsmenn þvert á móti þann varnagla varðandi útkomu Visis i könnuninni að þar mætti jafnvel reikna með einhverju skekkju- hlutfalli og þá Visi i hag einmitt út af þvi að blaðið hefði verið með orðið einhverjum þeirra ofurlitill endurbótaelexir. Ef það hefði aftur i för með sér betri fjölmiðla, kynni það að koma fram i aukinni notkun fjölmiðlanna, sem aftur hlýtur að koma auglýsingastofun- unum til góða. Samband fjölmiðla og auglýsingastofa er semsé sannkallað ástarhaturssamband, þar sem hvorugur getur án hins verið og hagsmunirnir fara jafnan saman, þótt báðum sé sennilega bölvanlega við það. Það hefur mátt heyra það á auglýsingamönnum að þeir telja fjölmiðlakönnunina nú gefa raun- hæfari mynd af blaðamarkað- inum hér á landi en könnunin fyrir tveimur árum. Ef þessar tvær kannanir hefðu talist jafn marktækar þá hefði mismunur- inn á þeim þýtt að blaða- lestur almennt hefði farið minnk- andi á sl. tveimur árum. Þótt könnunin staöfesti áfram yfir- burðastöðu Morgunblaðsins á dagblaðamarkaðinum, þá sýndi hún engu að siður minnkandi notkun á þvi blaði, en það þarf sem sagtekki að vera. Hins vegar sýnir könnun að bilið milli Morgunblaðsins og Dagblaðsins hefur aukist og að þótt Dagblaðið hafi augljósa yfirburði gagnvart Visi þá hefur heldur dregið saman með blöðunum á sl. tveimur árum. Þótt Dagblaðs- menn geti þannig glaðst yfir að hafa unnið Visi, hlýtur þetta að^ vera þeim nokkurt umhugsunar-' efni auk þess sem blaöið er hrein- lega stikkfri á harðasta og stærsta hólmgönguvelli islenskr- ar blaðamennsku um þessar mundir — helgarmarkaðinum. A þeim vettvangi má hins vegar Helgarpósturinn vel við una. Þóttikönnuninni hafi i sjálfu sér ekkert það komið fram, sem viðHelgarpóstsmenn vissum ekki áður, þá er það þó óneitanlega ánægjuefni að fá svo ótviræða staðfestingu á þvi hversu öruggri fótfestu þessi liðlega tveggja ára ATHÆFI STÚKUBRÆÐRA í P-2 VELTI RÍKISSTJÓRN ÍTALÍU Elstu óyggjandi heimildir um Frimúrararegluna benda' til aö hún hafi átt uppruna sinn i borg- rikjum Norður-ltaliu á endur- reisnartfmanum, þegar forn- menntamenn gerðu litt greinar- mun á sannfræði og dulspeki i fornritunum sem þeir kepptust við að grafa Ur gleymsku. Þá þegar hafði kirkjan horn i siðu leynifélagsskaparins, og enn i dag litur kaþólska kirkjan þátt- töku i reglu frimúrara óhýru auga. Það má þvi teljast meðal dæma um kaldhæðni sögunnar, að þegar frimúrarastúka kemst i heims- fréttir þessa dagana er málið upprunnið i Milanó, og þar á ofan verður athæfi reglubræðra sem i hlut eiga til að fella rikisstjórn Bettino Craxi Arnaldo Forlani Italiu svo flatt að i fyrsta skipti i áratugi er möguleiki á að stjórnarforustan i Róm gangi Kristilega demókrataflokknum ■ úr greipum. A siðustu 35 árum hafa setið 40 rikisstjórnir á ítaliu og nær undantekningarlaust hafa kristi- legir demókratar veitt þeim for- ustu. Stuðningur kirkjunnar og flókin hagsmunatengsl félags- manna hafa tryggt flokknum yf- irburði i itölskum stjórnmálum, þrátt fyrir alræmda óstjórn á málum rikisins og vaxandi