Helgarpósturinn - 08.04.1982, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 08.04.1982, Qupperneq 16
16 Skallapopp og nýbylgja ganga í eina sæng í myndinni Rokk í Reykjavík,sem verður frumsýnd á laugardaginn Kvikmynda- og rokkaðdáendur ættu að setja feitan rauðan hring utanuin laugardaginn kemur á almanaki sinu. Þá gefst þeim færi á að samcina þessi tvö áhugamál sin þegar kvikmyndin Kokk i Reykjavik verður frumsýnd i Tonabiói. Keyndar hcfjast al- mennar sýningar ekki fyrr en á annan i páskum og verður myndin þá einnig sýnd i Keflavik. Gerð þessarar fyrstu islensku tóniistarmyndar hefur ekki tekiö langan tima. i október sl. var haf- ist handa og i nóvember fóru kvikmundar af staö, þræddu bil- skúra bæjarins eftir lista sem á voru nöln 50 hljómsveita. Úr þessum hóp voru valdar 18 sveitir og lif þeirra og starf kvikmyndað á æfingum, i heimahúsum og á tónleikum. Auk þess var nokkrum filmumetrum eytt i upptökur á rimnakveðskap Sveinbjarnar Beinteinssonar allsherjargoða, en eins og kunnugt er heíur hann troðið upp nokkrum sinnum á tón- leikum meö nýbylgjuliöinu. Myndatakan var ólik þvi sem yfirleitt gerist aö þvi leyti að engin upptaka var skipulögð og undirbúin fyrirfram ef undan er skilin sú frá tónleikunum á Lækjartorgi i byrjun febrúar sl. Það var lokaupptaka Hug- rennings sf. fyrir þessa mynd. Hugrenningur er einkum tengdur nafni Friðriks Þórs Friðriks- sonar sem nokkuö hefur komiö við sögu íilmukúnstar hérlendis undanfarin ár. Kéttara væri þó að telja höfuöpaura fyrirtækisins fjóra: auk Friðriks eru þaö Ari Kristinsson,sem kvikmyndaði og hafði umsjón meö lysingu, Jón Karl Helgason og Þorgeir Gunnarsson, sem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Vitaskuíd fylgir gerð tónlistar- myndar ærinn höfuöverkur hljóð- manna. Hann deildist á tvo af Þursunum, þá Tómas Tómasson og Þórö Árnason, og hljóðmann ÞURSANNA, Július Agnarsson. Notast var við 8 rása hljóðupplökutæki Þursabits og mun Kokk i Reykjavik vera fyrsta islenska kvikmyndin þar sem hljóöið er tekið upp á fleiri rásir en eina. Að upptökum loknum voru spólurnar sendar til London þar sem hljóðið var sett i svonefnt „dolby stereo” sem einnig er nýjung i islenskri kvikmynda- gerð. Fyrir bragðið á hljómurinn að vera sem næsl því eins og á tónleikum; það kemur úr íjorum áttum svo áhorfendum ætti að liða eins og þeir sætu innanum græjurnar á sviðinu. Músík og viötöl Hljómsveitirnar átján sem hlutu náð fyrir augum Hug- rennings eru: Bara flokkurinn, Bruni B.B., Bodies, Egó, Fræbbblarnir, Grýlurnar, Jonee Jonee, Purrkur Pillnikk, Q4U, Sjálfsfróun, Tappi tikarrass, Vonbrigði, Start, Þeyr, Þursarn- ir, Mogo Homo, Friðryk og Spila- fifl. Eins og sjá má á þessari upp- talningu veitir myndin nokkuð breiða yfirsýn yfir þaö sem var aö gerast I reykviskum rokkheimi veturinn’81—’82. Þarna eru ný og gömul stórstirni, nýbylgjuboltar og nýlistamenn, gömul og ný rómantik, miðaldra skallapopp- arar og krúnurakaöir unglingar. Eins og áður segir er fylgst með tór.Iistarfólkinu á ýmsum vig- stöðvum.rarið á æfingar og inn á heimiRþcss og sveitirnar eltar á konserta. Inn i tónlistarflutning- inn er skotið viðtölum þar sem fölk á borö við Bubba Morthens, • Ragnhildi grýlu Gisladóttur, Pálma skallapoppara Gunnars- son og Pétur popp Kristjánsson er innt eftir áliti sinu á rokkinu, lif- inu og tilverunni. Samhliða frumsýningu myndarinnar verður gefið út tveggja plötu albúm meö allri þeirri músik sem heyrist i mynd- inni og gott betur, þvi bætt er við nokkrum lögum sem ekki var pláss fyrir á þeim 90 minútum sem myndin tekur i sýningu. Alls eru á plötunni 83 lög og er notast viðsömu