Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 5

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Page 5
irinrt Föstudagur 2. júlí 1982 5 Hann vill vissulega að kjör láglaunafólks- ins séu sem best, en þekkir ekki pólitikina nógu vel til þess að sjá fyrir sér valkosti við kapitalismann. Hann á sér engar draum- sýnir, t.d. um völd verkafólks yfir vinnu- stað sinum. Hann berst bara fyrir fleiri krónum, þessvegna gæti hann verið i hvaða flokki sem er. Guðmundur er mjög mislatur maður. Hann gerir mikið fyrir marga og hefur að- stoðað marga félaga sina i Dagsbrún. En ýmis mál sem honum er trúað fyrir i flokknum detta uppfyrir og gleymast”, segir þessi Alþýðubandalagsmaður, og um „menntamannaklikuna” segir hann: „Guðmundur hefur drukkið i sig þjóðlegar bókmenntir og menningu og af þvi stafar þessi náttúrumikli still i skrifum hans. En vegna pólitisks þekkingarleysis er heims- sýn hans ákaflega þröng, i þvi eru tak- markanir hans fólgnar. Hann á ekki i nein- um deilum við menntamenn, og meðal and- stæðinga hans i flokknum eru margir úr verkalýöshreyfingunni, en honum hefur tekist að stimpla alla andstæðinga sina i flokknum sem menntamenn. Það er póli- tisk réttlæting hans á samstarfi við borg- araleg öfl innan verkalýðshreyfingarinnar og birtist i þvi að vera i andstöðu við Al- þýðubandalagið og sérstaklega Þjóðvilj- ann. Guömundur er á margan hátt vel menntaður maður, þótt óskólagenginn sé. En ljúfleg samskipti við flokksfélaga eru ekki hans sterka hlið”, segir þessi Alþýðu- bandalagsmaður. En sé leitað umsagna um Guðmund hjá andstæðingum er ekki erfitt að fá jákvæðar umsagnir. „Það er ekkert nema gott um Guðmund að segja, hann er skemmtilegur samninga- maður og það er gott að vinna með hon- um”, segir Torfi Hjartarson.fyrrverandi sáttasemjari rikisins. Barði Friðriksson hefur um langt árabil setið andspænis Guðmundi við samninga- borðið, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins um árabil. „Sá snillingur”, voru fyrstu viðbrögð Barða. „Ég segi ekki nema allt það besta um hann. Hann er snjall samningamaður, en sem maður og vinur er hann traustur, skemmtilegur og góður. Ég ber fullt traust til hans.” Og þegar hann var beðinn að rifja upp skondnar sögur sem þeim hafi farið á milli sagði hann: „Jú, það fór alltaf einhver timi i það þegar við hittumst að segja hvor öðrum sögur. En þegar ég fór að rifja þær upp reyndust þær nú fæstar prenthæfar”, sagði Barði og hló. En þekktust er liklega vinátta Guðmund- ar við Albert Guðmundsson, sem Alþýðu- bandalagsmaður nokkur hefur haft þau orð að um sé algert siðleysi, þvi hann sé „samskonar figúra i fjandaflokknum.” En Albert hefur þetta um vinfengi þeirra að segja: „Við Guðmundur höfum oftast átt sam- leið. Hann hefur þannig hjartalag að það er auðvelt að taka undir þau mál sem hann ber fyrir brjósti. Við gerum báðir mikið af þvi að reka erindi fyrir einstaklinga, fólk leitar til okkar beggja með lik vandamál og þá getum við oft hjálpað hvor öðrum við að leysa þau. Þótt við séum á öndverðum meiði i flokkspólitikinni og höfum ólikar lifsskoð- anir þá hefur það aldrei truflað okkar vin- skap. Pólitik er aldrei til umræðu og enn siður flokkapólitik. Enda eigum við samleið að öllu leyti öðru en i pólitik.” Það eiga þeir sameiginlegt, Guðmundur og Albert, að til þeirra