Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 10

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Síða 10
10 Föstudagur 2. júli 1982 Orn I ngi lætur draumana rætast: Bankamaður á Akureyri varð mynd- listarmaður Meistaraflokksmaöur i handbolta og fótboita, banka- starfsmaöur f 11 ár. Þannig mætti i einni setningu oröa lifshlaup Arnar Inga Gislasonar á Akureyri þangaö til hann sagði skiliö bæöi viö iþróttirnar og bankann og gerö- ist myndlistarmaður. Þótt örn Ingi gengi aldrei á listaskóla og hafi aö eigin sögn aldrci veriö i burtu frá Akureyri lengur en tiu daga varð hann fyrsti Akureyringurinn.og sá eini til þessa, sem fékk inngöngu I Félag islenskra myndlistarmanna. Þaö var lika sögulegtaö þvi leyti, aö sama haustiö sýndi hann gjörning á haustsýningu FtM á Kjarvalsstöðum. „Jaröarför veröbólgunnar” nefndi hann gjörninginn. Og þaö mætti kannski kalla gjörning þaö verk sem hann réöst Ifyrir tiu árum,skömmu eftir aö hannyfirgaf bankann, og er ekki enn lokið. Sá gjörningur er 450 fermetra einbýlishús við Kletta- geröi númer sex á Akureyri. Raunar ekki bara einbýiis- hús, heldur vinnustofa, sýningarsalur, heimili — og ekki siður hljómleikasalur fyrir eiginkonu hans, Dýrleifu Bjarnadóttur tónlistarkennara. Þetta er kannski litil menntun, sem ég bætti raunar að- eins úr með grafiknámskeiði hjá myndlistarskólanum I fyrra, þó ég vilji alls ekki gera litið úr henni. En stundum segi ég, að ég hafi unnið jafn lengi i banka og Gaugen, og við það bætist að húsbyggingar okkar eru i svipuðum stll. Vonandi liggur þó ekki fyrir mér að ílosna upp, svo maður haldi áfram samlikingunni! Listamannalaun Það losnaði litillega um átthagafjötrana þegar oddvitar Norðlendinga i úthlutunarnefnd listamannalauna, þeir Bolli Gústafsson prestur i Laufási og Halldór Blöndal, fengu einhverja nasasjón af þvi sem örn Ingi var að gera. Það varð til þess að 1980 fékk hann listamannalaun. Þá peninga notaði hann til Englandsferðar sem hann hafði lengi reynt að öngla saman fyrir, við mikla vantrú fjöl- skyldunnar, og „pilagrimsferðar” til Amsterdam. — Mig dreymdi tveimur mánuðum fyrr, að ég fengi listamannalaun til að fara þessa ferð og lét þess getið svona I grini yfir kaffibolla. Það rifjaðist harkalega upp fyrir mér, þegar draumurinn rættist! Þegar við komum út hegðaði ég mér eins og brjálaður maður, dró fjölskylduna með mér safn úr safni. Abyrgð- artilfinningin var svo mikil vegna þess að ég hafði fengið fyrir farseðlinum á þennanhátt. Enþegarheim kom voru 5 krónur eftir af listamannalaununum. Annars hefur örn Ingi ekki miklar áhyggjur af þessu með átthagafjötrana. Uppi i „topphýsinu” segir hann frá draumi sem hann dreymdi fyrir skömmu: „Mér fannst við standa hér uppi, öll fjölskyldan, og skyndilega erum við stödd i brú á stóru skipi. Skipið fer að hreyfast, og við siglum út fjörðinn, og okkur eru allir vegir færir. Eg tel að þessi draumur hafi sannast i gagnstæðri merkingu. Heimurinn hefur komið hingað til min.” Molbúaháttur örn Ingi hefur ekki haft mikinn tima til að sinna eigin listsköpun að undanförnu. Hann vann við að setja upp sýn- ingu FIM I iþróttaskemmunni, þar sem hann var sjálfur eini fulltrúi Akureyringa, en hún var þáttur i Vorvöku ’82. Og hjá honum, i Klettagerðinu, sýndu Gestur og Rúna við góðar undirtektir bæjarbúa. — Ég veit ekki hvort ég nenni að tala um þessa