Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 20
20 Meistarasaxarnir Það er með ólikindum hversu afturhvarf til þess liðna er rikur þáttur i djassi okkar tima. Ungu fr jálsdjassararnir hverfa h ver á fætur öðrum á vit forfeðranna til að læra galdur sveiflu og Special Edition Jack De John- ette. Nokkuð sæmilegt úrval er af plötum þremenninganna i Fálk- anum auk þess sem Steinar hf. hefur flutt inn fjórar siðustu CLJ Jazz /i V eftir Vernharð Linnet ljóðs. öðruvisi mér áður brá, þegar frumkvöðiar þeirrar stefnu vildu sem minnst vita af þvi sem áður hafði verið gert, bylta öilu og brjóta allar brýr að baki sér. Svo langt aftur hafa sumir leitað að þeir hafa byggt heilar skifur á verkum Jelly Roll Mortons og Scott Joplins (Air Lore með hljómsveitinni Air). Þrir saxafónleikarar vekja hvað mesta eftirtekt um þessar mundir i hinum óraimagnaða djassi. Þeir hafa haldið sinn úr hverri áttinni til djassnaflans, New York. Arthur Blythe frá Los Angeles, David Murray frá St. Louis og Chico Freeman frá Chicago. Sameiginlegt eiga þeir að hafa leikið með þeirri djass- hljómsveit er undirritaöur telur magnaðasta um þessar mundir: plötur Arthur Blythes og væntanlega dreift viða. Arthur er elstur þeirra þre- menninga og hafði náð miklum og góðum þroska áður en hann flutti til New York. En það verður enginn djassleikari frægur á vesturströndinni. Eftir að hann kom til New York lék hann inná skifur fyrir Indian Navigation og fleiri smá djass- fyrirtæki og má fá hér þrjár þeirra. The Grip (IN 1029), Metamorphosis(IN 1038)ogsvo Bush Baby á Adeiphi Records (AD 51008). Hljóðfæraskipan á þeirri siðastnefndu er mjög sér- stök: Arthur blæs i altóinn, Bob Stewart blæs i túbu og Ahkmed Abdullah slær kongótrommur. Bob Stewart er frábær túbuleik- ari og hefur hafið þennan málmbassa á sinn forna djass- Fösfudagur 11. desember 1981 Jie/garpústurínrL stall. Hann svingar betur en margur bassaleikarinn! 1979 gaf Coiumbia-(CBS) út fyrstu Blythskifu sina: Lenox Avenue Breakdown (35638) og seinna á sama ári kom In The Tradition (84152) út. Ariö eftir kom svo Illusion (84475) og nú nýlega Blythe Spirit (85194). Um þær fyrstu hef ég fjallað hér áður, og segja má að þær siðari séu þeim skyldar. Illusion er kannski einhvert heilsteyptasta verk Blythe, þar sem megin- straumar hans kristallast i eigin verkum. Annarsvegar hið villta, rafhneigða, frjálsborna i sam- neyti við James Blood Ulmer gítarleikara Abdul Wadud sell- ista, Bob Stewart túbuleikara og Bobby Battle trommuleikara. Hinsvegar hið hefðbundnara i samneyti við In The Tradition kvartettinn. Nýja platan: Blythe Spirit er mjög blönduð. Þar blæs hann fallega hina ljúfu ballöðu Erroll Garners: Misty gæti verið taka frá In The Tradition sessjóninum. Svo sveiflar hann gömlum sálmi: Just A Closer Walk With Thee, Amina Claudine Myers þenur orgelið og Bob Stewart sveiflar túbunni af hjartans lyst. Fjórir orginalar eru á skifunni og svo Strike Up The Band. Ég hvet gömlu djassgeggjarana sem hættir eru að íylgjast með að næla sér i þessa skifu Blythes og ganga i endurnýjun lifdaganna. David Murray er aðeins tutt- uguogsex ára gamall og hefur náð slikum þroska að með ein- Arthur Blythe I slnu besta skarti. dæmum er. Flestar skifur hans eru með litlum hljómsveitum þarsem saxafónblástur hans er þungamiðjan. Einna bestar þeirra eru skifurnar frá Lower Manhattan Ocean Club nr. 1. (IN 1032) og nr 2 (KN 1044) Þar er Lester Bowie með honum á trompet og