Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.02.1982, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Qupperneq 26
Föstudagur 26. febrúar 1982 Biöraöirnar eru stundum ansi langar iMoskvu, eins og sjá má á þessari mynd frá Rauöa torginu. helgarpásturinru Rætt við Estrid Brekkan, starfsmann íslenska í Moskvu I Moskvu þurfa diplómatar ekki að ganga með poka „Mér likar mjög vei i Moskvu og hef ekki yfir neinu aö klaga. (Jtlendingar lifa vel hér og taki maður þessu þjóöfélagi eins og þaö er, þá sé ég ekki aö ástæöa sé tii aö kvarta og kveina,” segir Estrid Brekkan, ritari i isienska sendiráöinu i Moskvu. Hún kom þangað um mitt síöasta ár og ókunnugir sjá ekki betur en aö hún rati um borgina af miklu öryggi. Hún býr i rúmgóðri tveggja herbergja blokkaribúð þar sem nágrannarnir eru einkum útlendingar. Raunar er þaö svo, að ekki er ætiast til aö heimamenn séu á ferii um hverfi útlendinga. Veröir gæta þess að óboðnir gestir trufli ekki næöi fbúanna. Haft var orð á aö ekki væri vist aö blokkar- ibúar á íslandi væru ánægöir meö stiga- ganginn, sem ekki veitir af svo sem einni málningarumferö. Hvernig á annars að kynnast fólkinu? „Þessar ibúðir eru alls ekki slæmar,” segir Estrid. ,,Mér finnst maður ekki mega taka þann pól i hæðina aö þær séu slæmar, ef maður miðar við almennan standard hér. Hér er allt til alls. Vanti mann eitthvað sem ekki fæst i verslunum hér, þá geta allir útlendir starfsmenn i sendiráðum sent mánaðarlega eftir þvi sem vantar i verslunarhús i Helsinki. Við getum lika verslað i svokölluöum gjaldeyrisbúðum, sem Rússarnir kalla „Beriozka” (Litla björkin), og þar fást ýmsar vestrænar — og sovéskar — vörur, gegn greiðslu i erlendri mynt. Nei, ég skil ekki þessa vanþóknun, sem ýmsir útlendinganna hér hafa á öllum hlutum. Það er eins og þetta fólk geti aldrei séð neitt jákvætt við lifið hér og tilveruna! ” Estrid Brekkan óskaði sjálf eftir þvi i utanrikisþjónustunni að verða send til starfa i islenska sendiráðinu i Moskvu. Hún reiknar með að verða þar næstu 3-4 árin og er staðráðin i'að vera að þeim tima liðnum orðin altalandi á rússnesku. „Hvernig á maður annars að geta skilið þetta land og kynnst fólkinu hér?” Mest að heiman Islenska sendiráðið viö Khlebnyi Pereu- lok númer 28 er fjórða sendiráðið, sem Estrid starfar i erlendis. Hún var á fjórða ár hjá fastanefndinni i New York og siðan nokkra mánuði i Genf og Osló. Alls staðar hefur henni likað vel. „Það var eiginlega blaðamannaverkfall heima á fslandi, sem átti sinn þátt i þvi að ég fór að vinna i utan- rikisþjónustunni,” segir hún þar sem setið er á vistlegum túristabar i anddyri Hotel Intourist, steinsnar frá Rauða torginu. „Ég var ásamt foreldrum minum i boði þegar við heyrðum i útvarpinu auglýst eftir ritara i utanrikisþjónustuna. Þá hafði ég verið að leita mér að vinnu en litið gengið vegna þess að engin blöð komu út og þar af leið- andi litið um atvinnuauglýsingar. Og ég hlustaði mjög sjaldan á útvarp. En pabbi sagði viðmig aö þetta gæti verið alveg upp- lagt fyrir mig. Ég velti aðeins vöngum yfir þvi og sló svo til. Nokkrum mánuðum siðar varég komin tilNew York og hef ekki verið mikið heima. I vor verða átta ár siðan ég byrjaði.” j Raunar hefur Estrid verið miklu lengur að heiman en það. „Ég hef eiginlega ekki verið heima nema i um þrjú ár eftir að ég fullorðnaðist,” segirhún. „Ég var smábarn þegar foreldrar minir fluttust úr landi, þeg- ar pabbi fór