Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 9
hnlrjarpn^ti irinn Föstudagur n. desember i98i VETTVANGUR Ingunn Ásdísardóttir og Ástráður Eysteinsson: Haustið er rautt og ritdómarinn Þegar dregur nær jólum tekur hin árlega bókaskriða að setja mark sitt á islenska fjölmiðla, jafnt i formi auglýsinga, fréttatil- kynninga og ritdóma. Ahugafólki erlaidis berast þessi bókatiðindi með dagblöðunum. 1 Helgarpóst- inum 6. nóv. birtist ritdómur sem vakti löngun undirritaðra til að komastyfir skáldsöguþá sem um var rætt: Haustið er rautt eftir Kristján Jóhann Jónss- Ritdómar- inn er Jón Viðar Jónsson, leik- listargagnrýnandi. Löngun þessi spratt siðuren svo af meðmælum dómarans, heldur var tilkomin vegna þeirrar sérkennilegu um- fjöLlunar sem þar er viðhöfð. Sjaldan hefur islensk blaðagagn- rýni risið hátt, en hér virðist okkur keyra um þverbak og lág- kúran ein riða htisum. Þetta fengum við staðfest við lestur bókarinnar og nánari skoðun gagnrýninnar. Litum á vinnubrögð „gagn- rýnandans”. Frá upphafi til enda greinar sinnar fjallar hann i hæðnistón um höfundinn sem ein- strengingslegan hugmyndafræðing, lausan undan oki „borgaralegrar innrætingar”, er ákaft reyni að troða boðskap sinum upp á „fáfróðan lesanda”. Er skemmst frá þvi að segja að i lesenda- bréfum sögunnar sér JVJ fyrir- varalaust persónu Kristjáns Jóhanns þ.e. hann álitur þann sem i bréfunum talar vera hreina málpípu höfundarins. Þó það sé ekki ómögulegt, er mikið glappa- skot að ganga að þvi sem gefnu, og oft virðist slikt fjarrilagi í bók Kristjáns. JVJ hefur nú bæst i þann fjölskrúðuga hóp gagnrýn- enda sem fallið hafa i þá gryf ju að slengja rithöfundi, söguhöfundi og sögumanni saman i eitt (honum virðist ekki hafa flogið i hug að höfundur gæti hafa skapað 1. persónu sögumann i höfundar- liki i umræddum lesendabréfum sem ef til vill stendur i vissri f jar- lægð frá höfundi sjálfum). Þ.a.l. fer sú irónia sem oft á tiðum býr i orðum sögumanns algjörlega fram hjá JVJ og hann skilur ekki hlutverk þeirrar ögrunar sem felst i stóryrðum lesendabréf- anna. — En ekki er nóg með að dömarinn hafi gleypt textann ótugginn,heldurhafa sumir bitar fariðöfugtofanihann.M.a. hefur hann eftir höfundi aö hinn siðar- nefndi sé „kommi” sem i vali persóna megi ekki gera sér mannamun. Hvað segir textinn i raun?: „Málið horfir til vandræða þvi enn biður fullt af fólki við dyrnar og heimtar að komast inn á þeim forsendum að það sé hreint ekki ómerkilegra en annaö fólk. Það gengur jafnvel svo langt að segja við höfundinn: — Ert þií ekki kommi? — Eru ekki allir jafnir þar sem þú ræður einhverju? Hvað getur maður gert i svona tilfellum? Ég get ekkert annað en opnað dyr sögunnar upp á gátt og sagt: Gjörið svo vel, gjörið svo vel, allir eru velkomnir.” (Haustiö er rautt, bls 20: allar aðrar tilvitnanir eru úr ritdómi JVJ). Einungis með mjög „góðum” vilja má túlka þetta þannig að höfundur sé hér að lýsa sig góðan og gildan komma. — Pólitisk lesendaitroðsla þessarar bókar verður liklega ekki ýkja um- fangsmikil sé hún sett við hliðina á beinum mórölskum þjóðfélags- boðskap a.m.k. tveggja þeirra höfunda sem JVJ telur fram öðrum til fyrirmyndar. Notkun tilvitnana JVJ verður að teljast mjög ámælisverð. Þær eru eingöngu teknar úr lesenda- bréfunum, rifnar úr samhengi og pólitik þó hann sé reyndar heldur róttækari en ég. Þaráofan erum við skólabræður og kollegar i starfi. Og það má mikið vera ef við erum ekki einnig skoðana- bræður i viðhorfi til lista og bók- mennta. Af öllu þessu er augljóst að það er máriháttar skandall að ég skrifi ekki ritdóm um bókina. Hina löghelguðu hefð hefur ekki minni maður en hið ágæta skáld Jón Ur Vör staðfest með