Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 3
holrjFirpncrh irínn Fimmtudagur 8. april 1982
stjórnandinn, sem bendir manni
hvort á aö spila hátt eöa lágt,
svona eöa hinsegin. Þar fær
maöur engu aö ráöa sjálfur. Svo
er London mjög paranoid þessa
stundina, mikil spenna þar i
músikinni. Ég varöeinfaldlega aö
fara þaöan.
Þaö voru upphaflega þrír
dagar, sem réöu urslitum um þá
stefnu sem ég tdk. Mér fannst
sem veriö væri að takmarka ein-
staklingsfrelsi mitt, bæði i hljóð-
færaleik og tdnsmiöum, svo ég
ákvaöað snúa mér aö þvi hljtíö-
færi, sem ég réö minnst viö, eöa
hljómborð. Nú get ég spilaö á
pianó. Nú jæja, smám saman fór
ég aö spila meö ýmsum og á
endanum leiddi þaö til þess aö við
stofnuöum The Killing Joke.”
— Hefur þaö veriö gaman?
,,Já, mjög gaman. Ég hef
fengið tækifæri til að feröast um
hálfan hnöttinn, hitta mjög margt
fólk,semhefur hugsaö á svipaöan
hátt og ég. Margar dyr hafa
opnast. En The Killing Joke er
ekki bara músik, þaö er hugar
ástand.Þaö má gera eiginlega
hvaö sem er undir þessu heiti en
sjálf hugmyndin stendur. Þvi
gleymdu tveir af þeim sem voru i
KJ og þvi fór sem fór.”
Engin málamiðlun
— Setur það ekki strik i
reikninginn hjá þér, aö hér er
markaðurinn mjög litill — tílikur
þvi, sem þú átt að venjast?
„The Killing Joke hefur aldrei
verið fyrir fjöldann. Þaö eru ekki
mjög margir, sem skilja hvaö er
verið að fara. En maður getur vel
haft áhrif á svona smáum
markaöi — mestu skiptir, að hér
getég stjórnaö þvi umhverfi, sem
ég spila mina músik i. Þaö gátum
viö ekki lengur 1 London. Þar var
ekki sá sanni innblástur, sem ég
finn hér. Þar snýst allt um þæg-
indi, egóiö og allt þetta — á þessa
braut var ég kominn i Killing
Joke. Hér get ég gert sjálfur það
sem ég kæri mig um á meðan KJ
var á þvi stigi i London, aö við
höföum ekki Iengur stjórn á þvi
hvað við geröum. Aörir höföu tek-
ið af okkur stjórnina. Ég get
haldið áfram aö starfa hér, sent
frá mér plötur og svo framvegis.
Það verður bara engin málamiðl-
un lengur, no compromise. Ég er
raunar aö hugsa um aö láta
nýjustu plötuna heita þetta, No
compromise.”
— En ertu ekki með hingað-
komunni lentur i einsonar Catch-
22 stööu?
„Jú. And that is The Killing
Joke of it.”
Spilltasta rlki jarðar
— Þiö voruö aö tala áöan um
framkvæmdastjtíra Sinfóni'u-
hljómsveitarinnar. Hvað viltu
honum?
„Ég hef nýlega tekið aftur upp
þráöinn frá þvi ég var i klassik-
inni. Einn vinur minn hér fór meö
mig I flugferð yfir Þingvelli i
fyrrasumar. Þá ákvaö ég að
semja sinfóniu. NU er ég búinn aö
þvi og ætla að hitta framkvæmda-
stjórann i dag. Ég vil helst að þaö
veröi búiö aö flytja þetta fyrir,
Jónsmessu — og ef sinfónian hér
vill ekki verkið, þá fer ég eitthvað
annað. Þetta er 32 minútna langt
verk i fimm þáttum.”
Talið barst aö Englandi og
heimabyggö hans, Cheltenham.
