Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 8
pásturínn— Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnósson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuöi kr. 30. Lausasöluverö kr. 10,- Fjölbreytni i fjölmiölun „Eftir svo sem tiu ár á ég von á þvi aö sjá rikisutvarpiö i nýju liúsi, tæknilega vel vætt, meö fjöl- breytta og góöa dagskrá fyrir alla landsmenn. Auk þess vonast ég eftir aö sjá nokkrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, staöbundnar, sem aukiá fjölbreytnina og gæöin meö góöu efni. Þarna veröi heil- brigö og goö samkeppni og væntanlega einnig samstarf. Skem mtilegast af öllu væri ef við æltum þá kost á að ná, ef við viidum. dagskrám frá ná- gröniium okkar i austri og vestri, til þess enn að auka fjölbreytnina. Þá ættum við aö vera ákaflega vel sett.” A þessa leið hljdöar framtiöar- sýn Markiísar A. Einarssonar, veðurspámanns og formanns út- varpslaganefndar, i Yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag, en störf út- varpslaganefndar hafa verið til umræöu aö undanförnu i ljósi vidéóöngþveitisins og skýrslu myndbandanefndar þar að lút- andi. i viötalinu við Markús gefur hann gi-einilega i skyn að hljóm- grunnur er fyrir þvi innan út- varpslaganefndar að rýmka þær reglur sem gilthafa um árabil um útvarps- og sjónvarpsrekstur hér á landi svo aö telja má fullvíst að sá algjöri einkaréttur rikisins, sem verið hefur á útvarps- og sjón varpsrekstri, veröi afnum- inn. En á sama tíma gefur Markús í skyn, aö þessum „frjálsa” útvarps- og sjónvarps- rekstri verði settar ákveðnar skorður og að hann sé andvigur þvi aö st jórnmálaf lokkar eöa aöilar tengdir sterkum fjármála- öflum eigi hlut aö þessum rekstri. Séu þetta þau megin sjónarmið, sem útvarpslagapefnd hefur einkum til viðmiöunar i störfum sinum, verða þau að teljast skyn- sanileg. A hinn bóginn gefur Markús i skyn, aö hann telji aö með þessari öru framþróun út- varpsf jöl miöla nna svonefndu, muni videó-málin leysast sjálf- krafa og verulega draga úr notk- un myndbanda. Þar vanmetur liklega formaður útvarpslaga- nefndar þátt myndbandanna i þeirri fjölmiðlaþróun, sem nú á sérstað. Reynslan frá Bandarikj- unum, þar sem enginn kvartar yfir fábreytilegu vali varöandi utvarpsfjölmiðla, sýnir einmitt að enginn markaösþáttur fjöl- iniölunar þar I landi er f eins hröðum vexti og einmitt mynd- böndin, og stórfyrirtækin á þessu sviði verja nú gifurlegum fjár- hæöum til þess að geta verið meö i þeim leik. Ilvað um það — islenskir fjöl- miðlaneytendur eiga greinilega ljúfa daga i vændum næstu árin, hvað sem lfður samdrætti á blaða in arkaöinum . En hvort þróunin verður þeim að sama skapi til sáluhcilla veltur á þvi hvernig að málum er staöiö af hálfu þeirra sem valdiö hafa. Saga úr kerfinu 1 vetur situr skrifari Eyjapósts á skólabekk og kann mörgum að þykja það kyndugtuppátæki af manni á fimmtugsaldri. Astæöan fyrir þessari skólagöngu er sú, aö menntakerfið is- lenska býður kennurum upp á árs leyfi frá kennslu á fullum launum til endur- menntunar en sá hængur er á að viðkomandi þarf aö hafa kennt að minnsta kosti tiu ár. Raunar eru ekki nærri allir sem verða þess- fyrir kennsluna var afhent i byrjun sBptember, að alls var skrifara uppálagt að kenna 22 stundir vikulega, sem gerir sex tima i yfir- vinnu og tókst bærilega vel að kombínera þessa tima saman viö námiö þannig að allir undu glaðir við sitt am.k. fyrst i staö. c %#vo hófst hvort tveggja nám og kennsla og gekk bara þolanlega. Eyjapóstur trá Sigurgeiri Jónssyni arar dýrðar aðnjótandi og er á hverju ári vinsað úr allstórum hópi umsækj- enda. ^3 g skrifari var i haust einn hinna ljónheppnu, fékk orlof á hálfum launum og þvi fylgir að seinna meir má aftur taka hálft orlof. Reyndar þótti þessi orlofs- umsókn öll hin kyndugasta og mundu menn ekki eftir að áður hefði verið sótt um orlof til náms við Stýri- mannaskólann i Vest- mannaeyjum. En umsókn- in var greinilega