Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 4
4 Fimmtudagur 8. apríl 1982 hpilr]r=irpn<^tnrinn heyrt um Hafnfirðingabrandarana? Magnús velur þrjá bestu ÞHr bestu Hafnfiröingabrandararnir voru. skv. tilnefningu Magnúsar. þessir: Lögreglumaður í Hafnarfiröi stöövaöi Reykviking, sem keyröi um Fjöröinn, og sagöi aö stefnuljösin á bflnum væru biluö. „Hvernig á ég að sjá þaö”, sagði Reyk- vikingurinn, ,,ég sé ekki aftur fyrir bfl- inn”.Lögregluþjdnninn hugsar sig um, og segir síðan: ,,Ég skai fara aftur fyrir bfl- inn og fylgjast meö, og þú skalt setja stefnuljOsin á.” Reykvikingurinn féllst á þetta, ogsetur Ijösiná. Hann heyrir síðan lögregluþjöninn hrópa: ,,t lagi... ekki i lagi... i lagi... ekki i lagi...” Og svo er það spurningin um þaö, af hverju Hafnfiröingar fara alltaf oni fjöru um jólin ? bað er af þvi þeir eru aö biöa eftir jólabókaflóðinu! Og aö lokum er þaö skýringin á þvi, af hverju Sædýrasafnið lokaöi. baö var vegna þess, að þaö komu svo fáir. Menn sáu nefnilega, aö þaö var miklu skemmti- legra aö keyra um i' Firöinum, og svo þurfti ekki aö borga sig inn., (Og þessi er langbestur, sagöi Magniis). Hafiði heyrt um Hafnfiröinginn....? Af hverju fara Hafnfirðingar.....? Hvernig gera Hafnfirðingar....? Hvernig urðu Hafnfirðingabrandararnir til? Hvernig stendur á þvi að ibúar eins bæjarfélags verða fyrir slikum ofsóknum, sem Hafnfiröingabrandararnir eru? Er þaö kannski vegna þess, að Hafnfirðingar eiga það skiliö? I upphafi voru tveir menn ábyrgir fyrir Hafnfirðingabrandara byrjuninni. beir eru Óli Tynes og Magnús Ólafsson. Óli var þá blaðamaður á Visi, og Magnús útlitsteikn- ari á sama blaði. Reyndar má nefna einn mann i viðbót til óbeinnar ábyrgðar á far- aldrinum. Hann er borsteinn Pálsson, þá ritstjóri Visis, en nú framkvæmdastjóri VSÍ. Að visu vitum viðekki til þess, að hann hafi samið eða sagt Hafnfirðingabrandara, en hann gæti þó talist ábyrgur, þvi menn verða að vera ábyrgir gerða sinna, og fyrir afleiðingum gerða sinna einnig. Hvernig byrjaði þetta? Óla Tynes segist svo frá: „betta byrjaði þannig, að Þorsteinn Pálsson ritstjóri vildi fá dálk i léttum dúr i blaðið. Þannig varð Sandkorn til.” Og i upphafi varSandkorn, og i Sandkorni voru Hafnfirðingabrandarar, og (i augum sumra) voru Hafnfirðingabrandararnir Sandkorn. En hversvegna fuku sandkornin i lifs- vaselin Hafnfirðinga? Af hverju voru ekki sagðir brandarar um Tálknfirðinga, Grimseyinga, Djúpvikinga eða Grindvik- inga? Þetta er góð spurning. Og enn betri spurning væri kannski, af hverju eru sagðir brandarar um ibúa ákveðinna sveitar- félaga,landshluta, eöa jafnvel um ákveönar þjóöir. Viö tökum vettlingatökum á þeirri spurningu annarsstaðar á siðunni. Svarið viðfyrstu spurningunni gefur hinsvegar Óli Tynes: „Ég fann brandara, útlendan,sem mér fannst fjandi góður, svo ég snaraði honum á islensku og sneri honum upp á Akureyringa. Hann birtist siðan i Sand- korni, og ég hélt þessu áfram og bað Akur- eyringa