meðal verkanna er óðurinn til Sidney Bechet: Bechet’s Bounce. Nýjasta verk Murrys i hillum Fálkans er meistaraskifan. Ming (Black Saint 0045) þar sem hann leikur eigin tónsmiðar með oktett sinum. Útsetningar hans eru af- bragð ekki sist hin ljúfa ballaða hans Ming (það er nafn konu hans) þar sem hann notar hljóma Ellingtonverksins Melancolia, en það verk hljóð- ritaði Ellington fyrir Capitol 1953 með triói. Það er stórkost- legtaðheyra þennan unga svein blanda sveiflunni hinni frjálsu veröld. Félagarnir i Bigbandinu ættu að næla sér i hana þessa! Chico Freeman er sonur þess ágæta Chicagotenorista Von Freemans. Vegur hans hefur farið vaxandi undanfarin ár og hann liefur tekið sæti David Murrays i Special Editions Jack DeJohnette. Hann stendur fast- ari fótum i hefðinni en David og ballöðuskifa hans: Spirit Sense- tive (IN 1045) er stútfull af ljúf- um tónum i anda meistaranna án þess að nokkurstaðar sé um stælingu að ræða. Autum In New York og It Newer Entered My Ming eru jafn ferskar og fyrrum og vel er sveiflað i Ellingtonópusnum, Don’t Get Around Much Anymore. Skifa hans Kings Of Mali (IN 1035) er af öðrum toga spunnin. Þar er leitað til upprunans afriska og Malikeisaradæmið hyllt i tónum og afrisk hljóðfæri notuð jafn- hliða þeim vestrænu. öli eru verkin samin af Freeman og ísæma vel félagai AAMC (Félagi til eflingar skapandi tónlistar). Hér hefur verið vakin athygli á þremur djassleikurum er eiga eftir að hafa mikil áhrif i fram- tiðinni. Þaðer þvi vert fyrir alia sem unna djasslistinni að leggja við eyrun er þeir heyra þá blása og leggja kannski eitthvað á sig til þess að nálgast verk þeirra. Þeir svikja engan! Tón/ist og textar Jóhann Helgason — Tass Það munu nú liðin um það bil 10 ár frá þvi að Jóhann Helga- son fór að láta að sér kveða i islenska poppinu og þá sem helmingur dúósins Magnús og Jóhann. Stór plata sem þeir gáfu út seldist ágætiega og lagið Sweet Mary Jane af henni náði töluverðum vinsældum. Þessi 10 ár sem Jóhann hefur staðið framarlega í poppi hafa verið mikil deyfðarár i flutningi lifandi popptónlistar og hvað Jóhann varðar þá hefur hann mest gert af þvi að syngja inn á piötur en hins vegar litiö gert af því að koma fram opinberlega. Mestum vinsældum hefur Jó- hann náð i samstarfi við Gunnar Þórðarson, fyrst með Lumm- unum og sitan með Þú og Ég, sem nú er verið að reyna at gera heimsfræg. Raunar hefur tón- listarferill hans einkennst af þvi að si'fellt er verið að reyna við heimsfrægðina. Fyrst var það Change, þá Póker og nú Þú og ég. Tónlist Jóhanns hefur þvi ávallteinkennstaf þvi sem helst hefur verið talið eiga möguleika til vinsælda hverju sinni. JÖHOTIHaGtóOn w I sumar brá Jóhann sér vestur um haf til Bandarikjanna, þar sem hann hljóðritaði ein tiu lög, sem fylla nýútkomna plötu hans, sem ber heitið Tass. Fyrir nokkrum vikum voru tvö af þessum lögum þ.e. Take Your Time og Burning Love gefin út á lítilli plötu. Bæði eru lög þessi í futuristastil og sem slik eru þau nokkuð góð, sér- staklega það fyrrnefnda. Það var þvi með nokk- urri tilhlökkun sem ég setti plötuna fyrst á fóninn og fer hún vel af stað, enda þar um tvö fyrrnefnd lög áð ræöa. Mér brá þvi heldur b'^tur þegar þriðja lagið, Vittim, byrjaði,þvi það var eins og að hrökkva yfir á aðra plötu. Það ætti kannski frekar við að segja að það væri eins og aö stökkva yfir Atlantshafiö, frá Bretlandi til Bandarikjanna. Útsetningar þeirra átta laga sem eftir eru, eru allar mjög