eftir- minnilegum hætti i svari við þekkja til dæmis ekki kimnigáfu okkar Kristjáns, sem er alveg sér á parti, og skilja þarafleiðandi ekki lesendabréfin, sem þau gera að aðalatriði i sinni umf jöllun, en þau eru tómtiháöog spé um rithöf unda, gagnrýnendur og háttvirta lesendur. Svo eru þau lika svo gamaldags að vera að heimta söguþráðsem gengur alveg upp, en þannig er ekki lifið; lifið gengur ácki upp. Lifið er eins og hver önnur umferðamiðstöð þar Nöldur um bók og dóma Ég verð að játa að ég er grút- spældur yfir að hafa ekki fengið að skrifa í blaðið ritdóm um fyrstu skáldsögu mins gamla og góða vinar Kristjáns Jóhanns Jónssonar. Með þvi að láta bók- ina, Haustið er rautt, f hendur vandalausra hafa minir ágætu ritstjórar brotið áratuga ef ekki aldagamla löghelgaða hefð i gagnrýni á okkar kæra landi. Við Kristján erum aldavinir og eins konan hans. Auk þess erum við i meginatriðum sammála i spurningu Gisla J. Astþórssonar i siðasta Sunnudagsþjóðvilja. Og auðvitað fór þetta illa. Bæði hér iblaðinu og útvarpinu.einnig i Morgunblaðinu,fékk bókin heldur slæma dóma. Nú er alls ekki við þau Jón Viðar, dr. Eystein og Jó’nönnu Krist jónsdóttur að sakast; þau fjalla að sjálfsögðu heiðarlega um bókina út frá sinum forsendum, en þeirra for- sendur eru bara alls ekki nærri þvi eins góðar og minar. Þau sem fólk hittist og kveðst. Þau fatta einfaldlega ekki pointið i bókinni. Annars finnst mér, i fullri al- vöru, að bókin sé þrælgóð og at- hyglisverö nýjung. Menn eiga ekki að vera svo rigbundnir við hefðbundinn söguþráð að fyrtast við þegar útaf honum er brugðið. Nei, það kann ekki góöri lukku að stýra þegar fornar hefðir eru hunsaðar með öllu eins og gerst hefur r þetta skipti. Gunnlaugur Astgeirsson að þvi er virðist settar fram i þeim einum tilgangi að sannfæra lesanda um að bók þessi hafi innantóman áróður og sjálfshól að geyma. M.a. telur dómarinn eitt bréfanna vera „listrænt prógramm” verksins, en hann minnist þóaldrei á tengsl þess við sögutextann. Raunar vikur hann ekki einu orði að hlutverki þessara bréfa i bókinni i heild (fyrir utan skæting hans um sjálfshól höf. i þeim), og verða þau þóað teljast býsna nýstárlegt tilbrigði i' uppbyggingu skáld- sögu, hvernig svo sem til þykir takast. Þaðera.m.k. ljóst að þau eru hluti af sögusköpun höf., en ekki „bókmenntafræðilegar orö- sendingar” eins og JVJ heldur fram. Það atriði sem einna mest ný- næmi er að i bókinni (og ætti að vera eitt af grundvallaratriðum i greiningu hennar) er notkun höf. á tima i byggingu sögu sinnar. Hinum ýmsuatburðum sögunnar er skeytt þannig saman að allt virðist gerast á sama tima og löng timabil sögunnar liða sam- hliða stuttum augnabiikum henn- ar. Þessi tækni er vel kunn i bök- menntum 20. aldar, en hefur litt verið beitt i islenskum skáldskap. Vart þarf að taka það fram að dómarinn harði viröist hafa látið þetta algjörlega fram hjá sér fara.eða flæktist þetta e.t.v. fyrir þeirri sannfæringu hans að i bók- inni sé eingöngu að finna „hug- myndafræðilegan einstrengings- hátt”? Loks er að nefna rúsinuna i pysluendanum. JVJ eys úr visku- brunni sinum yfir hinn „fáfróða lesanda” og tekur að sér að flokka verkið fyrir hann. Hann segir um fyrrnefnt „listrænt pró- gramm”: „Eitthvað er þetta nú allt sam- an heldur gamalkunnugt og ekki laust við að maður þykist þekkja þarna natúralismann, gamla og góða, með kröfu sina um raun- trúa speglun þjóðfélagsveruleik- ans”. Mikil er meistarans þekking! Er hann að leggja að jöfnu við- horf innan skáldverks (sbr. til- vitnun hans i lesendabréf) og list- fræði natúralismans (úr fræðirit- um)? Eða ber að skilja þetta svo að hann áli'ti þetta verk skrifað samkvæmt „natúraliskum stefnuskrám”? Verk natúralism- ans stefndu að nákvæmri og trú- verðugri endursköpun einhvers hluta raunveruieikans. 