flokkadrætti og ýfingar innan valdabáknsins. Var svo komið fyrir þrem árum, þegar hryðju- verkamenn Rauðu herdeildanna héldu Aldo Moro, áhrifamesta stjórnmálamanni i röðum kristi- legra demókrata, vikum saman i gislingu i'Róm og myrtu hann að lokum, að ekkja Moro lagði bann við að keppinautar manns sins i flokksforustunni kæmu til jarðar- fararinnar. Taldi hún þá ráðbana Moro. Aldo Moro var talsmaður „sögulegra sátta”, þeirrar hug- myndar að leiðin úr sjálfheldu i itölskum stjórnmálum væri að stærstu flokkarnir tveir, kristi- legir demókratar og kommúnistar, létu fornar væringar liggja á milli hluta og tækju höndum saman um lands- stjórnina. Þessi hugmynd dó með Moro, meðal annars vegna þess að kosningaúrslit snérustkristileg- um heldur i hag. Kommúnistar eru hættir að veita rikisstjórnum kristilega flokksins hlutleysi. I staðinn hafa siðustu ár setið að völdum samsteypustjórnir kristi- legra demókrata, miðflokka og sósialista. Munar þar mest um sósialista. Hafa sósialistar undir nýrri forustu Bettino Craxi rofið gamalt bandalag við kommún- ista. Craxi stefnir að þvi að sósialistar takist á við kommdnista um forustu fyrir endurnýjunaröflum i itölskum stjórnmálum. Hneykslismálið, sem nú er komið upp, og snýst um menn i frimUrarastúkunni Propaganda Duoeða P-2, gripur svo djúpt inn i raðir stjórnkerfis ttaliu, að engin leið cr að sjá fyrir afleiðingarnar. Stjórn Arnaldo Forlani er þegar fallin, og uppljóstranir reka hver aðra. Einkum snýst málið enn sem komið er um Licio Gelli, stór- meistara stúkunnar P-2. Gelli hófst Ur fátækt til auðlegðar og stundaði umfangsmikla kaupsýslu með alþjóðlegu sniði. NU er hann talinn landflótta frá Italíu, og komið hefur i ljós að hann aflaði sér argentinsks rikis- fangs fyrir hvarfið. Rannsókn hófst á ferli Gelli, þegar hann þótti viðriðinn tilraunir fjársvikara að nafni MicheleSindona til að komast hjá framsali frá ítaliu til Bandarikj- anna. Sindona setti á svið mannrán á sjálfum sér, og bárust bönd að Gelli að hafa átt þátt i þeim leikaraskap og fjárkúgun i ofanálag.Sindona afplánar nú 25 ára dóm i Bandarikjunum fyrir að setia á hausinn Franklin Bank og sölsa undir sig fjármuni inn- stæðueigenda. Skriður komst á atburðarásina i upphafi siðustu viku, þegar lög- regla' i' Mílanó tók höndum Roberto Calvi, aðalbankastjóra Banco Ambrosiano, og sex for- fjölmiðill hefur náö á islenskum blaðamarkaöi — að ekki sé talað um stöðu blaðsins á helgarmark- aðinum, þar sem verið hefur óvenju róstursamt og varla gefist stund milli striða allt frá þvi að blaðið sá fyrst dagsins ljós. A þessum markaði telst Helgar- pósturinn i þriðja sæti — á eftir Morgunblaðinu og á hæla Helgar- Visis. Þarna er þó um margt óliku saman að jafna. Helgarpósturinn hefur ekki aöeins þurft að berjast á hörðum markaði heldur einnig máttbyggja lifsviðurværið á mun ótryggari grundvelli en önnur blöð. Blaðið hefur til skamms tima ekki haft aðstöðu til að bjóða áskrift vegna fyrra rekstrar- forms heldur átt allt sitt undir lausasölu. Við höfum mátt