rökstudd með þvi að skrifari hafði um tveggja ára skeið séð um fræðslu ungra manna i niunda bekk i sjóvinnu og siglingafræði og hugðist nú betrumbæta menntun sina á þvi sviði. Það þótti skrifara sýnt að litt myndu hálf kennara- laun duga til að metta sex munna yfir veturinn og sótti hann þvi um kennslu að auki, svo sem hálfa stöðu eða rúmlega það. t ljós kom, þegar stundaskrá Fyrsti dagur hvers mánaðar er ævinlega mik- ill gleðidagur hjá opin- berum starfsmönnum þvi þá fá þeir launin sin greidd. Og fyrsti september var gleðidagur hjá mörgum en ekki hjá skrifara, þvi hann fékk engin laun, hvorki föst laun né yfirvinnu. Sest var við simann og hringt suður i kerfið. Það tók hátt i klukkutima að ná i ábyrgan aðila og siðan fór hátt i hálftimi i að útskýra málið fyrir honum og taka við skýringum. Og það mátti kerfið eiga að næsta föstu- dag komu föstu launin en heldur ekkert annað, hvorki yfirvinna né heima- vinna eða aðrar sporslur sem fylgja eiga. Allt var þetta þó látið kyrrt liggja um sinn og þvi treyst að úr myndi rætast um næstu mánaðamót. Það varð ekki og nú tók skrifari að verða dálitið óþolin- móður. Hann hringdi i kerfið og bað um skýringu. Ekki var hún á reiðum höndum, en talið var að yfirvinnan myndi skila sér úm næstu mánaðamót. Fostudagur n. desember Eínn var beðið og hvort tveggja stundað af miklu kappi, nám og kennsla. Svo kom fyrsti nóvember og bólaði ekki enn á neinum greiðslum fyrir yfirvinnu. Nú varð skrifari reiður og sama er að segja um nokkra aðra úr kennaraliði, þar sem þeir höfðu sömu sögu að segja af sinum launamálum. Var nú i sameiningu haft sam- band við þann starfsmann kerfisins sem ábyrgð ber á þessum hlutum og honum tilkynnt að menn myndu leggja niöur vinnu ef þessi laun yrðu ekki greidd innan viku. Þá tók kerfið við sér, yfirvinnan skilaði sér innan viku og menn tóku almennt gleði sina á ný og hættu að vera reiðir. Nema skrifari Eyjapósts. Hann fékk ekki neitt og hélt áfram að vera reiður. Enn var hringt i kerfiö og haldið uppi spurnum um þennan drátt. Og viti menn, skýring fékkst. Starfs- maöurinn ábyrgi upplýsti nefnilega, að þar sem skrifari væri i hálfu orlofi mætti hann kenna nákvæmlega hálfa kennslu þvi til viðbótar en kerfið liti svo á að ekki kæmi til greina fyrir hann að bæta á sig sex tímum á viku i yfir- vinnu, það hlyti óhjá- kvæmilega að koma niöur á námi eða kennslu að vinna svo langan vinnudag. Þvi kæmi ekki til greina að greiða þessa sex tima (aftur á móti var skrifara guðvelkomið að vinna þá i sjálfboðavinnu). átt er svo með öllu illt hugsaði skrifari meö sér og gott er nú til þess að vita að vinnuveitandinn skuli bera svo mikla umhyggju fyrir starfsmanni sinum að hann sjái til þess að hann ekki of- geri sér á vinnu. Þetta ber vissulega að meta. Hitt þótti skrifara lakara að vera búinn að vinna i sjálf- boðavinnu heila tvo mánuði fyrir rikið og vildi hann satt að segja ekki una þvi þegj- andi og hljóðalaust. Með hjálp góðra manna i Reykjavik var skotiö á fundi með starfsmanninum ábyrga og fleiri og var á þeim fundi ákveðið að greiða skrifara þessa tima, þó ekki sem yfirvinnu held- ur sem álagsgreiðslu, þar eð kerfið gat ekki fallist á að stofna heilsufari skrifara i hættu með yfir- vinnu. Þess má geta að greiðsla fyrir álag er held- ur lægri en yfirvir.nu- greiðslur. Þetta samkomu- lag var siðan borið undir skrifara og játti hann þvi, aðallega vegna þess að óþægilega mikið af glugga- bréfum og ámóta skemmti- legum sendingum var farið að berast inn um bréfalúg- una og var hann satt að segja sárlega farið að vanta þessa peninga til að grynna á þvi flóði. öllum gluggabréfa- greiðslum var nú slegið á frest til hins fyrsta desember en þá var lofað að margnefnd laun myndu skila sér. Og fyrsti desem- ber kom á almanakinu en launin ekki. Nú var lang- lundargeð skrifara þrotið og skrifaði hann skóla- stjóra skólans, sem hann kennir við, bréf og tilkynnti að hann hefði klippt