Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 17
viO'; T )T / 'i'ff'l /Frfi ' rrc" ■* = '•t’t V* "V ’TRV' "(T’f _JielgarpásturinrL. Föstudagur 11. desember Er Einbjörn i næsta húsi? Jónas Jónasson: Einbjörn Hansson Skáidsaga (141 bls). Vaka 1981. Þegar ég var rétt byrjaöur aö lesa sögu Jónasar Jónassonar af Einbirni Hanssyni fannst mér allt i einu aö ég væri ekki aö lesa heldur heföi ég hallaö mér aftur i hægindastól til aö slappa af og fyrir tilviljun væri útvarpiö i gangi og Jónas væri þar aö hefja einn þátta sinna sem heitiö gæti Heimsókn á Klaustur eöa Borgarfjörö eystra eöa eitthvaö þessháttar. Notaleg röddin aö segja frá, stfllinn svolitiö hátiö- legur, nær þvi oft aö veröa lýr- iskur, stefnir stundum i að veröa væminn en verður þaö aldrei vegna þess aö hann er einlægur: 17 bréf þar sem hann segir frá þvi sem á daga hans hefur drifiö, einkanleg þvi sem geröist allra siöast og olli straumhvörfum i lifi hans. Ekki er alveg ljóst hversvegna hann er aö skrifa þetta, en hann virðist ætla aö henda þvi i rusliö um leiö og hann er búinn. Aö formi til er þessi skáldsaga likari langri smásögu. Sjónar- horniö er mjög afmarkaö og sagan hverfist aöallega um eina mannlýsingu. Viöfangsefni hennar er þessi maöur.Einbjörn Hansson. Og hver er svo Einbjörn? 1 sjónvarpsauglýsingunni segir aö hann sé maðurinn i næsta húsi — eöa þarnæsta. Heldur þykir mér þaö ótrúlegt og þaö segir okkur fátt um manninn. Mér finnst Einbjörn Afram Jónas! verulegu leyti i eigin hugar- heimi og gerir mikiö af þvi að búa til samtöl og atburði sem gætu hent hann. Þaö er honum nóg þvi aö ekkert gerist i hans tilveru. Þessu ástandi lýsir Jónas Jónasson mjög skemmtilega og fer beinlinis á kostum i imynd- unum Einbjörns. Lif Einbjörns er ekkert vandamál, tilveran gengur bara sinn vana gang. Hann viröist til- finningasljór, hann er „aldrei hryggur og aldrei glaöur” eins og skáldiö sagöi. En nú gerast tiöindi sem ekki Er Einbjörn í næsta húsi? Ég veit ekki af hverju ég er aö skrifa þessi orö á pappir, kvöld- stund vetrar þegar vindur ólmast I garðinum af óvenju vera á mörkunum að vera full- buröa mannlýsing. Er þaö fyrst og fremst vegna þess aö upplýs- ingarnar sem viö fáum um for- Bókmenntir eftir Gunnlaug Astgeirsson miklum ofsa, kastar sér á gleriö i glugganum svo aö það titrar, lemur þaö meö slitrum úr loft- neti svo aö smellur i, tekur á rás út um hliöið og þýtur eftir göt- unni, gripur um greinar trjánna og laufiö allt á brott, snýst um bolina i villtum dansi svo trén titra eins og dýr aðdeyja.” Þannig hefst sagan og þó að hún taki brátt aðra stefnu en fram kemur i þessari tilvitnun eru þessi einkenni einlægni og nota- legheita rikjandi i þessari sögu. Sagan er iformi bréfs. Sögu- maður sem um leiö er aðalper- sóna og eiginlega eina persónan sem kemur eitthvað aö ráði viö sögu, er aö skrifa sjálfum sér sögu hans eru fremur tak- markaðar og heldur ótrúiegar. En þegar kemur aö þvi aö lýsa honum eins og hann er i dag, verður lýsingin bæöi trúverðug og umfram allt lifandi. Það er einn þáttur i fari þessarar per- sónu sem lögö er megináhersla á og er það jafnframt meginviö- fangsefni sögunnar: Einmana- leikinn. Einbjörn er einn, hann er einbirni. Hann á enga vini og varla nokkra kunningja, hann vinnur sitt verk á skrifstofunni að þvi er viröist án