FÍM- sýningu. Hafa fyrir þvi að kafa niður á fertugt dýpi og tala um svona barnalegan molbúahátt eins og kom fram i skrifum Islendings um sýninguna þar sem var meðal ann- ars sagt aðnær hefði verið að byggja upp skiðaaðstöðuna i Hliðarfjalli. Nema ég geri það i myndrænni frásögn! Það hefur hann reyndar þegar gert. Svarað þessum skrifum með áhrifamiklum gjörning i skemmunni. Gjörn- ingar hafa einmitt verið sérstaða hans siðan hann tróð upp ásamt fleirum úr hópi nýlistarmanna á haustsýningu 1980. — Ég veit að ég hef iðkað hálfgerða leikfimi i þessu, lik- lega breytt oftar um aðferðir en gengur og gerist. Stærsta breytingin hjá mér var að fara út i nýlist, en það þýðir þó ekki að ég hafi sagt skilið við málverkið. Ég þarf að gripa til þess til að kitla fagurkerann i mér — og selja myndir. Enspurningin var um nýja leið. Maður er fullur af mein- ingum ogég fékkekkiútrásfyrir þær i pastel og oliulitum. Stökkbreyting Burtséðfrá þessu moldviðri um sýningu FIM —hvernig er að vera listamaður á Akureyri? — Við sem höfum unnið við list hér á Akureyri höfum fengið þvi áorkað, að hér er miklu meira að sjá og heyra en var fyrir nokkrum árum. Þetta hefur ekki verið þróun, það varð stökkbreyting. Ástandið er vægast sagt ööruvisi en fyrir tiu árum og ég held að æsku menningarllfsins hér á Akureyri sé að ljúka eins og sést á þvi að hér er atvinnu- leikhús, myndlistarskóli, tónlistarskóli með nærri 500 nemendur og litlir sýningarstaðir. Og ekki má gleyma ný- stofnuðum menningarsamtökum Norðurlands. Þar eru menn sammála um hvað þarf að gera, en vandinn er að velja leiðirnar. Við erum núna á þeim punkti, að gagnrýni á þaö sem miður fer er loksins tekin alvarlega. Hér rikir mikil fag- mennska i menningarmálum og menn hafa orðið mikla reynslu. En þvi miður er nánast aldrei fjallað um mynd- list i fjölmiðlum hér og listræn gagnrýni er ekki til, enda er enginn listfræðingur á staðnum og ekki séð að svo verði i náinni framtið. A meðan ástandið er þannig erum við I hálfgerðri geimferð. Og það eru til geimfarar sem svifa lausir utan ferjunnar og eru að reyna að segja eitthvað um flughæfni hennar. Sumir vilja kalla þetta menningarmiðstöð, enda hafa hundruð Akureyringa og margir aðkomumenn komið þangað undanfarin tvö ár og notið listar Arnar Inga og margra annarra, sem hafa sýnt verk sin þar i litla sýn- ingarsalnum. Sá salur á reyndar að vera stofa þeirra hjóna i framtiðinni. Þau fluttu inn I húsið örn Ingi og Dýrleif, ásamt tveimur börnum sinum, á Vorvöku ’76, fjórum árum eftir að þau hófu þessa byggingu, sem var algjörlega óskiljanleg i augum flestra Akureyringa. ,,Tóm vitleysa” — Ég lái það engum, þvi á þessum tima vissu fáir aö ég fengistvið myndlistogættimérdrauma ihenni,segir örn Ingi, en Dýrleif hristir höfuðið. — Mér fannst þetta tóm vitleysa, sagði alltaf að þetta væri of stórt. Og ég segi það enn, segir hún. Við sitjum til borðs i „hljómleikasalnum” i kjallaran- um, sem er bæði eldhús, borðstofa og stofa. En I öðrum endanum stendur forláta flygill, sem Dýrleif keypti á námsárum sinum i Edinborg. — Siðan við byrjuðum á þessu hef ég engan tima haft til að æfa mig. Það hefur verið kennsla i Tónlistarskólanum, heimilið og aftur kennsla. Og krakkarnir eru orðnir það gamlir, að þegar þeir hafa fengið hurðir fyrir herbergin sin verða þeir sjálfsagt farnir að heiman, heldur hún á- fram. En