Helgarpósturinn - 08.04.1982, Page 13
helgarpn*ztl irinn Fimmtudagur 8. apríl 1982
— Stefán Jónsson, þingmaöur, frétta-
maöur, rithöfundur, veiöimaöur og hag-
yrðingur. Hvaö af þessu er best aö vera?
„Ég á ekki skiliö hagyröingsnafnbótina.
Þeir sem læra vísurnar minar gera þaö af
meinfýsi — af þvi aö þaö eru I þeim brodd-
ar, eöa eitthvaö þaöan af verra. Þannig
yrkja ekki góöir hagyröingar. En ég stæri
mig af þvi aö vera góöur veiöimaöur.
Veiömaöurinn á I mér djúpar rætur. Ég
ætlaöi aö veröa sjómaöur og var þaö
reyndar um tima. Ég er veiöimaður aö
karakter, ef eitthvað er. Mér finnst þaö
mjög sennilegt aö Abel hafi átt afkom-
endur. Drottinn leit brennifórn Abels meö
velþóknun, en jaröyrkjumaöurinn Kain
öfundaði hann og drap hann fyrir.
Maöurinn var safnari og veiöimaöur
löngu áöur en hann sáöi fyrsta frækorninu i
jöröu. Veiðimennskan er okkur ásköpuö
löngun, og hefur alltaf veriö þaö. Mér finnst
veiöimennskan eölileg og manninum holl.
Annars vék sér aö mér kona einusinni, í
sportvöruverslun hér i bænum, þar sem ég
var aö kaupa högl fyrir gæsaveiöitúr. Hún
var þar að kaupa skiöabúnaö á dóttur sina.
Konan sagði viö mig, að hún skildi ekki i
mér sósialistanum, aö vera að drepa þessa
saklausu fugla, algerlega aö þarflausu, þvi
það væri hægt að fá nóg af þeim hjá Tóm-
asi.
t hópi veiðimanna hef ég kynnst mörgum
ágætum mönnum og þeir eru ef til vill einu
náttúruvinirnir á þessu landi.”
annan hátt. Ég get nefnt þér dæmi um það.
Vinur minn Jónas Arnason annaöist á
árunum 1947—8 þátt sem hann kallaöi
Heyrt og séð. t einum þeirra sagöi hann frá
heimsókn á Keflavikurflugvöll. Þar sagöi
hann m.a. frá þvi aö á vegi hans varö
islenskur hundur með hringaö skott, sem
hermennirnir áttu. Hundinn kölluöu þeir
Sloppy Joe, og Jónas sagöi frá þvi. Jónasi
var vikiö frá, vegna þess aö nafniö á hund-
inum rimaöi viö Stebbi Jóh. en hann var þá
forsætisráðherra.
Þannig var þaö allan timann hjá út-
varpinu, aö allt sem vék aö setuliöinu, þar
sem ekki var gætt allra undirdánugustu
viröingar, var taliö kommúnistaáróöur.”
— A þessum timum voru auövitaö haröar
deilur um utanrikismál.
„Þaö veröur aö hafa I huga, hvenær þetta
gerist. Þetta gerist skömmu eftir stofnun
lýðveldisins. Þá er Keflavíkursamning-
urinn geröur, auövitaö meö svardögum um
að ekki ætti aö afhenda Bandarikja-
mönnum herstöö. Siöan var þaö aöildin aö
Atlantshafsbandalaginu, meö sömu svar-
dögum. Hér yröi aldrei herliö á friöar-
timum.
Ég var þá i miðstjórn Framsóknarflokks-
ins. Ég haföi sérstaka ástæöu til þess aö
kviöa fyrirætlunum Bandarikjanna
varöandi tsland.
Þegar ég hætti á sjónum, fór ég ekki I
Bóhin sem alórei var shriluö
— Nú varst þú nokkuð afkastamikill rit-
höfundur á þeim tima, sem þú vannst hjá
útvarpinu, skrifaðir t.d. viðtalsbókina við
Steinþór á Hala.
„Já, ég hef skrifað tiu bækur, sem allar
hafa selst nokkuð vel. Meðan ég var hjá út-
varpinu haföi ég allt að helminginn af
minum tekjum af skriftum.