þess að skipta sér af fólkinu i kringum sig. En honum liður vel. Hann virðist fyrir löngu vera sáttur viö hlutskipti sitt. Hann lifir að er vert aö segja hér frá, sem gerbreyta lifi Einbjörns. Ég segi ekki frá þvi vegna þess að um leyndarmál sé aö ræða sem koma eigi lesendum á óvart, heldur vegna þess aö min endursögn á þessum atburöum yröi hroöalega væmin, sem gæfi ranga mynd af atburöunum. Þvi að þó að þetta efni hafi allar forsendur til þess ab verða væmið, þá verður svo alls ekki i meðförum Jónasar og er þaö aödáunarvert. Eins og áður sagði fjallar þessi saga um einmanaleikann. Mér virbist höfundur vera aö segja aö þó aö einmanaleiki, eöa það að vera einn, þurfi ekki endilega aö vera vont I sjálfu sér og mönnum geti ef til vill liðið vel þannig, þá sé slik til- vera ekki nema hálft lif, tómt lif og tilgangslaust. Til þess aö lifiö veröi heilt, öðlist tilgang þurfa menn aö hafa eitthvað til þess að lifa fyrir, aöra manneskju til aö lifa fyrir og með. Þessi fyrsta skáldsaga Jonasar Jónassonar er skemmtileg aflestrar, notaleg og einlæg. Afram Jónas. HVER NÆR FYRST- UR í MYNDINAP ■ IdmiUrdMrtalddlncvlDmMrfuisiihnintaBinn TILBÚNIR AÐ TAKI FÓLKID í MEÐFERG -■OklWðWsKxliiidUtkiir Tvivegis á þessu hausti hafa hrottafengin ofbeldisverk veriö unnin á fólki hér i Reykjavik. t bæði skiptin hafa siðdegisblöðin (afsakiö — blaðið) brugðist við á svipaðan hátt. Fyrstu við- brögð hafa verið þau að blása út, gera sem mest úr óhugnað- mannvonskunni i' þjóðfélaginu, ofbeldishneigðinni sem þrifst, hatrinu sem rikir? Ekki er hægt aö afsaka svo- leiðis menn með vanþekkingu, þeir vita fullvel að hvorttveggja erpottþéttsöluvara — óhugnað- urinn og væmnin— sé það fram- reitt á réttum tima. En glæpurinn sem framinn ■ Fiölmiðiun eftir Þröst Haraldsson inum. Þau hafa velt sér upp úr smáatriðunum og ekki hirt um það hvort þau voru staðfest, hvort þau voru höfð eftir mark- tækum persónum eða málsaöil- um sjálfum. Og á meðan samkeppnin var og hét var keppst um hvort þeirra var á undan með nöfn, heimilisföng, æviatriði og það sem mestu skipti: myndir. Svo þegar mesti æsingurinn var Hðinn hjá var sest niður og skrifaður hjartnæmur leiðari. Nú skipti nafnið engu máli, sá sem ofbeldið drýgði hét nú ógæfumaður en ekki morðingi, glæpurinn harmleikur, tárin drupu af hverju orði. A venjulegu alþýðumáli heitir svonalagað hræsni. Eöa hvað ber aö kalla það þegar sömu mennirnir reyna á mánudegi aö gera sem mest Ur hryllingnum, æsa upp gróusögurnar, níðast á jafnt geranda sem þolanda — þegar sömu menn gráta á miö- vikudegi höfgum tárum yfir var sibastliöinn föstudag kom mér til að hugleiða mynd- og nafnbirtingar á sakamönnum. Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei komist nær þvi aö réttlæta myndbirtingu fyrir sjálfum mér en í þetta sinn. Samt sem áður get ég ekki varið þaö að birta mynd af mönnum sem verða öðrum að bana eöa valda þeim örkumlun. t fæstum tilvikum er verknað- urinn framinn að yfirveguðu ráði. Ýmist gerast hlutirnir i augnabliks örvinglan eða þá að gerendurnir ættu fyrir löngu að vera komnir úr umferð, ekki bak við lás og slá austur i Flóa, heldur i hendur sérfræöinga sem geta greitt úr þeim sálar- flækjum sem leiða menn út i' of- beldið. Það siðarnefnda gildir tvimælalaust um þann sem var að verki f Þverholtinu i' siðustu