Helgarpósturinn - 02.07.1982, Side 17

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Side 17
, 17. HgI d ——— -pn^ti irinn Föstudagur 2. júlí 1982_ cr ckken einhvern stall fyrir knattspyrnuna, þvi menn eru i henni eingöngu fyrir sjálfa sig. Bæjarfélagið nýtur kannski góðs af þvi, en það er ekki það sem fyrst og fremst vakir fyrir knattspyrnumanninum. Hinsvegar varþaðmikil umbun, að t.d.koma hérofan af Akranesi og sigra Reykvikinga i Reykjavik. Að sýna dugnað fæðingarbæjar- ins. Annars er þaðsvolitið merkilegt að Akur- nesingar hafa verið i fremstu röð i fótbolta i 30 ár, en einnig i sundi. Það er svolitið skrit- ið þvi hér er ein minnsta sundlaug á land- inu, 12metralöng. Aðstaða til sundiðkunar hefur verið afar slæm. Það hlýtur þvi að liggja i einhverju öðru en aðstöðunni að hér er svo gott sundfólk. Það hlýtur að liggja i heimatilbúnum áhuga, og á honum er hægt að fara ansi langt ef viljinn er fyrir hendi. Éger ekki að segja að góð aðstaða hafi ekki neitt að segja en ég vil benda á að það er ekki allt fengið með henni”. Bæiarluiiirúí Kraia —Hvernig bær er Akranes? „Mérfinnst mjög gott að búa hérna, enda varla rökrétt fyrir mig að segja annað, sem búið hef hér alla mina tið og sat þar að auki i bæjarstjórn um árabil. Akranes hefur stækkað talsvert mikið, enda er fjölgun ibúa hér meiri en að jaínaði i öðrum kaup- stöðum landsins og hefur verið árum sam- an. Astæðan er kannski sú að hér hefur ver- ið góð atvinna, og svo það sem ibúum höf- urborgarsvæðisins finnst svo heillandi: Hér sækir fólk um lóðlangi það til að byggja sér hús, getur byrjað á íramkvæmdum strax eftir viku fyrir vægt gatnagerðargjaid. Þetta hlýtur aðhafa eitthvað að segja. Svo vil ég endilega leiðrétta hér rikjandi misskilning;Akranes er ekkert vindrassgat. Það er alrangt. Hér er mikil veðursæld og snjólétt á veturna. Þetta tala margir um sem flytjast hingað frá Reykjavik. — Þú talar eins og bæjarfulltrúa sæmir. En þú dattst út, ekki satt, i siðustu kosning- um? „Jú. Ég fór inn árið 1974, og var þá búinn að vera varabæjarfulltrúi um skeið. Ég sat i bæjarstjórnitvö kjörtimabil, en féll svo út núna. Og það er ekki dónalegt að faila fyrir konu, eins og ég. Það kemur alltaf maður í manns stað, i svona störfum, og ég er ekk- ert að gráta það að vera hættur. Kraiahesiur — Hvernig lilur jal'naðarstefnan út i framkvæmd i bæjaríélagi eins og hérna? Er mikill munur á henni og t.d. framsókn- armennskunni? „Eftir að kosningum lýkur eru náttúri- lega mörg stórmál á ferðinni hverju sinni, oftast byggingar eins og sjúkrahús, skólar, eða dvalarheimili fyrir aldraða. Þegar búið er að setja saman bæjarstjórnina er ekki hægt að segja að maður ríði neinum krata- hesti við að taka ákvarðanir i þessum mál- um. Þetta er einfaldlega gert i samráði við aðra menn. Ég var einu sinni spuröur fyrir kosning- ar: Hverter aðal stefnumál krataikosning- unum? Ogégsvaraði: Velferð bæjarins Og það er alveg satt. En kratar eins og aörir leggja mismunandi þunga áherslu á málin. Þaö fer hinsvegar meira ei'tir mönnum en ílokkadráttum. Ég lagði t.d. talsvert mikiö kapp á það að byggingu iþróttahússins yrði lokið. Annars er þetta alltsaman bara spurning um að klára eitt áður en maður fer i annað . Það eina sem skemmir bæjarmálapóli- tikina er að það eru i henni nokkrir manna- veiðarar. Það eru menn sem stunda það af kappi að reyna að koma höggi á andstæð- inginn, og særa hann á allan hátt, en reyna ekki að tala málefnalega um hlutina. Þessir menn eru náttúrlega allsstaðar, og við höfum ekki farið varhluta af þeim hér. En nú er ég sloppinn, og tel mig bara hafa þroskast á þessu. Og maður sem hefur tap- að jafnoft i knattspyrnunniog ég, lætur það ekkiá sig fá þó hann tapi i pólitikinnilika." Egóisli á veilinum — Gastu eitthvað nýtt þér reynsluna af knattspyrnuvellinum i stjórnmálunum? „Já, eíiaust. En þó er þetta að sjálfsögðu ólikt. Knattspyrnan er mjög einfaldur leik- ur. Það eru bara mennirnir sem torvelda hina annars beinu leið að markinu. Pólitik- inerekkisvonaeinföld: Þareru menn meir að segja ekki alltaf sammála um það hvert markið