i vinnu/framhaldsnám i læknisfræði i Sviþjóð og Noregi. Sú ferð stóð i hálfan annan áratug og var nokkuð sam- felld, þvi við bjuggum á nokkrum stöðum.” Ftótleysi er eðlilegt ástand Sú spurning vaknaði hvort ekki væri litið orðið eftir af íslendingnum Estrid. Hún þvertekur fyrirþað. „Égermikill Patriót,” segir hún og kreppir hnefann. „Ég segi út- lendingum frá Gullfossi og Geysi og Þing- völlum, ver það af lifi og sál að ekki fáist bjór á Islandi og finnst enginn staður betri en ísland. En ég kann ekki við mig þar sjálf nema i skamman tima i einu. Vegna þess- ara fjarvista minna að heiman, þvi ísland er jú alltaf „heima”, þá þekki ég ekki marga jafnaldra mina þar. Langdvalir er- lendis, þar sem aldrei er staldrað mjög lengi við, losa um ræturnar i manni.” — Rótleysi? Er það ekki óþægilegt? „Ekki i minu tilfelli. Rótleysi er eðlilegt ástand hjá mér! Ég get ekki hugsað mér að setjast að á einhverjum stað og vera þar til æviloka — að minnsta kosti ekki ennþá. Ég er ung og vil lifa lifinu — ferðast um heim- inn og skoða mig um.” Pokar og töskur Stundargesti i Moskvu gæti þótt stærð borgarinnar og bygginga hennar allt að þvi yfirþyrmandi. Sum „prospekt”, breið- strætin, eru fjórtán akreinar, umferð gang- andi fólks ótrúlega mikil og bilaumferð talsvert minni en i öðrum stórborgum ver- aldar. Fólk er hlýlega búið en brúnaþungt og býsna alvarlegt á svip. Þrátt fyrir alla mannmergðina á götunum sáustekki marg- ir hópar fólks sem spjöliuðu á götuhornum eða göntuðust á meöan beðið var eftir strætó eða lest. Eöa biðröð. Næstum allir ganga með litlar töskur eða poka. Þetta hafði lengi valdið heilabrotum um hvað væri i skjöttunum þegar Estrid túlkaði svarið: Það gæti fengist eitthvað einhvers- staðarog þá er betra að vera með poka und- ir það. Fólk hér hefur lært að gera ráð fyrir að sé einhversstaðar biöröð, sem er ekki beinlinis óalgengt eins og þú hefur séð, þá hljóti að vera þar eitthvaö á boðstólum sem sé þesS vert að hafa. Þannig stendur á pokunum og töskunum, þvi hér er ekki sjálfsagt mál að viðskiptavinir fái plast- eða bréfpoka undir það sem er keypt — jafnvel ekki kjöt. • NYET! „Það er atriði skylt þessu, sem ég hef átt erfitt með að læra almennilega á,” segir Estrid. „Það er afstaða fólks til þjónustu- starfa. Maðurgetur komið inn i verslun hér þar sem tvennt er við afgreiðslu en engir aðrir viðskiptavinir. Afgreiðslufólkið stendur og talar saman og sinnir manni í engu — það gæti meira að segja gerst að það fyrtist við ef maður truflaði samtalið. Þetta er mjög ólikt þvi sem maður hefurkynnstannars staðar, t.d. iNew York þar sem afgreiðslufólk hleypur i kringum mann.” Þetta sannreyndi gesturinn eftir skamma stund. Danskur fimm hundruð króna seðill var allt og sumt sem var í vasanum og hon- um þurfti að skipta. Þjónninn á barnum brosti afsakandi og sagði þvi miður, þú verður að fara til gjaldkerans i anddyrinu. En sá vildi vegabréf, sem lokað var inni i herbergi 518 á Hótel Moskvu þar ekki langt frá. Enn var einn möguleiki á staðnum. 