1 þeim raunveruieika átti að sjálfsögöu ekki að sjá nein ytri ummerki söguhöfundar og öll ytri skilyröi áttu að samsvara daglegri skynj- unarreynslu manna. Verk Kristj- áns er i' flestu tilliti viðs fjarri slikri viðleitni. Ýkjur hans, tíma- tilfærslur atburða og athuga- semdimar sem beint er til les- anda (þær takmarkast ekki við lesendabréf in) sýna þetta glöggt, þessi atriði verða þess valdandi að viðbrögð lesanda eru frá- brugðin þeim sem natúralisk verk leiða af sér. Eflaust vill Kristján Jóhann gefa lesendum sinum mynd af þjóðfélagsveru- leika, en það vilja nú einu sinni flestir listamenn hver á sinn hátt, og aldrei getur það gengið sem skilgreining á natúralisma. Þá tilheyrðu flest verk natúral- iskri listastefnu. Þessi ritdómur JVJ sýnir al- varlegan skort á þeim eiginleik- um sem prýða þurfa ábyrga gagnrýni: þekkingu, sanngirni og virðingu fyrir umfjöllunarefninu. Það er óverjandi aö ausið sé yfir höfund og verk hans slikum háðs- glósum og sleggjudómum, gripið niður i verkið af handahófi og fleygt fram órökstuddum full- yrðingum um einhverja hluta þess. Verður ekki séð hvaða hlut- verki slik meðferð skáldverks á að gegna, og einkennilegar hljóta þær hugmyndir að vera sem slik- urgagnrýnandigerirsérum starf sitt. Þá er þó skárra að tyggja upp söguþráðinn á hefðbundinn islenskan máta, en hvorug að- ferðin nálgast raunverulega bók- menntaumf jöllun. Það er oft dapurlegt til þess að vita hversu mikil áhrif fsl. blaðagagnrýni hefur á bóka- markaðinn, og ritdómar eins og sá sem hér hefur verið fjaliað um geta verið beinlinis skaðlegir. Ahrifagildi ritdóma meðal hinna almennu iesenda eru kannski hvað mest þegar um fyrsta verk ungs höfundar er að ræða. Þá er þörf á nærgætinni, sanngjarnri og marktækri umfjöllun gagnrýn- enda, og þá, sem og reyndar ætíð, berað forðast samviskulaust nið- urrif. Slikt drepur niður áræðni og bráðnauðsynlega tilraunagieði ungra höfunda. — Haustið er rautt er byrjandaverk og ber ým- is merki þess i stil og framsetn- ingu,ekki hvað sfst vegna þess að höf. er að gera tilraun með óhefð- bundna formgerð skáldsögu í isl. bókmenntum. En m.a. vegna þessa siðasttalda framtaks á bók- in fullt erindi inn á islenskan bókamarkað. Illt er til þess að vita ef hún bætist i hóp þeirra bóka sem þröngsýn og óréttmæt gagnrýni visar formálalaust Ut i kuldann. Köln 30. nóvember 1981 Ingunn Asdisardóttir Astráður Eysteinsson Loksinskom að þvi að yfirvöld i landinu sýndu örlitla tilburði til að halda uppi lögum og rétti. Eftir margra mánaða ólöglega starfrækslu kaplasjónvarpskerfa Video-son og annarra, hefur rikissaksóknari fyrirskipað lög- reglurannsókn á starfseminni. Eftir að undirritaður hafði sent honum kæru á lögleysuna og vakið með þvi sérstaka athygli á vitaverðu sinnuleysi stjómvalda, gat hann ekki lengur lokað augum og eyrum fyrir þvi sem fram fór. Með hliðsjón af þeim aðdraganda er heldur neyðarlegt að sjá það haft eftir vararikissaksiMmara að rannsóknin sé til komin vegna „þeirrar almennu umræðu sem fram hefur farið um þessi mál að undanförnu” en ekki vegna kær- unnar, þeir hafi sem sé tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Þetta aumlega yfirklór sýnir þó að þeir geta skammast sin hjá sak- sóknaraembættinu. Það er meira en hægt er að segja um suma þá sem hærra eru settir t.d. dóms- málaráðherra og menntamála- ráðherra. Þessi siðbdna ákvörðun sak- sóknara sannar það sem marg- sinnis hefur verið bent á að stjórnvöld hefðu átt að láta málið til si'n taka löngu fyrr og það án þess að nokkur kæra bærist utan úr bæ. Þrátt fyrir að svo virðist sem