leitar mikill fjöldi manna i vandræöum sinum og margur er sá vandinn sem þeir hafa leyst. Elin eiginkona hans segir að það sé stöð- ugur straumur af fólki sem vill hafa tal af honum, jafnt á nóttu sem degi. „En það er ekki alltaf leiðinlegt ónæði og það er alltaf reynt að koma til hans skila- boðum ef hann er ekki heima og náist ekki i hann i sima er jafnvel komið”, segir Elin. Jóhann Geirharðsson,sem er trúnaðar- maður hjá Eimskip i Sundahöfn, segir að Guðmundur sé maöur með stórt hjarta og gjaldi fyrir það aö vissu leyti. „Menn leita til hans með allskonar vand- ræði; húsnæðisvanda, fjárhagsvanda fá hann til að skrifa upp á vixla sem hann hef- ur stundum orðið að borga. En það er mis- jafnthvernig menn lita á hann, og jafnvel þeir sem tala illa um hann hafa leitað til hans”, segir Jóhann. Meira að segja atvinnurekendur leita til hans og fá hann til að setja niður deilumál á vinnustað. Að sumra mati gætir hann þar ekki alltaf hagsmuna verkamannanna. „Hann breiðir út sinn stóra faðm og segir „elskurnar minar” og allt fellur i ljúfa löö. En ég viðurkenni, að verkafólkið hefur ekki alltaf haft rétt fyrir sér”, segir .verkamaður nokkur. Hann bætir þvi við, að oft vilji Guð- mundur lika gleyma þessum smámálum sem koma upp, þegar hann sest ingaborðinu. Nú eru um 30 ár siðan Guðmundur hefur stundað verkamannavinnu þótt hann titli sig verkamann isimaskrá. Hefur hann ekki fjarlægst verkafólkið? „Það tel ég alls ekki. Allt framundir það að ég fór á þing var ég á verkamannakaupi og ég var daglega meira og minna á vinnu- stööunum og þekkti röskan helming Dags- brúnarfélaga með nafni. Persónuleg tengsl min við Dagsbrúnarmenn hafa alltaf verið ákaflega náin”, segir Guðmundur um það. Skúli Thoroddsen er ungur lögfræðingur sem réðst til starfa hjá Dagsbrún siðastlið- ið haust. Hann segist hafa átt náið og gott samstarf við Guðmund þennan tima. „Ég held að Guðmundur sé maður sem lifir eftir þeirri meginreglu að vinna allt fyrir aðra en hann sjálfan, einkum þá sem minna mega sin. Hann er þeirra málsvari.” Skúli er ekki sammála þeim sem saka Guðmund um skort á róttækni. „Aðstæður i verkalýðshreyfingunni eru þannig að rót- tækni hans fær ekki notið sin. Hann gengur eins langt og hann mögulega getur og jafn- vel lengra. Agreiningur hans við mennta- mennina i flokknum stafar af þvi að hann skilur raunverulegar þarfir verkafólks og tekur málstað þess. Það hefur farið i taug- arnar á ýmsum.” Um samband Guðmundar við óbreytta Dgsbrúnarmenn segir Skúli: „Samband Guðmundar við vinnustaöina hefur óneit- anlega minnkaðá siðustu árum, sem stafar af vinnuálagi við önnur störf og lasleika hans. En ég fór á marga vinnustaðafundi með honum i vetur og þar var honum tekið sem þeirra manni. Margir verkamenn eru óánægðir með hreyfinguna en þeir treysta Guðmundi. Inn á milli iáta þeir hann fá það óþvegiö en það er aldrei nein illska i þvi. Þess ber lika að geta að hingað á skrifstof- una koma margir i neyð sem eru sannfærö- ir um að enginn geti leyst úr þeirra vanda nema Guömundur. Og hann fer ekki i manngreinarálit. Hann er fyrst og fremst mannlegur.” Sumir hafa haldið þvi fram, að per- est að samn- iiir»Hiir* hofiii’ sónulegur metnaður eigi stóran þátt i bar- áttu Guðmundar. Um það segir hann: „Persónulegur metnaður? Nei, andskotinn. Ég er latur maður að