En bókin um Steinþór á Hala var aldrei
skrifuð. Hún varð þannig til, aö ég tók upp
viðtalsþætti við hann fyrir útvarpið. Ég tók
upp á band 36 tima, sem ég siðan klippti
niður i 25 þætti, 30 minútur hvern.
Svo datt einhverjum i hug aö gefa út bók,
unna úr þessum viðtölum. Mér leist ekkert
á þaö, taldi þetta ekki bókarefni, en datt svo
i hug aö gefa þættina út eins og þeir voru
klipptir fyrir útvarp. Steinþór átti það til,
þegar hann var að segja frá, að stansa,
segja „nú nú”, og halda siðan áfram frá-
sögninni. Þannig varð titillinn til, „Nú nú:
Bókin sem aldrei var skrifuö”.
Ég réttlætti þaö aö gefa bókina út svona,
meö þvi, aö þarna væri efni fyrir Háskóla-
menn að skoöa, ef þeir einhverntimann
snúa sér að þvi aö rannsaka Islenska hljóö-
fræöi. Þvi böndin eru öll til.”
— Ert þú mikill islenskumaöur?
„Sá veröur aö hugsa mikið um máliö,
sem hefur framfæri sitt af þvi aö tala það.
Mest lærði ég Islensku af þvi að klippa til
viðtöl við fólk, og reyndar hafði ég mest
gaman af þvi aö klippa böndin og vinna
þætti. En þaö var óhemju mikil vinna. Ég
geri ráð fyrir aö i hvert viötal hafi fariö 20
til 30 tima vinna.”
ísiensk Dreylusarmál
— Ég las þaö haft eftir útlendingi aö
islensk pressa væri eins og hún ætti I eilifu
Dreyfusarmáli. Nú varst þú lengi vel
fréttamaöur. Finnst þér þetta sanngjörn
athugasemd?
„Ég geri ráö fyrir aö þetta sé rétt. Islensk
pressa hefur meir og minna átt i
Dreyfusarmálum frá aldamótum. Þetta
hefur þó breyst siðustu ár. Persónulegt niö
hefur dvinað og menn halda af meiri varúð
á hinum breiöu spjótunum nú. Það er gott.
Þetta átti auövitaö ekki á sama hátt viö
um Rikisútvarpið. En þaö var viökvæmt á
skóla, lauk reyndar aldrei barnaskóla, en
ég las þá mikið, og var vel fær i Noröur-
landamálunum og ensku. Þá var ég ráðinn
hjá gagnnjósnadeild ameriska flotans,
Naval Censorship. Þá átti baráttan gegn
fasistunum hug manns allan og mér þótti
þetta sjálfsagt. En þar vann ég i þrjú ár, og
þar kynntist ég fyrirætlunum Bandarikj-
anna um tsland. Eftir striö var ég svo
ráðinn á fréttastofu útvarpsins, menn hafa
vist talið það óhætt, talið mig vera Banda-
rikjasinna.
Svo kom herinn aftur þrátt fyrir svar-
dagana. Auðvitað fór þaö svo, og á næsta
flokksþingi Framsóknarflokksins, 1953,
urðu harðar deilur, sem enduöu með slikum
kveðjum að þaö var ljóst aö ég gat ekki
stutt þann flokk meir.
— En lentirðu þá i erfiðleikum i starfi,
vegna þess aö þú varst herstöðvaand-
stæöingur?
v Nei. Ég dró aldrei fjööur yfir þaö, en
ég tók starf mitt viö útvarpið alvarlega og
sinnti þvi vel. Þaö rakst aldrei á. Við
ástunduðum hlutlægni á fréttastofunni.
Hlulleysi/hluilæyni
Stjórnmálamenn eiga oft erfitt meö að
skilja merkingarmuninn á oröunum hlut-
leysi og hlutlægni. Útvarp á aö vera hlut-
lægt, en ekki hlutlaust. Þaö á að sjá til þess
að öll sjónarmiö komi þar fram.