samt er hún tilleiðanleg að láta sig dreyma um hljómleikana og myndlistarsýningarnar sem verður hægt ab halda þarna niðri i framtiðinni. Og örn Ingi rifjar upp hvernig þetta byrjaði: — Ég hoppaði upp í flugvél og fór til Reykjavikur. Þar gekk ég á milli arkitekta og sagði hvað ég vildi. Á einni teiknistofunni heyrði Knútur Jeppesen, sem teiknaði úti- taflið við Lækjargötu, af tilviljun i mér. Hann vék sér að mér og sagðisthalda aö hann hefði lausnina. Lausnin var þetta. Algjört brjálæði að sjálfsögðu, ekki sist tjörnin i holinu, topphýsið með gras á þakinu — og stærðin. En ég fæ öðru hverju gifurlega mikið sjálfstraust og hvatningu vegna drauma sem rætast kannski einhverntlmann, þegar ég verð fyrir óútreiknanlegum tilviljunum eins og þeirri aðselja mynd, þegar ekkert blasir viðnema gjaldþrot. Matarpeningar Þetta hefur ekki verið tekið út með sældinni. örn Ingi segist vera svo heppinn að hafa ekki þurft að hafa áhyggj- ur af matarpeningum. Dýrleif hefur séð um þá hlið. En meðfram myndlistinni — og húsbyggingunni — hefur hann svo unnið myrkranna á milli við innrömmun. Verkstæðið er þar sem einhverntímann á að koma eldhús, viö hliðina á sýningarsalnum/stofunni. Og i topphýsinu fyrir ofan stofuna (sýningarsalinn) hefur hann trönurnar, þótt hann eigi þab til að skella blýantsteikningum á pappir hvar sem hann er staddur. Til dæmis þegar vinur hans flytur I nýtt hús. Myndina verður að teikna kvöldið sem vinurinn flytur inn, og hann fær hana afhenta samstundis. — Listaáhuginn átti sina átthagafjötra frá byrjun. Þeg- ar ég var strákur gerðist ekkert nema á rigningardögum — en þá gerðist það lika! Eftir að ég hætti að fá teikni- kennslu i skóíanum datt þetta alveg niður og Iþróttirnar tóku á sig alvarlegri blæ; ég varð keppnismaður og æfði mjög mikið. Ég lenti lika i einhverju tómarúmi eftir gagnfræðapróf og vissi ekki hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, var allt að þvi ráöalaus. Loks hrökklaðist ég út á vinnumark- aðinn og var svo heppinn að lenda á góöum vinnustað, i Landsbankanum. En ég vissi fyrirfram, að starfið ætti ekki við mig, þótt ég ílentist þar i ellefu ár. Svo gerðist það þegar ég var 22 ára, að ég fór aftur að föndra við þetta og var tvo vetur i Námsflokkum Akureyr- ar á námskeiðum I meðferð oliulita. Og frá þvi um ára- mótin 1966-’67 hefur maður bara látið gamminn geysa. Sjö sýningar Hvað sjálfan mig varðar hefur min starfsemi heppnast beturen ég þorði að vona. Á undanförnum tveimur árum hef ég haft sjö sýningar hérna heima og aðsóknin verið góð. Þetta sýnir, að það er ekki aöalatriðið hvar sýning- arnar eru, niðri i bæ eða upp til fjalla. Það er nóg að hafa litinn sal með heimilislegum blæ — og sýna athyglisverða hluti. Reynslan sýnir, að þá kemur sama fólkið aftur og aftur, og fyrir það er ég þakklátur, segir örn Ingi. Enneinnisýningunnilstofunnihans, i „fjölskyldugjörn- ingnum” að Klettagerði 6, Akureyri, lauk um siöustu helgi. Það var leirlistarsýning Gests og Rúnu og með henni sannaðist fullyrðing hans ótvirætt. Aðsóknin aö þessari sýningu formanns FIM og eiginmanns — stærsti gjörnmgurinn er 450 fermetra einbýlishús sem er sýningarsalur, vinnustofa, rammaverkstædi, hljómleikasalur og heimili örn Ingi og Dýrleif Bjarnadóttir í sýningarsal sinum# sem á aö verða stofan þeirra.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.