Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 9

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Síða 9
9 ha/rj^rpn^tl irinn Fimmtudagur 8. apríl 1982 ÚR HEUVU VÍSINDANNA Háskólinn: Umsjón: Þór Jakobsson Kosningar og fræðistörf Eins oe flestum er kunnuet fór nýlega fram rektorskjör viö Háskóla Islands og ekki alls fyrir löngu voru kosningar til stúdenta- ráðs með viðeigandi blaðaskrifum og áberanleg- heitum. Já, kosningaleikirnir svikja engan. Það er ekki að sökum að spyrja: ef kosningar eru í vændum, verður uppi fótur og fit. Spennan eykst þegar á liður kosningabaráttuna. Skyldan kallar á vökula blaðamenn og leggur þeim á herðar að fylgjast með hverri hreyfingu. Það kemur að kosningunum og allt dettur i dúnalogn. Úrslit hafa ráðist. En von bráða liður að þvi, að fólk fær um annað að hugsa og snýr sér að næstu fréttum um kosningar. — Lýðræðið er timafrekt — og spennandi, guði sé lof. Vafalaust hefur allmikill fróðleikur um háskólann slæðst út fyrir háskólatúnið i fyrrnefndum kosningum. Engu að siður skyldu menn hafa hugfast, að margt nýtilegra en kosningar er haft fyrir stafni i háskólanum — margt nýtilegt sem þykir þó ekki fréttnæmt. Kannski er það ekki nógu spennandi. Hér á ég einfaldlega við ástund- un fræðanna, grúsk og visindi — hugvisindi og raunvisindi. Þarer um auðugri garð að gresja en margur hyggur. t háskólanum leynast snjallir menn sem enginn þekkir — nema makinn, af- kvæmin hans og jafnokar heima og erlendis. Þeir eiga ekkert erindi út á vettvang dagblaða og vikurita. Þeir spara sér dægurþrasið, Iesa varla Moggann, vita ekki um Helgarpóstinn. Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa.ekkert kemst að nema áhugamálið eina: tiltekið, þröngt sérverkefni innan tiltekinnar sérgreinar. Þeir vinna sin verk án þess að þeim sé hampað. Jafnvel kosningar láta þeir sér i léttu rúmi liggja. Sumir eru að visu ekki einóðir við visindi sin. Það kemur fyrir, að þeir lesi dagblað og jafnvel Helgarpóstinn: Þeir veita sér ýmsan munað, slóra —og starfa á ýmsa lund að fjölbreytilegri, fræðilegum verkefnum. Þannig geta vinnubrögð manna verið ólik við rannsóknir, afköst misjöfn — en allt saman veröur betta mörg dagsverk og mikið að vöxtum i heildaruppgjörinu. Það yrði mikill bálkur, ef telja ætti upp visindalegan árangur eins árs við stofnun á borð við Háskóla tslands. Ærið margt má visast finna að skipulagi og öðru, en samt er aflinn meiri og fjölþættari en hægt er að lýsa i blaðagreinum. Hér er um flókin efni að ræða — og raunar ekki jafn spennandi og kosningar. Að kenna er að læra — og að læra kenna Kennslan er timafrek og marg- ir kennarar kvarta undan tima- skorti við fræðistörf. Viða erlendis er þó slikt nöldur að hverfa. Visindamenn sjá kosti viö að kenna — i hófi — og kennarar sjá kosti við að stunda fræðistörf — i hófi. Skilin milli þess að læra og kenna eru ekki jafn skörp og menn vildu vera láta áður fyrr. Geysilegt starf er unnið af nemendum i þágu kennara við háskólana — einkum þegar á liður námið og nemendur hefja sjálfstæðar rannsóknir i samvinnu við háskólakennarana. Þannig vikur veldi básanna fyrir samvinnunni i þessu efni og má raunar segja sömu sögu um skilin milli hefðbundinna fræði- greina. Þau eru mjög að riðlast og margt er að tengjast sem áður var taíið fjarskyit. Það er þvi bæði starfið sjálft og fræðigreinarnar sem eru i deiglunni hér og annars staðar. Fyrir nokkrum vikum var haldin ráðstefna um rannsóknir við Háskóla tslands og stöðu þeirra með tilliti til annarra stofnana og þjóðfélgsins i heild. Slik þing eru sjálfsagt þörf, en mest er um vert, að forvitnir visindamenn fara sinu fram hvað sem skipu- laginu liður. t Helgarpóstsþáttum á næstunni verður sagt litils háttar frá visindalegum ráðstefn- um og málstofum, sem stofnað hefur verið til i háskólanum að undanförnu. Valið verður af