eðlisfari og sennilega ekki nógu metnaðarfullur. Metnaðarfullir menn eru oft duglegir og hyggnir að spekú- lera út frama og þviumlikt. Ég hef frekar verið heldur óorövar sem er ekki vænlegt til frama.” Frá þvi haustiö 1979 hefur Guðmundur setið á þingi, og það er haft á orði þar að oft megi vorkenna honum þegar hann þarf að greiða atkvæði málum sem ganga þvert á hagsmuni verkafólks. Þegar við bárum þetta undir hann,hugs- aði hann sig lengi um en sagði siðan: „Ég neita þvi ekki að ég hefði viljað hafa hlutina öðruvfsi og oft á tiðum hefur mér ekki liðið sérstaklegai vel.” Um þingstörf Guðmundar hefur Öskar Guðmundsson þingfréttaritari Þjóðviljans þetta að segja: „1 störfum sinum á Alþingi, eins og ann- ars staðar.er Guðmundur J. ótrúlega mis- tækur. Hann á til stórkostleg upphlaup þar sem hann fjallar um málin af viðsýni og bendir á nýja og óvænta fleti. 1 þeim hamnum er hann mesta kjarkmenni og skammar frakt heimsins eins og þegar hann tók Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra og hans geldu stofnun i gegn i umræð- um á Alþingi i vetur. En öðrum stundum er hann bara einn i hópnum. Það tekur þingmenn langan tima að kom- ast inn i starfsstil Alþingis og þau véla- brögð i málatilbúningi og málafylgni sem þar eru viðhöfð. Guömundur er núna fyrst að komast inn i þetta. Þaö kom sér þvi illa fyrir Alþýðubandalagið þegar hann hvarf af þingi vegna veikinda um miðjan vetur, þegar mikið reyndi á tengsl verkalýðs- hreyfingarinnar og þingræöisins. Hið form- lega skipulag verkalýöshreyfingarinnar á sér engan betri og eðlilegri málsvara á þingi en Guðmund J. Guðmundsson.” Kollega Óskars á Morgunblaðinu hefur eftirfarandi að segja um þingmennsku Guðmundar og má segja að þar sannist enn einu sinni hve vel hann kemur pólitiskum andstæðingum sinum fyrir sjónir. Stefán Friðbjarnarson: „Guömundur J. Guömundsson hefur far- ið hægt af stað sem þingmaöur og ekki á- stundað þann látbragðsleik i löggjafarsam- kundinni sem stöku þingmenn iðka fyrir fjölmiðla. Hann hefur hins vegar verið i sviðsljósinu með fjarveru þegar óvinsæl skattamál hafa verið á döfinni, samanber fræga ferð til Stykkishólms. Ég tel fara vel á þvi að þingmenn komi úr kviku atvinnu- lifsins, hvort heldur sem er úr röðum vinnuveitenda eða launafólks, slik lifandi tengsl við þjóðlifið eru jákvæöari en jafnvel besti hugur atvinnustjórnmálamanns. Guð- mundur J. Guðmundsson kemur mér fyrir sjónir sem gætinn og gjörhugull þingmaður sem góðs má vænta af ef honum tekst aö halda sér utan flokkshandjárnanna.” Að lokum, Guðmundur J. Guðmundsson, getur þú lýst sjálfum þér? „Ég er hress og glaður og tel mig ekki vera neinn pislarvott. Ég hef býsna góða sjálfsstjórn, annars væri ég löngu dauður. Það liggur yfirleitt nokkuð vel á mér og ég þykist ekki taka hlutina of alvarlega og ég geri oft grin að mönnum og málefnum,er dálitiöstriðinn. Það mega metnaöargjarnir menn ekki vera. Einhvern timann sá ég i vikublaði athug- un á þvi hverskonar mönnum ungar stúlkur vildu helst giftast. Þar voru verka- lýðsleiðtogar i áttunda sæti. Það fannst mér ákaflega skrýtið. Ég vil vara ungar stúlkur eindregið við þvi að giftast verkalýðsfor- ingja. Og ungu fólki sem ætlar sér frama i verkalýðsbaráttunni vii ég segja aö sú braut er þyrnum stráð.” mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.