Þaðan fara nú ungir menn með
konunglegri flotadeild til Falk-
landseyja. Þaö angrar Jaz Cole-
man greinilega. ,,Ég fyrirlit
hugsunarháttinn i Englandi og
landiö sjálft. Að minu álíti er þaö
spilltasta land i heimi, the most
wicked. Nasistarnir myrtu sex
milljón manns á nokkrum árum
— sjáöu hve Bretar hafa drepiö
marga á siöustu 400 árum. Nei,
heimsveldiö er aö snilast gegn
sjálfu sér. Blandan af fólkinu þar
virkarekki.Égsé fyrir mér, eftir
marga mánuöi, að hræöilegir
hlutir eigi eftir aö gerast i Bret-
landi. Kynþáttaspennan verður
ennþá meiri — lögreglan reiknar
meö auknum átökum kynþátt-
anna. Og eins og alltaf veröa
svertingjarnir notaöir sem blóra-
bögglar. Ég vil ekki vera hluti af
þessu lengur og geri þaö ekki. Ég
vil ekki bara halda áfram að vera
barna og veröa stööugt meira
niðurdreginn. Fólk á að ráða sér
sjálft — þaöhafa allir sinn mögu-
leika á að læra meira um sjálfan
sig. Maðurinn nýtir ekki einu
sinni tiunda hluta heilans. Til aö
geta lært aö nota heilann betur
þarf maöur aö læra aö þekkja
vitsmunaleg öfl náttúrunnar.”
Ábendingar i draumi
— Svo þú ert ekki á heimleið?
„Nei. Ég fer aldrei aftur til
Englands. Ef ég fer héöan fer ég
eitthvaö annaö en til Englands.”
— Hvað vissir þú mikiö um
landiö þegar þú komst i fyrsta
sinn?
„Eiginlega ekki neitt. Ég vissi
bara aö hér átti ég aö leita. Þaö
gerðist einn góöan veöurdag aö ég
fór á markað i Portabello Road,
skammt frá þar sem ég bjó. Þar
fann ég gamla bók, Islands Go-
ing. Nú, ég vissi fyrir, til dæmls I
gegnum drauma mina, að ég átti
eftir aö fara á eyju. Bókin fjallar
um mann,sem finnur eyju noröur
af Skotlandi og bjó þar einn i 4-5
ár. Ég varö mjög hrifinn af bók-
inni og náöi mér I Atlas til aö
skoöa. Ég sveiflaöi pendúl yfir
kortinu. Yfir Islandi fór pendúll-
inn á fleygiferð... ég fann til
undarlegrar tilfinningar — og
innan 24 tima var ég búinn aö
kaupa miöa til íslands. Mér likar
mjög vel viö þetta land. En það er
eitt, sem mér finnst slæmt hér.
Bad. Það er arkitektUrinn. Hann
er ljótur.”
Bandarísk músík
Jaz gerir ráð fyrir að hann
veröi farinn að spila með kombói
eftir 2-3 vikur. Byrjaö verður I
Félagsstofiiun, skal bandiö heita
Iceland og megináhersla verður
lögð á „barbariska músik”, eins
og Coleman orðaöi það.
Hann yppti öxlum þegar
minnst var á, að ekki væru allir
liðsmenn Þeys jafn hrifnir af
þessu fyrirhugaða samstarfi.
Einn félaginn segir að aðild Cole-
mans að „öllum þessum málum
varöandi hljómsveitina” geti
verið mjög tvieggjuö. Killing
Joke hafi veriö heldur illa þokk-
aðir f Englandi, enda ævinlega
hatursfullir og fjandsamlegir
blaöamönnum. Mátulegt á þá aö
binda þá og loka inn i lyftu, segir
hann eftir Jaz. (Ekki urðum viö
fyrir neinu aökasti frá mannin-
um, svo sagan er ekki seld dýrar
en hún var keypt.)
Hitti t»eysara fyrir til-
viijun
„Þaö eru Gulli og Tryggur Ur
Þey, sem ég hef áhuga á aö vinna
meö,” sagöi Jaz. „Ég vil ekkert
segja um hina hljóðfæraleikarana
þar. Þegar ég kom hingaö fyrst
lenti ég eiginlega fyrir tilviljun
meö Þey. Mér likaði strax vel
kraftur eins eða tveggja ein-
staklinga.