treysta á að leséndur okkar gripu blaðið á einhverjum sölustrákn- um á götuhorni eða nenntu að gera sér erindi út i næstu búð eða sjoppu eftir blaðinu. Við þurfum þó ekki að kvarta. Sam- kvæmt könnuninni er Helgar- pósturinn langsöluhæsta blaðið i lausasölu, eða með 21.38% meðan lausasöluhlutfall Dagblaðsins er 14,18% Visis 10,53% Morgunblaðs- ins 6,50%, Þjóðviljans 2,16%, og Timans 1.84%. Að sjálfsögðu leyfum við okkur einnig að hafa einhverjar efa- semdir um innbyrðisstöðu blað- anna eins og hún birtist i könnun- inni. Við Helgarpóstsmenn erum til að mynda sannfærðir um að mjórra er á mununum milli Helgarpósts og Helgar-Visis en fram kemur i könnuninni og þá m.a. á þeim forsendum sem fram komu hjá þeim Hagvangs- mönnum um hugsanlegt skekkju hlutfali Visi i hag vegna áskriftarherferðarinnar. Á sama tima var lausasala Helgarpósts- ins i nokkurri lægð, sérstaklega i febrúar vegna umhleypinga- samrar tiðar, en lausasalan er ákaflega háð veðri. Af sömu INNLEND YFIRSÝN ástæðu sýnir einnig reynsla tveggja siðustu ára að sala blaðs- ins er verulega meiri vor, sumur og haust en yfir bláveturinn og meðaltalssalan yfir árið áreiðan- lega hærri en salan var á þessum tima. Einn lærdóm hefðum við Helgar- póstsmenn þó getað dregið af þessari fjölmiðlakönnun, hefðum við ekki verið búnir að komast að sömu niðurstöðu áður. Sá lær- dómur er að viljum við enn auka hlutdeild okkar á islenskum blaðamarkaði, verður það ekki gert með þvi að treysta einvörð- ungu á lausasölu, þótt hún sé allra góðra gjalda verð. Ljóst má vera að þegar svo háu lausasöluhlut- falli er náð sem Helgarpósturinn nú hefur, verður æ erfiðara að auka við það. Það sýnir sig lika að það sem Helgar-Visir, helsti keppinautur okkar, hefur fram yfir okkur er áskriftin. Herbragð Helgarpóstsins verð- ur þvi að bjóða blaðið i áskrift. Upp úr næstu mánaðamótum ætlum við að byrja að taka á móti áskriftum og koma þar með á móts við óskir f jölmargra lesenda okkar. Jafnframt er stefnt að þvi að stækka blaðið og auka fjöl- breytni efnis. Enhafifjölmiðlakönnunin ein- hvert raunhæft gildi fyrir Helgar- póstinn, verður það vonandi i þvi fólgið að færa auglýsendum heim sanninn um að i Helgarpóstinum hafi þeir góðan vettvang fyrir auglýsingar, sem þeim beri að taka alvarlega — blað sem er meðal þriggja mest lesnu blað- anna á stærsta markaðinum, helgarmarkaðinum eða á þeim tima vikunnar þegar almenn- ingur gefur sér raunverulega tóm til að LESA blöðin. Það sýndi könnun Sambands isl. auglýs- ingastofa og Hagvangs svo að ekki verður um villst. Eftir Björn Vigni Sigurpálsson ERLEND stjóra fjárfestingarfélagsins La Centrale, sem Calvi ræður yfir. Calvi er sakaður um að haf a sent úr landi um fyrirtæki sin með ólöglegum hætti miklar fjárfúlgur, fengnar með glæpa- starfsemi þeirra Gelli. HUsrannsókn var gerð hjá Gelli stórmeistara eftir að hnn var strokinn. Þar fannst félagaskrá stúkunnar P-2, og þegar hUn var birt um siðustu helgi varð uppnám á Italiu. A skránni var að finna nöfn tveggja ráðherra, 30 þingmanna, embættismanna, herforingja og yfirmanna leyni- þjónustu og öryggissveita. Ráðherrarnir tveir eru Foschi verkalýðsmálaráðherra og Manca, ráðherra utanrikis- verslunar. 