bandariskar. Ég sæi þvi t.d. ekkert til fyrirstöðu að Pat Benater notaði útsetningar eins og eru á lögunum Victim og I’m Tellin ’You. Gitarleikurinn er iika oft i þessum svifandi æp- andi stil, sem er svo áberandi fyrir Benatar. Eitt lagið, She’s Done It Again, fer svo iskyggi- lega nærri Billy Joel. Hjálpast þar allt að, lagið gæti verið Jo- els, útsetning fer mjög nærri hans stil og meira að segja söngurinn er svipaður. Það er þvi helsti galli plötu þessarar hversu ófrumlegar út- setningarnar eru, þvi það dylst sjálfsagt fæstum aö Jóhann Helgason er meðal okkar bestu popplagahöfunda og sjaldan hefur hann sent frá sér betri lög en er að finna á Tass. Söngurinn er lika mjög góður, bæöi aðalrödd svo og bakraddir, sem Jóhann sér að mestu um sjálfur. Um hljóðfæraleikinn sjá svo pottþéttir kallar og er þar enga hnökra að finna, en þar er heldur ekkert ævintýralegt aö ske. Tass er sem sé þegar á heild- ina er litið vel unnin en hins veg- ar frekar ófrumleg poppplata. Fyrir þá sem unna ameriskri rokktónlist, eins og hún er i dag, þá er Tass fyrsta flokks plata. Nú, fyrir þá sem gaman hafa af futuristatónum, en vilja sleppa hinu, þá er litla platan ágæt. Böðvar Guömundsson — Það er engin þörf að kvarta Ég verð vist að segja alveg eins og er, að visnasöngur flokk- ast áreiðanlega ekki undir þá tónlist sem ég hef haft mætur á. Raunar hef ég alltaf reynt að forðast að hlusta á hana, þar sem hún höföar ekki hið minnsta til min. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé rétt að láta hljóm- plötugagnrýnanda fjalla um plötur eins og plötu Böðvars Guðmundssonar. Það væri held ég; nær að láta islenskufræðing- ana um slikt, þvi vissulega eru það ljóðin,eða visurnar,sem eru aðalatriði plötunnar og hennar helsti styrkur. Böðvar fer þar á kostum og kemur víða við. Hannsegirhlutina beint út eins og þeir hvíla honum á hjarta og hlifir þar engum. Jafnvel for- maður Alþýðubandalagsins fær þar sinn skerf i lagi sem nefnist Dialektiskur Blús. Það væri óréttlát að fara að nefna einhver kvæöin öðrum fremur, en ég ætla þó að láta það eftir mér að minnast á ömmusögu, sem segir frá fá- tækri stúlku, sem var ráðin i visteöa kaupamennsl.u upp á þau biti aö hlýða skipunum hús- bænda sinna, hverjar sem þær væru, einsog höfundur kemstað orði. Einnig eru snjallar Þang- brandsvisur, Gönguvisur og fallegast Næturljóð úr Fjörðum. Já, það þarf vist enginn að efast um getu Böðvars við að koma saman góðum visum. A hinn bóginn finnst mér hann ekki eins sterkur á svellinu þar sem lagasmiðar eru annarsveg- ar. útsetningar laganna eru oft á tiðum hinar ágætustu og trúi ég að þar hafi þeir Sigurður Rúnar Jónsson og Einar Einarsson, sem einnig hafa lagt drjúgan skerf i verkið með hljóöfæraleik sinum, átt stærstan hlut að. Um söng Böövars ætla ég að hafa sem fæst orð, þar sem hann er mér ekki mjög að skapi þó i stórum dráttum megi segja að hann sé gallalaus. Hvort hér er um góða visna- söngsplötu að ræða á ég bágt með að tjá mig um, sakir þekk- ingarleysis svo sem áður hefur verið getið. 