Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 16
Föstudagur 26. febrúar 1982 Hannes Pétursson hcfur um langt árabil verið eitt af virtustu ljóðskáldum þjóðar- innar. Hann hefur komiö sér fyrir i ein- býlishúsi úti á Álftanesi, þar sem hann hef- ur gott útsýni yfir hafið og hagamýsnar f túnfætinum. Inni hjá honum er ýmisiegt, sem bendir til þess, aö hér sé á ferðinni náttúruunnandi, eins og litill krabbi, sem trónir i gluggakistu bókaherbergisins. Hannes var þvi fyrst spurður hvort um- hverfi hans á Alftanesinu hefði haft mikil áhrif á skáldskap hans. „Það hafði það sérstaklega i upphafi, á meðan ég var að kynnast þessu umhverfi. Ég fór ákaflega mikið um og geri það reyndar enn, en þó minna. Ég sprangaði hér um allar fjörur, tún og teiga fyrst eftir að viö fluttumst hingaö. Við komum hingað og settumst að i april 1975 og á næstu misserum var ég mikið úti við. Ég geng alltaf töluvert. Við erum tveir félagar hér á nesinu og göngubróðir minn heitir Óskar Einarsson. Við göngum ákaf- lega mikið upp um hálsa og heiöar og f jöll og suður með sjó. Við förum alltaf i snarpa göngutúra eftir hádegi á laugardögum, hvernig sem viðrar, og þess á millihér um nesið, þegar svo vill verkast. Þetta umhverfi hefur haft mikil áhrif á mig að þvi leyti, aö ég var hér algerlega ókunnugur, þegar ég kom. Það var rétt svo, að ég hafði drepið hér fæti. Fyrir mér var Alftanes aðeins staður i Islandssögunni, þó ■ .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.