sé. Svo er þetta miklu margbreytilegra. Þannig er ég tildæmis alveg viss um að um 80% þjóðarinnar eru jafnaðarmenn, sem i raun vilja það sama og vilja fara mjög svipaðar leiðir að markinu. En þetta fólk hefur skipað sér i ýmsa hópa og flokka og það gerir þetta alltsaman ruglingslegt, svo ekki sé meira sagt”, — Hvernig stendur á þvi að þú, stjörnu- spilarinn, varðst ekki maður einkafram- taksins? „Það linnst kannski mörgum ótrúlegt sem sáu mig leika að ég skuli vera jafnað- armaður. Ég var alltaf taiinn egóisti á vell- inum og sterkur einstaklingur. En sann- ieikurinn er sá að ég kem úr mjög stórri fjölskyldu - við vorum 9 systkinin. Ég byrjaði að vinna 1943, 13 ára gamall, en það voru eiginlega fyrstu árin hér sem einhverja vinnu var að hafa. Þá var ekki spurt hvaða skóla viltu fara i? heldur er einhverja vinnu að hafa? Ég hef alltaf unn- ið mjög mikið, enda er afraksturinn eftir þvi. En vinnudagurinn hefur lika verið langur. Ég hef aldrei misst sjónar á þvi að allt i kringum okkur er fólk sem ámjög erfitt, þó það sé duglegt. Ég vinn iðuiega fyrir ýmsa aðila, án þess að senda þeim reikning. Þetta eru kunningjar og vinir for- eldra minna, og minir vinir reyndar lika, sem ekki hefur vegnað eins vel og mér. Min lifsfylling byggist á þvi m.a. að aðstoða aðra. Ég hef bara ekki gert nóg af þvi fram að þessu. Ég er jaínaðarmaður i eðli minu. Jafnað- armennskan er ekkert sem ég hef lært á gamalsaldri. Ég hef oft verið með marga menn i vinnu og alltaf hef ég borgað gott kaup — betra en gengur og gerist.. Ég legg mikla áherslu á það, enda hefur það gefið góða raun”. Fljóiari..... — Eá kratar á Akranesi, eða stjórnmála- menn almennt úti á landi „linuna” senda að sunnan? „Nei, við erum i þessum málum alveg sjálfstæðir einslaklingar. Ég minnist þess aldrei að hingaö hali komiö beiöni um það að taka einhverja ákveðna afstöðu i ein- hverju máli. Þetta er bara eins og ílokkur hérástaðnum. Það er hinsvegar ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá okkur. Framsóknar- menn höfðu konur i öðru og þriðja sætinu, sem er dæmigert fyrir þá hreyfingu sem er að eiga sér stað i þjóðfélaginu og þrjár konur eru nú komnar i bæjarstjórn. Ég má til með aö taka fram að úr þvi svona fór, þá held ég að varla hafi getað tekist betur til með valið á konum i þessi störf”. — Er ekki útgerðin á hausnum hér hjá ykkur eins og annarsstaöar? „Nei, ekki segi ég það nú. Við heyrum i fréttum jalnan mikinn barlóm um að tog- araútgerðin gangi svo ilia og að allt sé i upplausn. Þessar fréttir koma ekki frá Akranesi, þó þær komi frá Vestmannaeyj- um, Keflavik og l'leiri stöðum. Hér hefur stelnan veriðsú aö gera út i kyrrþey, enda helurekki gengiösvo illa. Það hafa auðvit- að komiö upp vandamál, aðallega vegna þess að héðan foru tvö skip. Það er að kom- ast I lag aítur, og nýtingin á frystihúsinu er afturaðbatna. — Þúert málarameistarier það ekki? „Jú, ég lærði að mála i Reykjavik hjá Ei- riki K. Jónssyni i l'jögur ár, en fór svo aftur og lærði veggfóðrun og dúklagningar, og svohef ég bilamálunarréttindi lika. Ég hef þvi þrenn meistararéttindi en vinn i máln- ingu og dúklögnum. Lengi rak ég i félagi við annan bilaverkstæði, en keypti það af hon- um og leigi það nú út.” — Málarðu ekki myndir þá lika? „Þessa gerði ég i há.deginu einu sinni”, segir Rikharður og bendir uppá vegg i stof- unni. ,,Ég hef svolitið gutlað við smámynd- ir, en i rauninni alltaf haft svo mikið að gera aö ég hef ekki sinnt neinu i fristundum nema félagsmálum. Sólarhringurinn er of stutturfyrir mig”. Rikharður á fimm börn, fjórarstúlkurog einn strák. Hann var spurður hvort þau værumikið i iþróttum. „Stelpurnar voru i sundi á sinum tima en hættu þvi. Og strákurinn stundar fótboltann vel. En hvort hann verður góður fótbolta- maður, eða söngvari eða hvað sem er skipt- ir ekki öllu máli. Það skiptir meira máli að þau v erði gott fólk. Það er heilladrýgst þeg- ar til lengdar lætur”, segir Rikharður. „En hann er fljótari en ég var nokkurn- tima..” getur hann svo ekki stillt sig um að bæta við.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.