upptökur og I myndinni. — ÞH. Er Kvikmyndasjóður Deildar meiningar um úthlutun sjóðsins í ár i lok síðustu viku lagði stjórn Kvikmyudasjóðs siðustu hönd á úthlutuu þessa árs til kvikmynda- gerðar i landinu. Alls bárust sjóðnum 3(> umsóknir en stjórnin ákvað að deila þcim 1.500.000 krónum scm hún hafði til ráðstöf- unará milli fimmtán aðila. Ilæsta styrk, 200 þúsund krónur og 50 þtisund að láni til viðbótar, hlutu fyrirtækin Saga Film hf. (Egill Kðvarðsson, Björn Björnsson ofl.) og F.I.L.M. (Hrafn Gunn- laugsson). Tveir aðrir aðilar fengu styrki af stærri gerðinni: kvikmynda- félagið Oðinn hf. og Agúst Guð- mundsson fengu sinar 125 þúsund krónurnar hvor. Til handrita- gerðar voru veittir fjórir styrkir: Þráinn Bertelsson, Kristin Jó- hannesdóttir og Sigurjón Sig- hvatsson fengu hvert um sig 75 þús. kr. og Andrés Indriðason fékk 50 þúsund. Til gerðar heim- ildamynda fengu fjórir aðilar 75 þúsund kr.: Njála hf., tsfilm hf., Filmusijiiðjan og Hugrenningur hf. Tveir fengu 50 þúsund kr., Páll Steingrimsson og Karl óskarsson og Jón Björgvinsson. Loks fékk Finnbjörn Finnbjörnsson 75 þús- und kr. styrk til að gera grafiska kvikmynd. Fjórir „stórir" Saga Film fékk styrk til að gera kvikmyndina trúnaðarmál. Björn Björnsson sagði i viðtali við HP að efni myndarinnar væri að mestu leyti trúnaðarmál en það sem þeir gæfu upp væri að hún fjallaöi um ungt fólk sem settist að i gömlu húsi I Reykjavik nú- timans. Þetta hús hefur sál og á sér sögu og hefur hvort tveggja áhrif á framtið unga fólksins. Þessa dagana er verið að ráða leikara i helstu hlutverk og búið er að semja atriðahandrit en samtöl verða samin áður en tökur hefjast i mai. Björn bjóst við að þeim lyki i júli en þá er ætlunin að geyma filmurnar fram á næsta vetur vegna anna aðstandenda við auglýsingagerð. Sagði hann að etv. yrði Trúnaðarmál páska- mynd næsta árs. Kostnaði við gerð myndarinnar verður haldið i lágmarki en samt er til fjárhags- áætlun sem hljóðar upp á 2,7 milj- ónir. Hrafn Gunnlaugsson fékk sinn styrk til að ljúka við gerð myndarinnar Okkar á milli sagt i hita og þunga dagsins. Sú mynd mun vera á lokastigi og hefjast sýningar væntanlega með vorinu. Óðinn hf. fékk styrkinn til að gera mynd eftir Atómstöðinni. Þorsteinn Jónsson leikstjóri sagðist vera aö ljúka við hand- ritið en tökur hefjast ekki fyrr en næsta vetur. Myndin á að verða tilbúin til sýninga i ágúst eða september á næsta ári. Þetta veröur viðamikil mynd og hljóðar fárhagsáætlunin upp á 5 miljónir króna. Ágúst Guðmundsson fékk styrk til að gera myndina Með allt á hreinu. Hún fjallar um lif popp- hljómsveita og leika Grýlurnar og Stuðmenn sáluðu aðalhlut- verkin. Að sögn Valgeirs Guð- jónssonar, fyrrum Stuðmanns, verður þetta „jólamyndin i ár” ef allt fer sem horfir. Tökur eiga að hefjast i lok júni og þeim á að ljúka i ágústbyrjun. óánægjuraddir Þá má nefna að Hugrenningur sf. fékk 75 þúsund krónur til að ljúka við myndina Rokk i Reykja- vik sem verður frumsýnd á laugardaginn. Er þetta eini styrkurinn sem fyrirtækið hefur fengið til að gera þessa mynd sem kostar álika mikið og leikin mynd i fullri lengd. Finnst mörgum það harla litið,en ekki vildu Hugrenn- ingar láta hafa neitt eftir sér um það eins og á stendur. Þráinn Bertelsson fékk styrk til að gera handrit að kvikmynd um Sölva Hclgason. Hann sagðist vera hæstánægður með að fá þennan styrk. Hins vegar sagði hann það ofvaxið sinum skilningi af hverju kvikmyndafélagið Norðan 8, sem gerði Jón Odd og Jón Bjarna undir hans stjórn, fengi ekki krónu. — Við teljum okkur hafa sýnt það og sannað að við kunnum til verka og sóttum i krafti þess um styrk