Annars er hér mikið af mjög
efnilegum 16 og 17 ára strákum.
Þeir eiga eftir að veröa mjög
góðir. Aöalvandamálið hér held
ég að sé tækjalegt — þar er lik-
lega ekki úr svo miklu að velja...
Ég hef séö krakkana hér á
laugardagskvöldi i miöbænum.
Þau fara þar um mörg hundruö —
sum full, sem er eölilegt. Þau eru
ergileg og spennt — það vantar
einhvern staö fyrir þau. Við vilj-
um gjarna opna svoleiöis stað...
Ég hef góöa trú á þessu... við
veröum viöa, bæöi i Reykjavik og
annars staðar og ég mun vekja
athygli á þessu erlendis. Ég vil
gjarna gefa islensku tónlistar-
lifi dálitið push. Það er timi kom-
inn til aðeitthvaö af þvi sem hér
er komist út á alþjóðamarkaö.
Viö byrjum sem sagt fljótlega og
komum fram tvisvar i mánuöi til
að byrja með.”
Hugleysingi sem gaf
mér Crowley
Hann er ekki sérlega svarta-
galdurslegur þótt hann sé talinn
lærisveinn Crowleys. Á stundum
er andlitiö barnalegt, þess á milli
hart. íslenskur poppfræöingur
sagði aö Killing Joke hafi veriö
„haturs-hljómsveit”. Þeir spúöu
hatri hvar sem þeir fóru, sagöi
hann. Og innanbUðarmaöurinn
fyrrnefndi sagöi Þey siöur en svo
hafa grætt mikiö á aö gorta af
vinskapnum við Killing Joke. Þaö
heföi komiö þeim mikiö á óvart.
„Jaz liturá sigsem drottins Ut-
valda son I Crowleyiskri
merkingu,” sagöi innanbúöar-
maður. „Báöir — hann og
Crowley — fylgjandi mystiskri
heimsmynd.En Jaz tekur sér aö-
eins hluta úr fræöunum og vill
túlka hann dálitiö persónulega.
Hann vill til dæmis flytja steina-
hringi hingað, eitthvaö svipaö og
Stonehenge, steina meö ákveönu
kvarzinnihaldi, og koma þeim
fyrir á tilteknum stöðum.”
Þaö kom okkur á óvart þegar
Jaz sagöist aldrei hafa lesiö
Crowley. Hann glotti og sagöist
heldur aldrei hafa komiö nálægt
dulspeki. Þegar viö gengum
á hann með hvort hann hefði
virkilega aldrei lesið bók eftir
Crowley sagði hann: „Ég hef
aldrei keypt Crowley bækur. Að-
eins einn maður hefur gefið mér
Crowley bækur.”
— Hver var þaö?
„Viö skulum bara segja aö
hann sé hugleysingi. Hugleysingi,
sem gaf mér Crowley-bækur.
Annars er þetta allt mikill mis-
skilningur — ég meina, grunnur
vestrænnar siðmenningar er
kristindómur og bjöguð mýtóló-
gia. Hvað mig varöar, þá trúi ég
ekki á trúna. Ég viðurkenni tkki
trúarbrögð. Ég viöurkenni vissu
og alheimssamvisku. Hugarfar á
Vesturlöndum er viðurstyggö,
disgusting. Ég vil ekki taka þátt i
þvi sem ég var í, ég vil skapa mér
og öörum nýja valkosti.”
Hann segir þá valkosti hafa
veriö til áður og fer svo aö tala
úm „þrihyrningafræðin”.
„Stonehenge i Englandi er hin
fullkomna list. Það var gert
meira en 5000 árum fyrir Krist.
Sagan mælir það ekki einu sinni.
Geómetrian á þeim stað og i 800 -
900 milna radius er stórkostleg.
Þetta er einfalt og fullkomið i
senn, lif og dauði allan hringinn.
Það þarf enginn að segja mér að
þetta fólk hafi verið barbarar.