1 þingmannahópnum er Pietro Longo, framkvæmda- stjóri eins stjórnarflokksins, sósialdemókrata. Af háembættis- mönnum á lista Gelli má nefna Ugo Zilletti, formann yfirstjórnar rannsóknardómara, sem hefur sagt af sér embætti. Annar er þegar i fangelsi, Raff aeli Giudice hershöfðingi, sem var yfirmaður tollalögreglunnar og er sakaður um að hafa tekið þátt i undan- drætti á milljarðafUlgum af innflutningsgjaldi á oliuvörum. Riislögregla Italiu, carabineri, leggur til tuttugu foringja á listann sem fannst i fórum Gelli. Þarerlika aðfinna nöfn Giovanni Gassini hershöfðingja, yfirfor- ingja njósna- og öryggisþjónustu innanriki sráðuney tisins, og Giuseppe Santovito hers- höföingja, yfirmanns öryggisþjónustu landvarna- ráðuneytisins. Rannsóknardómarar i Milanó, sem með rannsókn málsins fara, gefa til kynna auk mútustarf- semi og fjársvika i stórum stíl, sem að minnsta kosti eitt manns- morð tengist, hafi Gelli leitast við að gera P-2 að verkfæri til að grafa undan lýðræðislegu stjórnarfari á ttaiiu.Til þess hafi hann notað mikið safn skjala með rikisleyndarmálum, sem öryggisstofnanir áttu að vera eftir Magnús Torfa rilafsson búnar að eyðileggja fyrir mörgum árum. Þess i stað kom- ust leyniskjölin Gelli i hendur, og hann notfærði sér vitneskju sem þar var að finna jöfnum höndum til fjárkUgunar og til að gera menn sér undirgefna með þvi að hóta þeim óþægilegum uppljóstr- unum að öðrum kosti. Sósialistar i ríkisstjórninni knUðu Forlani til að gera opinber nöfnin 953 á félagaskrá P-2. Margir af þeim sem þar eru nefndir lýstu yfir, að þeir hefðu hvergi nærri P-2 komið, en aðrir sögðu af sér, þar á meðal ráðherrarni r. Framkvæmda- stjóri Kristilega demókrata- flokksins lét það boð út ganga, að ekki gæti farið saman að vera i flokki sem byggir á kaþólskri trú og tilheyra frimúrarareglunni. Forlani ætlaði að láta við af- sagnirráðherranna tveggja sitja, en Craxi foringi sósialista tók það ekki i mál og knúði forsætis- ráðherra til að biðjast lausnar fyrir rikisstjórnina alla. Kemur nU i hlut Sandro Pertini forseta að leysa erfiða stjórnar- kreppu. Þegar kristilegir demókratar höfðu dregið forseta- embætti Italiu niður i svaðið með þvi að setja í það Leone nokkurn, sem varð að segja af sér vegna hneykslismáls, var valinn til forseta sósialistinn Pertini, hálf- niræður en kunnur að einurð og heiðarleika allt frá þvi hann varð fyrir ofsókn Mussolini. Pertini hefur unniðsér miklar vinsældir, meðal annars fyrir að segja stjórnvöldum til syndanna, þegar þau JdUðruðu björgunar- og liknarstarfi eftir jarðskjálftana á Suður-Italíu i fýrrahaust. Ljóster að fyrir Craxi vakir, að stjórnarkreppan þróist svo að Pertini feli sér stjórnarmyndun. Mun mörgum Itala finnast timi til kominn að aðrir en kristilegir demókratar fái að spreyta sig á þvi verkefni.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.