til að gera mynd sem á að heita Sagan af Leó, nútimamynd sem gerist i litlu plássi i námunda við Keflavikurflugvöll. Við töld- um raunhæft að ráðast i þessa mynd enda höfðum við sniðið henni stakk eftir vexti. Hún átti eingöngu að miðast við þann markað sem fyrir hendi er hér á landi. Við bjuggumst þvi við að fá svipaða fyrirgreiðslu og þegar við gerðum Jón Odd og Jón Bjarna. Fyrst svo fór ekki er óvist hvort af gerð þessarar myndar verður, það eigum við eftir að ræða, sagði Þráinn. Fleiri óánægjuraddir hleraði Helgarpósturinn úr röðum kvik- myndagerðarmanna. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sagðist ekki sjá neitt samhengi i úthlutun sjóðs- stjórnar. — Það virðist vera þannig að þeir fá sem hæst láta, það er eins og stjórnin sé að þagga niður I þeim með þvi að lotterí? Söngkonan i hljómsveitinni Tappi tikarrass er meðal þeirra sem fram koma i myndinni Rokk i Reykjavik,sem margir telja afskipta i nýafstaðinni út- iilutun Kvikmyndasjóðs. láta þá fá peningana. Það örlar ekki á neinni langtimahugsun i úthlutuninni. Til þess að fá styrk þurfa menn að þvi er virðist að skipta um nafn eins og hanska, sagði þessi heimildamaður blaðsins. Hann bætti þvi við að svo virtist sem sjóðsstjórnin myndi aldrei eftir úthlutunum siðustu ára. — Þess eru dæmi að menn hafi fengið styrki út á myndir sem enn hefur ekki sést tangur né tetur af. Og hvar eru stuttu myndirnar? Þær fá engan styrk i ár og eru þó ýmsir nýir mögu- leikar að opnast fyrir slikar myndir, svo sem videokerfin ofl. — Þetta er eins og lotteri þar sem maður virðist eiga að stinga á sig aurunum og fara svo heim og gera ekki neitt. Með svona vinnubrögðum nær Kvikmynda- sjóður seint þvi markmiði sinu að efla islenska kvikmyndagerð og veita þessum iðnaði þann stöðug- leika sem hann þarfnast, sagði heimildamaðurinn nafnlausi. Formaðurinn svarar Stjórn Kvikmyndasjóðs er skipuð þremur mönnum. For- maður er Knútur Hallsson skrif- stofustjóri i menntamálaráðu- neytinu.en aðrir i nefndinni eru OlafðP^tagnarsson bókaútgef- andi og Stefán Júliusson rithöf- undur. Við bárum nokkur ofantal- inna aðfinnsluatriða undir Knút. Fyrst hvort þeir i stjórninni hefðu orðið varir við tilraunir til að fara á bak við þá með þvi að skipta um nöfn. — Nei, við vitum alltaf hverjir það eru sem sækja um. Oftast er þetta þannig að menn byrja sem einstaklingar en svo verða til utanum þá félög. Sumir hafa þann hátt á að búa til félag um hverja mynd, ég veit ekki hvort það er af skattaástæöum. En við höfum ekki ástæðu til að halda að verið sé að reyna að fara á bak við okkur. — Nú veitið þið engan styrk i ár til gerðar styttri mynda. — Nei, við höfum nú yfirleitt reynt að hafa eins og einn styrk til slikra mynda, en að þessu sinni sáum við okkur ekki fært að gera það. Þeir sem fá styrki núna hafa fiestir sýnt það og sannað að þeir geta gert kvikmyndir. Að visu eru þar á tvær undantekningar þar sem eru Kristín og Sigurjón en þau eru bæöi að ljúka námi við viðurkennda kvikmyndaskóla. Þeir sem sótt hafa um styrki til að gera styttri myndir hafa yfirleitt verið svona 8 millimetra menn. — Fylgist þið með þvi hvernig styrkþegar verja peningunum? — Já, við biðjum um að skilað sé skýrslu um framgang verks- ins, núna eiga styrkþegar að skila skýrslu um næstu áramót. — Hvaö gerist ef styrkþegi hef- ur ekkert aðhafst þegar kemur að skýrslugerð? — Það hefur nú ekki reynt á það enn og ég á varla von á að slikt komi til þvi þeir sem hljóta styrki, eru yfirleitt fólk sem er á kafi I kvikmyndagerð, sagði Knútur Hallsson;formaður Kvik- myndasjóðs. — ÞH

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.