viku. Blöb þau sem áköfust eru i mynd-og nafnbirtingar réttlæta þær einkum með þvi að verið sé itúlkan komin til meðvitunda að vernda öryggi borgaranna fyrir ofbeldismönnum. Þetta er lélegur handarþvottur. í fýrsta lagistafar almenningi litil hætta af mönnum sem þeg- ar eru bakvið lás og slá. Þegar glæpurinn sem þeir hafa framið er jafnalvarlegur og nú er um að ræða, er alveg öruggt að þeirra verður vel gættum fyrir- sjáanlega framtið. Annað mál eref þeir leika enn lausum hala, hafa ekki náðst eða hafa sloppið úr gæslunni. t öðru lagi eru blöðin ekki réttur aðili til að gæta öryggis almennings i svona tilvikum. Það eiga yfirvöld löggæslu eða heilbrigðismála að gera. Vib vitum það öll, bæði ég og þú, Jónas og Ellert, aðhin raun- verulega ástæða nafn- og mynd- birtinga er ekkert annað en lág- kúruleg aðferð til að selja blöð. Það eina sem slikt leiðir af sér er aukin hræðsla og tortryggni i mannlegum samskiptum og viðbót við andlega vanliðan þess sem í örvinglan eöa af andleg- um brestum hefur leiðst út á þá braut að beita annan mann of- beldi. TJTJm Kjarval — Málari lands og væ tta Höfundar: Aðalsteinn Ingölfson og Matthias Johannessen Stærð: 23x23 cm, 96 bls., 63 lit- myndir og 23 svarthvitarmyndir Útgefandi: Almenna bóka- félagiðog Iceland Review, 1981. Rómantík eða raunsæi? Hér er á ferðinni vegleg bók, prýdd fjölda mynda. Margir hafa lagt hönd á plóginn, s.s. Guöjón Eggertsson, Auglýs- ingastofunni, h.f. sem hannaði bókina. Mats Wibe Lund jr. tók litmyndir af verkunum og list- greiningu annaðist Prent- myndastofan h.f. Bókin er unnin i Odda, þar sem notuð var ný fjögurra lita prentvél, sem er sönnunar vitnar hann i Worr- inger gamla, sem hélt þvi fram að norrænir málarar væru einangraðir einfarar, með- vitaðir um félagslega sérstöðu sina. Worringer var mikið i mun að draga mörk milli norrænna og suðrænna (latneskra) málara, sumpart vegna áhrifa frá germanskri þjóðrembu. Honum yfirsást sú staöreynd, 1 A | Bókmenntir eftir Halldór Björn Runólfsson fyrsta smnar tegundar hér á landi. Fleiri koma við sögu, svo sem ljósmyndarar og prentarar. Auk þess hefur bokin verið gefin út á ensku og sá Haukur Böðvarsson um þýðingu islenska textans. Um inngang og myndval, sá Aðalsteinn Ingólfsson, en auk þess fylgja með valdir kaflar úr ritum Matthiasar Johannessen og munu það vera viötöl Ur „Kjarvalskveri”, einkum og sér I lagi. Þá eru ljósmyndir úr stúdiói Kjarvals eftir Rafn Hafnfjörð og myndir af lista- manninum eftir Jón heitinn Kaldal. Vist er að bækur um Jóhannes S. Kjarval eru nú orðnar fjöl- margar og fleiri en um nokkurn annan islenskan listamann. Þó hefur þessi bók þá sérstöðu, að henni er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að kynna lista- manninn erlendis. Þar með er ekki sagt að öðrum bókum um hann, hafi ekki verið ætlað það hlutverk einnig. Benda má á út- gáfu Helgafells, með formála eftir Halldór Laxness og muni ég rétt, voru skrif H alldórs þýdd á ensku. Þá gaf Helgafell út aðra veglega bók um Kjarval, eftir Thor Vilhjálmsson. Þessi bók AB og Iceland Review er þó öllu hentugri til kynningar, einkum vegna brots- ins og niöurrööunar efnisins, þar sem lesmál og myndir gera ljósa og einfalda grein fyrir listamanninum og ferli hans. Þar er m.a. ártalaskrá yfir æviágrip og heimildaskrá yfir rit um