Illa gefið fólk. Það eru aðeins
tveirstaðiri heiminum, sem jafn-
ast á við Stonehenge og það er
Naska sléttan i Perú og pýramid-
arnir i Egyptalandi.”
Taktu hvaðeina...
Hann spuröi hvernig viö teld-
um næstu fimm ár veröa.
Heldur niöur á viö, þótti okkur
liklegt. Ekki kjarnorkustyrjöld
innan fimm ára. NU spuröum við
hann: hvernig heldur þú aö næstu
fimm ár veröi?
„Hvernig heldur þú aö ég geri
þaö?” svaraði Jaz. „Ég er bara
tónlistarmaður — þaö er bráð-
drepandi brandari, a Killing
Joke. Ég er bara dálitið viö-
kvæmur, eins og mamma var
vön aö segja. And that’s the
Killing Joke of it all.” Eftir stutta
stundbættihann viö: „The purest
idea of the cosmopolitan idea is
the answer to evolution.”
Þegar viö kvöddumst spuröum
viö hvort hann vildi einhverju
bæta við. „Já,” sagði hann. „Það
er að koma frá okkur tveggja
laga plata. Hún heitir Take
What’s Mine. Eg vil bæta viö:
Taktu hvaðeina sem þú telur þitt
án sektar eöa ótta. Og taktu fyrir
alla muni gleði lifsins.”
f i t M S T H E !U ÍBOBP
PAT METHENY
PAT.METHENY
( ) BRIGHT SIZE LIFE
( ) WATERCOLOURS
( ) NEW CHAÚTÁUQUA
( ) AMERICAN GARAGE
ART ENSEIfBLE OF CHICAOO
ART ENSAMBLE
OF CHICAGO
( ) NICEGUYS
( ) FULLFORCE
U 151 TII .1 /V II II I! T T
I! V E S II F T II I! II 12 A 11 T
KEITH JARRETT
KEITH JARRETT
( ) FACINGYOU
( ) MYSONG
( ) SOLO
( ) EYES OF THE HEART
( ) HYMNS-SPERES
( ) INVOCATIONS
( ) INTHELIGHT
( ) THEKÖLN CONCERT
Pottþéttur
frá ECM
♦ CHICKCOREA
Return lo Forever
Piano Improvisions 1
Circle
My Spanish Heart
Chick Corea & Gary Burton:
Duet
Chick Corea & Gary Burton:
CrystalSiIence
♦ JOIIN ABERCROMBIE '
Gateway
♦dave HOLLAND QUARTET
Dave Holland Quartet
♦ eberhard weber
Yellow Fields
♦JAN GARBAREK & BOBO
STENSON QUARTET
Jan Garberek & Bobo
Stenson Quartet
♦ GARY PEACOCK
TalesOf Another
RALPIl TOWNER
Batik .
♦ SART
Sart
v
OG MARGAR MARGAR FLEIRI.
JAZZ
♦ OM
Cer Berns
♦ FIRST AVENUE
First Avenue
♦ DOLMAN MUSIC
Dolman Music
♦ CODANZAZ
Codanza Z
♦ MIROSLAV VITOUS
Miroslav Vitous
♦CAKLABLEY
Social Studies
♦ EGBEKTO GISMONTY
EgbertoGismonty
♦ double image
Dawn
♦dollar brand
African Piano
Ancient Africa
♦ELTON DEANQUARTET
Boundaries
♦STEVE REICH
Octet x
JACK DE J0HNETTE
JACK DE JOHNETTE
( ) SPECIAL
( ) NEW DIRECTIONS
IN EUROPE
( ) PERCUSSION
PICTURES
( ) PICTURES
( ) NEW DIRECTIONS
( ) THEKÖLN CONCERT
FALKIN N
Laugavegi 24, sími 1 86 70/
Suðurlandsbraut 8/ sími 8 46 70/
Austurveri. sími 3 33 60.
Heildsöludreifing:
Suðurlandsbraut 8. Sími 8 46 70
mynd: Jim Smart