1 beriozku, gjaldeyrisbúð, i stóru og fallegu anddyri Hotel Intourist, voru tvær af- greiðslustúlkur. Onnur var að raða ilm- vatnsglösum upp i hillu en hin stóð við pen- ingakassann og taldi smápeninga. Ég vék méraðþeirrivið kassann og sagði afsakið, fröken. Hún leit ekki upp, sagði bara „Nyet!” heldur hryssingslega. Ég skildi að hún var annað að gera. Hin stúlkan var þægilegri við að eiga og skipti peningunum með bros á vör. Sú fyrri hélt áfram að telja smápeningana. Höfðingjarnir þekkjast úr Skammt frá hótelinu stóð litli, rauði nýi Volvoinn, sem Estrid keypti i Sviþjóð og fékk fluttan til Moskvu. Vegfarendur gutu augunum að bilnum, sem stingur i stúf við Volgurnar og Moskvitsana. Þegar við ókum 1 af stað var farið aö skyggja og ekkert óeðli- i legt við aðekið væri um með parkljósin ein. : En seintað kveldi, i myrkri, er enn ekki ek- j iðmeð fullum ljósum — nema einstaka bíll. Þar fara höfðingjar flokks og borgar — I þannig þekkjast þeir auðveldlega frá ai- múganum á breiðstrætum Moskvu, sagði okkur heimamaður. — En skyidu diplómatar fá að ferðast um þetta mikla riki að eigin vild? „Við getum ferðast hvert sem er i 100 milna radíus frá Moskvu. Ef ég vil fara lengra þarf að sækja um leyfi. Þau eru allt- af veitt, athugasemdalaust að ég best veit.” Bjór og smáfiskar Hún segist hafa ferðast talsvert i næsta nágrenni Moskvu og gert sér far um að kynnast borgurunum ekki siður en borg- inni. „Ég tók eftir þvi að siðia dags söfnuð- ust karlarnir saman að litlum veitingakof- um við vegkantinn og drukku nokkra bjóra saman áður en þeir héldu heim frá vinnu. Ég leit þarna við stundum, fékk mér bjór með þeim og spjallaði við þá — eftir þvi sem hægt var! Þeir borðuðu smáfiska með bjórunum, ekki óáþekka sardinum. Heldur vondir smáfiskar, fannst mér. Fólkið var vingjarnlegt, eins og flestir hér, og eigin- lega tóku karlarnir mér eins og ég væri ein af þeim.” Þingvellir, Geysir, Jón og Vig- dis Diplómatar i Moskvu búa yfirleitt i sömu hverfum og sendiráðin eru flest á svipuðum slóðum. Hægt er að imynda sér að dipló- matarnir sækist eftir félagsskap hver ann- ars — sovéska þjóðfélagið er ekki galopið frekar en rússneska þjóðarsálin. Mönnum virðist bera saman um að i Sovét séu út- lendingar útiendingar. Estrid — og nýi sendiráðsritarinn i Moskvu, Benedikt Ás- geirsson (Bjarnasonar fyrrv. alþingis- manns) tekur undir það — að Islendingarn- ir i Moskvu taki ekki mikinn þátt i innbyrðis samkvæmislifi starfsmanna sendiráðanna. Viss samkvæmi væri sjálfsagt og nauðsyn- legt að sækja,enda væri mikilvægt að efla persónuleg sambönd við þá sem samskipti væru höfð við. Asamt HaraldiKröyer sendiherra mynda þau Estrid og Benedikt islensku sendi- nefndina i höfuðborg heimsveldisins. 1 sendiráðinu vinnur einnig rússneskur rit- ari, Bella (sem ljómar af ánægju og talar prýðilega ensku), bilstjóri og ræstingakona i hlutastarfi. t sendiráðinu eru islensk blöð á boðstólum, myndir frá Þingvöllum og Geysi á veggjum, gott ef ekki lika Jón for- seti og Vigdis forseti. Sendiherra með rúm á höfðinu „Þaö er m jög góð stemmning i utanrikis- þjónustunni, bæði heima og erlendis,” segir Estrid að lokum. „Ég vil ekki vera i ann- arri vinnu. Ég get nefnt þér dæmi um þessa góðu stemmningu. Þannig var að ég var að flytja einu sinni þegar ég var hjá fastnefnd Sþ i New York. Ég var að burðast ásamt vinkonu minni við aö bera stórt rúm niður marga stiga þegar sendiherrann bar þar að. Þetta var Tómas Á. Tómasson. Hann gerði sér litið fyrir, skellti rúminu á höfuðið og bar það þannig sjálfur. Þetta held ég að gæti ekki gerst i sendiráði neinnar annarr- ar þjóðar. Og hvað Moskvu varðar, þá er ég mjög ánægð með að vera hér. Og lika er gott að vita að þessi dvöl þarf ekki að endast alla ævina.” — ÓV. Viðtal og mynd: Ómar Valdimarsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.