handahófi, en væntan- lega nóg til að gefa til kynna fjöl- breytni athafna og heilabrota i ,,háborg menningarinnar”. Krossgátubotnar og vísnavinir Um vísurnar er ekki mikið að segja. Þær mætti kalla „ Ferðavísur" og þær eru ekki alveg nýjar. Ég ætla að nota tækifærið, og þakka ykkur kærlega allar lausnirnar, sem bárust við jólakrossgátunni. Svo óska ég ykkur gleðilegra páska. Kveðjur, Ranki. t verðlaunakrossgátunni um jólin siðustu var visuhelmingur, sem viö báöum fólk um aö botna. Mjög margir, sem sendu lausn, sendu okkur botn, og sumir marga. Þaöhefur dregist aö birta bestu botnana, en nú veröur gerö bragabót, og við ætlum aö reyna aö velja nokkra botna. Eins og viö var búist, eru botnarnir af öllum geröum, og hérna eru nokkrir „pólitiskir”. Fyrri parturinn var svona: Þetta mikia merkis ár, markar spor i sinni. Asgeir Valdimarsson, Hvassa- leiti 26, R. Viö skulum ekki draga dár, aö djöfuls óstjórninni. Hafsteinn Pálsson, Miðkoti, Dalvlk. Hægt mjög greru Gunnars sár, og Geirs, úr fortlöinni. Björn Eysteinsson, Hjallabr. 25, Hafnarf. Stjórnin rlki sterk og klár, stýri I framtíðinni. Hallgrimur Gunnarsson, Reynimel 59, R. Gunnari leikur nú gleði um brár, með geirfugl aö fótaskinni. Ölafur Guðbrandsson, Goöatúni 21, Garðab. Gunnar Thor er garpur klár, Geir er heldur minni. Og svo eru það heimsmálin. M. Björnsson, Birkimel 6, R. Veöur ennþá illska og fár, upp i veröldinni. Ingibjörg Jónsdóttir frá Kjós. Þerri Drottinn þrauta tár, I þjáðri veröldinni. Guðrún Jónsdóttir, Hofteigi 4, R. Eftir skildi auön og sár, I alheims vitundinni. Sveinbjörn Olafsson, Alfaskeiði 30, Hafnarf. Bestu vonir, bjartar þrár, berist veröldinni. Anna Þórarinsdóttir, Hófgerði 19, Kóp. Vopnagnýr og veörafár, veröa lengi I minni. Fjóla Guðmundsdóttir, Hamra- borg 22, Kóp. Þó aö herji heimsins fár, haltu vöku þinni. Og um Pólland. Magnús Björgvinsson, Njörva- sundi 7, R. Pólska þjóöin þerrar tár, og þraukar I ánauöinni. Verðbólgan er hérna líka. Ingimar Friðriksson, Stapasiðu 9, Akureyri. Veröbólgunnar feikna fár, flestir spá aö linni. Vilbergur S. Jónsson, Kross- eyrarv. 8, Hafnarf. Kcikningurinn reyndist hár, er rúinn inn aö skinni. Og áfram er botnað. Sólveig Margrét Magnúsdóttir, ölduslóð 15, Hafnarf. Skyldi eftir sælu og sár, I sálarkyrnu minni. Signý Ingadóttir, Hraunbæ 70, R. Gróin eru gömul sár, og gleði rlk I minni. Jónas Eysteinsson, Álfheimum 72, R. Viö skulum því taka tár, og treysta forsjóninni. Sigurgeir Þorvaldsson, Máva- braut 8c, Keflav. Oft þó féllu öfgatár, innst I sálu minni. G.S.G., Reykjavik. „Gæskuhendi græddi sár, en greiddi ný meö hinni.” Guðrún Oskarsdóttir, Lang- holtsv. 49, R. Myntbreytingar fjárans fár, fyrnist seint I minni. Valgerður Þórðardóttir, Dælengi 2, Selfossi. Gleöistund og sorgin sár, sest I flestra minni. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Hjallabr. 2, Hafnarf. Sorgin fyrnist, sáriö grær, en sælan geymd i minni. S.S.K., austan af landi. Vænst er þess, aö Herrann hár, huggi, og þrautum linni. Og enn er botnað. Þessi botn var ómerktur. Ef ég væri kaldur klár, ég kvæntist „Rauöku” minni. Ingi V. Arnason, Hraunb. 70, R. Litilmagnans tregi og tár, tltt sé oss I minni. Indriði H. Indriðason, Nokkva- vogi 60, R. Þaö hefur gæfu og gleðitár, gefiö ævi minni. Og þá er komið að siðustu botnunum, sem mér þykja bestir. Jóhannes Sigmundsson, Syöra- Langholti, Arn. Þetta mikla merkis ár, markar spor I sinni, hverfur loks sem tregatár, týnt I eillföinni. Kjartan Hjálmarsson, Ey- vindarstöðum, Alftanesi. Þetta mikla merkis ár, markar spor I sinni. Eins og hrakinn húðarklár, held ég stefnu minni. Svo þakka ég öllum þeim, sem sendu okkur botn, og bið þá að fyrirgefa, sem ekki sjá sinn botn hérna. Við þurftum að sleppa mörgum ágætum botnum rúmsins vegna. Kveðjur, Ranki.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.