sex stundir aftan af stundaskrá sinni eftir hádegið og myndi ekki kennaí þær fyrr en greiðsla hefði borist, nú yröu loforð að sunnan ekki lengur tekin gild. Og Eirikur skólastjóri klóraði sér i kollinum og sagði að þetta væri reyndar alveg laukrétt niðurstaða hjá skrifara, annað væri varla hægt að gera i málinu. Svo hringdi hann í starfsmann- inn ábyrga og las honum bréfið. Þá sló á þögn um stund og varð fátt um skýr- ingar, liklega hafði þetta bara gleymst i kerfinu enda mikið að gera kring- um mánaðamótin nóvem- ber og desember en liklega væri nú hægt að afgreiða þetta með næstu föstudags- launum. En skrifari hafði tekiö ákvörðun og hana bréflega, það væri sjálfsagt frá hans hendi að vinna þessa tima en bara ekki fyrr en greiðsla hefði borist og þar við sat. Og þennan sama dag fóru nemendur skrifara heim með miða til foreldranna, þar sem greint var frá atburðum og yrði nú klipið aftan af stundatöflu þeirra þrjá daga vikunnar. Auðvitaö lásu nemendurnir bréfið og það voru nokkur saklaus og blá barnsaugu sem horfðu undan ljósu hári með vork- unnaraugum upp á kenn- arann sinn sem ekki fékk kaup fyrir að kenna þeim, eins og þau teldu að þau væru ábyrg fyrir þessum ósköpum. Að visu gat skrifari ekki betur séð en hýrnaði yfir nokkrum, þegar þeir uppgötvuðu að þetta þýddi aukið fri þeim til handa. annig standa nú málin i dag, þegar þetta er skrifað, fyrsta föstudag i aðventu. En ef til vill veröur málið leyst, þegar þetta birtist á prenti og vonandi, því skrifari er i eðli sinu friðsamur maður og litt fyrir slagsmál gefinn og allra sist við kerfið. En stundum getur maður bara ekki haldið kjafti. „Strið er friður” Hérna við Hringborðið og i næsta nágrenni þess hafa góðir hægrikratar og vildarvinir NATOs að undanfömu gertsér tiðrætt um snörun. fréttastofu Rikisútvarpsins á orðunum verið „stafkrók að finna um „málstað friðar”. „Pacifistar”eru menn sem neita að bera vopn. „Paci- fist sentiment” er „stuðningur við afvopnun.” Nú er útaf fyrir sig Hringboröið skrifa: Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. Matfhíasdóttir — Sigurdur A. Magnússon Þráimi_Bertelsson Hringboröið I dag skrifar Sigurður A. Magnússon „growing pacifist and neutralist sentiment” sem barst i fréttaskeyti frá Reuter. Fréttastofan snaraði setningarbrotinu með svolátandi hætti: „vegna sivaxandi fylgis við málstað friðar og hlutleysis i Vestur-Evrópu”, sem kann að orka tvimælis, en dæmir sig enganveginn sjálft einsog Eiður Guðna- son heldur fram af miklum sjálfbirgingi og yfirlæti á vettvangi Helgarpóstsins 27. nóvember, án þess að bera fram tillögu um skárri eða nákvæmari þýðingu. ^Jamherji hans i bar- áttunni við islenskar vind- myllur, Jón Baldvin Hanni- balsson, bætir fyrir þá van- rækslu hér við Hringborðið i siðustu viku og skrifar hressilega grein þarsem hann þýðir orðin „pacifist sentiment” með „einhliða afvopnun” ánþess að blikna eða blána um leið og hann fordæmir að hætti Eiðs Guðnasonar þann vansa að láta umrædd orð merkja „málstað friðar”. Gengur Jón Baldvin svo langtað halda þvi fram að i Reutersfréttinni hafi ekki fróðlegt að velta fyrir sér, hvernig hægt er að halda þvi fram i' fullri alvöru að afvopnun sé málstað friðar með öllu óviðkomandi, en hernaðarsinnar hafa löng- um búið yfir einstæðum hæfileikum til rökfræði- legra loftfimleika, saman- ber frasana „vopnaður friður”, „jafnvægi óttans” og annað f þeim dúr, og skal ég ekki hætta mér útá hálan is hernaðarlegrar rökfræði, sem mér finnst einatt bera æði mikinn keim af þvi sem Jón Bald- vin nefnir hundalógik. Það sem ég leyf i mér hinsvegar að gera athugasemd við er sá gorgeir kratanna sem kemurfram i tilkalli þeirra til einkaréttar á skilningi og þýðingu tiltekinna erlendra hugtaka (á sama tima og þeir eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa andúð sinni á einkarekstri Rfkis- útvarpsins!). Um það er á- stæðulaust að þrátta að alþjóðaorðið „pacifist” er