Kjarval. Myndirnar eru ágætlega valdar og gefa góða innsýn i þróun listamannsins.sem er allt annað en einföld. Vissulega sakna ég ýmissa mynda, en i 96 blaösiðna bók er vonlaust að gera öllu skil og þegar haft er i huga, hversu afkastamiki 11 maðurinn var, má valið heita gott. Myndataka og prentun er ágæt og samanburður viö fyrri bækur, er þessari útgáfu ótvírætt I hag. Inngangur Aðalsteins er vandlega unninn og veitir i stuttu máli, margvislegan fróð- leik um stöðu og sérstööu lista- mannsins innan heimslistar- innar. Aðalsteinn heföi að ósekju mátt glöggva lesendur á samsvarandi stöðu Kjarvals innan islenskrar listar, en sé tek ið tillit til erlendra lesenda, þeirra sem bókin er ætluð, er slikt kannski óþarft. Þó heföi ekki sakað að reyna. Einu er ég dtki sammála varðandi mat Aðalsteins á Kjarval (hér er ekki um rangt eða rétt að ræða, heldur persónulega skoðun). Hann vill þrykkja listam anninum i raðir norrænna málara, rómantiska og expressjóniska skólans. Til aö latneskir málarar voru sýnu einangraðri og meiri einfarar. Goya og Delacroix voru vart mannblendnir, hvað þá heldur Cézanne eða Gauguin. Kirch- ner, Heckel og Schmidt-Rottlufl héldu hins vegar hópinn og skiptust á spúsum i félagsskap og bróðerni. Sið-impressjónist- arnir voru einangraðir, en ex- pressjónistarnir komu fram sem breiðfylking. Þá gætir hverfandi huglægra áhrifa i verkum Kjarvals. Súbjektið, sem er ráðandi afl i rómantikinni, jafnt sem expres- sjónismanum, verður vart fundiö i myndum hans. Það eru helst bernskubrekin og viss verk máluð á erlendri grundu, sem bundin eru rómantiskri hugsun. Þá er symbólismi Kjar- valsaí allt öðrum toga spunninn en symbólismi Einars Jóns- sonar. Hann er ekki bókmennta-i legur (litterer) og manna- myndir þær sem blandast landslaginu (álfarnir), eru fremur hugljómun (vision) manns sem elst upp i' þjóðsög- unni, en uppgötvuð yrkisefni úr fjarlægri fortið. Þannig minna mótiv hansfremurá „Luxe” og „Danse” Matisses, en harðsoðin symbólistaefni. Meira að segja notarhann i verkinu „Gaman er að lifa” (1946), sama titil og Matisse i „La Joie de vivre” (1906). Hugarástand beggja málaranna er jafn lokuð bók. Þeir eru báðir dekorativir. Þá eru myndir Kjarvals rólegar (eins og Matisses) og lausar við spennu og þenslu Munchs, Noldes og Kokoschka. Þótt mörg verk hans séu mónumental, vegna stærðar og byggingar, kemur ljóðrænn blær oftast i veg fýrir yfirþyrm- andi epik ættjarðarglýjunnar. Hann biöurokkur um aðgleyma um stund „sögustaðnum” Þing- völlum og skoða frekar mosa- vaxiö hraunið undir fótum okkar. Þetta er jaröbundið raunsæi, en ekki sveimhuga ætt jarðar mas. Þingvellir Kjarvals eru i andstöðu við Þingvelli Jónasar (og honum fannst Gullfoss ljótur). Að minu matier Kjarval álika rómantiskur og Þórbergur, sem komst i dýpsta snertingu við náttúruna, með þviað hægja sér i hana og loka þannig hringrás- inni. Expressjónisti er hann ekki nema i orðsins útþvældustu merkingu og þá eru allir málarar expressjónistar. Hér verður frekari útlistun á heimi Kjarvals að biða betri tima. Menn geta þó séð, að bók- in er hin athyglisverðasta og vekur upp margar spurningar um þennan ágæta Hstamann, sem sjálfur var þjóðsaga i' lif- anda lifi. Þvi vil ég óska höfundum til hamingju með pródúktið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.