jafnframt um svör. Mér bárust nokkur svör, en ekki mörg, og svo fór það að fréttast, að þetta félli ekki i góðan jarö- veg á Akureyri. Það hefur eflaust ekki verið stór hópur, en ég ákvað að gefa Akur- eyringum fri.” Ogaf þessu má sjá,að Hafnfirðingar eiga hörundsárum Akureyringum ýmislegt að þakka. Óli Tynes skýrir hvernig Hafnfirðingar urðu fyrir valinu. „Með mér vann Magnús Ólafsson, vinur minn, góður húmoristi og Hafnfirðingur. Við sömdum um það, að ég segði brandara um Hafnfirðinga, en hann héldi uppi fyrir þá vörnum, væri þeirra sómi, sverð og skjöldur. Ég birti mynd af honum, og benti Hafnfirðingum sem vildu svara fyrir sig á, að hafa samband við hann.” Og þar kemur Magnús til sögunnar: „Óli gerði mér grikk. Hann birti mynd að mér og gerði mig að talsmanni Hafnfirðinga í þessu. Ég átti að birta svör Hafnfirð- inganna, en það varðfátt um svör, það voru kannski 2 eða 3 sem hringdu, svo Hafnfirð- ingarnir voru alveg kaffærðir. Siðan fékk ég skömm i hattinn.” Tilgangurinn i öllu þessu var i upphafi að fá fram góðlátlegan bæjarrig, segja þeir félagarnir. Og vissulega var það ætlunin i upphafi. En svo fór sem fór, og hvernig tóku menn þvi? „Ég fékk stundum að heyra þaö,” segir Magnús. „bað voru helst eldri borgararnir sem tóku þessu illa. Og konan min, sem er innfæddur Hafnfirðingur, skildi ekkert i mér að taka þátt i þessu, þvi ég er aðfluttur i Firðinum. En yfirleitt tóku menn þessu ágætlega, og það var oft sem mér ókunnir menn stoppuðu mig á götu til að skjóta að mér einum nýjum.” „Ég fæ stundum samviskubit”, segir óli Tynes. ,,En Hafnfirðingarnir hafa tekið þessu vel. Ég hafði aldrei ónæði af reiðum Hafnfiröingum, þó ég hafi frétt einusinni eða tvisvar af slagsmálum á öldurhúsum vegna þessa. Hitt var oftar, að Hafnfirð- ingar sögðu mér nýja brandara sjálfir. Þeir brandarar, sem ég bar ábyrgð á sjálfur, voru ýmist frumsamdir, stældir eða stolnir.” Nú birtast Hafnfirðingabrandararnir ekki eingöngu i Sandkorni, þó sá dálkur hafi lifað af sameininguna og dafni enn. Á leið- inni frá Ólympsfjalli til mótstaðar bera margir Ólympiueldinn, og nú hefur hafn- firski kyndillinn færst á annarra hendur en Sandkornshöfunda. Óli Tynes skrifar enda Sandkorn ekki meir, og hafi Magnús reynst litið skjól Hafnfirðingum, var það vegna þess að þeir vildu ekki verja sig. En þó fjölgar sögunum af ibúum „hýra Hafnar- fjarðar” stöðugt. Og hvað finnst upphafs- mönnunum nú um bylgjuna sem þeir komu af stað? „Þeir hafa breiðst gifurlega út,” segir Óli Tynes. „Nú eru öll blöð með svona sögur,1 og jafnvel útvarpið lika. En mér finnst þeir oft ganga of langtnú. Þegar ég var með þá í Sandkorni, voru þeir aldrei sóðalegir. En nú heyrir maður skemmtikrafta segja subbulegar sögur, sem við hefðum aldrei birt.” Og Magnús er sammáia: „Mér finnst sumir brandararnir orðnir óþarflega ill- kvittnislegirjþaö var aldrei meiningin.” eftir Ólaf Bjarna Guðnason

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.