1 heildina held ég þó að platan sé hin ágætasta, aö minnsta kosti haföi ég gaman af mörgu sem á henni er að finna, þó ég haldi nú mest upp á texta- blaðið. The Human League-Dare Tónlistarlif i borginni Sheff- ield hefur staöið með miklum blóma nú siöustu þrjú, fjögur árin. Mikið hefur komið þaðan af athyglisveröum hljómsveit- um, sem margar hverjar hafa verið aö gera hina merkilegustu hluti. Það mætti nefna hljóm- sveitir eins og I’m So Hollow, Clock DVA, Comsat Angels og Cabaret Voltaire. Sérstaklega hafa tvær þær siöarnefndu notið virðingar, án þess þó að geta flokkast undir megasöluhljóm- sveitir. Raunar er ekki nema ein Sheffiled hljómsveit sem slegið hefur verulega i gegn, en það er Human League. Að visu hafa Heaven 17, komist nærri þvi, en i þeirri hljómsveit eru aðal- mennirnir Ian Craig Marsh og Martin Ware en þeir voru ein- mitt stofnendur Human League á sinum tima. Þeir sögðu hins vegar skilið við hljómsveitina seint á siðasta ári. Philip Oakey og Adrian Wight, hinr tveir meðlimir hljómsveitarinnar, héidu nafn- inu og hafa þeir félagar komið mörgum á óvart með þvi að gera Human League að ein- hverri vinsælustu hljómsveit Bretlands i dag. Þeir fengu til liðs við sig þá Ian Burden og Jo Callis, sem leika á synthesizera. Einnig gróf Oakey upp tvær al- gerlega reynslulausar söngkon- ur á diskóteki sem hann var að skemmta sér á. Og i dag er talað um Human League sem ABBS m'unda áratugsins. Dare heitir hún nýja Human League platan og er þar áreiðanlega um einhverja bestu poppplötu ársins að ræða. Lög Human League eru létt og sitja vel i manni. Hljóðfæraleikurinn er allur elektróniskur, meira að segja hinn ágæti trommuleikari hljómsveitarinnar heitir Linn og er trommuheili en ekki mannvera. Martin Rushent hefur séð um að prógrammera hann og farist þaö vel úr hendi. Það sama má einnig segja um upptökustjórnina, sem hann hefur haft með höndum og er hlutur hans i heildarhljómi plöt- unnar þvi stór. Tónlist Human League er popptónlist sem almenningur þarf kannski einhvern tima i fyrstu til að átta sig á. Ég er hins vegar handviss um að hér er um að ræöa sterkan anga popptónlistar framtiðarinnar. Lög eins og Open Your Heart, The Things That Dreams Are Made Of og Love Action eru góð dæmi um getu Human League til að semja og flytja lög sem fólk ætti að eiga auðvelt með að hafa ánægju af að hlusta á. King Crimson-Dicipline Eftir æði misgengan sólóferil, hefur gitarleikarinn Robert Fripp endurstofnað hljómsveit- ina King Crimson. Til liðs við sig hefur hann fengið fyrrum trymbil hljómsveitarinnar Bill Bruford, bassaleikarann Tony Levin og gitarleikarann Adrian Belew, sem meðal annars hefur starfað með David Bowie, Frank Zappa og Talking Heads. Nú þegar er komin ný plata frá hljómsveitinni og ber hún nafnið Dicipline. Visterað plata þessi er með þvi betra sem Fripp hefur gert siöan King Crimson leiö hér um árið, en hræddur er ég um að hún komi mörgum gömlum aðdáandanum á óvart, sökum léttleika. A fyrri hliðinni er að finna fjögur lög og eru þau öil, að þvi siöasta undanskildu, ágæt. Fyrsta lagið Elephant Talk minnirnokkuð á Talking Heads. Annað lagiö er byggt upp I kringum hraðan gitarfrasa Fripps; þokkalegt lag. Besta lagið á fyrri hliöinni er Matte Kudasal, rólegt lag meö góöum gitarleik. Seinni hliöin byrjar með ööru lagi sem minnir á Talking Heads og er þar um besta lag þeirrar hliðar að ræöa. í ööru laginu er Fripp á ferðinni með gitartilraunir sinar, ekkert sér- lega spennandi en aiit I lagi. Þriðja og siðasta lagið er lang- dregiö og litið spennandi, með siendurteknum gitarfrösum. I heildina er Dicipline þægi- legasta plata. Ég gerði mér ekki vonir um neitt sérstakt og varö því ekki fyrir neinum von- brigðum. Hræddur er ég þó um að gömlu King Crimson plöt- urnar eigi greiöari leið á fóninn hjá mér i framtiðinni en þessi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.