Ég neytti aldrei aöstööu minnar til þess
aö koma fram pólitiskum sjónarmiðum
mínum. Þaö var auövelt. Viö höföum eina
meginreglu, sem enn á aö vera i gildi, þó
sjónvarpiö brjóti hana oft, og hún er sú aö
geta heimilda. Viö sögöum aldrei „sagt
er”, „heyrst hefur” eða „ýmsir segja”.
Hitt var að ég varö þess var, aö vegna
þess aö afstaöa min var þekkt, hlustuöu
sumir grannt eftir þvi sem ég sagöi og
fundu i þvi duldar meiningar. En ég lenti
aldrei i neinum erfiöleikum þess vegna.”
— Þú snerir þér svo aö dagskrárgerö er
þaö ekki?
„Jú. Ég held aö ég hafi veriö upphafs-
maður aö þvi að safna efni út um land og ég
starfaði aö þvi samtimis fréttaöfluninni. Ég
hætti á fréttastofunni vegna þess aö ég
hafði fengiö loforö hjá útvarpsstjóra um að
ég fengi aö koma upp reportage-deild. Þaö
loforð var aldrei efnt. Ég þurfti þó ekki aö
kvarta, ég hafði mjög frjálsar hendur.
A útvarpinu var ég i aldarfjórðung. Og
væri nokkur oröinn virkilega leiöur á mér
þá var þaö ég.
Minir tveir húsbændur voru útvarpsstjór-
arnir Jónas Þorbergsson og Vilhjálmur Þ.
Gislason, ágætir menn báöir. Jónas ætlaöi
Rikisútvarpinu stórt hlutverk i þvi aö efla
og göfga islenska menningu. Vilhjálmur
var að minum dómi góöur húsbóndi og sá
allra manna best i gegn um pólitlsk mold-
viöri og hann var enginn valdniöingur.
Aukinheldur var hann framúrskarandi vel
máli farinn. Vissu liklega fáir, aö hann
haföi stamaö svolitiö i æsku og ef grannt
var hlustaö á hann heyrðist þaö oft vel i
sléttu máli hans. Hann hjó stundum á sér-
hljóöunum. Ég minnist þess vel, þegar ég
heyröi hann einu sinni segja: „Gjarnan fer
þaö þannig, aö sá sem einhverntlmann
hefur sagt „ha”, hann hlýtur síöarmeir i lifi
sinu aö segja „pé” lika.”
Tími lil ao seqia „pé”
— En hvernig æxlaðist þaö svo, að þú
snýrö þér aö stjórnmálum?
„öll þessi ár hjá útvarpinu haföi ég bara
sagt a, við herstöövamálinu, umhverfis-
málum og öörum málum sem ég haföi
áhuga á. Ég held ég vitni enn I Vilhjálm Þ.
og bæti einu viö — þaö var kominn timi til
að segja „Pé”, þaö veröur freistandi og
jafnvel llfsnauösynlegt fyrir menn sem
hafa haldiö uppi gagnrýni og haldið fram
skoöunum sinum, aö komast i þá aöstööu aö
geta ráöiö.
Hamlet Danaprins oröar það þannig (i
þýöingu Matthiasar) „Spurningin um aö
vera eöa vera ekki”. Og svo notuö sé önnur
setning úr þýöingu Matthiasar; þegar
maöur veltir fyrir sér sumum skrefum,
læöist að sá grunur aö kannski sé það
ihyglin „sem gerir gungur úr oss öllum”.
Svona roskinn maöur aölagast aldrei
fullkomlega þinginu. Hinir yngri ganga
aftur á móti i gegn um ákveöna mótun á
þingi.”
Úlvðrpsmenn í pólltíh
— Var þér hjálp aö ferli þinum hjá út-
varpinu i pólitikinni?
„Útvarpsmenn sem hafa lengi veriö háif-
vegis inná heimilum fólks, eru eins og
kunningjar þess, og þaö hjálpar auövitaö.
