Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 6

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 6
6 Fimmtudagur 8. apríl 1982 h/plrjFirpn^tl irinn Menningin handan Ölfusár Ásgrímur og þingmennimir hans Dóry Það er alveg hægt að imynda sér ao maður sé kominn til útlanda þegar ekið er austur Suðurlandsveginn, sem liggur lang- leiðina uppi Bláfjöll, lramhjá skiðaskálan- um i Hveradölum og austur i Hveragerði. Hafi menn hugmyndaflugiö i lagi er að minnstakosti vel hægt að imynda sér, að þessi beini og breiöi vegur sé til að mynda hraðbraut suður i Þýskalandi. £g tala ekki um, þegar veðrið er svona gott eins og það var einn daginn rétt fyrir páska. Enda hefur skiðamennska i Bláfjöll- um, Hveradölum og viðar i grennd við Suðurlandsveginn blómstrað eftir að þessi vegur kom til sögunnar, og gróðrarstöðin Eden i Hverageröi er oröin ein allsherjar paradis borgarbúa sem hafa gaman af að skreppa austur yfir fjall til aö fá sér kaffi- sopa, gefa börnunum is og kaupa blóm eða kaktusa og keyra siðan i bæinn með kvöld- sólina i andlitið. Fæstir stoppa lengi En margir halda lika áfram eftir þessum ágæta vegi, og næsti áfangastaður blasir fljótlega við. En fyrst er komiö að slátur- húsi alls Suðurlands á hægri hönd, bensin- stöð og sjoppu á vinstri hönd. Þá er ölfus- árbrú beint framundan, en ekki þó sú sama sem Tryggvi Gunnarsson lét reisa fyrir rélt- um hundrað árum, Kristján konungur ti- undi og Hannes Hafstein riðu yfir 1906 og hrundi undan mjólkurbil einhverntimann á fjórða áratugnum. Heldur ný brú þar sem Selíoss stendur eftir sem áður á austurbakkanum, nýlega orðinn kaupstaður með um 3500 ibúa. En þar sem þessi höfuðstaður Suður- lands er ekki orðið nema svona þriggja st.undarfjórðunga akstur frá Reykjavik.sjá ekki margir ástæðu til að staldra þar lengi við. Þeir sjá þvi varla mikið meira en aðal- götuna með Selfossbiói, Tryggvaskála, sjoppu og bensínstöð, Landsbankanum sem er næstum eins og Landsbankinn i Reykja- vik, Mjólkurbú Flóamanna, kaupfélag og fleiri sjoppur og bensinstöðvar. Flestir aka semsé áfram,eftir stuttan stans á einhverjum af þessum stöðum,sem leið liggur austur að Hellu og Hvolsvelli þar sem hraðbrautin endar og gamla góða möl- in tekur við (ég man aldrei á hvorum staðn- um mölin byrjar), til einhverra fjarlægari ákvörðunarstaða. Til hægri við Búnaðarbankann En þennan góðviðrisdag rétt fyrir páska beygðum við til hægri út af aðalgötunni, við Búnaðarbankanum. Ókum framhjá barna- skólanum og stoppuðum við tvö hús með hallandi þökum, sem standa vinstramegin viðgötuna og snúa hvort á móti öðru. Þótt þau láti ekki mikið yfir sér hýsa þau þó stóran hluta af menningarstarfsemi þeirra Selfyssinga. Og hún er ekki svo litil, þótt sumir haldi að menningunni ljúki við Elliðaár (menn getur svosem greint á um það hvoru megin við Elliðaar henni lýkur). I þesum húsum er listasafn, dýrasafn, byggðasafn, listsýningasalur og bókasafn. Og húsunum ræður Pétur Sigurðsson bóka- vörður — safnvörður kannski frekar, þvi allt er þetta undir hansstjórn, þótt hann láti litið yfir þvi. — Það er rétt, að ég fæ greitt fyrir að vera bókavörður. Um hitt vil ég nú sem minnst segja, ég má taka laun fyrir það eftir þvi sem peningar eru til. En ég vil nú reyna að kaupa sem mest inn fyrir þá, þannig að þetta er nú mest sjálfboðastarf, segir Pétur og ber okkur kaffi i kóntórnum innaf bókasafninu. Aðsönnu er ekki reiknað með þvi að söfn- in, að bókasafninu undanteknu, séu opin nema milli tvö og íjögur virka daga og tvö og sex um helgar. — Enmaðurreynirnúaðopna þegar fólk langar að sjá þetta, hvort sem það eru hópar af skólafólki eða aðrir. Ég opna þó ekki seint á kvöldin,þvi nenni ég ekki, bætir hann við ákveðinn. — Sækja Sunnlendingar þessa menningarmiðstöð sina vel? — Það er varla hægt að segja annað, seg- ir Pétur og dregur upp ársskýrsluna fyrir siðasta ár, sem hann hefur nýlega lokið við að taka saman. — Á siðasta ári voru skráðir gestir 3835. Þar af voru 1235 innanhéraðsmenn, 1815 aðkomumenn og 785 útlendingar. En þess ber að gæta að þetta eru aðeins þeir sem skráðu nöfn sin igestabókina. Fyrir utan þá hafa komið þúsundir, bæði fólk sem kemur á myndlistarsýningar, en getur um leið farið inn á hin söfnin, og eins fólk sem kem- ur i stórum hópum. — Þá getur verið erfitt að sjá til þess að allir skrifi i gestabókina, segir Pétur. 31 listamaður Og einmitt um þessar mundir stendur yfir myndlistarsýning á neðri hæð lista- safnsins, en það hús var vigt þjóðhátiðarár- ið 1974. Þessi sýning er enn einn votturinn um gróandimenningarlif þeirra Arnesinga. Þarna hanga nefnilega 60 myndir eftir 31 félaga úr Myndlistarfélagi Arnessýslu, sem var stofnað i fyrra. Þeir voru ekki að tvi- nóna neitt i listinni, Arnesingarnir, og héldu sina fyrstu sýningu strax um páskana i fyrra. Bara þetta sýnir, að myndlistaráhugi er mikill meðal Árnesinga, og má mikið vera ef listsköpun er öllu meiri annarsstaðar á

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.