nú eigiloksins aðframfylgja lögum ilandinu, þá blasir sústað- reynd við að til þess að svo mætti verða, þurfti sérstaka fram- hleypni „óviðkomandi” manns. Dáðleysi menntamála- ráðherra En þó að saksóknari hafi nú loks tekið við sér og ætli að reka af sér slyðruorðið, verður það sama ekki sagt um menntamála- ráðherrann Ingvar Gislason. Þvert á móti virðist hann ætla að bæta si'n fyrri met i dáöleysi. Lengi vel tókst honum að afsaka aðgerðarleysið meö þvi að hann vildi biða eftir niðurstöðum nefndar sem hann hafði skipað til að athuga hvort videostarfsemin bryti i bága við lög. Nú er fokið i það skálkaskjól og nefndin hefur skilað áliti. Menntamálaráðherra hefur sagt að hann tæki mark á þeim mönnum sem hann skipaði i nefndina og hafa nú skilað þvi áliti að lög séu brotin i stórum stil og aðástandið sé óviðunandi. Við- brögð ráðherrans benda aftur á móti til þess að hann taki ekkert mark á nefndarálitinu. Hann sendir nefndarálitið bara til sak- sóknara og tekur fram að mefrþvi sé hann ekki að kæra lögbrotin, hann erbara að biðja saksóknara að rannsaka það sama sem nefndin er þegar búin að rann- saka og skila áliti um. Varla þyk- ir nefndarmönnum sem ráöherra sýni þeim mikið traust með þessu og vandséð er hvers vegna hann felur þeim aö starfa áfram. Eina ályktunin sem ráðherrann dregur af niðurstöðum nefndar- innar erað slaka beri á ákvæöum um einkarétt Rikisútvarpsins, með breytingu á reglugerð. Með öðrum orðum að gera lögleysuna löglega ! Hann heldur að ef honum takist að breyta útvarpslögunum með reglugerðarbreytingu þá sé allt f lagi. Þó ótríilegt sé þá er ráðherrann ekki enn farinn að skilja að alvarlegustu lögbrotin - eru ekki á útvarpslögunum. Hann vill ekki vakna og skilja það sem flestir vita og kemur fram í nefndarálitinu, að með þvi að brjóta útvarpslögin eru lög- brjótarnir aðeins aðopna sér leið til að brjóta önnur lög. Og það eru þau lögbrot sem þarf að stöðva. Auk stórfelldra brota á höfunda- rétti telur nefndin upp lög um klám, lög um friðhelgi einkalifs- ins, lög um óréttmæta við- skiptahætti og lög um barna- vernd. öll þessi lögbrot er hægt að koma iveg fyrir með þvi einu að útvarpslögunum sé framfylgt, a.m.k. þar til tryggt hefur veriÖ að með frjálsari útvarps- eða sjónvarpsrekstri séu ekki brotin önnur lög. En menntamálaráð- herra vili auðvelda brot á þessum lögum með þvi að aðlaga út- varpslöginað lögleysunni! Og svo mikið liggur honum á að hann má ekki vera að þvi aö bfða eftir að Alþingi breyti útvarpslögunum, hann ætlar bara að gera það sjálfur með þvi að breyta reglu- gerðinni! l^átum hann sofa Bjartsýnir menn höfðu gert sér vonir um að þegar ráðherrann fengi í hendur þá niðurstöðu nefndarinnar að öll videostarf- semin væri eintóm lögleysa þá myndi hann manna sig upp og beita sér fyrir aö lögbrotin yrðu stöðvuð. En menntamálaráðherr- ann Ingvar Gislason mannar sig ekki upp. Ingvar Gislason vill ekki halda uppi lögum i landinu og hann vill ekki koma i veg fyrir að börnum og unglingum séu sýndar löglausar klám- og of- beldismyndir. Enn siður vill Ingvar Gislason menntamálaráð- herra Isiands standa við alþjóöa- samninga og koma i veg fyrir aö brotin séu lög um rétt listamanna yfir þvi efni sem þeir hafa fram- leitt. Menntamálaráðherra Islands er alveg sama þó að lista- menn séu sviknir um lögbundnar greiðslur fyrir sin verk. Ingvar Gislason vill bara breiða upp fyrirhaus og snúa sér til veggjar. Og kannski er það best fyrir listir og menningu i landinu að hann sofi sem fastast. Oskandi væri þó að honum yrði fundinn annar svefnstaður en stóll menntamála- ráöherra. Sigurður Karlsson Á að lögleiða lögleysuna?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.