merkingarlega nátengt „málstað friðar”, enda beinlinis dregið af latneska orðinu „pax” (friður) og venjulega þýtt á islensku með orðinu „friöarsinni”. Ensk tunga á fullgild orð yfir „einhliða afvopnun” (unilateral disarmament) og þarf þvi naumast að grípa til „pacifist senti- ment”, sem einfaldlega merkir „hugarfar friðar- sinna” hvort sem hægri- krötum likar betur eða verr. h að má öllum heil- skyggnum mönnum ljóst vera að einhliða, tvihliða eða marghliða afvopnun er á dagskrá friðarsinna, en þarfyrir verður afvopnun ekki sjálfkrafa sett i stað- inn fyrir „hugarfar friðar- sinna” sem tekur til margra annarra þátta, svo sem hlutleysis, náttúru- verndar, saðningar hungraðra i heiminum, aukins jafnræðis þjóða á milli o.s.frv. Mergurinn málsins ersá aðvaldamenn heimsins, stofnanir þeirra og leigupennar, hafa gert sérf ar um að móta daglega málnotkun með þeim hætti að þeir geti haftendaskipti á hugtökum þegar þeim býður svo við að horfa og þannig haft stjórn á hugsanaferli almúgans. George Orwell lýsir þessu heldur kaldranalega i framti'ðarsögu sinni, „1984”, sem kom út 1948. Samkvæmt handhægum notkunarreglum þessarar aðferðar verður svarthvitt þegar nauðsyn ber til, rétt verður rangt, strið verður friður, og þannig mætti lengi telja. Þegar nú Reagan, Luns og Mitterrand (hér ætti Brésneff vitanlega li'ka að vera nefndur) hafa áhyggj- ur af útbreiðslu friðar- stefnunnar i Vestur- Evrópu (the spread of pacifism in Western Europe), þá er það alls ó- skylt „málstað friðarins” og merkir nánast eitthvað gagnstætt. Látið er að þvi liggja að friðarsinnar (pacifistar) séu i rauninni bein ógnun við heimsfrið- inn og þvihafi ábyrgir leið- togar heimsins þungar á- hyggjur af athæfi þeirra og vaxandi áhrifum. Valda- mönnum heimsins er vitanlega i lófa lagið að iðka þennan málfarslega loddaraleik meðan þeir eiga þæga og eftirláta þjóna i öllum helstu fjöl- miðlum sem dansa eftir pipum þeirra, en hlæja samsinnandi að fjarstæðu- kenndum lýsingum Orwells þegar þeir koma heim að loknum löngum starfsdegi og leggjast uppí di'van með „1984” áðuren þeir dotta fyrir kvöldmatinn. þ að var vissulega timabært og vei við hæfi að stúdentar við Háskóla Islands skyldu helga full- veldisdaginn friðarbarátt- unni sem nú magnast um gervalla Evrópu, valda- mönnum i austri og vestri til hinnar mestu hrellingar. Og hversvegna skyldi valdamönnum af öllum lit- um og gerðum vera svona meinilla við „málstað friðarins”? Einfaldlega vegna þess að þeir vita sem er, að einfaldasta leiðin til að halda fólkinu i skefjum er að hóta að beita vopna- valdi, auk þess sem vopna- sala er einn arðvænlegasti útflutningsatvinnuvegur allra helstu iðnrikja heims, en áköfustu kaupendur vopna eru valdsmenn snauðustu rikjanna. Hugarfar friðarsinna er bæði ógnun viö eina arö- vænlegustu atvinnugrein samtimans, þarsem marg- ir voldugír fjölþjóða- hringar eiga hlut aö máli, og tilræði við þá aldalöngu innrætingu öfugmælanna, að vigbúnaður sé besta trygging friðar en afvopn- un ógnun við hann. r A íullveldissamkomu stúdenta i Háskólabiói rakti dr. Gunnar Kristjáns- son prestur á Reynivöllum með hrollverkjandi tölúm i hvert óefni hið blinda og hamslausa vigbúnaðar- kapphlaup hefur leitt kjarnorkuveldin, enda mun það skoðun margra fróðustu sérfræðinga um þessi efni, að ekkert nema kraftaverk fái forðað mannkyni frá ólýsanlegum hörmungum kjarnorku- styrjaldar sem binda mun enda á nokkur þúsund ára menningarþróun jarðar- búa og eyða þeim að mestu af yfirborði hnattarins, þó mannvirki muni að likindum standa heil og ó- högguð! Sú kenning hefur semsé löngu gengið sér til húðar, hafi hún þá nokkurntima haldið vatni, að bættur vopnabúnaður auki friðarhorfur. Hver ný uppfinning vopnafram- leiðenda margfaldar með djöfullegum hætti likurnar á kjarnorkustyrjöld og út- þurrkun meginhluta mannkyns. Þessar staðreyndir hafa lengi verið viðraðar af

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.