Helgarpósturinn - 08.04.1982, Side 20
20
Fimmtudagur 8. apríi 1982 Hp/rjnrpn^turinn
Áfram með
bólumar
Við skruppum niöur í miðbæ og spurðum
nokkra unglinga hvort þau hlustuðu
á útvarp og hvað þá helst
Stefania.
Síi fyrsta sem við spurðum var
Stefanía Sæmundsdóttir 15 ára i
Arbæjarskóla. Hún kvaðst ekki
hlusta mikið á útvarp nema Lög
unga fólksinsog óskaiagaþættina.
Henni fannst vanta fleiri þætti
með lögumfyrirunglinga á kvöld-
in. Við spurðum hana hvort hún
hlustaði á þáttinn Bólu. Já, stund-
um, og er hann ágætur. Aö lokum,
ertu með bólur? Neihei.
Arnar.
Fleiri syrpuþætti
Sá næst síðasti sem við spurð
um var Arnar Hauksson 16 ára
Iðnskólanum.
— Hlustarðu mikið á útvarp?
„Þegar ég get”.
— A hvað þá helst?
„Syrpurnar á daginn.'’
Honum fannst vanta fleiti
syrpuþætti en hafði aldrei hey t
þáttinn Bólu og sagðist ekki
heldur hafa neinar.
Birgir.
Litið um
létta tónlist
Næsthittum viðBirgi Hauksson
20 ára.
Hann hhistaði helst á syrpurnar
á daginn og fannst litið gert fyrir
unglinga og h'tið um létta tónlist.
Hann hafði aldrei heyrt þáttinn
Bóluogvar ekki heldur með ból-
ur.
Bergþóra.
Nei, nei
Siðast spurðum viö 12 ára
stelpu i Hólabrekkuskóla, Berg-
þóru Bjarnadóttur.
Við spurðum hana hvort hún
hlustaði mikið á útvarp?
„Ég hlusta alltaf á Lög unga
fólksins, Bolla, bolla og syrpurn-
ar á daginn”.
— Hlustarðu á þáttinn Bóla?
„Nei, ég hef aldrei heyrt hann”.
— Finnst þér eitthvað vanta i
útvarpið fyrir unglinga?
„Nei, nei.”
— Ertu með bólur eða bólu-
vandamál?
„Já,”
---Kreistirðu þær ilaumi?
„Ha, það veit ég ekki.
Haffi og Ómar
i starfskynningu á Helgarpóst-
inum fengum við það verkefni að
fara á blaðamannafund sem
hljómsveitin Egó hélt i skemmti-
staönum Óðali. Þar var verið að
kynna fyrstu plötu þeirra
„Breyttir timar”. Þegar við kom-
um á staðinn voru þar staddir
nokkrir landsfrægir skemmti-
kraftar ásamt blaðasnápum og
ljósmyndurum.
Við tókum örstutt viðtal við
Bubba Morthens söngvara hljóm-
sveitarinnar og spurðum fyrst
hvenær hann byrjaði aö syngja
opinberlega:
„Ég byrjaði að syngja opinber-
lega þann 29. mars 1980 með
Utangarðsmönnum.”
— Hefur þú eitthvað sérstakt i
huga þegar þú semur texta?
„Já, oftast hef ég það.”
— Hefur þú gaman af þessu
starfi?
„Ekki alltaf en oftast”.
— Hvenær var Egó stofnuð?
„I núverandi mynd var hún
stofnuð tveimurdögum fyrir upp-
töku plötunnar.”
— Hverjir stofnuðu hana?
„Það voru Þorleifur, Beggi og
ég”
— Hvernig viðtökúm búist þið
viö á þessar nýju plötu ykkar?
„Það verður bara að ráðast.”
Eftir viðtalið hlustuöum við á
plötuna Breyttir timar og að okk-
ar dómi er platan nokkuð góð og
leynast þar margir góðir textar,
ásamtlögum og eru það helst lög-
in, Ráð til vinkonu, Móðir, Sieg
heil og Stórir strákar fá raflost
Haffiog Ómar
Slangurstían
Jæja krakkar! Þá erum
við komin að feimnis-
málaf lokknum? Hvaða
orð og orðasambönd not-
iði yfir þegar þið hafið
áhuga á einhverjum gæja
eða einhverri píu? Og ef
þið hafið meikað að ná í
einhvern eða einhverja og
eruð saman, hvað þá? Og
það er ýmislegt til i
kringum þetta sem þið
orðið svo skemmtilega.
Er ekki rétt að gef a hérna
nokkur dæmi, svo allir
séu með á nótunum...
Þið hittið góðan gæja,
(góða piu) algjört jumm,
og farið að spá í hann
(hana) og filið hann
(hana) í botn diggið bara
þrælvel. Svo meikast allt
og þið farið á fast, og er-
uð algjörar remúlaði-
sam lokur, sl um m,
slumm. Og svo kemur að
því eftir að þið eruð búin
að skíta á tappa að hann
fær sér á broddinn og hún
fær sér á snípinn, og þeg-
ar þið eruð nú hætt að
stressa ykkur á þessu þá
getiði elskast almenni-
lega.
Svona! Enga leti! Upp
með skriffærin! Núna!
Fleiri orð um þessa pæl-
ingu!
Breyttir tímar
— ekkert ullabjakk
llér er Gunnar, anuai .
Bólu.i miðri upptöku i útvarpinu.
Unglinga-
Frá þvi I nóvember i fyrra
hefur unglingaþátturinn Bóla
verið hálfsmánaðarlega á dag-
skrá útvarpsins. Og af þvi að
okkur finnst allt sem gert er fyrir
unglinga svo gasalega sniðugt,
skruppum við niður I útvarp og
hittum þá Gunnar og Hall, um-
sjónarmenn Bólu,og ræddum lltil-
lega við þá.
— Hvernig varð Bóla til?
„Ja,viðvorum eiginlega beðnir
um að biðja um að sjá um þátt
fyrir unglinga. Og af þvi að við
erum unglingarog höfum áhuga á
unglingum, slógum við til.”
Skólakynning
úuð niður
— Er þetta skemmtilegt starf?
„Það er nú upp og ofan. Oft
gengur á ýmsu t.d. er erfitt að fá
fólk til að mæta á réttum tima i
upptökur. Annars er af nógu að
taka. UngTingar virðast hafa
mestan áhuga á rokki, enda mikil
gróska i því um þessar mundir.
Við höfum lika verið með kyn-
fræðsluþátt sem gekk mjög vel.
Övinsælasta efnið sem við höfum
verið með var skólakynningar.
Það var eiginlega úað niður.”
— Er einhver samvinna á milli
ykkar og Bollu Bollu?
„Nei, þættirnir eru mjög
ólikir, ætli við höfum ekki annan
hlustendahóp.’
t y StrAQQ íhS híftíi pftir
Stress að biða eftir
fólki
— Eruð þið Stressaðir fyrir
upptöku?
Gunnar: ,,Ég er nú alltaf hálf
stressaður, en Hallur er svo
sviðsvanur. „Mesta stressið er að
biða eftir fólki, sérstaklega ef
tæknimaðurinn er skapvondur.”
— Ætlið þið að halda þessu
lengi áfram?
„Ætli við tökum ekki fri i
sumar, þar sem allt unglingaefni
er skorið niður. Svo sjáum við
bara til i haust.”
Og við þökkum þeim Gunnari
ogHalli kærlega fyrir spjallið og
þeir s núa sér a ð næ stu upptöku....