Ég er ekki viss um aö þetta sé æskilegt þó,
en það er erfitt aö svipta útvarpsmenn lýö-
réttindum og banna þeim aö fara I fram-
boö. Ég geri ráö fyrir aö hér sé um aö ræöa
óþægilegan snaga i pólitik. Þaö ætti
kannski aö leita einhverra ráöa til þess að
kæla okkur niöur sem fyrst, áöur en fariö er
út i pólitík, eins og Eysteinn sagöi.”
— Er ekki Alþingi skrýtinn vinnustaöur?
Þar deila menn oft heiftarlega i þingsölum,
en drekka svo saman kaffi I Kringlunni á
eftir eins og ekkert hafi i skorist.
„Það er ekki alveg svona. Ég hef verið
sakaöur um gifuryröi, en þaö er ekki rétt,
ég nota aldrei gifuryröi, en ég kveö stund-
um fast aö. Stundum virðast þannig slétt
orö dálitiö kröftug.
Menn koma oft frá umræðum og eru enn
heitir. En þessir menn verða að vinna
saman. Sá þingmaöur sem ræktar persónu-
lega óvild i garö annarra þingmanna
veröur óhæfur þingmaöur, og þessa eru
ýmis dæmi. Við erum þarna til þess aö láta
málefnin ráöa og viö vinnum eiö aö þvi.
Þaö sviptir okkur ekki réttinum til aö láta
okkur hitna i hamsi. Það er ekki krafa um
aö þingmenn séu heybrækur. En eiönum
fylgir sú krafa að menn láti ekki illkvittni
eða hatur stjórna geröum slnum.
Hver einasti stjórnmálamaður ætti aó
lesa vel tslendingasögur, og sérlega Sturl-
ungu. Af henni má læra margt, og menn
ættu að hafa i huga aö við búum enn i ættar-
samfélagi og i sliku samfélagi geta deilur
oröið hatramar.
Sá timi kann aö risa aftur aö stéttaátök
brýnist meö þjóöinni og þá er hætta á aö
hatriö veröi aftur afl i pólitikinni. Þaö er
vonandi aö svo veröi ekki þvi þaö yrði úr
skorti og neyö, eða fyrir áhrif áróöurs-
meistara risaveldanna. Meöan viö eigum
þess kost aö takast á á annan hátt, skulum
við vera hressir með það.”
Það var áriö 1971, aö Ragnar Arnalds,
sem þá var formaöur Alþýðubandalagsins,
og Jónas Arnason, fornvinur minn, ræddu
þaö við mig, aö ég færi i framboð fyrir
Alþýöubandalagiö i Suöurlandskjördæmi.
Ég spurði hvort væri einhugur um þetta i
Vestmannaeyjum, og mér var sagt aö svo
væri. En ég var nú gamall fréttamaöur, og
haföi vit á aö spyrjast fyrir um það, og kom
i ljós aö svo var ekki, þó væri meirihluti
fyrir þvi. Svo ég sagöi nei. Vestmanna-
eyingar áttu nefnilega heföbundinn rétt á
fyrsta manni á listann. 1 staðinn bauöst ég
til þess að fara fram þar sem erfiðara var, I
Norðurlandskjördæmi eystra.
Þetta var, þegar Alþýöubandalagiö haföi
klofnaö 1971, þegar Hannibal og Björn
Jónsson stofnuöu Samtökin. Björn var
sterkur I kjördæminu, duglegur og vel
liðinn verkalýösforingi og mörgum góöum
kostum prýddur. Það fór svo aö ég náöi
ekki kjöri 1971, þó ég færi inn á þing þaö
kjörtlmabil, sem varamaöur. En ég hlaut
kosningu 1974.”
— Hvernig var þaö svo aö koma af út-
varpi og á þing?
„Þaö var ekki erfitt. Ég haföi auövitaö
fylgst meö þjóömálum. Hitt var erfiöara,
tilhugsunin að ganga inni öll þessi
Dreyfusarmál.
Ég haföi auk þess skrifaö 10 bækur. Meö
þvi aö fara á þing, var ég aö axla af mér
fastan lesendahóp. En þetta var ný lifs-
reynsla.
Þetta voru mikil viöbrigöi fyrir 50 ára
gamlan fullmótaöan mann. Þaö hvarflaöi
ekki aö mér aö afklæöast persónuleikanum.